Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
spilkoma, u, -ur KV hankalaus bolli
Réttu mér
spilkomuna væni
Aðalfundur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar 2007 verður haldinn
mánudaginn 26. nóvember í Stjörnuheimilinu við Ásgarð (fyrir aftan
sundlaugina og íþróttahúsið) í Garðabæ og hefst stundvíslega kl. 20.
Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum GKG:
1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
2. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin.
3. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu starfsári.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
5. Tillaga um árgjöld og afgreiðsla fjárhagsáætlunar næsta árs.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning formanns, stjórnar og varamanna í stjórn.
8. Kosning tveggja endurskoðenda.
9. Önnur mál.
Atkvæðisrétt hafa fullgildir félagar.
Fullgildir félagar teljast skuldlausir
félagar 18 ára og eldri.
Félagsmenn GKG eru hvattir til
að fjölmenna á fundinn.
Stjórn GKG
P
IP
A
R
S
ÍA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann á fimmtugs-
aldri í 2½ árs fangelsi fyrir kynferð-
isbrot gegn sex ungum stúlkum,
sem voru á aldrinum 4-13 ára þegar
brotin voru framin. Maðurinn var
einnig dæmdur til að greiða öllum
stúlkunum nema einni bætur, sam-
tals 2,9 milljónir króna, auk 2,3
milljóna króna í málskostnað.
Maðurinn var ákærður í júní í
sumar fyrir kynferðisbrot gegn fjór-
um stúlkum, sem allar eru fæddar
árið 1992. Með bréfi 14. mars 2006
hafði Barnavernd Reykjavíkur farið
þess á leit við lögreglu að fram færi
lögreglurannsókn vegna gruns um
að ein stúlkan hefði orðið fyrir kyn-
ferðisbroti. Var vísað til þess að
móðir stúlkunnar hefði komið til við-
tals hjá Barnavernd Reykjavíkur
21. febrúar 2006 vegna dóttur sinn-
ar og tilkynnt að stúlkan hefði ef til
vill orðið fyrir ósæmilegu athæfi af
hálfu manns sem væri frændi vin-
konu hennar.
Eftir ákæruna í júní var í sept-
ember gefin út önnur ákæra þar
sem manninum var gefið að sök að
hafa á árunum 1988-1994 brotið
margsinnis gegn stúlku sem fædd
er 1984, og einnig annarri stúlku,
sem fædd er 1987, árið 1993 eða
1994. Þessar stúlkur voru systkina-
börn mannsins.
Við rannsókn málsins var sími
ákærða hleraður að fengnum dóms-
úrskurði og kom þá í ljós að ákærði
átti í símasamskiptum við fjórar
stúlknanna.
Maðurinn neitaði að mestu sök en
dómurinn komst að þeirri niður-
stöðu að brot hans væru alvarleg.
Var hann sakfelldur fyrir misjafn-
lega gróf kynferðisbrot gagnvart
sex ungum stúlkum. Séu brotin
trúnaðarbrot og beinist að stúlkum
sem honum var beint og óbeint
treyst fyrir. Þá hafi sumar stúlk-
urnar verið á viðkvæmu þroska-
skeiði er brotin áttu sér stað. Sé
háttsemi ákærða sérlega ámælis-
verð þar sem tvær stúlknanna voru
einungis börn þegar atvikin áttu sér
stað. Ákærði er fæddur í ágúst 1966
og hafði ekki áður sætt refsingu svo
kunnugt væri.
Dómurinn var fjölskipaður, hér-
aðsdómurunum Símoni Sigvaldasyni
dómsformanni, Sigrúnu Guðmunds-
dóttur og Sigurði H. Stefánssyni.
Verjandi ákærða var Guðrún
Sesselja Arnardóttir hdl. og sækj-
andi Sigríður Elsa Kjartansdóttir
saksóknari hjá embætti ríkissak-
sóknara.
Dæmdur fyrir kynferð-
isbrot gegn sex stúlkum
Á FUNDI borgarráðs í gær óskaði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eftir að
tillaga um niðurstöðu í málefnum
REI og GGE, sem lögð hefði verið
fyrir stýrihóp um málefni Orkuveit-
unnar, yrði lögð fram á aukafundi
borgarráðs í dag.
Vilhjálmur greindi frá því að Mar-
grét Sverrisdóttir, forseti borgar-
stjórnar, hefði skýrt frá „sáttatil-
lögu“ í málinu á
borgarráðsfundinum. Í framhaldi af
því óskaði hann eftir því að umrædd
tillaga, frá fulltrúum meirihlutans í
stýrihópnum, yrði kynnt á aukafundi
borgarráðs í dag, sem haldinn verð-
ur klukkan 10. Ekki verður hinsveg-
ar af því að tillagan verði lögð fram í
dag.
Svandís Svavarsdóttir, formaður
stýrihópsins, segir aðspurð að gögn
stýrihópsins séu „trúnaðargögn sem
stýrihópur birtir ekki, enda varði
þau oft viðkvæmar upplýsingar, per-
sónur og athafnir þeirra“, og hún
muni bóka það á aukafundinum í
dag. Stýrihópurinn muni svo leggja
fram skýrslu um „lærdóma málsins í
lok mánaðarins“, en ekki hafi verið
tekin afstaða til þess að hve miklu
leyti trúnaðargögn verði birt.
Spurð um „sáttatillöguna“ kann-
aðist Svandís ekki við það orðalag.
„Hún [Margrét] nefndi plagg en not-
aði ekki þetta orð held ég. [Ég] var
ekki á fundinum sjálf undir þessum
lið.“
Aðspurð hvort „sáttatillaga“ fæl-
ist í „plagginu“ sagðist Svandís ekki
vilja kalla þetta sáttatillögu. „Þetta
var plagg með punktum sem var lagt
fram sem vinnuskjal inni á fundi.
