Morgunblaðið - 16.11.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 16.11.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 33 MINNINGAR ✝ Kristín SigþóraBjörnsdóttir fæddist á Rúts- stöðum í Svínadal í Austur-Húnavatns- sýslu 1. mars 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- björg Kristjáns- dóttir húsmóðir frá Reykjum við Reykjabraut í A- Hún., f. 17.2. 1894, d. 16.4. 1962 og Björn Magnússon kennari frá Ægissíðu á Vatnsnesi, f. 23.9. 1887, d. 6.12. 1955. Systkini Kristínar voru: Ingibjörg Margrét, f. 1916, Sigurlaug, f. 1917, Sigrún, f. 1921, Jónína Sveinbjörg, f. 1922 og Magnús, f. 1923. Þau eru öll lát- in. Kristín giftist 6.11. 1943 Gísla Tómasi Guðmundssyni póstfull- trúa, f. 22.3. 1915, d. 30.11. 1991. Foreldrar hans voru Áslaug Frið- jónsdóttir verkakona í Reykjavík, f. 19.8. 1878, d. 8.3. 1961 og Guð- mundur Pétursson nuddlæknir, f. 20.11. 1975, börn hennar með sam- býlismanni sínum Hrafni Varm- dal, f. 21.6. 1977, Daníel Varmdal, f. 1998, Svala Karólína, f. 2004. b) Herdís, f. 18.3. 1981, unnusti Gunnar Ragnarsson, f. 20.1. 1980. c) Gísli, f. 3.6. 1994. Kristín var í fóstri hjá afa sínum Kristjáni Sigurðssyni bónda að Reykjum við Reykjabraut frá þriggja til ellefu ára aldurs og síð- an tvö ár hjá móðursystur sinni í Skagafirði. Árið 1932 kom Kristín til Reykjavíkur og sameinaðist fjölskyldu sinni. Kristín gekk í Ingimarsskólann í Reykjavík og fór síðan í Kenn- araskólann og lauk kennaraprófi 1938. Hún hélt smábarnaskóla í Reykjavík 1938-41, kenndi við Landakotsskóla 1941-1945, og stundaði smábarnakennslu í Reykjavík 1949-1951 og var með eigin smábarnaskóla í Vogahverfi 1953-1963. Hún var kennari í Vogaskóla 1962-79 og stunda- kennari til 1985. Kristín samdi barnabókina Sóley, náttúrufræði í söguformi, sem kom út hjá Rík- isútgáfu námsbóka 1972. Kristín tók virkan þátt í ýmsu félagsstarfi og var ákafur unnandi tónlistar. Kristín verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 24.5. 1873, d. 18.2. 1944. Gísli ólst upp hjá Kristínu Jóns- dóttur og Sigurjóni Friðjónssyni á Litlu- Laugum í Reykjadal í S.-Þing. Börn Krist- ínar og Gísla eru: 1) Kristín, f. 21.5. 1944, gift Jakobi Líndal Kristinssyni, f. 7.3. 1943. Þeirra börn eru: a) Kristín Mjöll, f. 30.8. 1965, dóttir hennar með fyrrver- andi eiginmanni, Gerald Anthony Alleva, f. 18.1. 1966, Halldóra Kristín Alleva, f. 1993. b) Snorri, f. 30.9. 1976, dóttir hans með fyrrverandi sambýlis- konu, Sigríði Björk Ævarsdóttur, f. 13.8. 1977, Áróra Hrönn, f. 2001. c) Margrét, f. 15.9. 1984, unnusti Davíð Halldór Kristjánsson, f. 13.3. 1984. 2) Örn, f. 24.8. 1945, kvæntur Guðrúnu Áskelsdóttur, f. 24.7. 1944. Sonur þeirra er Arnþór Logi, f. 2.8. 1976. 3) Björn, f. 5.4. 1955, kvæntur Karólínu Gunn- arsdóttur, f. 14.6. 1954. Þeirra börn eru: a) Hanna Kristín, f. Elskuleg amma mín er látin. Minningarnar eru margar. Alltaf var gott að koma til ömmu Kristínar í Sólheimana. Amma Kristín bakaði heimsins bestu súkkulaðiköku og ef hún vissi af okkur barnabörnunum, að við værum að koma í heimsókn, þá dreif hún sig í að baka. Hún bjó þá stundum til svolítið meira súkku- laðikrem sem við gátum fengið að sleikja úr skál, eins og við krakkarn- ir kölluðum það. Annars var amma mjög dugleg að halda boð fyrir fjölskylduna og fyrir jólin var mikil stemmning við laufa- brauðsbakstur. Hún hélt jólaboð um hver jól og var þá gjarnan stórfjöl- skyldunni boðið og dansað í kringum jólatréð. Amma var ákaflega frænd- rækin og því voru hin ýmsu boð hald- in til að rækta