Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„MENNINGARARFURINN er
grundvöllur atvinnuuppbyggingar,
byggðaþróunar og nýsköpunar. Með
því að hlúa að honum löðum við að
nýja íbúa og ferðamenn og sköpum
nýjar hugmyndir,“ segir Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Í dag eru 100 ár liðin frá setningu
fyrstu þjóðminjalaganna og því
ágætt tilefni til að staldra við og
meta stöðu þjóðminjavörslu á Ís-
landi.
Fornminjalög verða til
Helsta ástæða lagasetningar um
fornminjavernd var svokölluð ný-
lendusýning í Kaupmannahöfn árið
1905, þar sem sýndir voru forngripir
sem keyptir höfðu verið á Íslandi.
Íslenskum stúdentum í Kaup-
mannahöfn þótti þetta óhæfa og
töldu gripina betur komna á Forn-
gripasafninu í Reykjavík.
Lögin sem sett voru 1907 giltu til
1969, en þau sneru fyrst og fremst
að verndun, skráningu og friðlýs-
ingu fornleifa og gripa.
Árið 2001 voru Fornleifavernd
ríkisins og Húsafriðunarnefnd ríkis-
ins settar á laggirnar til að taka við
stjórnsýsluhlutverkinu sem Þjóð-
minjasafnið hafði áður sinnt.
Menntamálaráðuneytið vinnur nú að
endurskoðun laganna frá 2001.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóð-
minjavörður, Nikulás Úlfar Másson,
forstöðumaður Húsafriðunarnefnd-
ar ríkisins og Kristín Huld Sigurð-
ardóttir, forstöðumaður Fornleifa-
verndar ríkisins, eru sammála um að
taka þurfi meira tillit til fornminja
þegar skilgreina skuli menningar-
arfinn.
„Því var lengi haldið fram að einu
menningarverðmæti Íslendinga
væru handritin og þetta var viðtekin
hugsun fram yfir miðja síðustu öld,“
segir Nikulás Úlfar.
Styrkja þarf grunninn
Þau vilja gjarnan að meiri áhersla
verði lögð á minjavernd og það sé of
algengt í hraða nútímans að ekki
gefist tími til að staldra við og meta
hvað hafi gildi og sé sérstakt fyrir
okkar menningararfleifð.
„Ef eitthvað er sér-íslenskt í okk-
ar menningu þá er það torfbærinn
og hvernig hann var byggður. Jafn-
vel þeir fáu torfbæir sem við höfum
sameinast um að varðveita eru
margir í mjög slæmu ástandi,“ segir
Nikulás Úlfar og bendir á að enn séu
margir torfbæir ekki enn komnir í
þjóðminjavörslu og liggi því undir
skemmdum.
Þeim ber saman um að mikilvægt
sé að huga að grunninum. Fjár-
magni sé of oft varið til alls kyns
sýninga og setra, en það sem raun-
verulega vanti sé uppbygging vand-
aðra safna og minjastaða um allt
land. Slík uppbygging nýtist einnig
sem grundvöllur fyrir ferðaþjónustu
og atvinnusköpun úti á landsbyggð-
inni.
Þau telja nauðsynlegt að huga að
geymsluaðstöðu og öðrum almenn-
um öryggisatriðum fornminjavörslu.
Það sem ekki er sýnilegt vilji lenda á
hakanum og gæta verði betur að
þessum ósýnilegu grunnatriðum.
Sagan heldur áfram
Varðandi fornleifavernd telur
Kristín Huld, forstöðumaður Forn-
leifaverndar ríkisins, forgangsatriði
að hafin verði markviss fornleifa-
skráning um allt land. Enn hafi að-
eins tæp 25% fornminja verið skráð.
Skráning og landfræðilegur gagna-
grunnur yfir fornleifar séu for-
sendur fyrir rannsóknum í framtíð-
inni.
Þau telja augljóst samhengi á milli
þess að verja náttúru landsins og
minjar þess. Gott dæmi um það séu
húsasöfnin víða um land. Mikilvægt
sé að varðveita samhengi minjanna
og það sé líka það sem ferðamenn
vilji sjá. Menningarlandslag og minj-
ar séu þó ekki óbreytanleg stærð,
því sagan haldi áfram og það verði
minjavarslan að gera líka.
