Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 35
Þegar þú svo kynntist honum
Kobba þínum blómstraðirðu sko
aldeilis og þú hafðir fundið hamingj-
una og ástina í lífi þínu. Og þegar
þið fluttuð út á Svalbarðseyri
naustu þín í botn á þessum litla og
notalega stað, kláraðir námið þitt og
fórst að vinna á leikskólanum á
Svalbarðseyri.
Það var alltaf svo gott að vera í
kringum þig, kátínan og hláturinn
smitaði auðveldlega út frá sér, og
hlýjuna frá þér og þitt fallega hjarta
var alltaf gott að finna.
Já það eru sko ótal minningar
sem koma upp í hugann á þessum
erfiðu dögum og það er gott að
hugsa til þín og hversu yndisleg
manneskja þú varst og ég sakna þín
svo mikið og langar að geta talað við
þig og hlegið með þér.
Elsku Herdís mín, ég veit þér líð-
ur vel núna og ég hugga mig við það
og veit að þú verður alltaf með mér,
hvíldu í friði dúllan mín.
Elsku Kobbi, ég bið góðan guð að
styrkja þig í þinni miklu sorg, þú
hefur misst svo mikið. Elsku amma,
afi og öll fjölskyldan, guð veri með
okkur öllum.
Þín frænka
Harpa.
Elsku Herdís mín.
Ég trúi því varla að þú sért farin
frá okkur. Ég á eftir að sakna þín
svo mikið.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman, eins og þegar við
fórum, ég, þú og Kobbi, í survivor-
leikinn á afmælisdaginn minn einu
sinni. Þá fórum við á sjó og kveikt-
um lítinn varðeld í fjörunni, það var
alveg rosalega gaman. Það var alltaf
gott að vera hjá þér og Kobba og
það var oft mikið hlegið.
Minningarnar um þig eru ógleym-
anlegar og ég gæti haldið endalaust
áfram. Ég veit þér líður vel núna hjá
guði og englunum og þú verður allt-
af í hjarta mínu.
Þín litla frænka
Freydís Ósk.
Elsku Herdís.
Við erum ekki enþá búnar að gera
okkur grein fyrir því að þú sért ekki
lengur hjá okkur. En lífið er óút-
reiknanlegt og náði þarna að koma
aftan að okkur með þeim hræðilegu
fréttum sem við fengum morguninn
eftir síðasta klúbbinn okkar. Þann
klúbb og alla hina munum við varð-
veita í minningum okkar ásamt öll-
um þeim góðu stundum sem við átt-
um saman. Þú varst yndisleg
manneskja, með hjarta úr gulli og
ofar öllu góður vinur. Í vinkvenn-
ahópinn hefur myndast skarð sem
aldrei verður fyllt.
Kobbi er svo sannarlega heppinn
að hafa fengið þig inn í líf sitt og
saman voruð þið sem eitt. Þið voruð
svo falleg saman og lýstuð upp allt
sem í kringum ykkur var.
Elsku Herdís, við erum ótrúlega
þakklátar fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Hvíl í friði yndislegust.
Það er mikið á þig lagt elsku
Kobbi, þú veist að við erum til stað-
ar fyrir þig eins og þú hefur svo oft
verið fyrir okkur.
Elsku Kobbi, foreldrar ykkar,
systkin, frænkur, frændur, vinir,
samstarfsfólk og börn á leikskólan-
um Álfaborg, og allir hinir sem eiga
um sárt að binda við sviplegt fráfall
Herdísar, megi guð vera með ykkur
og styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
AAE-klúbburinn (aðfluttar, að-
þrengdar eiginkonur),
Brynja, Guðrún, Svanbjört
og Telma.
