Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 20

Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Ráðgátan um Olgu Tsékovu Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar lá til Þýskalands og þar sló hún í gegn á hvíta tjaldinu og varð uppáhaldsleikkona Hitlers – en um leið starfaði hún fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna. Mögnuð bók eftir hinn geysivinsæla Antony Beevor. M bl 9 36 50 5 Njósnari í Þýskalandi nasista? Ráðgátan um Olgu Tsékovu holar@simnet.is Fá íslensk skáld hafa veriðrannsökuð jafn ítarlega ogJónas Hallgrímsson. Um fá ljóð hefur meira verið skrifað en Jónasar. Frægar eru deilur um ein- stök ljóð eins og „Alsnjóa“. Hver er merking þess? Hver er hjartavörð- urinn? Um þessar mundir kemur út bók með úrvali ritgerða um Jónas Hall- grímsson í ritstjórn Sveins Yngva Egilssonar. Bókin heitir Undir Hraundranga og skiptist í fjóra hluta og fyrir hverjum þeirra fer tilvitnun í verk Jónasar eins og seg- ir í inngangi: „Í fyrsta hluta eru yf- irlitsritgerðir eða skrif um ævi og örlög hans. Í öðrum hluta eru rit- gerðir sem hafa vísindi og trú að umfjöllunarefni. Ritgerðirnar í þriðja hluta fjalla einkum um Jónas í ljósi sögu og samhengis. Í fjórða og síðasta hluta eru ritgerðir um verk hans og viðtökur þeirra.“ Elsta ritgerðin eru minningarorð Konráðs Gíslasonar um Jónas í Fjölni 1847, en þau voru jafnframt það fyrsta sem um Jónas var ritað í samfelldu máli. Yngsta ritgerðin er eftir Svein Yngva Egilsson og birt- ist í Skírni á síðasta ári. Bókin spannar því svo að segja allan þann tíma sem skrif um Jónas hafa verið stunduð.    Eins og ritstjóri bókarinnar rek-ur í inngangi sínum voru merkilegar ritgerðir samdar um Jónas þegar á 19. öldinni en í safn- inu eru þó ráðandi skrif um hann frá seinni tímum. Og það vekur at- hygli að mikil gróska hefur hlaupið í rannsóknir á Jónasi síðustu ár og áratugi. Það var mikil stemning fyrir Jónasi á níunda áratugnum sem skilaði glæsilegri heildar- útgáfu Svarts á hvítu á verkum hans 1989. Hugsanlega hefur þessi útgáfa haft eitthvað með það að gera að á tíunda áratugnum voru skrif um Jónas mjög mikil. Sveinn Yngvi bendir á að árið 1999 hafi komið út nokkur rit um Jónas sem hafi staðfest að til væri orðið ákveðið rannsóknarsvið sem kalla mætti Jónasarfræði. Á meðal fræðimanna sem fengust við Jónas á þessum árum voru Svava Jak- obsdóttir, Matthías Johannessen, Páll Valsson, Dagný Kristjánsdóttir og Helga Kress, en öll eiga þau greinar í bókinni. Og meira af Jónasi. Fyrir stuttu kom út safn tuttugu ljóða skáldsins í danskri þýðingu Sørens Sørensen ljóðskálds. Bókin heitir Landet var fagert og Matthías Jo- hannessen ritaði ítarlegan formála. Aftast í bókinni eru svo skýringar við einstök ljóð. Meðal ljóða sem Sørensen þýðir er „Gunnarshólmi“ en fyrsta erind- ið hljómar svona á dönskunni: Og der lå sol på landets sommerveje, og tindens sølvblå is på Eyjafjeld tog aftenrødens gyldne glød i eje. Af Jónasi AF LISTUM Þröstur Helgason Kjarval Kápu Undir Hraundranga prýðir málverk Kjarvals, Listaskáldið góða (1945-1952). throstur@mbl.is ÞEGAR þjóðin var enn háðari veðrum en í dag voru orðin um blæbrigði veðurfarsins ólíkt litrík- ari og skilmerkilegri en nú tíðkast. Það sama á við um mörg önnur orð, til dæmis þau sem við notum um hafið. Hér eru 67 orð yfir snjó og snjókomu, en listinn er alls ekki tæmandi. Mörg orðanna notum við enn, en gaman er að skoða þau sem fallið hafa í