fjölskyldutengslin. Þegar ég var krakki fékk ég stundum að gista hjá ömmu Kristínu og afa Gísla. Það voru skemmtilegir tímar og þá var ósjaldan farið í felu- leik og spilað Lúdó. Oft tók ég með mér skóladótið, því hvergi var skemmtilegra að læra en hjá ömmu Kristínu sem var kennari af lífi og sál. Nóg var til af litum og blöðum hjá ömmu Kristínu og teiknaði ég ófáar myndirnar handa henni. Allar fengu þær að fara upp á vegg í her- berginu hennar hjá hinum myndun- um eftir okkur barnabörnin og síðar barnabarnabörnin. Þegar ég var á grunnskólaaldri bauð amma mér með sér í hin ýmsu ferðalög m.a. með Kennarasam- bandinu. Það er mér ofarlega í huga þegar við fórum tvær saman í Þórs- mörk í nokkra daga. Fyrir mér var þessi ferð ævintýri líkust og ég gleymi henni aldrei. Einnig á ég margar góðar minningar frá Mun- aðarnesi, þar sem amma og afi fóru oft í bústað á haustin. Þar áttum við fjölskyldan góðar stundir saman með þeim og oft var farið í berja- tínslu. Við amma Kristín brölluðum margt saman, enda vorum við miklar vinkonur. Hún hafði mikla unun af tónlist og fórum við nokkrum sinn- um saman á Vínartónleika sem var alltaf jafn mikil upplifun. Síðustu árin sem amma Kristín bjó í Sólheimum kom ég oft til henn- ar að aðstoða hana við ýmislegt. Við áttum okkar fasta dag í hverri viku þar sem ég lagði t.d. á henni hárið, fór með henni að versla og á heim- leiðinni var gjarnan komið við í bak- aríinu þar sem við fengum okkur eitthvað gott með kaffinu. Ég veit að þetta var ömmu ómetanlegt og fannst mér gaman að geta gert þetta fyrir hana. Amma Kristín fór svo á Hrafnistu í Reykjavík vorið 2006. Þar leið henni vel, enda var einstaklega vel hugsað um hana og þangað var alltaf gott að koma í heimsókn. Minningin um yndislega ömmu lif- ir. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Hanna Kristín Björnsdóttir. Elsku amma Kristín. Þegar ég hugsa til baka er mér efst í huga þakklæti fyrir að eiga svona yndislega og góða ömmu, eins og þig. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn í Sólheimana, að heimsækja þig og afa Gísla, alltaf ilmandi nýbökuð súkkulaðiterta, eins og þér einni var lagið að gera. Var tertan mikið uppáhald hjá þeim fjölmörgu sem litu við í kaffi. Og allt- af var myndavélin þín góða tekin upp við öll tækifæri, enda albúmin orðin ansi mörg sem geyma margar góðar minningar. Ég man þegar ég var lítil að þú passaðir alltaf upp á það að við barnabörnin hefðum nú nóg fyrir stafni. Alltaf til nýir litir og pappír sem við teiknuðum á, sem fengu síð- an að prýða veggi og ísskápinn! Fara í leiki og fá að fara með þér í lyftunni upp á 12. hæð í þvottahúsið og sjá yf- ir Reykjavík var sannkallað ævin- týri. Þau eru ófá boðin sem hafa verið haldin í Sólheimunum í gegnum tíð- ina, hvort sem um er að ræða mat- arboð, þorrablót, laufabrauðsbakst- ur, svo ekki sé talað um hið árlega jólaboð á jóladag þar sem allir í fjöl- skyldunni hittust en þér var mjög í mun að fjölskyldutengslin væru sterk. Það var fastur liður hjá okkur Margréti Rún fyrir jólin að setja upp jólaskraut hjá þér í Sólheimunum og var þetta hluti af jólastemmningunni hver jól. Fjölmargar sumarbústaðaferðir fórum við saman og var Munaðarnes í miklu uppáhaldi hjá ykkur afa Gísla. Einnig var gaman þegar þú komst í heimsókn í sumarbústaðinn í Svínadal. Þú varst mikill tónlistarunnandi. Ljómaðir þegar þú heyrðir fallegan söng og tónlist, enda sóttir þú marga tónleikana, meðal annars Sinfóníu- tónleika og tónleika í Langholts- kirkju. Ég man svo vel þegar þú bauðst mér með þér á tónleika með Richard Clayderman í Laugardags- höllinni. Sú minning er enn svo sterk, enda var þetta svo stórkostleg upplifun. