Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 23

Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 23 AUSTURLAND PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ, Nóatún Hafnarfirði Avena Sativa Fyrir góðan svefn Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Landslag til sölu eða gefins er nafn nýopnaðrar sýningar Írisar Lindar Sævarsdóttur í Slát- urhúsinu á Egilsstöðum. Þar má finna gríðarstórt málverk af lands- lagi sem farið er undir Hálslón. Verkið er sett saman úr 362 römm- um og verður gefið börnum fæddum á tímabilinu 28. september 2006 til 24. september 2007, eða á fyllingar- tíma Hálslóns. Verkið tileinkar Íris Lind Stefáni Jónssyni Stórval afa- bróður sínum og segir að börn hafi verið honum einstaklega kær. „Þessi sýning var hluti af lokaverkefni mínu við Winchester School of Art í Eng- landi, sem ég lauk í september sl. Daginn sem ég flaug út til náms var byrjað að láta renna í Hálslón. Mig langaði að gera verk handa þeim börnum sem kæmu aldrei til með að sjá þetta land sem fer undir vatn, né hafa neitt um það að segja hvernig því er ráðstafað,“ segir Íris Lind. Talsvert af römmunum er þegar pantað og segir hún fólk víða af land- inu hafa sýnt áhuga. Land og saga horfin undir vatn Hún hvetur áhugasama foreldra og ættingja barna fæddra á þessum tíma til að hafa samband í síma 898- 3143 eða með netpósti á irisl- ind@gmail.com. Verkið verður af- hent foreldrum eða umboðsaðilum á lokadegi sýningarinnar 18. nóvem- ber nk. Það mun einnig verða til sölu fyrir þrjár milljónir króna og verður ekki gefið ef af sölu verður. Á myndinni, sem máluð er eftir ljósmynd Skarphéðins G. Þórisson- ar, má sjá Sauðafell uppi til hægri, sjónarhornið er úr lágflugi rétt utan við Sauðá. „Þetta er rétt utan við Sauðá og horft inn á sethjalla sem loka Hjalladal,“ segir Skarphéðinn. „Svo sést í Tröllagilið, en þar stutt frá var bergrisinn sem féll í ána. Á bak við sethjallana er allstór hvilft, við sjáum í gráan mel og þar fyrir innan var rétt Aðalbólsmanna, þar fóru þeir fyrri part sumars og ráku í rétt og féð var rúið. Handan við á hjallanum á bakvið er Lindin og þar var Lindakofi. Þá er sléttan inn eftir og sést inn á Brúarjökul og Kringils- árrana. Sjónarhornið er nú ofan í lóninu og u.þ.b. tvær efstu raðirnar í myndinni sem standa upp úr.“ Vill gefa börnum lands- lagið undir Hálslóni Ljósmynd/ÍLS Landslag Íris Lind Sævarsdóttir málaði landslag sem horfið er undir Háls- lón. Hún hyggst gefa verkið börnum sem fædd eru á lónfyllingartímanum. Í HNOTSKURN »Íris Lind Sævarsdóttirsýnir í Sláturhúsinu á Eg- ilsstöðum verkið Landslag til sölu, málverk í 362 hlutum sem sýnir landslag sem nú er á botni Hálslóns Kára- hnjúkavirkjunar. »Listamaðurinn hyggstgefa börnum sem fædd eru á lónfyllingartímanum sinn hlutann hverju, þar sem þau munu aldrei fá að sjá með eig- in augum landslagið undir lón- inu eða hafa nokkuð að segja um ráðstöfun þess. Neskaupstaður | Í vikunni var haldið upp á tíu ára afmæli hár- snyrtideildar Verkmenntaskóla Austurlands. Af því tilefni var formlega tekin í notkun ný og betri kennsluaðstaða. Nemendur deild- arinnar koma aðallega af Austur- og Norðurlandi, enda hefur deildin lengst af verið eina hársnyrtideild- in á landsbyggðinni. Í vetur stunda nemendur nám á 1. og 3. önn og eft- ir áramót hefst kennsla á 4. önninni í samstarfi við skóla á höfuborg- arsvæðinu. Deildarstjóri hár- snyrtideildar er Svanlaug Að- alsteinsdóttir og aðrir kennarar eru Rósa Dögg Þórsdóttir og Elsa Reynisdóttir. Ljósmynd/VA Hársnyrtideildin tíu ára Fljótsdalur | Gunnarsstofnun, í sam- vinnu við Ferðafélög Fljótsdalshér- aðs og Húsavíkur og Austurlands- og Húsavíkurdeildir 4x4, stendur fyrir ferð í fótspor Fjalla-Bensa á sunnudag. Um 70 manns verða í ferðinni og farið á 15-20 sérútbúnum jeppum bæði frá Húsavík og Egils- stöðum. Tilefni ferðarinnar er ný út- gáfa á Aðventu hjá bókaforlaginu Bjarti sem kom út í sumar. Í ferðinni verður áð á sögustöðum og mun Arngrímur Geirsson í Álfta- gerði rifja upp svaðilfarir Fjalla- Bensa og annarra eftirleitarmanna. Með í för verður einnig Ingvar E. Sigurðsson leikari sem mun lesa valda kafla úr sögunni. Þá mun Skúli Björn Gunnarsson hjá Gunnars- stofnun fjalla um tildrög sögunnar og útgáfu hennar. Uppselt er í ferð- ina og komust færri að en vildu. 