Það koma haugar af allskonar gögn-
um fram á þessum fundum.“
Vilhjálmur staðfesti hinsvegar að
hann hefði séð „sáttatillöguna“. En
hann væri bundinn trúnaði og gæti
þess vegna ekki skýrt frá henni.
Hanna Birna Kristjánsdóttir stað-
festir þau orð Margrétar að tillaga
hafi verið lögð fram á fundi stýri-
hóps, en óskað hafi verið eftir trún-
aði um efni hennar og þess vegna
vilji hún ekki tjá sig um málið.
Gögn stýri-
hóps ekki birt
SVEITARSTJÓRN Flóahrepps
samþykkti samhljóða á fundi sínum
14. nóvember að auglýsa tillögu að
aðalskipulagi fyrrverandi Vill-
ingaholtshrepps þar sem gert er
ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Sam-
þykktin er byggð á þeim forsendum
að staðaráhætta við Þjórsá vegna
hugsanlegra flóða stenst viðmið
sem gefin eru í reglugerð um
hættumat vegna ofanflóða eins og
tilskilið var í mati á umhverfisáhrif-
um og úrskurði umhverfisráðherra
vegna virkjananna og því að sam-
komulag hefur náðst við Lands-
virkjun um mótvægisaðgerðir.
Einnig var samþykkt að setja þá
skilmála að hönnun virkjunarinnar
miðist við að yfirborð Heiðarlóns
verði að hámarki 50 metrar yfir
sjávarmáli eins og kynnt var í
áhættumati, að lón verði einungis í
árfarvegi og að farið verði að skil-
yrðum umhverfisráðuneytisins
vegna mats á virkjuninni. | 12
Flóahreppur
fellst á virkjun
GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, kynnti sértækar aðgerðir í
starfsmannamálum í gær. Aðgerðun-
um er ætlað að laða fólk að lausum
störfum. Kostnaðurinn nemur 150
milljónum, sem bætast við þær 30
milljónir sem þegar hafa verið lagðar
til leikskólamála í haust. Hækkun ein-
greiðslna á mánuði um 6-16 þúsund
krónur kemur til framkvæmda 1. des-
ember og tekur til starfsfólks leik- og
grunnskólanna.
Innra starf leikskóla verður eflt
með nýjum sjóðum, hliðstæðum þeim
sem þegar eru til staðar í grunnskól-
unum, en framlag til hvers skóla verð-
ur allt að einni milljón, eftir stærð. Þá
verður mati á starfsreynslu breytt,
sérstök hlunnindi aukin og starfs-
mönnum veittur forgangur fyrir börn
sín inn á leikskólana. Með þessu verða
lægstu laun hjá bænum um 152 þús-
und krónur og hæstu laun ófaglærðs
starfsfólks um 180 þúsund krónur.
Laða fólk á
leikskólana
MARGIR af fremstu knöpum landsins munu sýna hesta
sína í Vetrargarðinum í Smáralind í dag milli kl. 16 og
19. Tilefnið er útgáfa 30 ára afmælisrits Eiðfaxa. Meðal
hestamanna sem fram koma á hátíðinni er Valdimar
Bergstað, efnilegasti knapinn árið 2007. Jafnframt
verður sýnikennsla í grunnatriðum reiðmennskunnar
og keppni í hægtölti. Einnig munu félagasamtök hesta-
manna kynna starfsemi sína.
Morgunblaðið/Golli
Hestar og menn leika listir í Smáralind
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
DANSKIR fjölmiðlar gera því skóna
að FL Group kunni hugsanlega að
selja liðlega fjórðungshlut sinn í Ro-
yal Unibrew vegna þess að félagið
hafi tapað gríðarlega miklu á skráð-
um eignum sínum á undanförnum
vikum; í frétt á viðskiptavef Berl-
ingske Tidende er fullyrt að FL Gro-
up hafi tapað meira en tveimur millj-
örðum danskra króna eða á þriðja tug
milljarða íslenskra króna eftir þriðja
fjórðung, þ.e. eftir 1. október. Í frétt
Berlingske Tidende segir að „fjár-
festingasérfræðingur í stórum dönsk-
um banka“ hafi reiknað út að FL Gro-
up hafi tapað 25 milljörðum íslenskra
króna á eignum sínum til viðbótar við
þá liðlega 27 milljarða sem félagið
tapaði á þriðja fjórðungi. Þannig hafi
verðmæti eignarhluts FL Group í
Glitni minnkað um 8% frá 1. október,
verðmæti Commerzbank hafi minnk-
að um 5% og Finnair um 8%: Auk
þess hafi FL Group tapað um 15% á
eign sinni í „íslensku tryggingafélagi“
frá 1. október en þar mun vafalaust
vera átt við Tryggingamiðstöðina.
Halldór Kristmannsson, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs FL
Group, tekur fram að hann hafi ekki
séð umrædda grein en segir ljóst að
tölurnar sem þar séu nefndar séu
ekki réttar. Hann segir það þó ekkert
launungarmál að miklar lækkanir
hafi almennt orðið á skráðum félögum
og þá einnig hjá félögum sem FL Gro-
up eigi í. Hann minnir á að yfir 90% af
eignum FL Group séu í skráðum
eignum, að TM meðtöldu, og því sé
auðvelt fyrir markaðinn að fylgjast
með breytingum á verðmæti eigna-
safns FL Group.
FL sagt hafa tapað á
þriðja tug milljarða
Morgunblaðið/Sverrir