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sé þér að þakka að ég spila á píanó í dag. Þú gafst píanó- ið heima sem ég hef æft mig á og spilað á í öll þessi ár. Og alltaf hvatt- irðu mig mikið til að halda áfram pí- anónámi. Þá var alltaf hægt að leita ráða hjá þér varðandi skólann, enda varstu kennari af mikilli hugsjón, með öll svör á hreinu. Eftir að þú fluttir á Hrafnistu átt- um við margar góðar samverustund- ir. Ég reyndi gjarnan að heimsækja þig á kaffitímum þar sem ég vissi að þú hafðir gaman af því að bjóða með þér í síðdegiskaffi, eins og þín var von og vísa. Við fórum gjarnan út að ganga eða í bíltúr sem þú hafðir mikla ánægju af og oft var komið við í ísbúð. Þú naust frábærrar umönn- unar starfsfólks á Hrafnistu og ég fann hvað þér þótti vænt um það. Nú er komið að kveðjustund og ég vona að þér líði vel. Takk fyrir allt saman, elsku amma mín. Minningin um þig mun ávallt fylgja mér. Þín Herdís. Ég man hvað amma var alltaf glöð þegar ég kom í heimsókn í Sólheim- ana og eins á Hrafnistu. Hún spurði mig alltaf hvernig mér gengi í skól- anum og fótboltanum. Svo hjálpaði hún mér að lesa þegar ég var í 1. og 2. bekk í Ártúnsskóla. Ég man líka þegar við fórum saman í göngutúr og að versla. Svo þegar við komum heim borðuðum við smákökur og snúða. Hún var alltaf svo góð við mig. Takk fyrir allar samverustund- irnar, elsku amma. Kveðja, Gísli. Hugsjónir og hugrekki lýsa skap- gerð og lífsferli móðurömmu minn- ar best. Ég heiti í höfuðið á henni og er stolt af því. Betri fyrirmynd get ég vart hugsað mér. Vissulega er ég of ung til að hafa upplifað fátæktina og baslið sem einkenndi líf hennar fram á fullorðinsár, en ég var frædd um mikilvægi réttlætis, jafnréttis og bræðralags meðal manna. Ég var enn óharðnaður unglingur þegar ég tók meðvitaða ákvörðun um að ég vildi fylkja liði með þeim sem ynnu að jöfnuði í þjóðfélaginu. Amma var lífsglöð og bjartsýn að eðlisfari. Hún var nánast alltaf kát og glöð. Síðustu árin gekk hún ekki undir öðru nafni í minni fjölskyldu en langamma Sól. Hún átti jú heima í Sólheimum og við kenndum ömmu strax við Sólheimana enda geislaði hún eins og sólin sjálf. Það kom bara einstaka sinnum fyrir að hún byrsti sig við barnabörnin sín. Hún gerði þær kröfur til okkar að við sinntum námi okkar vel. Hún þoldi enga leti en ættum við í erfiðleikum stóð ekki á henni að leggja okkur lið. Það var henni ástríða að koma börnum til mennta og lesturinn var grunnur alls. Það var ekki til það barn sem ekki gat lært að lesa með aðstoð Kristínar ömmu minnar. Við urðum þess áskynja að hún var elskuð og virt af börnum í Vogahverfinu þar sem hún kenndi. Ég ólst ung upp við sögurnar hennar sem síðar birtust í bókinni hennar Sóley. Það var gott að eiga slíka ömmu. Amma var ekki trú- eða kirkju- rækin en af kærleika átti hún nóg. Hún bar virðingu fyrir öllum og tók ætíð upp hanskann fyrir lítilmagn- ann. Hún gaf óspart til góðra mál- efna, einkum ef börn og ungmenni nutu góðs af, jafnframt því sem hún studdi við bakið á sínu fólki. Hún hafði fengið gott veganesti í æsku um að elska alla menn jafnt og því skilaði hún til barnabarnanna. Okk- ar vegna fór hún með bænir með okkur á kvöldin, söng með okkur sálma og kenndi okkur að gleðjast yfir smáu. Það gladdi ömmu mína að ég skyldi leggja fyrir mig tónlist. Hún unni tónlist alla tíð og hafði fagra söngrödd á sínum yngri árum. Í tón- listinni