Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 36

Morgunblaðið - 16.11.2007, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurÞorleifsson fæddist í Svínhólum í Lóni 8. ágúst 1915. Hann lést á Hjúkr- unarheimili HSSA á Höfn í Hornafirði 8. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 10.12. 1879, d. 11.12. 1962 og Þorleifur Bjarna- son bóndi, f. 7.10. 1880, d. 21.10. 1950. Systkini Guðmundar voru Sólveig, f. 13.11. 1901, d. 8.3. 1945, Guðrún, f. 19.11. 1907, d. 26. 3. 1986, Inga, f. 31.12. 1908, d. 31.7. 2000, Gróa Halldóra, f. 9.10. 1910, d. 27.7. 1952, Húnbogi, f. 28.10. 1912, d. 10.3. 2004, og Sigurbjörg, f. 5.10. 1918, d. 12.10. 2006. Foreldrar Guðmundar tóku í fóstur Ásgeir Júlíusson, bónda í Svínhólum, f. 31.10 1926. Guðmundur kvæntist 30. júlí 1938 Hjöltu Sigríði Júlíusdóttur frá Bæ í Lóni, f. 13.11. 1918, d. 5.9. 2002. Börn þeirra eru: 1) stúlka sambýliskona Ingibjörg Elíasdótt- ir, f. 17.10. 1977, sonur þeirra er Birkir Freyr, f. 22.4. 2007, b) Hjalta Sigríður, f. 29.1 1980, sam- býlismaður Össur Imsland, f. 22.11. 1971, dóttir þeirra er Ása Margrét, f. 12.1. 2006 og c) Guðni Rúnar, f. 25.3. 1989. 5) Júlíus Sig- urjón, f. 26.5. 1956, maki 1 Heiðrún Heiðarsdóttir, f. 23.8. 1964, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru a) Hjalta Sigríður, f. 13.11. 1981, b) Ingvi Rúnar, f. 23.8. 1984, sonur hans og Grétu Magnúsdóttur, f. 23.8. 1984, er Jóhann Birgir, f. 13.5. 2007, og c) Óskar Freyr, f. 4.11. 1987, dóttir hans og Sigríðar Brynju Hafnadóttur, f. 17.6. 1989, er Brynja Lind, f. 7.2. 2006. Maki 2 Ragnhildur Sumarliðadóttir, f. 16.12. 1965, þau slitu samvistum, dóttir þeirra er Signý Mist, f. 25.5. 2001. Guðmundur og Hjalta Sigríður bjuggu í Bæ í Lóni 1938 til 1948, er þau fluttu á Höfn og bjuggu lengst af í Sólbæ (Hagatún 14). Árið 1987 fluttu þau að Víkurbraut 26. Guð- mundur vann aðallega við smíðar og fiskvinnslu hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Hestar voru hans líf og yndi alla tíð og naut hann þess að skreppa í hesthúsin eftir vinnu og jafnvel taka smá sprett. Útför Guðmundar fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. fædd andvana 13.11. 1941, 2) Eiríkur Unn- steinn, f. 10.5. 1943, maki Sigríður Anna kristjánsdóttir, f. 11.1. 1944, synir þeirra eru Guð- mundur Kristján, f. 3.5. 1967 sambýlis- kona Ursula Englert, f. 24.3. 1967 og Hjalti Geir, f. 21.7. 1968 sonur hans er Elvar Örn, f. 9.9. 1990, barnsmóðir Helga S. Steingrímsdóttir, f. 3.3. 1970, maki Sunneva Eggerts- dóttir, f. 14.10. 1975, dætur þeirra eru Máney Dögg, f. 20.12. 2000 og Eydís Dúna, f. 5.5.2005. 3) Ragn- hildur Guðný, f. 30.10. 1951, fyrri maki Steinþór Einarsson, f. 19.1. 1949, synir þeirra eru Einar Hjalti, f. 26.4. 1969, maki Sigríður Lucia Þórarinsdóttir, f. 9.7. 1971 og Gunnar Smári, f. 10.6. 1975. Maki 2 Eysteinn Ingólfsson, f. 21.5. 1945. 4) Áslaug Þorbjörg, f. 26.5. 1956, maki Jón Sigurbergur Bjarnason, f. 15.1. 1951. Börn þeirra eru a) Bjarni Guðmundur, f. 15.4. 