Hún Herdís okkar er dáin. Það er
ótrúlegt hvað lífið getur tekið mikl-
um breytingum á svipstundu. Her-
dís útskrifaðist sem leikskólakenn-
ari 10. júní 2006 og þá um sumarið
kom hún í vinnu til okkar hér í Álfa-
borg. Herdís var góður starfsmaður
og yndisleg kona. Það fór ekki mikið
fyrir henni en hún vann sína vinnu
vel og hljóðlega. Herdís sýndi börn-
unum mikla hlýju og hafði þann eig-
inleika að halda uppi aga og festu án
fyrirhafnar. Það verður erfitt að
fylla upp í skarðið sem nú hefur
myndast í samheldinn starfsmanna-
hóp. Starfsfólk og börn munu búa að
því að hafa kynnst Herdísi, muna
eftir skemmtilega hlátrinum, fallega
ljósa hárinu og þeirri ró sem alltaf
var í kringum hana. Það hefur sjálf-
sagt ekki alltaf verið auðvelt fyrir
hana, bæjarskvísuna eins og hún
kallaði sig stundum, að koma inn í
þann fasta kjarna sem fyrir var í
Álfaborg. Henni tókst það vel og
hún var orðin ein af okkur. Oftar og
oftar sást til hennar ganga um í
rauðum ullarsokkum við svarta pils-
ið.
Síðasta kvöldið okkar saman
munum við allar geyma í huga okk-
ar. Það var starfsmannafundur í
leikskólanum og Herdís kom með
súpu handa okkur. Við sátum við
kertaljós, umvafðar teppum og
spjölluðum um starfið framundan.
Við upplifðum allar þessa stund sem
sérstaka, fundum fyrir gleði, hlýju
og þeirri miklu einlægni sem ríkir í
starfsmannahópnum. Sérstaklega er
okkur í huga hve Herdís var ánægð
og lífsglöð þetta kvöld.
Lífið heldur áfram og starfsemin í
Álfaborg heldur áfram en án Her-
dísar, hennar verður oft minnst og
sárt saknað.
Við biðjum góðan guð að styrkja
Jakob, foreldra Herdísar og aðra
aðstendendur hennar.
Börn og starfsfólk
leikskólanum Álfaborg.
Herdís var neminn minn við leik-
skólabraut Háskólans á Akureyri
vorið 2006. Síðustu önnina fyrir
brautskráningu kenndi ég tvö nám-
skeið. Annað þeirra er vísinda-
smiðja þar sem nemarnir vinna
meira og minna saman að sjálfstæð-
um verkum og ég fæ tíma til að
ganga á milli og spjalla um verkin
þeirra. Þar kynnist ég sennilega því
fólki sem hefur valið sér þá leið í líf-
inu að vinna með börnum, einna
best. Þar kynntist ég Herdísi. Dag-
inn fyrir brautskráningu hitti ég
hana í Hafnarstræti, hún var á leið-
inni að útbúa útskriftarveislu, veislu
þar sem hún ætlaði minnst að
smakka á kræsingunum, þær voru
fyrir gestina. Hún geislaði af gleði
og tilhlökkun. Þetta er líka ein fárra
brautskráninga sem ég hef sjálf ver-
ið viðstödd og leikskólakennara-
hjartað mitt sló aukaslag af stolti
þegar ég leit yfir hópinn. Síðustu
önnina spyr ég nemana oft hvert
þeir ætla sér eftir útskrift, Herdís
ætlaði á Svalbarðseyri, í leikskólann
Álfaborg. Af og til síðasta vetur
rakst ég á hana á förnum vegi,
spurði hvernig gengi. Í sumar fékk
ég bréf frá leikskólanum hennar,
þær ætluðu að taka á móti norræn-
um gestum í tengslum við stóra ráð-
stefnu á Akureyri. Spurðu hvort ég
gæti ekki verið þeim innan handar.
Mér var það sönn ánægja, sérstak-
lega vegna þess að ég hafði aldrei
komið í leikskólann en heilmikið
heyrt um hann talað. Það var glaður
hópur leikskólakennara og barna
sem tók á móti okkur. Sýndi okkur
leikskólann. Við Herdís ræddum
m.a. um kubbana, hún vonaði að
með nýrri staðsetningu nýttust þeir
börnunum betur, við ræddum um
starfið og starfsgleðina. Á eftir
fylgdi stafsfólkið og börnin í Álfa-
borg okkur upp í skóginn sinn, þar
var okkur gefið kaffi, kleinur og
flatkökur að íslenskum sveitasið.