áttum við sameiginlegt áhugamál. Hún var mjög dugleg að sækja tónleika og bauð mér oft með sér. Hún kom á alla tónleika sem ég kom fram á, og studdi síðar tónlist- arnám dóttur minnar og yngri barnabarna sinna á sama hátt. Hún var ómissandi. Tónlistin dró mig til búsetu í Hong Kong um nokkurra ára skeið. Þegar amma var 75 ára og búin að missa afa, dreif hún sig út til okkar í heim- sókn. Hún kom ein fljúgandi hálfa leiðina yfir hnöttinn þrátt fyrir aldur og litla enskuþjálfun. Þarna var amma lifandi komin, full af kjarki. Við fórum saman í dagsferð til Gu- angzhou í Kína sem var henni einstök og langþráð upplifun. Þegar ég flutti heim til Íslands með dóttur minni fyrir tíu árum mynduð- ust strax náin tengsl milli ömmu minnar og dóttur sem þá var fjögurra ára. Hún tók ástfóstri við langömmu sína sem alltaf hafði tíma fyrir hana. Hún sagði: „Langamma er bæði skemmtileg og góð“. Þær voru sálu- félagar á sinn hátt alveg fram á and- látsstund. Blessuð sé minning þín, elsku amma og langamma. Kristín Mjöll og Halldóra. Kallið er komið og Kristín Sigþóra Björnsdóttir er ekki lengur á meðal okkar. Kynni mín og Kristínar hófust þegar hún hóf kennslu við Vogaskóla. Kristín lauk kennaraprófi 1938 og minntist hún oft á veru sína í Kenn- araskólanum og þá einstöku sam- kennd meðal bekkjarins, sem útskrif- aðist það vor. Þau hittust á hverju ári og héldu hópinn fram á síðustu ár. Kristín hóf að kenna smábörnum fyr- ir tvítugsaldur, kenndi í þrjú ár við Kaþólska skólann í Landakoti og bar ávallt hlýjan hug til skólans og systr- anna, sem þar störfuðu. Síðan kom hjónaband og barneignir, en þegar eldri börnin voru komin af handlegg tók hún aftur til við smábarnakennsl- una með nokkrum hléum. Haustið 1962 hóf Kristín langan og farsælan feril við Vogaskóla og starf- aði þar samfellt til ársins 1979, en hélt þó tengslum við skólann og nem- endur hans, sem þurftu á hjálp að halda, í nokkur ár. Það var þáverandi stjórnendum skólans ljóst af fyrri kynnum við Kristínu, að hér var kom- inn starfskraftur, sem var öllum hæf- ari til að sinna þeim, er síst gátu bjargað sér sjálfir. Hún fékk því til umsjónar nemendahópa eða bekki, sem á þeim tíma voru kallaðir fá- mennir bekkir eða öðrum þekktum nöfnum, en oft voru þó börnin 15-18. Þessir nemendur þurftu við upphaf skólagöngu, sjö ára gamlir, að byrja lestrarnámið algjörlega frá grunni og þar nutu hæfileikar Kristínar sín til fulls. Hún lifði sig inn í kennsluna, nýtti reynslu sína úr fyrri störfum til undirbúnings hverri kennslustund, lagði inn stafi, sýndi hljóðtákn, sagði sögur og lék þær um leið, söng og spilaði á gítarinn. Sumar þessara ör- sagna hafði hún samið sjálf og þær voru síðar gefnar út á bók hjá Náms- gagnstofnun undir heitinu Sóley. Í öllum bekkjum eru vandamál. Stundum leysast þau af sjálfu sér, önnur eru bæld niður og þögguð, en þegar fara saman félagslegir erfið- leikar og námsvandi, þá er þörfin fyr- ir umhyggju og alúð af hálfu kenn- arans aldrei brýnni. Kristínu var frá upphafi ljóst að samband við foreldra var besta leiðin til að vinna með vand- ann og finna lausn eða að minnsta kosti gera það besta úr erfiðleikunum miðað við aðstæður. Hún lagði mikið á sig til að ná sem bestum árangri og mældi ekki fyrirhöfn í mínútum. Kristín hafði mikið yndi af að ræða landsins gagn og nauðsynjar og var fróð um menn og málefni. Hún tók ævinlega málstað lítilmagnans í sam- félaginu en var þó ekki sanntrúuð á einfaldar lausnir eða isma. Kristínu var einkar annt um börnin sín þrjú og bjó þeim og