Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 15
er ekki nóg með að gámaálagið sé fellt
niður til að liðka fyrir útflutningi á
óunnum fiski, heldur er okkur í raun
refsað fyrir að vinna fiskinn hér
heima. Sjávarútvegsráðherra sagði
það reyndar á sínum tíma að yrði
gámaálagið afnumið yrðu tollar á
fersk flök lækkaðir. Það hefur ekki
gengið eftir,“ segir Bjarni.
Sala á fiski á Fjölnetinu gengur
þannig fyrir sig að sá sem hyggst
flytja út óunninn fisk í gámum, leggur
inn tilkynningu til næsta fiskmarkað-
ar um að til greina komi að selja fisk-
inn innanlands. Uppboðið stendur yf-
ir í skamman tíma, kannski 15
mínútur, og þá leggja kaupendur inn
tilboð á vefnum. Ekki er skylda að
fara þessa leið og geta útgerðarmenn
flutt fisk sinn óunninn og óvigtaðan
utan án þess að gefa innlendum kaup-
endum kost á því að bjóða í hann.
Gámaútflutningur hefur aukizt
töluvert síðustu árin. Árið 2003 fóru
samtals 27.832 tonn utan á þann hátt,
43.430 árið eftir og í fyrra var magnið
komið í 48.082 tonn. Útflutningur á
þorski með þessum hætti hefur farið
úr 5.000 tonnum 2003 í 7.650 á ýsu úr
8.200 í 19.600 tonn.
ERLENDAR skuldir heimila hafa
aukist hraðar en ráðstöfunartekjur
þeirra á undanförnum árum, þrátt
fyrir mikinn vöxt ráðstöfunar-
tekna, segir í vefriti fjármálaráðu-
neytisins.
Erlendar skuldir heimila námu
108 milljörðum í september 2007,
sem er 93% aukning frá sama tíma
á fyrra ári, en þá námu slík lán 56
milljörðum króna. Af þessum 108
milljörðum eru einungis um 25
milljarðar vegna húsnæðislána.
Þrátt fyrir þessa þróun eru er-
lend lán enn í minnihluta heild-
arskulda heimila við lánakerfið, en
styrking gengisins á þessu ári
lækkar hlutfallið. Snörp lækkun á
gengi krónunnar myndi koma illa
við íslensk heimili, bæði vegna þess
að afborganir af erlendum lánum í
krónum hækka, en einnig vegna
þess að gengislækkun er líkleg til
að auka á verðbólgu, sem hækkar
afborganir og höfuðstól verð-
tryggðra lána. segir í vefritinu.
Næmni heimilanna fyrir breyt-
ingum á gengi krónunnar er sögð
nokkur. Þó ekki það mikil að hún
skapi vanda fyrir fjármálalegan
stöðugleika í landinu þótt komi til
umtalsverðrar gengislækkunar.
Erlendar skuldir heimila
aukast um 93% milli ára
HALLUR Helgason og Kvik-
myndafélag Íslands hafa stofnað
hlutafélagið Atlantic Studios hf.
um rekstur kvikmyndavers í
gömlu varnarstöðinni á Miðnes-
heiði.
Félagið hefur gert samkomulag
við Þróunarfélag Keflavíkurflug-
vallar um kaup á 13 byggingum og
nokkru landsvæði fyrir reksturinn.
Þrjú upptökuver
Í tilkynningu kemur fram að nú sé
unnið að skipulagningu og hönnun
svæðisins en gert sé ráð fyrir að
þrjú 750-1.200 fermetra upptöku-
ver verði tilbúin til notkunar í vor
en auk þeirra sé gert ráð fyrir að-
stöðu fyrir ýmsar stoðdeildir kvik-
myndagerðarinnar svo sem skrif-
stofur, smíðaverkstæði, búninga-
geymslu, leikmunageymslu, klippi-
aðstöðu o.s.frv.
Þá er í bígerð smíði vatnstanks
sem ætlaður er fyrir myndatökur í
vatni, bæði undir yfirborði og á
því.
„Markmiðið er að þjóna jafnt
innlendri sem erlendri kvikmynda-
gerð. Rekstur versins verður hrein
viðbót við þá þjónustu sem þegar
er í boði á Íslandi en hingað til
hafa fullbúin stúdíó af þessari
stærðargráðu ekki staðið til boða,“
segir í tilkynningu.
Stofna kvik-
myndaver á
Miðnesheiði
hjúkólfur, -s, -ar K † samkvæmi,
mannfagnaður.
Er hjúkólfur
um helgina?
Foreldrar gætu keypt minni íbúðir, þá
þyrftu þeir ekki að vinna eins mikið og
allir gætu verið meira nálægt hver öðrum.
Cubo er frábær jólagjöf!
Cubo er flott útvarp og geislaspilari með tengi fyrir Mp3 spilara og Ipod.
Cubo fæst í 10 litum og er góð gjöf handa börnunum, kærastanum, kærustunni,
pabba og mömmu, afa og ömmu eða bara hvern sem er.
Komdu og sjáðu Cubo!
Fríhafnarverslun Ármúli 26