Við vorum beðin um að skilja mark
okkar eftir í skóginum, skapa lista-
verk í og úr náttúrunni, áður en við
skoðuðum þau sem væru á Safna-
safninu. Þetta var ógleymanlegur
dagur, sem ég á í minningunni og í
hvert sinn sem ég hugsa til hans
mun ég hugsa til stolts leikskóla-
kennara, hugsa til Herdísar. Þessi
dagur mun vera hennar mark í
minningu mína. Síðasta skiptið sem
ég hitti Herdísi vorum við báðar á
hraðferð í Bónus, skiptumst á kveðj-
um. Ástvinum hennar votta ég mína
dýpstu samúð, þeirra er mestur
missir.
Kristín Dýrfjörð.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 35
samt var velgengnin nánast handan
við hornið. Á honum sannaðist að
sitthvað er gæfa og gjörvileiki.
Þótt vinum hans væri ljóst að há-
timbruð bisnessáformin næðu ekki
fram að ganga var eiginlega sér-
kennilegt að enginn bankinn skyldi
taka hann upp á arma sína. En
bankamenn eru auðvitað ekki full-
komnari en aðrir menn. Stundum
hringdi hann í mig mjög upprifinn
af góðum hugmyndum, sem líkleg-
ar voru til fjárafla, og ég spurði,
eins og jafnan við slíkar aðstæður:
„Erum við á leiðinni í karabíska?“
Þeirri för er nú slegið á frest,
ótímabundið. Oft undraðist ég elju-
semina sem í honum bjó, þrátt fyr-
ir alvarleg veikindi, sem sífellt
gerðu honum lífið erfiðara eftir því
sem á leið.
Einhverjar skemmtilegustu
stundir okkar Árna hin síðari ár
voru er hann heimsótti okkur
Bergþóru og við borðuðum saman
lambahrygg eða -læri að sígildri ís-
lenskri fyrirmynd og fengum okkur
smávegis rauðvín með. Þá var hann
í essinu sínu, glaður og ánægður og
lagði iðulega heiminn að fótum sér,
með glans. Margra slíkra stunda
minnist ég nú að leiðarlokum og
sakna þess að ekki verða þær fleiri
í bili. Dætra hans, Lúcindu og Ey-
rúnu, og sonar hans ungs, Eyþórs,
bið ég góðan guð um að gæta.
Gústaf Níelsson.
Ég kveð þig kæri vinur og þakka
þér samfylgdina. Við kynntumst
sem ungir menn sem áttum þá
hugsjón að berjast fyrir betra
mannlífi og standa vörð um lýð-
ræðið gegn þeirri böðulshönd sem
þá ógnaði því. Við fylgdumst að í
starfi fyrir unga sjálfstæðismenn í
Heimdalli og Sambandi ungra
sjálfstæðismanna. Árni Bergur var
ákveðinn baráttumaður og fylginn
sér. Hann taldi aldrei eftir sér að
vinna það sem þurfti að vinna og
lagði fram mikið sjálfboðaliðastarf í
þágu hugsjónarinnar fyndist hon-
um þess þörf. Árni Bergur kom
víða við í starfi Sjálfstæðisflokksins
og átti mikinn heiður á sínum tíma
fyrir að byggja upp starf í hverf-
afélagi sjálfstæðismanna í Voga-
hverfi.
Nokkru eftir að við Árni kynnt-
umst varð honum tíðförult heim til
mín og erindið var alltaf það sama.
Hann krafðist þess að ég gæfi kost
á mér í stjórn Neytendasamtak-
anna. Honum varð ekki þokað og
svo fór að hann gat talið mig á að
gera það en það var ekki fyrr en
hann hafði sýnt mér fram á það
með starfi að málefnum neytenda
hvað hér var um mikilvægt mál að
ræða sem krefðist krafta þeirra
sem í alvöru berjast fyrir frjálsri
samkeppni og mannúðlegri mark-
aðshyggju. Við fylgdumst einnig að
nokkurt skeið innan Neytendasam-
takanna og enn sem fyrr var Árni
ódrepandi hugsjónamaður sem bar
fram fjölmargar tillögur og var
ráðagóður forustumaður Neyt-
endasamtakanna.
Það var gott að vinna með Árna.