70 ferðalangar á slóðir söguhetju Aðventu Vogar | Fimmtán félagsmiðstöðvar tóku lagið í undankeppni Samfés söngkeppni, Suðurlands- og Suður- nesjariðli, sem haldin var í Vogum. Bólið í Mosfellssveit varð í fyrsta sæti. Með þeim komust í aðalkeppn- ina Féló í Vestmannaeyjum, Þrum- an í Grindavík, Fjörheimar í Reykjanesbæ og Zelsíuz á Selfossi. Um 400 unglingar tóku þátt í undankeppninni í Vogum um síð- ustu helgi. Helgin gekk vel, sam- kvæmt upplýsingum Tinnu Hall- grímsdóttur, tómstundaráðgjafa hjá Borunni í Vogum. Unglingarnir gistu í grunnskól- anum í Vogum. Á föstudagskvöldinu var sundlaugarpartí ásamt því að fé- lagsmiðstöðin var opin fyrir þau sem vildu skella sér í billiard, Guit- ar-hero o.fl. Á laugardeginum var ýmis afþreying í boði fyrir ung- lingana, t.d. listasmiðja, förðunar- smiðja, pílusmiðja og margt fleira. En á meðan flestir voru í smiðjum voru keppendur kvöldsins í hljóð- prufum fyrir kvöldið mikla. Eftir keppnina var þrusuball með þeim Dj Óla Geir og Andra Ramirez og náðu þeir upp það góðri stemningu að þakið ætlaði af húsinu á tímabili. Unglingarnir voru til fyrirmyndar alla helgina og skemmtu þau sér konunglega, samkvæmt upplýsing- um Tinnu. Þær fimm félagsmiðstöðvar sem komust áfram munu taka þátt í að- alkeppni Samfés sem haldin verður í mars á næsta ári. Saman Um fjögur hundruð unglingar tóku þátt í undankeppni söngkeppni Samfés sem fram fór í Vogum. Bólið sigraði í undankeppni Samfés Reykjanesbær | Keilir, miðstöð vís- inda fræða og atvinnulífs, hefur fengið allt að 150 íbúðir til úthlut- unar fyrir námsmenn á háskóla- svæðinu á Vallarheiði í Reykja- nesbæ. Þessar íbúðir bætast við þær 350 sem þegar er búið í á svæðinu. Áætlað er að taka íbúðirnar í notkun í desember og janúar næstkomandi. Íbúum á háskólasvæðinu mun þá fjölga úr tæplega 800 í 1.100-1.200 manns í heild. Fjöldi iðnaðarmanna vinnur nú á vegum ÍAV þjónustu við endurbætur íbúðanna en jafnframt er unnið að stækkun á leikskóla Hjallastefnunnar þannig að hægt verði að fjölga þar börnum um ára- mót. Þegar stunda rúmlega 70 börn nám í leikskólanum og tæplega 50 í grunnskólanum. Verslun og íþróttamiðstöð Samkaup opnuðu nýlega verslun og á næstunni mun fullkomin íþróttamiðstöð taka til starfa en um þá starfsemi hafa Keilir, Þróunar- félag Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbær stofnað sérstakt hlutafélag, Íþróttavelli ehf. Þá er unnið að því að opna kaffi- og veit- ingahús til að þjóna ört vaxandi sam- félagi á Vallarheiði. Uppbygging þess er samstarfsverkefni Keilis, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Háskólavalla ehf. og Reykjanesbæj- ar. Íbúðirnar eru bæði einstaklings- og fjölskylduíbúðir, 55-160 fermetr- ar að stærð og vel búnar tækjum. Þær eru ætlaðar nemum sem stunda nám við háskóla á höfuðborgarsvæð- inu eða annars staðar en innifalið í leiguverði er rafmagn, hiti, net og express strætó sem tengir Keilis- svæðið við háskóla í Reykjavík. Upp- lýsingar um leiguverð er að finna á www.keilir.net. Samkvæmt fréttum síðustu daga er mikil þensla á leigu- markaði en um 1.100 manns bíða eft- ir húsnæði á stúdentagörðum í Reykjavík. Tæplega 100 manns eru þegar á biðlista hjá Keili eftir hús- næði. 150 nýjar íbúðir á háskólasvæði Keilis Íbúar á gamla varnarsvæðinu verða yfir eitt þúsund með þessari fjölgun SUÐURNES oturheimur K haf. Sigli ég um oturheim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.