Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Kvenfélagið Heimaey
heldur árlegan jólabasar sinn
í Kringlunni
Basarinn hefst kl. 10 og er aðeins þennan
eina dag, laugardaginn 17. nóvember.
Félagskonur muna að skila kökum fyrir hádegi
Kalvin & Hobbes
HVERT ERTU
AÐ FARA?
NIÐUR AÐ
STÖÐUVATNINU
HVAÐ ÆTLAR
ÞÚ AÐ GERA VIÐ
FÖTUNA?
TÆMA
STÖÐUVATNIÐ
Kalvin & Hobbes
VEISTU HVAÐ MÉR
FINNST BEST VIÐ
SUMARDAGA...
JAFNVEL EF
SÚ ATHÖFN ER
AÐGERÐARLEYSI
ÉG ER ALVEG
SAMMÁLA
ÞÉR
... ÞEIR ERU SVO GÓÐIR
TIL ATHAFNA!
Kalvin & Hobbes
ÞETTA ER GÓÐUR STAÐUR
TIL AÐ VEIÐA RAUÐMAGA
HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ
GERA EF VIÐ VEIÐUM
EINN SLÍKAN?
VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ
HAFA NEINAR
ÁHYGGJUR AF ÞVÍ
ÞANNIG AÐ ÞÚ VEIST EKKI
HELDUR HVERNIG
RAUÐMAGI LÍTUR ÚT
Litli Svalur
© DUPUIS
KRAKKAR MÍNIR,
ÞAÐ ER KOMINN NÝR
NEMANDI Í BEKKINN.
VERIÐ GÓÐ VIÐ HANN
ÞAÐ VILL SVO HEPPI...Ó...ÓHEPPILEGA TIL AÐ AUMINGJA STRÁKURINN HEFUR
ALDREI HITT FÖÐUR SINN, EN HAFIÐ ENGAR ÁHYGGJUR, HANN ER FYRIR-
MYNDAR NEMANDI OG ÞIÐ MUNUÐ DÁST AÐ HONUM. SESTU ÞORLÁKUR
HÆ,
AUMINGJAR
ÉG SKAL PASSA
UPP Á HANN
HANN ER UNDIR ÞÍNUM
VERNDARVÆNG KALLI HEYRIÐ MIG NÚ!
ENGAN KJAFTAGANG
HÉR! EF ÉG FINN
SÖKUDÓLGINN ÞÁ
SKAL HANN...
EKKI LEITA LENGRA HERRA!
ÞAÐ VAR HANN
OG HANN
OG HANN
OG
HANN
OG
HANN
OG HANN
OG
SÉRSTAK-
LEGA HANN
ÉG SKIL!
STÆRÐFRÆÐIPRÓF
STRAX! SKRIFIÐ NIÐUR
SPURNINGARNAR!
6x7... 3x11... 8x9... 6x4... 9x3...
VÁ HVAÐ ÞETTA
ER LÉTT
ÉG GENG UM OG
SÆKI PRÓFIN EFTIR
TVÆR MÍNÚTUR
TVEIMUR MÍNÚTUM
SÍÐAR...
ÖLL SVÖRIN ERU EINS!
EINHVERJIR HAFA SVINDLAÐ!
HVERJIR VORU ÞAÐ?
HANN
HANN
HANN
HANN
HANN KENNARI!
HANN
HANN
HANN
NÝKOMINN OG STRAX
FARINN AÐ SVINDLA! ÞÚ SITUR
EFTIR Í 4 TÍMA
dagbók|velvakandi
Um áfengissölu í
matvöruverslunum
ÉG ER svo undrandi og hneyksluð á
heilbrigðisráðherra. Í gærkvöld var
hann með fjölda ungmenna að styðja
baráttu gegn vímuefnum, sem er
gott og blessað. Á sama tíma er hann
fylgjandi áfengissölu í matvöruversl-
unum, sem við vitum öll að mun bara
stuðla að aukinni drykkju ungmenn-
anna. Hann hefði átt að hlusta á Ara
Matthíasson á RÚV fyrir viku. Hann
veit hvað hann er að segja og hefur
kynnt sér þau vandamál sem skap-
ast við sölu áfengis í matvöru-
verslunum, og er greinilega annt um
að vernda æskuna okkar sem er jú
okkar hlutverk. Aðgengi að vímu hér
er allt of gott að mínu mati. Það er
þó ekki eingöngu unga fólkið sem á í
vandræðum. Í mínum vinahópi, 55
ára og þar í kring, hafa sorglega
margir þróað með sér áfengissýki
síðustu árin. Sérstaklega eftir að
bjórsalan var gefin frjáls. Það er svo
auðvelt að opna bjórdósirnar og
ískápurinn fullur af bjór, áður var
bara blandað í glas þegar farið var á
ball. En afleiðingarnar af þessu eru
þær að barnabörnin hætta að koma í
heimsókn til ömmu sinnar og afa, og
foreldrar hætta að treysta þeim fyr-
ir börnunum sínum. Þannig skapast
erfiðleikar, leiðandi og ósamkomu-
lag verður á milli foreldra og barna.