1977, Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur. Þú varst orðinn svo þreyttur og því hvíldin kærkomin. Pabbi var fæddur í Svínhólum í Lóni, í Austurbænum, og í Suð- urbænum bjuggu móðurbróðir hans, Sigurmundur, og föðursystir hans, Guðný, og ólust börnin á báðum bæjunum upp eins og einn stór systkinahópur. Pabbi kynntist mömmu í Lóni en hún var frá Bæ. Þau giftust 30. júlí 1938 og hófu búskap í Bæ það sama ár með systkinunum í Neð- rabæ en mamma var alin upp hjá þeim. Árið 1948 fluttu þau á Höfn og byggðu sér hús sem þau nefndu Sólbæ og bjuggu þar til ársins 1987 er þau fluttu á Víkurbraut 26. Þegar ég læt hugann reika þá koma upp margar góðar minning- ar: Pabbi að vinna við húsbygg- ingar, pabbi að slá lóðina í Sólbæ með orfi og ljá, pabbi að vinna í frystihúsinu. Já, og ekki má gleyma „rakaranum“. það komu margir í Sólbæ á kvöldin og um helgar að fá klippingu, bæði börn og fullorðnir, og sumir spiluðu á harmoníkuna áður en drukkið var kaffi og spjallað. Ég man hvað gott var að kúra hjá pabba og hlusta á hann segja sögur og lesa, hann las svo vel. Og ekki má gleyma munnhörpunni sem var ekkert mál að grípa í. Hún var honum til ánægju og spilaði hann mikið núna síðustu mánuðina. Þegar við börnin uxum úr grasi þá var komið að því að sinna áhugamálinu sem var hestar. Já, hann vissi bókstaflega allt um hesta, kunni ættir þeirra utanað og las Ættbók og sögu íslenska hests- ins fram og til baka. Uppáhalds hesturinn hét Faxi en var alltaf kallaður Bleikur, mikill gæðingur sem hann átti í Lóni. Eitt sinn spurði Gunnar Sigursveinsson í Vík, mágur pabba, hvort hann vildi lána sér Bleik? „Jú, það ætti nú að vera hægt ef ég fæ ljóð í staðinn“. Og ljóðið kom: Er þú fetar Faxa á um fríðar grundir unað ljá þær ljúfu stundir líkt og vefji svanna mundir. Hestinn hirða helst er það sem hugann dvelur, knapi sá er klárinn elur keyrishöggum ei hann kvelur. Og þó skipi svipan sess við síðu þína síst hún fákinn sárt mun pína, svo vel kenni ég þankann fína. Vertu vinur þínum þjóni þekkur herra, hann á trausta tryggð í hjarta um tilfinning þó megi ei kvarta. Og svo liðu árin og Faxi var felldur og þá orti Laufey systir Gunnars: Nú er Faxi fallinn frá, fáka bestur var hann, flestum hestum hærra að sjá höfuð fagurt bar hann. Aldrei færðu hófahrein honum kostastærri. Nú er minning eftir ein öðrum flestum kærri. Pabbi var laginn að temja og járnaði oft hesta fyrir aðra. Var það gert eftir að vinnu lauk í frysti- húsinu og um helgar. Pabbi var einstaklega ljúfur og góður við okkur börnin sín og barnabörnin og mörg önnur börn áttu hann fyrir „afa“. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín Ragnhildur Guðný. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Fimmtudaginn 8. nóvember lést tengdafaðir minn, Guðmundur Þor- leifsson, á hjúkrunarheimilinu á Hornafirði. Það er nú einhvern veg- inn svo að þótt við vissum að stutt væri orðið eftir þá er manni alltaf brugðið. Þegar hringt er og manni sagt: „Heyrðu Jón, hann pabbi er dáinn,“ kemur óneitanlega ýmislegt upp í hugann. Það var árið 1975 sem ég var svo lánsamur að kynnast þeim Guð- mundi og Hjöltu. Þegar við Áslaug dóttir þeirra hófum sambúð fluttum við upp á efri hæðina hjá þeim í Hagatúni 14. Guðmundur var alveg sérlega gestrisinn og var ekki annað tekið í mál en að þiggja kaffisopa og með því þegar maður kom í heimsókn. Það var heldur ekki amalegt að eiga þau Guðmund og Hjöltu að þegar börnin okkar voru að alast upp. Guðmundur var sérlega mikil barnagæla og eru til myndir af honum skríðandi á fjórum fótum úti í garði með afabörnin á bakinu. Guðmundur var ekki sérhlífinn í vinnu. Hann vann ýmis störf, þó lengst af hjá Kaupfélaginu, bæði við smíðar og fiskvinnslu. Það var því oft þreyttur maður sem kom seint heim að kvöldi, þá búinn að standa allan daginn við handflökun, þar sem fiskurinn var of stór fyrir vélarnar. Aldrei heyrði maður samt hann Guðmund kvarta þótt vinnu- dagurinn væri oft langur og vinnan mjög erfið. Guðmundur var mikill hestamað- ur og var hann eftirsóttur járn- ingamaður. Hestar voru hans líf og yndi og þegar aldurinn fór að segja til sín fór ég að aðstoða hann við að járna, heyja og fleira. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman í gegnum árin. Ég votta börnum og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Jón S. Bjarnason. Elsku afi minn. Núna hefur þú fengið hvíldina. Þrátt fyrir að aldurinn hafi færst yfir þig og ég veit að þú þráðir hvíldina, þá er alltaf erfitt að kveðja. En mér líður betur við þá hugsun að nú ert þú aftur kominn í faðm ömmu Hjöltu. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig afi minn. Það var allt- af notalegt og gott að koma í heim- sókn til ykkar ömmu. Enginn fór svangur eftir að hafa litið inn hjá ykkur því alltaf var til nóg af góð- gæti og „afakexi“. Þar var líka allt- af nóg að gera. Við sátum oft sam- an og spiluðum já eða bara spjölluðum. Aldrei þurfti maður að láta sér leiðast. Þú varst mjög mikill hestamaður og þær voru ófáar hestaferðirnar sem við fórum saman. Yfir sum- artímann fórum við yfirleitt dag- lega í reiðtúr. Ég hafði mjög gaman af hestunum og útiverunni með þér, afi minn. Seinni árin þín, eftir að þú flutt- ist yfir á hjúkrunarheimilið, voru þér oft erfið. En þótt líkaminn væri orðinn þreyttur var hugur þinn og minni alveg ótrúlega gott. Þú gast alltaf farið með fjöldann allan af vísum og sagt okkur sögur frá því þú varst yngri. Einnig munaði þig nú ekki um að spila nokkur lög á munnhörpuna þína. Mér finnst ómetanlegt að þú haf- ir fengið að kynnast dóttur minni henni Ásu Margréti. Þú hafðir svo gaman af að fá hana í heimsókn til þín, enda varstu svo mikil barna- gæla. Skemmtilegast fannst þér, já og henni, þó þegar hún settist í fangið á þér í hjólastólnum þegar þú varst á leið fram í mat. Þá varst þú svo hreykinn og ánægður með litlu langafastelpuna þína. Það var svo ljúft að sjá hversu góð hún var við langafa sinn. Það verður mjög tómlegt og skrítið að geta ekki far- ið og heimsótt þig á hjúkrunar- heimilið þegar við skreppum í heimsókn austur á Höfn. Jæja afi minn, nú er komið að kveðjustund. Þrátt fyrir hinn mikla söknuð og öll þau tár sem eiga eftir að falla á gleðin af minningunni um þig eftir að hlýja mér um ókomna tíð. Þú hefur alltaf reynst mér svo vel og betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Takk fyrir allar ynd- islegu samverustundirnar okkar og allt sem þú hefur gefið mér. Guð og englarnir geymi þig og varðveiti þig uns við hittumst á ný. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hjalta Sigríður Jónsdóttir. Guðmundur Þorleifsson ✝ Haraldur(Halli) Hagan fæddist í Reykjavík 17. janúar 1930. Hann andaðist á hjúkrunarheimili í New Jersey í Bandaríkjunum 16. október síðastlið- inn. Hann var son- ur Lárettu og Har- aldar Hagan gullsmiðs í Reykja- vík. Systkini Halla eru fjögur, Eirík- ur, f. 23. júlí 1921, er enn á lífi, einn systkinanna, og býr hann í Kanada. Hin voru Jóhannes, Svala og Svana, sem öll eru dáin. Einnig ólu for- eldrar Halla upp systurson Har- aldar, Þorbjörn, tók hann sér ættarnafnið Hagan. Hann flutt- ist ungur til Chicago. Halli kvæntist skozkri stúlku og átti með henni son, en þau skildu. Halli var barn- ungur þegar for- eldrar hans féllu frá. Sautján ára að aldri fluttist hann til Bandaríkjanna. Gekk þar seinna í flugherinn og