Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 21
BEIN Jónasar Hallgrímssonar
voru flutt til Íslands frá Assistents-
kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn
árið 1946. Það var iðnjöfur úr Mos-
fellssveit, Sigurjón Pétursson, for-
stjóri Álafoss, sem stóð fyrir því að
fá bein Jónasar flutt heim. Sigurjón
var mikill áhugamaður um Jónas
og vildi hann grafa Jónas norður í
Öxnadal, þaðan sem Jónas er ætt-
aður.
Sigurjón borgaði
heimflutninginn
Var Sigurjón búinn að standa í
miklum rökræðum við fyrirmenn í
ríkisstjórn, m.a. Ólaf Thors, þáver-
andi forsætisráðherra, og Jónas frá
Hriflu, sem átti sæti í Þingvalla-
nefnd. Ríkið taldi bein Jónasar
vera þjóðareign og að bein hans
skyldu grafin í þjóðargrafreitnum á
Þingvöllum, við hlið Einars Bene-
diktssonar. En ríkið virtist ekki
hafa peninga til að borga fyrir upp-
gröft beina Jónasar og flutning
þeirra heim. Sigurjón greiddi fyrir
meirihlutann, m.a. greiddi hann
undir þjóðminjavörð, Matthías
Þórðarson, svo hann kæmist út og
gæti byrjað uppgröftinn. Það tók
dágóðan tíma því Matthías þurfti
að grafa fyrst upp þá sem lágu of-
an á Jónasi. Það voru hjón, sem
voru jarðsett um aldamótin 1900 og
feðgar jarðsettir 1875. En Jónas dó
árið 1845, 26. maí í Kaupmanna-
höfn.
Loks þegar bein Jónasar komu
með Brúarfossi til landsins í októ-
ber 1946 voru alþingismenn, þ.m.t.
þeir sem Sigurjón hafði staðið í
deilum við, fastir inni á þingi að
setja lög um Keflavíkurflugvöll.
Flutti beinin norður
Sigurjón nýtti sér tækifærið,
fyrst enginn úr Þingvallanefnd eða
frá ríkinu var til að taka á móti
beinunum, og ók beint norður í
land með líkamsleifarnar. Hann
ætlaði sér að láta grafa Jónas fyrir
norðan, en varð ekki að ósk sinni.
Prestar fyrir norðan neituðu að
jarðsyngja hann, skv. fyrirskip-
unum að sunnan.
Að endingu stóð kista Jónasar í
kirkjunni að Bakka í um viku áður
en henni var ekið suður og var svo
loks grafin í þjóðargrafreitnum á
Þingvöllum hinn 16. nóvember
1946, en Jónas hafði fæðst 16. nóv-
ember og er sá dagur nú dagur ís-
lenskrar tungu.
Ferðalok eftir Jón Karl Helga-
son, en hann ritaði þessa skýrslu
þegar bein Jónasar voru grafin upp
aftur og send út til Danmerkur til
DNA-greiningar. Efasemdir höfðu
þá verið uppi um hvort beinin væru
í raun Jónasar.
Stytta af Jónasi eftir Einar Jóns-
son var afhjúpuð 1907 í Hljóm-
skálagarðinum.
Athöfnin á Þingvöllum við jarð-
setningu beina Jónasar fór þannig
fram að fyrstir báru kistuna úr
kirkju stjórnmálamenn með Ólaf
Thors forsætisráðherra og Jónas
Jónsson frá Hriflu fremsta en síðan
tóku við rithöfundar og náttúruvís-
indamenn sem báru hana upp að
grafreitnum, þar sem Einar skáld
Benediktsson lá fyrir.
Að lokum er rétt að geta þess að
Þór Guðjónsson,fyrrverandi veiði-
málastjóri, var yngstur burð-
armannana og er líklega sá eini
sem enn er á lífi. Hann veitti Morg-
unblaðinu ómetanlega aðstoð við að
bera kennsl á menn á myndunum.
Fyrirmenn við greftrun beina Jónasar Frá vinstri má þekkja m.a. Gizur Bergsteinsson (annan frá vinstri) hæstaréttardómara, Sigurð Hlíðar dýralækni
og Ólaf Thors forsætisráðherra. Hempuklæddu mennirnir fyrir miðri mynd eru séra Bjarni Jónsson, Sigurgeir Sigurðsson biskup, og séra Hálfdan
Helgason, sóknarprestur á Mosfelli. Milli séra Bjarna og Sigurgeirs biskups má greina Jónas Jónsson frá Hriflu. Frakkaklæddi maðurinn með hattinn í
hendinni er Sigurður Pétursson gerlafræðingur.
Þegar Jónas var
grafinn á Þingvöllum
Kista skáldsins komin í jörðina Maðurinn með hattinn, sem gengur upp
að gröfinni, er Matthías Þórðarson þjóðminjavörður.
Rithöfundar og náttúrufræðingar báru bein Jónasar Hjá standa Guðmundur G. Hagalín rithöfundur, aftan við
kistuna stendur Sigurgeir biskup og að því er virðist Gísli Jónsson alþingismaður, sem kenndur var við Bíldudal,
séra Hálfdan Helgason á Mosfelli og Guðmundur Daníelsson rithöfundur. Næst kistunni stendur Ingólfur Dav-
íðsson grasafræðingur. Við húsgaflinn standa Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóri, Ólafur Thors forsætisráðherra
og Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður.