Mörg slík dæmi eru í kringum mig.
Að lokum skora ég á þingmenn að
fella nýja frumvarpið um áfengisölu
í matvöruverslunum. Það er ekkert
smart við það að taka bjórkippu með
kjötfarsinu á miðvikudögum. Ég
skora á þá að samþykja þetta frum-
varp ekki.
Amma.
Er nauðsynlegt að allir skólar
byrji á sama tíma á morgnana?
ALVEG furðulegt. Ég hef aldrei
skilið það að verið er að vekja
grunnskólakrakkana fyrir allar aldir
á morgnana. Flestir skólar byrja
nefnilega á sama tímapunkti og
fæstar stofnanir og fyrirtæki opna á
þeim tíma. Því hljóta foreldrar að
vera heima. Því ekki að leyfa börn-
unum að hvíla sig lengur á morgn-
ana í skammdeginu? Dettur engum
skólayfirvöldum í hug í allri þessari
umræðu um umferðarþunga að skól-
arnir ættu að byrja á mismunandi
tíma? Ég veit um einn skóla sem hef-
ur haft vit á því að byrja 8.30 í stað-
inn fyrir 8.10. Ég veit það bara að ég
þarf að halda fyrir nefið (vegna
mengunar) ef ég fæ mér göngutúr á
morgnana með barninu mínu og
reyni að fara krókaleið til að verða
fyrir minni mengun. Gott væri að
heyra í fleirum í sambandi við þetta
mál, t.d. borgayfirvöldum sem hafa
umsjón með skólunum.
Móðir.
Mási er týndur
HANN heitir
Mási, er svartur
norskur skógar-
köttur, stór, 12
ára gamall. Vana-
fastur. Hann fór
út morguninn
13.11. kl. 7 frá
heimili sínu í
Æsuborgum 14.
Mási skilaði sér
ekki heim í þetta skiptið og ef ein-
hver getur gefið minnstu upplýs-
ingar um ferðir Mása er hann beðin
að hringja í síma: 586-1047, 822-0283
eða 822-0284. Mási er með merkta
hálsól og bjöllu.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞESSI fallega mynd var tekin við Skothúsveg fyrir skömmu. Þar er margt
að skoða og hægt að sjá margar af tignarlegustu byggingum Reykjavíkur-
borgar, að ekki sé talað um Tjörnina sjálfa.
Morgunblaðið/Kristinn
Á göngu við Skothúsveg
megund, -ar KV möguleiki
Það er vissulega
megund
FRÉTTIR
ALÞJÓÐANEFND Sambands
ungra sjálfstæðismanna efnir til há-
degisfundar um úrslit og áhrif
dönsku kosninganna s.l. þriðjudag.
Kosningarnar voru spennandi
og úrslit réðust á lokasprettinum.
Þeir Auðunn Arnórsson, blaðamaður
á Fréttablaðinu og Kristján Jónsson,
blaðamaður á erlendum fréttum á
Morgunblaðinu, fara yfir úrslit kosn-
inganna og greina helstu strauma og
stefnur í dönskum stjórnmálum um
þessar mundir.
Fundurinn verður í dag, föstudag,
og hefst klukkan 12.00 á efri hæðinni
á Kaffi Sólon. Fundarstjóri verður
Fanney Birna Jónsdóttir stjórnar-
maður í Heimdalli.
Rætt um dönsku
kosningarnar