Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.11.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 47 Lýstu eigin útliti. Ég er hávaxinn og var grannur, en það er liðin tíð. Hvaðan ertu? Reykjavík, nánar tiltekið úr Breiðholtinu. Ætlar þú að koma norður í leikhús? (Spurt af síðustu að- alskonu, Kristínu Þóru Haraldsdóttur leikkonu) Stórlega efa ég það, hef reyndar ekki farið í leikhús í nokkur ár. Hvaða bók lastu síðast? Justice Denied eftir J.A. Jance. Á hvaða plötu hlustar þú mest þessa dagana? Ég hlusta á Blur, „Live at The Budokan“, þegar ég er einn á ferð í bílnum. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Ég held ég segi pass við þessari spurningu. Hefurðu þóst vera veikur til að sleppa við vinnu eða skóla? Nei, man ekki til þess. Reyndar freistandi að segja „já, síðast í gær“, til að sjá viðbrögðin hjá yfirmanninum. Hvernig ætlar þú að halda upp á daginn? Þetta verður nú bara ósköp venjulegur vinnudagur. Hvert er uppáhalds ljóðið þitt eftir alnafna þinn? „Ég bið að heilsa“. Ertu hagmæltur? Nei, en get komið niður texta á blað ef þannig ber undir. Hefur þú fengið þér bjór á Hviids Vinstue? Nei. Uppáhaldsleikari? Siggi Sigurjóns er alltaf góður. Besta leikrit allra tíma? Ég held að ég hafi ekki nógu mikið vit á viðfangsefninu til að geta dæmt um hvaða leikrit er best. Besta íslenska platan sem gerð hefur verið? Ég hef lúmsk gaman af Megasi, textarnir hans eru hrein- asta snilld. Hlusta stundum á „best of“-plötuna, Megas 1972-2002, sem kom út fyrir nokkrum árum. Held að ég velji Loftmyndir sem bestu plötuna, minnir að hún hafi komið út 1987, ári eftir 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Hvað hyggstu fyrir á komandi vetri? Það er nú ekkert sérstakt plan- að, ætli maður reyni samt ekki að hafa sig í að byrja í líkams- rækt eins og staðið hefur til undanfarna mánuði. Helstu áhugamál? Ljósmyndun, ferðalög (langar að ferðast mun meira um landið en ég hef gert, á t.d. Vestfirðina alveg eftir), svo er ég með krón- íska fótboltadellu (þ.e. að horfa á fótbolta og missi helst aldrei af leik hjá mínum mönnum). Hvaða kvikmynd eða sjón- varpsefni hefur haft mest áhrif á þig? Dettur ekkert sérstakt í hug, Forest Gump var reyndar góð saga með fínan boðskap. Hvers viltu spyrja næsta við- mælanda? Hvenær ferðaðist þú síðast inn- anlands og hver fórstu? JÓNAS HALLGRÍMSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER LJÓSMYNDARI OG SÖLUMAÐUR HJÁ NÝHERJA. HANN HEFUR EKKI SKIPULAGT HÁTÍÐARHÖLD Í TILEFNI AF ÞVÍ AÐ 200 ÁR ERU Í DAG LIÐIN FRÁ FÆÐINGU ALNAFNA HANS. Nafni Jónas þykir Megas gott skáld. Morgunblaðið/Kristinn SIGLINGASTOFNUN Stefnumótun í samgöngum Samgönguráð efnir til fjórða fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum. Fundarefnið að þessu sinni er: Samgöngur og umhverfi • Vegagerð og umhverfi. Matthildur Bára Stefánsdóttir deildarstjóri hjá Vegagerðinni. • Losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum. Jón Bernódusson skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun. • Græn framtíð flugsins. Sveinn V. Ólafsson verkfræðingur hjá Flugmálastjórn. • Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2007 kl. 15 - 17 á Grand Hótel Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 20. nóvember 2007. Samgönguráð Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið Frumsýning í kvöld á Smíðaverkstæðinu eftir Roland Schimmelpfennig. Leikstjóri Hafliði Arngrímsson Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is KONAN ÁÐUR Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.