Ljósmyndir/Vigfús Sigurgeirsson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 21
MENNING
Á MORGUN verða 200 ár liðin frá
fæðingu Jónasar og því hafa hátíða-
höldin á degi íslenskrar tungu yfir
sér veglegri blæ en oft áður. Hér
verða talin upp brot af þeim við-
burðum sem í boði eru.
Blysför í Hljómskálagarðinn
Gangan hefst stundvíslega kl. 18
og gengið verður frá aðalbygg-
ingu Háskóla Íslands í Hljóm-
skálagarðinn þar sem blysförinni
lýkur við styttu Einars Jónssonar
af þjóðskáldinu. Pétur Gunn-
arsson, formaður Rithöfunda-
sambandsins, flytur ávarp.
Um hádegisbil opnar forseti Ís-
lands minningarstofu um Jónas að
Hrauni í Öxnadal. Kristjana Arn-
grímsdóttir og Kristján E. Hjart-
arson flytja lög við ljóð Jónasar.
Unnur Guðjónsdóttir les upp ljóð
Jónasar í Þjóðminjasafni Íslands
kl. 12.
Borgarbókasafnið stendur fyrir
bókmenntagöngu í miðbænum til-
einkaðri Jónasi á morgun, laug-
ardag. Lagt verður af stað frá
Grófarsafni kl. 14.
Við Kennaraháskóla Íslands er
boðið til hátíðarsamkomu í Hyln-
um frá kl. 12.05 til 12.45. Stúd-
entar flytja tónlist, Soffía Jak-
obsdóttir leikkona flytur ljóð
Jónasar og Ingunn Snædal ljóð-
skáld les eigin ljóð. Einnig verður
verðlaunaafhending í ljóða-
samkeppninni Ljóð á tungu – ljóð
um tungu.
Íslenskuskor Háskóla Íslands og
Mímir standa fyrir hátíðardag-
skrá. Meðal annars verður kynnt
nýtt námskeið sem mun mennta
íslenskunema í að kenna útlend-
ingum íslensku. Dagskráin stend-
ur frá kl. 16 til 18.30 í stofu 201 í
Árnagarði.
Í Háskólanum á Akureyri flytur
Finnur Friðriksson aðjunkt erind-
ið: Íslenskt mál: Fljótum við sof-
andi að feigðarósi? Í stofu K201 á
Sólborg kl. 15.
Í Skálholti fer fram málþing um
nýja Biblíuþýðingu er hefst kl. 18.
Ég bið að heilsa: Landið, skáld-
skapurinn og konan í ljóðum Jón-
asar Hallgrímssonar, er yfirskrift
á fyrirlestri Helgu Kress í Ket-
ilhúsinu á Akureyri kl. 17:15.
Stóra upplestrarkeppnin hefst
formlega í grunnskólum landsins.
Nemendur í 10. bekk Hvolsskóla á
Hvolsvelli lesa Brennu-Njáls sögu
í samstarfi við Sögusetrið á Hvols-
velli. Lesturinn hefst kl. 7:30 og
lesa nemendur úr sögunni til
skiptis fram á kvöld.
Menntaráð Reykjavíkurborgar af-
hendir í fyrsta sinn íslenskuverð-
laun fyrir reykvísk skólabörn.
Ljóðabókin Í sumardal er komin
út. Bókin er til komin vegna þess
að nokkur skáld langaði til að
heiðra minningu Jónasar á afmæl-
isárinu. Skáldin eru: Aðalbjörg
Jónsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir,
Heiður Gestsdóttir, Inga Guð-
mundsdóttir, Ólöf Stefanía Eyj-
ólfsdóttir, Ragna Guðvarð-
ardóttir, Sigurbjörg
Björgvinsdóttir og Sigurlaug Guð-
mundsdóttir.
Á vegum menningarfélagsins
Hrauns í Öxnadal kemur út ný
ævisaga sem Böðvar Guðmunds-
son rithöfundur hefur skrifað og
nefnir Jónas Hallgrímsson: Ævi-
mynd. Verður eintak af bókinni
afhent öllum nemendum í tíunda
bekk í grunnskóla að gjöf.
Tónleikarnir Jónas Hallgrímsson í
200 ár fara fram í Laugarborg í
Eyjafirði í kvöld kl. 20.30.
Flytjendur eru Fífilbrekkuhóp-
urinn.
Jónas erlendis
Í Jónshúsi í Kaupmannahöfn verð-
ur Jónasarkvöld og flytur Böðvar
Guðmundsson stutt erindi um
skáldið. Kynnt verður bók með
nýjum dönskum þýðingum Sørens
Sørensens á ljóðum Jónasar.
Sendiráð Íslands í Moskvu stend-
ur fyrir dagskrá í háskólanum í
Moskvu sem er helguð degi ís-
lenskrar tungu og lesið verður úr
þýðingum á íslenskum bókum og
íslensk tónlist leikin.
Viðburðir í
tilefni dagsins
Útför Jónasar
VEFVARP mbl.is