Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 26
matur 26 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Mér vegnar bara afskaplega vel á Ís-landi. Hér er gott að vera. Vet-urnir eru að vísu svolítið dimmirog kaldir, en sumrin eru ynd- isleg,“ segir Jeimmy Andrea Gutiérrez Vill- anueva, 24 ára kólumbísk stúlka sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir tveimur árum. Jeimmy hafði flúið til Ekvadors þar sem hún hafði dvalið í tvö ár áður en sendinefnd frá Rauða krossi Íslands ákvað að hún fengi hæli á Íslandi ásamt 26 öðrum löndum sínum. Jeimmy hóf íslenskunám hjá Mími þegar hún var lent á Íslandi og svo hóf hún nám í Ár- múlaskóla. Nú stundar hún íslenskunám í Há- skóla Íslands og stefnir á BA-próf einhvern tímann síðar og svo vinnur hún við símsvörun í Alþjóðahúsinu með námi. Jeimmy býr ein en hefur frá því hún kom notið aðstoðar stuðn- ingsfjölskyldu sem hún hefur bundist „fjöl- skylduböndum“. „Þetta eru mamma mín og pabbi minn á Íslandi,“ segir Jeimmy brosandi og bendir á hjónin Kolbrúnu Björnsdóttur og Bjarna Jónsson, sem svöruðu auglýsingu Rauða krossins þegar auglýst var eftir stuðningsfjölskyldum fyrir kólumbíska flótta- menn. Jeimmy, sem er fædd og uppalin í höfuð- borginni Bogota, segist hafa gaman af því að bjóða íslensku fjölskyldunni sinni upp á kól- umbískan mat endrum og sinnum enda þyki henni gaman að stússast í eldhúsinu yfir pott- um og pönnum. „Íbúar Kólumbíu borða mikið af ávöxtum og grænmeti og afskaplega mikið af nautakjöti.“ Þegar Jeimmy kom til Íslands talaði hún bara spænsku sem stuðningsforeldrarnir ekki skildu. Það var þó smábót í máli að heimasæt- an Þóra Bjarnadóttir hafði verið skiptinemi í Mexíkóborg og gat komið til bjargar þegar tungumálaerfiðleikar létu á sér kræla. „Og svo vorum við Jeimmy bara skammaðar fyrir að tala spænsku saman af því að hún átti að læra íslensku,“ segir Þóra og hlær. Þegar Daglegt líf leit inn í eldhúsið hjá Kol- brúnu og Bjarna stóð Jeimmy yfir pottunum. Í Kólumbíu er allt nýtt af nautinu Morgunblaðið/Golli Fjölskyldan Frá hægri, Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva ásamt íslensku stuðningsfjölskyldunni sinni hjónunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Bjarna Jónssyni og dætrum þeirra þeim Þóru og Hörpu Hrund og svo dóttir Hörpu Freyju Rún. Litadýrð Litríkt meðlæti gerir veisluborðið óneitanlega hátíðlegt ásýndar. Nautalifrarsteik Jeimmy segir íbúa Kólumb- íu borða mikið af nautakjöti. Jólabúðingur Sómir sér jafn vel á hátíð- arborðinu á Íslandi sem í Kólumbíu. Tvö ár eru síðan Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva kom til Íslands eftir að hafa flúið frá heimalandi sínu Kólumbíu til Ekvadors. Hún vill lítið tala um fortíðina, en gott sé að vera á Íslandi. Jóhanna Ingvarsdóttir smakkaði nautalifur og jóla- búðing að hætti Kólumbíumanna. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Uppboðshúsið Arnason &Andonov ehf. verður meðfyrsta uppboð sitt í Iðnó á sunnudag og kennir þar margra grasa. Frímerki, mynt, seðlar, bæk- ur, póstkort, málverk og ýmsir list- munir verða boðin upp en alls eru 416 hlutir á uppboðinu. Árni Þór Árnason, fyrrverandi forstjóri Austurbakka, og Makedón- íumaðurinn Saso Andonov, sem er með meistarapróf í hagfræði frá Há- skóla Íslands og íslenskur ríkisborg- ari, standa að uppboðshúsinu, sem er til húsa á Austurströnd 1 á Sel- tjarnarnesi. Árni Þór segir að þeir séu báðir frímerkjasafnarar og þeim hafi fundist að hér vantaði uppboðs- hús samkvæmt alþjóðlegum stöðl- um, þar sem seljandi gangi út frá ákveðnu grunnverði, því þannig sé hagur hans tryggður. Auk þess hafi fólk ekki haft almennileg tækifæri til að selja hluti eins og frímerki, mynt, seðla, ýmsa listmuni og fleira á upp- boðum hérlendis og því hafi þeir ákveðið að koma til móts við mark- aðinn með því að opna svona upp- boðshús. Stór markaður „Við erum að reyna að stækka ís- lenska markaðinn með því að vera líka á netinu,“ segir Árni Þór og vís- ar til þess að uppboðsskráin vegna fyrsta uppboðsins hafi ekki aðeins verið send í um 400 eintökum út um allan heim og meðal annars til mynt- og frímerkjasafnara á Íslandi heldur sé hún einnig aðgengileg á vef A&A og þar sé hægt að vera með boð (www.aa-auctions.is). Hann segir að þeir líti einkum á Ísland, Norður- löndin og Norður-Ameríku sem markaðssvæði sitt og bendir á að ís- lensk frímerkjasöfn frá því fyrir 1944 séu mjög vinsæl í Bandaríkj- unum. Þá hafi ekki svo mikið af frí- merkjum verið gefið út og auk þess þyki þetta falleg frímerki. Hins veg- ar sé sorglegt hvernig verið sé að ganga af frímerkinu dauðu í nútím- anum, en frímerkin frá því fyrir 1944 lifi góðu lífi og hækki jafnt og þétt eins og góð hlutabréf. Fram að uppboðinu eru hlutirnir til sýnis hjá fyrirtækinu á Seltjarn- arnesi daglega frá klukkan 13 til 16.30 eða eftir samkomulagi en upp- boðið í Iðnó hefst síðan klukkan 10.30 á sunnudag með uppboði á frí- merkjum. Klukkan 14 hefst uppboð á kortum og byrjað verður að bjóða upp listmuni klukkan 15.30. Á uppboðinu verða meðal annars bronsskjöldur af Jóni Sigurðssyni forseta, bronsstytta af Adolf Hitler, kanslara Þýskalands, strútsegg frá Suður-Afríku og silfurborðbúnaður frá 1949. Boðið upp í evrum Hæsta grunnverðið er 14.000 evr- ur fyrir olíumálverk eftir Erró, en grunnverð fyrir olíumálverk frá 1932 eftir Kjarval er 9.000 evrur. Grunnverð fyrir styttu af sjómanni með lúðu eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal er 1.200 evrur og algengt verð fyrir frímerki er 10 evrur. Árni Þór segir að verðið sé í evr- um vegna þess að útlendingar eigi erfitt með að breyta yfir í íslenskrar krónur auk þess sem upphæðir í krónum séu svo háar og háar upp- hæðir fæli frá. Ennfremur bjóði flest uppboðshús í til dæmis Svíþjóð og Danmörku upp í evrum og ákveðið hafi verið að fylgja þeim. Nýtt uppboðshús með nýjar áherslur Morgunblaðið/Ómar Upphoðshaldarar Þeim Árna Þór Árnasyni og Saso Andonov fannst vanta hér á landi uppboðshús samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Arnason & Andonov ehf. verða með 416 hluti á fyrsta uppboði sínu í Iðnó www.aa-auctions.is daglegt líf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.