Morgunblaðið - 17.12.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.12.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 344. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is ÞJÓÐAJÓL FJÖLSKRÚÐUGT FÓLK OG FJÖL- BREYTTIR RÉTTIR Á LSH >> 20 Leikhúsin í landinu Gott leikhús >> 41 FRÉTTASKÝRING Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is JARÐSKJÁLFTAVIRKNI við Upptypp- inga, um 15 km frá Öskju, stendur enn og er framhald skjálftahrinu sem hófst í febrúar sl. Undanfarið hefur verið óvenjulíflegt við Upptyppinga og orðið þar mörg hundruð skjálftar á dag, allir mjög litlir. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá raunvísindadeild Háskóla Íslands, segir sérkennilegt hversu djúpt skjálftarnir hafi orðið, þ.e. í neðri hluta jarðskorpunnar og fyrir neðan það dýpi sem venjulega fylgir flekahreyfingum á Íslandi. Þær leiði oftast til jarðskjálfta í efstu 8-12 km jarðskorpunnar. Skjálftarnir við Upptyppinga hófust hins vegar á 15-20 km og dýpra, sem gerir þá sér- staka. Það, ásamt fleiru, bendi til að um sé að ræða kvikuhreyfingar en ekki hefðbundna brotaskjálfta. „Við höfum aldrei fyrr séð á Íslandi virkni sem lýsir sér svona,“ segir Páll. „Við túlkum þetta sem afleiðingu kviku- tilfærslu í neðri hluta jarðskorpunnar.“ Virknin við Upptyppinga er mjög stað- bundin, sem vekur einnig athygli jarðfræð- inga, sem og að tilfærsla er á henni upp á við. „Smám saman er að grynnka á skjálftunum og kvikan sem þarna er á ferðinni virðist vera að færast upp í jarðskorpunni. Skjálft- arnir undanfarna viku hafa þannig verið á 13-15 km dýpi.“ Páll segir um helmingslíkur á að skjálfta- virknin deyi út án þess að til eldoss komi. Ekki sé óvenjulegt að vart verði við kviku- hreyfingar sem síðan hætti. Ryðjist kvikan upp á yfirborðið yrði líklega um hraungos að ræða, sem hæfist með krafti en yrði svo jafn- vel í hægagangi. Hugsanlegt er að þá yrði til dyngja væri gosið langvinnt, en einnig getur verið um að ræða stutt sprungugos. Askja er næsta megineldstöð, um 15 km í burtu. Við Upptyppinga hefur ekki gosið í yfir 10 þús- und ár. Páll segir áhyggjur af áhrifum á t.d. Kárahnjúkasvæðið óþarfar vegna fjarlægðar og ólíklegt að hræringarnar hafi áhrif að nokkru marki á sprungukerfi svo langt í burtu.                                      ! " !  !          !   Helmings- líkur á gosi Eftir Bjarna Ólafssonbjarni@mbl.is STOFNUN nýs dótturfélags Landsvirkjunar, Landsvirkjun Power, LP, er í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Lands- virkjunar. Segir hann að í sáttmálanum sé þess sérstaklega getið að orkufyrirtækin skuli eiga í samstarfi við einkaaðila um útrás í orkumálum og hafi Landsvirkjun talið það bestu leiðina að því markmiði að setja á stofn hlutafélag til að draga úr fjárhagsáhættu Landsvirkjunar. Segir hann ekki ástæðu til að forðast verkefni sem þetta í ljósi reynslu Orkuveitu Reykjavíkur af Reykjavík Energy Invest, REI. „Fyrirtækið verður alfarið í eigu Landsvirkjunar og ekki stendur til að breyta því fyrirkomulagi. Lands- virkjun Power getur hins vegar tekið þátt í sam- starfsverkefnum við aðra aðila í gegnum dótt- urfyrirtæki eins og Hydrocraft Invest, sem Landsvirkjun Power á til helminga á móti Landsbankanum.“ Hið nýja fyrirtæki tekur til starfa um áramót- in, en því er meðal annars ætlað að taka þátt í orkutengdum útrásarverkefnum. Starfsmenn verða um 30-40 talsins og eigið fé fyrirtækisins verður átta milljarðar króna. Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, verður forstjóri hins nýja fyrir- tækis og segir hann að verkfræði- og fram- kvæmdasvið Landsvirkjunar verði flutt yfir til LP, en sviðið sér um rannsóknar- og bygging- arvinnu við nýjar virkjanir Landsvirkjunar. Bjarni segir ekki rétt að lýsa fyrirtækinu sem áhættufyrirtæki eða starfsemi þess sem áhættustarfsemi. „Öllum rekstri fylgir áhætta, en áhætta Landsvirkjun Power verður ekki meiri en annarra sambærilegra fyrirtækja. Hugmyndin er ekki sú að fara út í stórar fjár- festingar, enda fjárfestingargetan ekki mikil.“ Mjög jákvætt skref Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra seg- ist telja stofnun Landsvirkjun Power mjög já- kvætt skref. „Þetta er algerlega í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar og ég fagna þessari ákvörðun Landsvirkjunar,“ segir Össur. „Ég hef lengi sagt að fyrirtækið eigi að leggja meiri áherslu á útrás, enda býr Landsvirkjun yfir mikilli reynslu og finna á henni viðfang erlend- is.“ Segir Össur að sé fólki alvara í því að vinna á orkufátækt í heiminum og draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda þá sé það skref í rétta átt að Landsvirkjun beiti sér frekar á því sviði. Össur segir það form sem valið hefur verið skynsamlegt, enda verði með stofnun Lands- virkjun Power til farvegur fyrir Landsvirkjun til að tengjast fjármálafyrirtækjum í einstökum verkefnum án þess að fyrirtækið bindi sig endi- lega einum samstarfsaðila. Í samræmi við stjórnar- sáttmála ríkisstjórnar Össur Skarphéðinsson Friðrik Sophusson Bjarni Bjarnason Í HNOTSKURN » Landsvirkjun Power verður hlutafélagað öllu leyti í eigu Landsvirkjunar. » Hlutverk LP verður að sinna verk-efnum fyrir Landsvirkjun og leita verk- efna erlendis, hvort heldur í ráðgjöf eða í gegnum fjárfestingar. Landsvirkjun Power verður alfarið í eigu Landsvirkjunar Horfst í augu í verslunarmiðstöðinni Morgunblaðið/G.Rúnar Hugsi „Hvað er ísbjörninn að gera hér inni í hlýjunni?“ gæti litli drengurinn verið að hugsa. RÍKISSTJÓRNIN er tvísaga um afstöðu til undanþáguákvæðis Íslendinga varð- andi Kýótóbókunina og það er slæmt fyrir þá sem binda vonir við að áfram verði sótt um undanþáguna, að mati Höskulds Þór- hallssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins í umhverfisnefnd Alþingis. Hann telur Ís- lendinga eiga lítið erindi til Kaup- mannahafnar árið 2009 nema þessi af- staða sé skýr. Höskuldur sagði að sér þætti sem rík- isstjórnarflokkarnir væru tvísaga í af- stöðunni til undanþáguákvæðis Íslands við Kýótóbókunina og eins um hvort áfram yrði sótt um það. „Tal annars vegar Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra um að það eigi ekki að sækja um áframhald á undanþáguákvæði Íslendinga varðandi Kýótóbókunina og hins vegar sjálfstæð- ismanna um að það verði gert er mjög slæmt fyrir þá sem binda miklar vonir við að sótt verði um þessa undanþágu áfram. Þarna eru miklir hagsmunir í húfi. Ég tel að við eigum að byggja á sérstöðu Íslands og sækja um undanþáguna eins og við gerðum og börðumst mikið fyrir. Skila- boðin frá ríkisstjórninni hafa verið mjög óljós, samt einhvern veginn í þá veru að það verði gert. Ég tel að við höfum lítið að gera til Kaupmannahafnar 2009 fyrr en þetta er komið á hreint,“ sagði Hösk- uldur. | 8 Telur ríkisstjórnina tvísaga í loftslagsmálum Höskuldur Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.