varð þar með bandarísk- ur ríkisborgari. Halli gekkst und- ir hjartaskurð fyr- ir átta árum og gekk ekki heill til skógar eftir það. Útför Halla var gerð ytra og jarðneskar leifar hans voru brenndar og askan grafin við hlið legstaðar Svölu Burr, syst- ur hans. Minningarathöfn verður hald- in í Englewood í New Jersey í dag. Ein af þeim tilviljunum, sem ráða örlögum okkar, henti Halla. Einn dag var hersveit hans raðað upp í stafrófsröð eftir eftirnafni. Allir með eftirnafn frá A til H voru send- ir til Bretlands sem herlögreglu- menn en restin til Kóreu, þar sem margir þeirra féllu eða særðust. Sagði Halli Englandsvistina hafa verið skemmtilega. Starfið fólst í að halda uppi aga og reglu í banda- rískrí flugstöð. Kunni hann margar sögur frá þeim tíma. Eitt sinn bað hann herlækninn um smáskurðaðgerð, gott ef ekki að skera í burtu fæðingarblett. Lækn- irinn svaraði ónotum, sagðist ekki standa í svoleiðis tittlingaskít. Nokkrum dögum síðar var Halli kvaddur út vegna árekstrar. Var þá þar læknirinn, undir áhrif- um og með hjúkku í bílnum. Halli reddaði honum fyrir horn og dreifði málinu í skýrslunni. Hringdi svo nokkrum dögum síðar í lækninn og bar aftur upp erindið og var þá sagt að hann skyldi koma strax. Eftir herþjónustu stundaði hans ýmis störf. Var lengi sem verktaki við álklæðningar og smíðar, en hann var bráðhagur bæði við trésmíðar og vélaviðgerðir. Seinna vann hann hjá Coldwater Seafood í nokkur ár við skipamót- töku og fleira. Var hann þar mjög vel liðinn, jafnt af yfirmönnum sem samstarfsmönnum, fyrir árvekni og dugnað. Starfið krafðist mikillar út- sjónarsemi og nákvæmni í allri pappírsvinnu og stóð alltaf allt eins og stafur á bók hjá Halla. Halli kvæntist skozkri stúlku og átti með henni son en þau skildu. Hann var einhleypur eftir það. Eftir að hann fór frá Coldwater og þar til hann missti heilsuna vann hann sem lagermaður hjá heildsölu- fyrirtæki og seinna sem skólabíl- stjóri og kom sér alls staðar vel. Hann var höfðingi heim að sækja og gamansamur. Hann kunni vel að meta góðan mat og þótti Kötu, konu minni, hann öllum öðrum gestum betri, því öllum réttum hrósaði hann og gerði góð skil. Við hjartaskurðinn missti hann talsvert af skammtímaminni en langtímaminnið var óbilað og ís- lenzkan hrein og ómenguð. Þótti honum gaman að tala um árin hjá Coldwater og dvölina hjá Dóru heit- inni Rúts, sendiherraritara, en hún leigði Íslendingum herbergi í húsi sínu í Hackensack í New Jersey. Þangað fluttist ég 1963 og kynntist þar Halla. Hélzt með okkur góð vin- nátta síðan. Halli var laglegur og sviphreinn maður og vel að manni á yngri ár- um. Sjúkdómar og elli settu auðvit- að á hann mark en náðu ekki að buga hann andlega, hann var gam- ansamur til dauðadags. Ég heimsótti hann fyrir nokkrum mánuðum og minnti hann á eitt og annað, sem á dagana hafði drifið þegar við leigðum saman og seinna þegar við unnum saman og hló hann dátt að mörgu. Jarðneskar leifar hans verða brenndar og askan grafin við hlið legstaðar Svölu systur hans. Maður hennar, Robert (Bob) Burr, var Halla mikil hjálparhella í hjúkrun- arvistinni, heimsótti hann mjög oft og létti honum lífið á allan hátt. Á hann miklar þakkir skilið fyrir tryggðina. Þeir, sem vilja minnast Halla, gera það bezt með því að senda nokkrar krónur í hans nafni til ein- hverra þeirra samtaka, sem styðja sjúka og aldraða. Geir Magnússon. Haraldur (Halli) Hagan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.