gleymsku og ímynda sér nákvæma merkingu þeirra – eða fletta þeim upp í orða- bók. aska  áfreði  blindöskubylur  bylur  drífa  él  éljagangur  fannburður  fannfergi  fjúk  flyksumjöll  fok  fönn  frostleysusnjór  grjónabylur  harðfenni  haglél  hjarn  hraglandi  hret  hreytingur  hríð  hríðarkóf  hryðja  hundslappadrífa  kafald  kaf- aldsbylur  kóf  kófviðri  klessingur  krap  lausamjöll  leysing  logndrífa  maldringur  mjöll  moksturskafald  mugga  muggukafald  mulla  nýsnævi  ofankafald  of- ankoma  pos  skafelgur  skafl  skafmold  skafrenningur  skæðadrífa  slitringur  snjóakk  snjóalög  snjóburð- ur  snjódyngja  snjófukt  snjóhald  snjóhengja  snjó- hula  snjókoma  snjóreykur  snær  sólbráð  stórhríð  svælingsbylur Snjór…? hvað áttu við? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Velkominn heim Þetta er nú meira helv… muggukafaldið – eða er þetta kannski maldringur? Veðrið er okkur tamt á tungu Hvernig var veðrið í gær? Segðu það með þínum orðum, þau segja það með sínum orðum, fjórar kynslóðir orðlagðra Íslendinga, sem hver um sig lýsir veðri gærdagsins á sinn hátt. „MIÐAÐ við árstíma þá er veðrið mjög gott. Það er ekki dimmt og það er ekki bjart. Það sér ekki neins staðar í bláan blett á himninum. Það er örlítill andvari og raki, – ekki rigning, ekki dropar, en maður finn- ur raka í loftinu, svo þessi gola er ör- lítið blaut. Það bærast aðeins mjóu greinarnar á öspunum hérna fyrir handan, en auðvitað eru þær alveg lauflausar. Það eru engin lauf á trjánum sem ég sé hér, þau eru öll fokin af.“ Vilborg Dagbjartsdóttir kennari og skáld Örlítill andvari Morgunblaðið/Sverrir Gola Vilborg gáir til veðurs. „ÞAÐ er alltaf bjart yfir hjá mér. En af glugganum að dæma er grámi yfir Vatnsmýrinni. Af ferðum mávanna sé ég að það viðrar mjög vel til flugs; þetta er draumaveður til að spila fót- bolta. Það er aldrei betra að hreyfa sig en þegar ýrir aðeins úr lofti og regndroparnir leka niður með svita- dropunum. Þetta er draumaveður miðað við árstíma. Svo getur skipast veður í lofti og staðan gjörbreytt eft- ir hálftíma. Þá er að taka því eins og öðrum lífsins lystisemdum.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Ýrir aðeins úr lofti Grámi En þó alltaf bjart hjá Degi. „ÉG fékk textaboð frá vinkonu minni í London, sem óskaði sér þess að ég ætti töfrateppi til að koma og horfa á morgunbjarmann. Þá fór ég að líta í kringum mig, var að ganga heim af æfingu. Ég hugsaði: Súldin hér er ekkert síðri, því súldin er uppáhaldsveður hjá mér, ég tala nú ekki um ef það er líka þoka. Hún er umvefjandi og á þessum tíma fer maður svolítið inn í sjálfan sig. Ég hugsa að ég hefði hafnað töfratepp- inu til að geta notið súldarinnar.“ Einar Jóhannesson klarinettuleikari Súldin er ekkert síðri Súld Best með þoku. „ÞAÐ var kalt veður í dag og smá úði, en stillt. Það var líka skýjað. Mér finnst svona veður bara þægi- legt, sérstaklega þegar það er ekki rok. Þetta er bara gott veður. En mað- ur er kannski meira inni í svona veðri. Mér finnst best þegar það er stillt veður, en það má þá líka vera sól og blíða. Annars hlakka ég til að það fari að snjóa, ég myndi miklu frekar vilja hafa snjó en svona veður.“ Védís Pálsdóttir framhaldsskólanemi Skýjað og smá úði Morgunblaðið/Brynjar Gauti Best Þegar veðrið er stillt. hornriði, -a, -ar K regnský í norð- austri, norðaustanátt með rigningu. Er ekki hornriði á leiðinni!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.