„Það er mikilvægt að nálgast
minjavörslu sem sóknarfæri. Þetta
er saga okkar allra og það er mik-
ilvægt að fanga samfélagið eins og
það er, sögu og menningu allra sem
búa hér,“ segir Margrét Hallgríms-
dóttir að lokum.
Minjavarsla býður upp á sóknarfæri
Morgunblaðið/Ómar
Minjaverðir Kristín Huld Sigurðardóttir, Nikulás Úlfar Másson og Margrét
Hallgrímsdóttir sjá mörg tækifæri og krefjandi verkefni í minjavörslunni.
Ljósmynd/Guðm.Lúter
Burstarfell í Vopnafirði Byggingarlag íslenska torfbæjarins er einstakt og
þeir teljast til minja á heimsmælikvarða sem ber að hlúa að.
Í DAG verður haldið upp á 100 ára
afmæli þjóðminjavörslunnar á Ís-
landi og af því tilefni verður opið
hús í Þjóðminjasafni Íslands.
Afmælisár þjóðminjavörslunnar
miðast við setningu laga um
verndun fornminja árið 1907.
Klukkan 12 flytur Guðmundur
Ólafsson erindi um þjóðminja-
vörslu í landinu. Eftir erindi Guð-
mundar kemur Unnur Guðjóns-
dóttir fram í faldbúningi, fer með
ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og
minningaorð um hann, en í dag
eru liðin 200 ár frá fæðingu
skáldsins. Sérfræðingar verða á
staðnum milli kl. 12 og 14 og
munu fræða gesti um sýningar og
safngripi.
Þjóðminjasafn
með opið hús
meika, -aði S blanda, meykja,
gera, smíða.
Hún er að meika hús
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
FRÉTTIR af því að sveitarstjórn
Flóahrepps hafi samþykkt að setja
Urriðafossvirkjun á aðalskipulag eru
nöturlegar og ríkisstjórnin öll ber
ábyrgð á málinu. Þetta kom fram í
máli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur,
þingmanns Vinstri grænna, á Al-
þingi í gær. „Hreppsnefnd hafði áður
hafnað virkjun en lætur nú undan
linnulausum þrýstingi Landsvirkj-
unar þannig að hinir lýðræðislega
kjörnu fulltrúar hafa bakkað með
sitt nei og sína sannfæringu, þau
þora ekki annað undan ægivaldinu
sem við blasir,“ sagði Guðfríður Lilja
og vildi svör við hvað ríkisstjórnin
hygðist fyrir og þá allra helst Sam-
fylkingin sem áður hefði heitið því að
frelsa sveitarfélögin undan ágangi
orkufyrirtækjanna.
Aðalspurningin í Reykjavík
Helgi Hjörvar, formaður um-
hverfisnefndar Alþingis, sagði margt
jákvætt hafa gerst á síðustu mán-
uðum varðandi virkjanir og stóriðju
og tók m.a. sem dæmi nýlega
ákvörðun Landsvirkjunar að selja
ekki orku til álvera á Suð- og Vest-
urlandi. „Sá mikli þrýstingur um
stórfellda uppbyggingu álvera sem
var fyrir ekki mjög löngu síðan hefur
mjög minnkað og er full ástæða til að
lýsa ánægju með það,“ sagði Helgi
en bætti við að aðalspurningarnar í
virkjana- og stóriðjumálum væru
ekki í Flóanum heldur einmitt í
Reykjavík.
Bjarni Harðarson, þingmaður
Framsóknarflokks, hnýtti líka í
Samfylkinguna og sagði auðvelt að
halda því fram í kosningabaráttu að
stöðva ætti virkjanaáform í neðri-
hluta Þjórsár tafarlaust. Fram-
kvæmdin hefði hins vegar farið í
gegnum umhverfismat athuga-
semdalaust. „Það er mjög erfitt fyrir
hreppsnefnd Flóahrepps að stöðva
þetta mál á umhverfisverndarfor-
sendum eingöngu,“ sagði Bjarni en
mótmælti því jafnframt að sveitar-
stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun
af annarlegum ástæðum. „Hér er
enginn til andsvara fyrir þá góðu
hreppsnefnd,“ sagði Bjarni og Ólöf
Nordal, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, sagði þetta vera nöturleg
skilaboð sem kjörnum fulltrúum
sveitarstjórnar eru send. „Að halda
því fram að sveitarstjórnir hér um
landið gefist upp fyrir fyrirtækjum,
finnst mér ekki rétt,“ sagði Ólöf.
