Morgunblaðið - 16.11.2007, Blaðsíða 27
Á matseðlinum var nautalifur að kólumbískum
hætti og gómsætur hátíðarbúðingur í eftirrétt.
Nautalifrarsteik
½ kg nautalifur
1 stór laukur
1 tómatur
1 saxað hvítlauksrif
salt og pipar eftir smekk
¼ bolli matarolía
Himnur og húð hreinsaðar af lifrinni. Lifrin
skorin niður í þunnar sneiðar, sem kryddaðar
eru með salti og pipar. Lifrin er síðan steikt
upp úr mjög heitri olíu svo hún harðni ekki.
Lifrin tekin af pönnunni og lögð til hliðar. Því
næst eru laukur og tómatar steiktir upp úr
sömu olíu og því næst búin til sósa upp úr
þessu. Þegar sósan er tilbúin er lifrinni bætt út
í og látið krauma í smátíma.
Lifrina má bera fram með hrísgrjónum, sal-
ati, avókadó og steiktum plátano-banönum,
sem m.a. fást í Hagkaupum og Sælkerabúð-
inni. Bananarnir eru skornir í fimm cm bita og
brúnaðir í vel heitri maísolíu. Bitarnir eru svo
settir á bretti og pressaðir þar til þeir eru flat-
ir. Þá er þeim brugðið á ný á pönnuna og full-
steiktir.
Jólabúðingur
1 lítri mjólk
4 eggjarauður
5 msk maizenamjöl
börkur af einum limeávexti
1 kanilstöng
kanilduft
Hálft glas af mjólk, maizenamjölið og eggja-
rauðurnar þeytt saman. Afgangurinn af mjólk-
inni, lime-börkurinn, sykurinn og kanilstöngin
sett í pott. Þegar suðan er komin upp er þeyttu
blöndunni bætt út í. Suðan er látin koma upp á
meðan hrært er í með trésleif. Þegar suðan er
komin upp á ný er þetta tekið af hellunni og
hellt í skálar. Gott er að strá kanildufti ofan á.
Látið kólna í ísskáp. Gott er að gera þennan
eftirrétt daginn áður en hann er borinn fram.
join@mbl.is
vín
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 27
Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson.
Í dag kemur út bókin Í fyrsta kasti
eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina
Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson.
Frábært tilboð til áskrifenda Morgunblaðsins
Jólagjöf stangveiðimannsins
Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda
skemmtilegra veiðisagna frá tugum viðmælenda
þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum
frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í
kringum Ísland.
Nú býðst áskrifendum Morgunblaðsins að fá þessa
stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti.
Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er
3.750 krónur.
Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu
Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
eða pantað hana á mbl.is.
M
bl
9
35
98
9
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
Tveir miklir karakterar semhafa sett svip sinn á Bor-deaux um áratugaskeið
eru þeir Jean-Michel Cazes og
André Lurton. Cazes er eigandi
hins fræga Chateau Lynch-
Bages í Pauillac og byggði upp
veldi AXA í Bordeaux og víðar
sem inniheldur m.a. vínhúsin
Pichon-Longueville, Pibran og
Suduiraut ásamt t.d. Quinta de
Noval í Porto. Það rak hann allt
til ársins 2002 er hann lét af
störfum og fór að einbeita sér al-
farið að fjölskylduhúsunum
Lynch-Bages og Ormes de Pez í
samvinnu við soninn Jean-
Charles og systurina Sylvie.
Bjargvætturinn
Lurton
André Lurton hins vegar á
ættir að rekja til ættaróðalsins
Chateau Bonnet í Grezillac á
Entre-Deux-Mers-svæðinu. Lur-
ton, sem nú er á níræðisaldri, er
þekktastur fyrir að hafa bjargað
dýrmætasta svæði Graves frá
því að hverfa af vínkortinu.
Hann hóf að fjárfesta þar á sjö-
unda áratugnum og keypti m.a.
vínhúsin Rochemorin og Lou-
viere í norðurhluta Graves.