Hann var jafnan ráðagóður og
heiðarlegur í félagsstarfi. Það
leyndi sér ekki þegar honum mis-
líkaði en hann hafði jafnan þann
hátt á að lenti hann í andstöðu við
þann sem var í forustu hverju sinni
þá kom hann sjónarmiðum sínum á
framfæri beint við forustumanninn
en stóð að öðru leyti með honum
jafnvel þótt hann væri ekki sáttur
við þá ákvörðun sem tekin var.
Á miðjum aldri í blóma lífsins
hallaði undan fæti og þá reyndist
Árni því miður sjálfum sér verstur.
Alla tíð var hann ráðagóður og
miðlaði öðrum ríkulega. Sjálfum
sér vildi hann hins vegar ekki
hjálpa eða þiggja ráð og aðstoð
þeirra sem báru hag hans mest
fyrir brjósti. Það var sorglegt að
við vinir þínir sem gengum með
þér þá vegferð sem ég þekki skyld-
um ekki geta orðið þér að meira
liði en raun varð og þú skyldir svo
oft hafna ráðum okkar og góðum
óskum.
Ég kveð þig kæri vinur og þakka
þér vegferðina. Megi góður Guð
geyma þig.
Jón Magnússon,
alþingismaður.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN EYMUNDSSON,
Stigahlíð 36,
andaðist mánudaginn 12. nóvember.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
20. nóvember kl. 13.00.
Þórhalla Karlsdóttir
Sigríður Austmann, Þórarinn Magnússon,
Helga Austmann, Guðlaugur Heiðar Sigurgeirsson,
Eymundur Austmann, Emilía Sveinbjörnsdóttir,
Viðar Austmann,
Elfa Dís Austmann, Páll Blöndal,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir, frændi og mágur,
GUÐJÓN STEFÁN EGILSSON,
Hlíðargötu 16a,
Neskaupstað,
lést sunnudaginn 11. nóvember.
Útför fer fram þriðjudaginn 20. nóvember frá
Norðfjarðarkirkju kl. 14.00.
Bænastund verður í Safnaðarheimili Hafnarfjarðar
á þriðjudaginn kl. 20.30.
Egill Birkir Stefánsson, Sveinbjörg Guðjónsdóttir,
Sigurður Freyr Egilsson, Salvacion Suarez,
Sævar Magnús Egilsson, Rósa Dóra Sigurðardóttir,
Ævar Unnsteinn Egilsson, Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir,
Kristófer Snær Egilsson,
Ari Fannar Egilsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR JENSÍNA BJARMAN,
Naustahlein 26,
Garðabæ,
lést á St Jósefsspítala í Hafnarfirði mánudaginn
12. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Marteinn Friðriksson
Sveinn Bjarman Marteinsson, Eva Bjarman,
Friðrik Marteinsson, Ólöf Bragadóttir,
Guðbjörg Marteinsdóttir, Helgi Baldursson,
Sigurður Marteinsson, Guðrún Árnadóttir,
Ragnar Marteinsson, Sigríður Anna Guðjónsdóttir,
Sigríður Jóna Marteinsdóttir, Timo Kallio,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, bróðir okkar, frændi og góður vinur,
GUÐMUNDUR AÐALSTEINN SVEINSSON,
búsettur í Osló, Noregi,
áður til heimilis í Þórufelli 16,
Reykjavík,
lést mánudaginn 12. nóvember á sjúkrahúsi í Osló.
Hann verður jarðsunginn frá Voksenkirkju í Osló
mánudaginn 19. nóvember kl. 13.00.
Sidsel Viland,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Knut,
Karl Bjarni Guðmundsson, Aðalheiður,
Mathilde Grönli, Frits,
Stian Grönli, Aileen,
barnabörn og syskini.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR INGIBERGUR BERGSSON
frá Þingeyri,
Suðurhólum 35d,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn
14. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorbjörg Ólafsdóttir,
Bjarni G. Sigurðsson, Hulda Jensdóttir,
Guðrún Ó. Sigurðardóttir, Halldór Karl Hermannsson,
Magnfríður S. Sigurðardóttir, Ólafur Ólafsson,
Guðni B. Sigurðsson,
Sigurður Kr. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.