Morgunblaðið - 16.11.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 16.11.2007, Síða 25
mælt með ... MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 25 Gengið hægt um gleðinnar dyr Nú þegar halla fer á seinnihluta nóv- embermánaðar fer landinn að búast í jólaham ef marka má aukna ös í verslunarmiðstöðvum og auglýs- ingaflóð sem berst í formi bæklinga inn á sérhvert heimili. Aldrei er þó of oft kveðin sú góða vísa að ganga hægt um gleðinnar dyr því manns- sálin fær sjálfsagt mun meira út úr því að njóta tímans, sem nú fer í hönd, en að eyða um efni fram og heilsa svo nýju ári með himinháa kreditkortareikninga í handrað- anum. Jólastemning í Borgarnesi Það væri til dæmis ekki úr vegi að renna sér upp í Borgarnes því Borg- nesingar ætla að taka sig saman um að búa til jólastemningu með því að baða bæinn jólaljósum í einu vet- fangi kl. 16 í dag með tilheyrandi uppákomum úti um allan bæ. Ljóða- sýning barna verður opnuð í Safna- húsinu, kórar flakka um bæinn, danshópur sýnir listir sínar og víða verður hægt að gæða sér á pipar- kökum. Jólalagaspinning verður í íþróttamiðstöðinni á morgun og létt guðsþjónusta í kirkjunni á sunnu- dag. Handverk, basarar og söngur Nálgast má fallegt handverk á jóla- basar Hrafnistu í Reykjavík á morg- un kl. 13-17 og á sama tíma verður hægt að gæða sér á vöfflukaffi Ætt- ingjabandsins. Handverk, sem unnið er úr náttúru- legum efnivið af börnum, foreldrum og kennurum verður líka til sýnis og sölu í Waldorf-skólanum í Lækjar- botnum kl. 12-17. Þar verður líka ýmislegt annað á boðstólum, svo sem brúðuleikhús, ævintýrahellir, kaffisala, veiðitjörn og súpuleikhús. Í Bókasafni Hafnarfjarðar við Strandgötu ætlar barnakór leikskóla Hörðuvalla að syngja kl. 11 á morg- un auk þess sem upplestur verður úr jólabókum fyrir yngri börnin. Önnur dagskrá verður svo í bókasafninu frá kl. 13 fyrir eldri börn. Flóamarkaður í Mosó Ef að líkum lætur verður hægt að finna margt nýtilegt fyrir lítið fé á flóamarkaði í Kjarnanum í Mos- fellsbæ kl. 13 til 18 í dag. Það eru þær Reykjakotssystur sem standa fyrir markaðnum, þar sem verður m.a. hægt að finna barnaföt, bækur, skíði, barnavagn og tískufatnað auk hinna umtöluðu uppskriftabóka þeirra systra. Tjúttað á öllum aldri Fyrir þá sem eru í tjúttstuðinu er vert að nefna að í kvöld á degi ís- lenskrar tungu verða haldnir helj- arinnar popptónleikar á NASA þar sem spútniksveitirnar Sprengjuhöll- in, Jeff Who? og Motion Boys troða upp. Og í Iðnó má væntanlega hreyfa sig annað kvöld við seiðandi tóna tangóhljómsveitarinnar Silen- cio, sem stofnuð var í Evrópu árið 2001 og varð fljótt ein eftirsóttasta tangóhljómsveit álfunnar. Harmonikuunnendur í Reykjavík ætla líka að skemmta sér um helgina því í tilefni 30 ára afmælis Félags harmonikuunnenda í Reykjavík verður efnt til harmonikutónleika með hinum þrítuga norska harm- onikusnillingi Emil Johansen í Graf- arvogskirkju í kvöld og afmælis- árshátíð félagsins verður svo haldin í Breiðfirðingabúð annað kvöld í sam- vinnu við Þjóðdansafélag Reykjavík- ur. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/ÞÖK Það er ljúft að byrja daginn á„einni lítilli morgunvísu“ úr smiðju Hálfdans Ármanns Björnssonar: Sólu hillir austri í, alla gyllir hnjúka. Logn og stilla, lítil ský leggja á syllur dúka. Á forsíðu 24 stunda í gær var sagt frá nýstárlegu hjónabandi. Og fleira var markvert í fréttum, eins og vísa Hjálmars Freysteinssonar gefur til kynna: Orkuveitan er ofur rík, enn er verið að bora. Indverji gekk að eiga tík, Eiður náði að skora. Hjálmar bætir við að tíkin hafi verið sögð í álögum, en ekki komi fram „hvort hún breyttist í eitthvert annað kykvendi við hjónavígsluna“. Jón Arnljótsson lýsir því hvernig ævintýri enda „í alvörunni“: Prinsessu Riddarinn, léttur í lund, leiddi af Drekans brúnni. Daðraði við hana dálitla stund, svo drattaðist heim með frúnni. En svo eru þeir sem lifa í veröld ævintýranna eins og Pétur Stefánsson: Lífið mitt er líkast draumi með ljúfum ævintýrablæ. Og ekki er lukkan treg í taumi, hún töltir með mér um allan bæ. Og Sigmundur Benediktsson samgleðst Pétri: Að því gauminn gefa ber giftu saumar fína ljúf í taumi lukkan er leiðir drauma þína. VÍSNAHORNIÐ Af tík og ævintýrum pebl@mbl.is Það er kannski von að menn kalli og berji bumbur, þegar stríðið er jafn stutt og hart og jólabókavertíðin okkar, en ósköp finnst Vík- verja þetta oflof hvim- leitt og margir teygðir á eyrunum án þess að vaxa um þumlung sem rithöfundar. x x x Víkverji þurfti aðbregða sér bæj- arleið á dögunum og fór akandi. Eins og jafnan tók hann með sér góð- gæti til þess að hlusta á á leiðinni og að þessu sinni var komið að Góða dátanum Svejk. Hér eiga upphrópanirnar við: Hvílík snilld! Hvílík skemmtun! Sagan tekur einar 16 klukkustundir í flutningi, en þar er hverri sekúndu vel varið. Þarna fara saman snilldarleg saga Jaroslavs Ha- sek, frábær þýðing Karls Ísfeld, sem fyrst kom út 1942-43, og stórkostleg- ur lestur Gísla Halldórssonar í rík- isútvarpinu 1979, sem einn og sér hljómar hápunktur í eyra. Svo oft hefur Víkverji hlustað á Svejk, að nú eru spólurnar orðnar lasnar og því ljóst að Víkverji verður að endurnýja dátann áður en hann kallar hann næst fram á sviðið. Víkverji brá sér ný-lega á suðrænar slóðir, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur fær- andi. Hins vegar varð atvik á heimleiðinni sem Víkverji ætlar að segja frá. Í upphafi ferðar bauð flugfreyja farþega velkomna um borð og þakkaði þeim í ferðalok fyrir hönd Sumarferðir og fleiri ferðaskrifstofa í nefni- falli. Víkverji verður bara að viðurkenna það að svona beyging- arleysisambögur fara í taugarnar á honum. Víkverja finnst fólk of almennt hætt að beygja nafnorð og láta nefnifallið flakka í alls konar samböndum. x x x Nú streymir bókaflóðið fram ogkennir þar margra grasa. Ánægjulegt finnst Víkverja að sjá, hversu hraustleg sundtök ljóðsins eru, en einnig sér hann skáldsögur sem rista bæði hratt og örugglega fram úr hinum. Bækur eru Víkverja alltaf gleðiefni. En einn er sá fylgi- fiskur bókaflóðsins, sem fer illa í Vík- verja; það er auglýsingaskrum útgef- enda. Í mörgum tilfellum er eins og aldrei hafi verið skrifuð bók á Íslandi.         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is eftir Áslaugu Jónsdóttur Frelsarinn Gott kvöld Dönsk/íslensk gestasýning á Stóra sviðinu 22. nóv. Myndræn og líkamlega krefjandi sýning sem ögrar... Uppselt fram að jólum. Ath. aukasýning 23/11 kl. 18. eftir Kristján Ingimarsson Skilaboða-skjóðan Ævintýrasöngleikur eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson Fjörug og stórskemmtileg barnasýning í Kúlunni. „Stutt, skemmtilegt og óvenjulega gefandi….“, M.R., Mbl. Allra síðustu sýningar! Leg 17/11 kl. 16 uppselt, 17/11 kl. 20 uppselt. Síðasta sýn. 29/11 kl. 20. Óhapp! 16/11 kl. 20 uppselt, 24/11 kl. 20 örfá sæti laus. Síðasta sýn. 30/11 kl. 20 uppselt. Hjónabandsglæpir 17/11 kl. 20 örfá sæti laus, 23/11 kl. 20 uppselt. Síðasta sýn. 29/11 kl. 20 örfá sæti laus. Hamskiptin 24/11 kl. 20 örfá sæti laus , 30/11 kl. 20 örfá sæti laus. Síðasta sýn. 1/12 kl. 20 örfá sæti laus. Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.