Vínrækt átti undir högg að
sækja þar á þessum tíma, ekki
síst vegna útþenslu Bordeaux-
borgar, en svæðið er í syðri út-
jaðri borgarinnar. Höfðu borg-
aryfirvöld uppi áform um að
reisa nýtt úthverfi á þessum
slóðum. Lurton efndi til andófs
gegn þessum áformum og vakti
herferð hans það mikla athygli
að ekki var einungis fallið frá
áformunum heldur svæðið skil-
greint sem sérstakt víngerð-
arsvæði í
franska „ap-
pellation“-
kerfinu undir
nafninu Pessac-
Léognan. Þar er að
finna mörg af frægustu
vínhúsum Bordeaux
s.s. Haut-Brion, Smith-
Haut-Lafitte, Haut-
Bailly, Pape Clément
og Domaine de Cheval-
ier.
En hví þessi inn-
gangur? Jú þessir
ágætu menn framleiða
ekki einungis rándýr
gæðavín fyrir fáa út-
valda heldur einnig
ódýr gæðavín fyrir
fjöldann.
Byrjum á André
Lurton.
Divinus de Chateau
Bonnet 2006 er athygl-
isvert vín úr Sauvignon
Blanc-þrúgunni frá
Bordeaux. Þótt Bonnet sé á
svæði sem getur af sér „einföld“
vín miðað við risana eru vínin frá
þessu húsi ávallt góð kaup. Í nefi
skarpur og spennandi ávöxtur
þroskaður en aðgengilegur
ávöxtur. Eiginlega tilbúið nú
þegar þótt vel megi geyma það í
einhver ár. Ég held að það megi
fullyrða að þetta séu bestu Bor-
deaux-kaupin í ríkinu í dag. Mik-
ið fyrir lítið. 1.790 krónur 90/
100
Og þá eru það vínin frá Cazes
og kannski ákveðin þversögn í
ljósi inngangsins hér að framan
að hvítvínið Michel Lynch Re-
serve 2006 skuli vera frá Gra-
ves-svæðinu. Það hefur einkenni
mun dýrari vína og gæti alveg
þóst vera vín frá Pessac-
Leognan í blindsmakki. Hita-
beltisávextir, sítrus, mangó og
töluverð sæt eik. Sauvignon
Blanc ríkjandi. Þykkt og ferskt í
senn með góðri lengd. Frábær
kaup. 1.490 krónur. 88/100
Rauðvínið Michel Lynch Re-
serve 2005 er framleitt úr þrúg-
um af Médoc-skaganum. Það
hefur verulega dýpt fyrir verð
með dökkum rauðum berjum,
sólberjum og kirsuberjum, eik
og ágætu tannísku biti. 1.490
krónur. 87/100
Þótt Reserve-vínin séu ekki
dýr eru til enn ódýrari í línunni.
Hið rauða Michel Lynch 2005 er
vissulega einfaldara en engu að
síður gott með sólberjum,
grænni papriku og kryddi. 1.270
krónur. 85/100
Hvítvínið Michel Lynch 2006
er ferskt með grösugri límónu-
angan. Greinilegur Sauvignon
Blanc. Milliþyngd og -lengd.
1.270 krónur. 85/100
Michel Lynch-línan er afar
þétt og kannski engin furða þeg-
ar haft er í huga að víngerðar-
teymið frá Chateau Lynch Ba-
ges hefur yfirumsjón með henni
undir vökulum augum Jean-
Michels Cazes.
með grænum og
hvítum berjum,
blómum, aspas
og nýslegnu
grasi. Ferskt og
sýrumikið, ekki langt en
gott eins langt og það
nær. 1.550 krónur. 86/100
Chateau Bonnet Re-
serve 2005 er kórrétt og
aðgengilegt rauðvín. Sól-
ber, rifsber, vottur af
dökku kaffi og jafnvel
súkkulaði. Milliþungt, góð
uppbygging með þægileg-
um tannínum. 1.390 krón-
ur. 86/100
Chateau de Barbe
Blanche 2005 er rauðvín
frá héraðinu Lussac-St-
Emilion í Bordeaux í
Frakklandi og er húsið í
eigu Lurtons. Vínið sló í
gegn í íslensku smökk-
uninni um Gyllta glasið
um daginn og það kemur
ekki á óvart þegar vínið er
smakkað. Hér sést svo sann-
arlega að 2005-árgangurinn í
Bordeaux, sem hefur verið talinn
besti árgangur síðustu áratuga,
stendur undir nafni. Djúpur,
Hagstæð kaup frá Cazes og Lurton