Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 46
Mamma þín er akfeit og pabbi þinn er rag- geit … 49 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ fengum ansi margar Eddur, bæði fyrir Foreldra og Næturvakt- ina, og þeim var dreift bróðurlega á milli aðstandenda þannig að leik- stjórinn færi ekki heim með allt dót- ið,“ segir Ragnar Bragason leik- stjóri, sem sópaði til sín verðlaunum á Eddunni síðastliðið sunnudags- kvöld. „Ég sat eftir með tvær Eddur á borðinu í lok athafnarinnar. Þessar styttur eru þungar og það er erfitt að halda á þeim þegar maður er að spjalla við fólk, eins og ég gerði eftir athöfnina, þannig að ég skildi þær bara eftir á borðinu. Svo þegar tók að líða á gleðskapinn og ég fór að huga að heimferð var búið að taka til í salnum, og stytturnar horfnar. Þær hafa ekki komið í leitirnar síðan,“ segir Ragnar, sem virðist þó hafa litlar áhyggjur af málinu. „Þær leyn- ast einhvers staðar, ég hef enga trú á því að það sé einhver óprúttinn að- ili heima hjá sér að dást að Eddum sem hann fékk ekki,“ segir leikstjór- inn og hlær að tilhugsuninni. Missir ekki svefn Eins og sjónvarpsáhorfendur tóku eflaust eftir skaut Ragnar nokkrum léttum skotum að Benedikt Erlings- syni, leikara, leikstjóra og leikskáldi, sem hlaut „aðeins“ þrenn verðlaun á síðustu Grímuhátíð, en Ragnar fékk fjórar Eddur á sunnudaginn. „Það gæti verið að Benni hafi fengið einhvern til að kippa þessu með sér,“ segir hann í léttum dúr. Aðspurður segist Ragnar þó vissulega sakna verðlaunanna. „Það væri nú skemmtilegra að hafa þær,“ segir hann, en bætir því þó við að hann bjóði engin fundarlaun. „Ég höfða frekar til samvisku manna, ef Eddurnar hafa slæðst heim með ein- hverjum. Menn geta bara komið þeim niður í Kvikmyndamiðstöð eða heim til mín. En stytturnar sem slík- ar eru ekki verðlaun, heldur meira hugmyndafræðilegt atriði. Þannig að ég missi ekkert svefn yfir þessu.“ Týndi tveimur Eddum Morgunblaðið/Eggert Benni! Fjórar! „Ég hef enga trú á því að það sé einhver óprúttinn aðili heima hjá sér að dást að Eddum sem hann fékk ekki,“ segir Ragnar. Verðlaunagripir Ragnars Bragasonar hurfu af Hilton  Yfir okkur dynja um þessar mund- ir fréttir af sölumetum á jólatónleika Frostrósa annars vegar og Björgvins Halldórs- sonar hins vegar. Upp- selt er á átta tónleika Frostrósanna víðsvegar um landið en Bó hefur nú síðast tekist að selja alla miða á þrenna tónleika sína í Höllinni. Margir velta því nú fyrir sér hvaða fólk þetta sé sem virðist svo áfjáð í jólaskemmtun og þykir sú tilgáta mjög sennileg að hér sé hinn alræmdi þögli meirihluti á ferð. Í því ljósi er víst að margur pólitík- usinn vildi komast yfir þær upplýs- ingar sem nú liggja í kerfum midi- .is. Önnur góð leið væri svo að fara með blað og blýant og skrifa hjá sér bílnúmerin á öllum glæsijeppunum sem parkeraðir verða fyrir utan jólatónleikana ellefu. Hinn þögla meirihluta þyrstir í jólatónleika  Og meira af þessu jóla- tónleikaæði. Áður en miðasala fór í gang virtist sem í hönd færi hörð samkeppni á milli tónleikahaldara um sama markhóp. Nú hefur hins vegar komið í ljós að enginn tapar í þeirri keppni – nema þá kannski ef litið er til launatékka, því öruggt má telja að Björgvin Halldórsson fái töluvert meira í eigin vasa en söngvararnir sjö sem verða að gjöra svo vel að skipta með sér greiðslum. Gott er að vera einn Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG get alveg lofað þér því að þetta er engin venjuleg sýning, þetta er ekki það sem fólk á að venjast,“ segir Kristján Ingimarsson, höfundur Frelsarans, leiksýningar sem sett verður upp í Reykjavík og á Akureyri í næstu viku. Um er að ræða danskt/íslenskt samstarfsverkefni sem Neander, leikhópur Kristjáns, frumsýndi í Dan- mörku í mars við mjög góðar undirtektir. Það sem fyrst vekur athygli við sýninguna er að hún er án orða, sem Kristján segir ekki vera neitt tiltökumál. „Ég er að ferðast með þessa sýningu í mjög alþjóðlegu umhverfi þannig að hið myndræna og líkamlega passar vel við það umhverfi. Þá þarf ekki að texta neitt, eða breyta neinu eftir löndum,“ segir hann, en bætir því við að þó sé eitt orð í sýningunni. „Aðalpersónuna langar að segja margt, en hann segir bara eitt lítið orð. Það er mjög mikilvægt orð sem inni- heldur kjarnann í sýningunni,“ segir Kristján sem fer einmitt með aðalhlutverkið í verkinu. Sviðsmyndin eins og A4 blað Aðspurður segir Kristján að hinum ýmsu list- formum sé blandað saman í Frelsaranum. „Það er til dæmis verið að blanda saman leik- list, dansi, bardagaíþróttum, fimleikum og tón- list. Svo er þetta verk undir miklum áhrifum frá japönsku Manga teiknimyndasögunum,“ segir hann. „Síðan er sviðsmyndin í laginu eins og A4 blað, sem er hin flata jörð sem reisist upp í ham- förum. Við erum persónur á þessu hvíta blaði sem er óskrifað í byrjun verksins, en svo fyllum við það út. Við getum líka lyft þessum fleti upp í 90 gráður með fjórum stórum stimplum þannig að vinkillinn breytist, það er að segja hvernig áhorfendur sjá persónurnar – svipað og gerist oft í Manga-sögunum.“ Hvað söguþráðinn varðar segir Kristján hann að stórum hluta byggðan á Opinberunarbókinni. „Þegar frelsarinn birtist er komið að því sem kalla má heimsendi, ef farið er eftir Biblíunni. Þar á undan fara sjö hamfarir, og það er það sem gerist í þessari sögu, þegar frelsarinn birtist. Til dæmis lyftist jörðin og reynir að losa sig við okk- ur,“ segir Kristján. „Opinberunarbókin er mjög myndræn, en um leið blóðug þannig að sýningin er í anda hennar, án þess þó að verða alveg jafn blóðug og Biblían,“ segir hann og hlær. Sýningar á Frelsaranum verða í Þjóðleikhús- inu 22. nóvember og hjá Leikfélagi Akureyrar 24. og 25. nóvember. Miðasala er hafin á midi.is. Blóðugt eins og Biblían Óvenjulegt leikverk Kristjáns Ingimarssonar sett upp í Reykjavík og á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frelsarinn Kristján Ingimarsson vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann setti upp einleikinn Mike Attack í Borgarleikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.