eiginmanni sínum fyrirmyndar heimili í Sólheim- um 25. Hún var óþreytandi að efna til heimboða fyrir vini og samstarfsfólk. Hún var ákaflega félagslynd kona, sótti tónleika, leikhús og samkomur á meðan hún hafði þrek til. Síðustu árin dvaldi Kristín á Hrafnistu í Reykja- vík og var þar þátttakandi í kvöldvök- um og skemmtunum fram til síðasta dags. Ég sendi aðstandendum Kristínar S. Björnsdóttur samúðarkveðjur en minni á um leið, að fáir hafa kvatt þennan heim með giftusamlegri starfsævi að baki. Við geymum öll hlýjar minningar um gengna sóma- konu. Guðmundur Guðbrandsson, verandi skólastjóri. Gengin er góð kona. Við Kristín höfum átt samleið síðan árið 1964 er ég hóf kennslu við Voga- skóla. Þar var Kristín í fjölmennu kennaraliði. Vogaskóli var um tíma stærsti grunnskóli Íslands, yfir 1600 nemendur þegar mest var. Þá tíðk- aðist að raða í bekki eftir ,,getu“, sem var áður metin eftir kunnáttu nem- enda í lestri við skólabyrjun. Það var ekki tilviljun að Helgi Þorláksson skólastjóri fékk Kristínu til þess að kenna þeim seinfærustu. Hann hafði kynnst hennar frábæru hæfileikum í umgengni við börn, er hún kenndi smábarnakennslu í húsi hans. Kristín hafði létta lund og sýndi ótrúlega hugkvæmni við að sam- tvinna leik og nám þannig að börnum leið vel í tímum hjá henni. Stundum varð biðin þó löng eftir árangri en þá kom þolinmæði hennar til hjálpar. Af henni átti Kristín ótæmandi brunna. Já, hún hafði þá hæfileika, sem barnakennari þarf mest á að halda og ræktaði þá stöðugt. Kristín var mannblendin og sér- lega viljug að bjóða samstarfsfólki heim til sín, jafnvel eftir að hún hafði hætt kennslu við Vogaskóla. Hún vildi fylgjast áfram með skólastarfinu og rækta vinasambönd. Kristín hafði mikla ánægju af tón- list, sótti sinfóníutónleika á meðan heilsan leyfði og var styrktarfélagi Karlakórs Reykjavíkur og Lang- holtskirkjukórsins. Lestrarhestur var hún og sótti bækur á Sólheima- bókasafn, sem var nærri heimili hennar. Starfsfólk þar reyndist henni vel eftir að hún fluttist á Hrafnistu. Henni voru færðir þangað bókakass- ar mánaðarlega og þar var ekki um neitt léttmeti að ræða. Hún fylgdist vel með á sviði bókmennta þó að hún þyrfti að nota stækkunargler við lest- ur. Kristín missti mann sinn fyrir all- mörgum árum. Þrátt fyrir söknuð og sorg, hélt hún áfram að ,,lifa lífinu lif- andi“. Hún átti líka 3 börn sín og þeirra fjölskyldur að og sinnti þeim af kostgæfni. Kristín gladdist yfir vel- ferð afkomendanna og umhyggja hennar var ríkulega endurgoldin. Þeir heimsóttu hana og önnuðust af alúð til hinstu stundar. Skýrt dæmi um kærleikslund Kristínar er að hún tók vin yngsta sonar síns inn á sitt heimili þegar hann átti í erfiðleikum og lét sér annt um ung börn hans að honum látnum. Já, Kristín lagði íslensku samfélagi margt til góðs. Hún var hversdags- hetja sem vann verk sín hljóð. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessari gæðakonu sem, jafnvel á banabeði, gat brosað og geislað frá sér þakklæti til allra sem önnuðust hana. Starfsfólk á G-gangi þriðju hæðar Hrafnistu í Reykjavík á miklar þakk- ir skilið fyrir frábæra umönnun Kristínar. Blessuð sé minning mætrar konu. Guð blessi hana og alla ástvini henn- ar. Þórný Þórarinsdóttir. Kristín S. Björnsdóttir Elsku langamma Kristín. Þú varst góð langamma. Það var alltaf mjög gaman að fara í heimsókn til þín. Takk fyrir allar góðu sam- verustundirnar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Daníel og Svala Karólína. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.