Með byssuna í annarri
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Vinstri grænna, sagði hins
vegar að það væri ekki verið að tala
niður til sveitarstjórna með því að
rekja staðreyndir í málinu. „Lands-
virkjun mætti á staðinn degi eftir að
sveitarstjórn hafnaði virkjunar-
áformunum með seðlabúntið í ann-
arri hendinni og byssuna í hinni,“
sagði Steingrímur og áréttaði að
virkjanir með lónum væru ekki
heimilar í Þjórsá. „Það er engin
ástæða til að ráðast í þessar virkj-
anir, það er engin þjóðhagsleg nauð-
syn sem knýr á um það.“
Linnulaus þrýstingur
Vill svör Guðfríður Lilja vildi svör frá ríkisstjórninni varðandi Þjórsá.
Í HNOTSKURN
» Sveitarstjórn Flóahreppshefur samþykkt að setja
Urriðafossvirkjun á að-
alskipulag.
» Sveitarstjórnin hafði áðursamþykkt að gera ekki ráð
fyrir Urriðafossvirkjun.
Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu gagnrýndu
Guðfríði Lilju fyrir að tala niður til sveitarstjórna
Léleg lög
Skýrsla umboðsmanns Alþingis var
rædd á þingi í gær og nokkrir þing-
menn höfðu áhyggjur af at-
hugasemdum
umboðsmanns
þess efnis að
hlutfall lélegra
laga sé of hátt á
Íslandi. „Það seg-
ir okkur auðvitað
bara að við þurf-
um að vanda okk-
ur miklu betur, við
þurfum að hægja
á lagasetning-
unni,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústs-
son, Samfylkingu. Fleiri tóku í sama
streng og sögðu oft of mikinn hraða
vera á störfum þingsins.
Öldrun er ekki
sjúkdómur
Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frum-
varpi á Alþingi í gær sem felur í sér
tilfærslu á ýmsum málaflokkum frá
heilbrigðisráðuneyti til félagsmála-
ráðuneytis. „Öldrun er ekki sjúkdóm-
ur,“ var meginstefið í umræðunum
og enginn mótmælti þessum tilflutn-
ingi. Vinstri græn voru þó ekki sátt
við ákvæði í lögunum sem felur í sér
að komið verði á fót stofnun sem
annist kaup, greiðslur og samninga
um heilbrigðisþjónustu og Stein-
grímur J. Sigfússon kallaði laga-
ákvæðið smyglgóss sem ætti að
ryðja veginn fyrir frekari einkavæð-
ingu. Guðlaugur Þór Þórðarson
sagði þetta hins vegar ekki vera
meira smygl en svo að kveðið væri á
um það í stjórnarsáttmálanum.
Ágúst Ólafur
Ágústsson
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur
lagt fram frumvarp sem felur í sér
breytingu á lögum um greiðslur til
foreldra lang-
veikra og alvar-
lega fatlaðra
barna en tilgang-
urinn er að koma
til móts við þær
bráðaaðstæður
sem geta komið
upp hjá fjöl-
skyldum við
greiningu.
Verði frum-
varpið að lögum munu foreldrar
sem eru á vinnumarkaði eiga rétt á
tekjutengdum greiðslum í allt að
sex mánuði ef börn þeirra greinast
langveik eða alvarlega fötluð. Jafn-
framt er gert ráð fyrir að for-
eldrum verði tryggðar mán-
aðarlegar grunngreiðslur þann
tíma sem þeir eiga ekki afturkvæmt
á vinnumarkað vegna umönnunar
barna sinna.
Greiðslur í
sex mánuði
Jóhanna
Sigurðardóttir
OPINBER mál munu heita sakamál
ef viðamikið frumvarp dóms-
málaráðherra verður að lögum en
hann lagði það fram á Alþingi í
gær. Frumvarpið felur m.a. í sér að
ákæruvaldinu verður skipt í þrjú
stjórnsýslustig með stofnun emb-
ættis héraðssaksóknara. Ríkis-
saksóknari verður eftir sem áður
æðsti handhafi ákæruvaldsins.
Þá er gert ráð fyrir að við máls-
meðferð fyrir dómi geti ákærði
skilað skriflegri greinargerð af
sinni hálfu en markmiðið er m.a. að
jafna aðstöðu aðila að sakamáli.
Þrjú stig
ákæruvalds
100 ár frá setningu
fyrstu þjóðminja-
laganna
FRÉTTIR
ÞETTA HELST ...