Morgunblaðið - 17.12.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Gætuð þér ekki bara komið inn til barnanna bakdyramegin, kæri Jesús.
VEÐUR
Þingflokkur Vinstri grænnavirðist genginn í þjónustu LÍÚ
ef marka má ummæli Atla Gísla-
sonar, alþingismanns þess flokks,
í samtali við RÚV í gærkvöldi.
Atli Gíslason sagði að Vinstri
grænir vildu fresta álagningu
veiðigjalds í þrjú ár eða fram til
ársins 2010.
Hvað ætli hafi komið fyrir
Vinstri græna? Hvers vegna hafa
þeir gerzt mála-
liðar LÍÚ?
Hvað er veiði-gjaldið?
Veiðigjaldið er
greiðsla útgerð-
armanna fyrir
að nýta auðlind-
indina í hafinu í
kringum landið.
Samkvæmt lögum, sem Alþingi
hefur sett, er þessi auðlind sam-
eiginleg eign íslenzku þjóð-
arinnar. Samkvæmt lögum, sem
Alþingi hefur sett, ber þeim, sem
vilja nýta þessa auðlind, að greiða
eigendunum, þjóðinni allri, sér-
stakt gjald fyrir nýtingarréttinn.
Þessi lög voru sett eftir að þjóð-in hafði staðið og horft á tug-
milljarða, ef ekki hundruð millj-
arða ganga á milli útgerðarmanna
sjálfra, þegar þeir keyptu og
seldu nýtingarréttinn að auðlind
sem er í annarra eigu, þ.e. þjóð-
arinnar.
Þetta vita Vinstri grænir mæta
vel. En það er ljóst að staðfesta
þeirra er ekki meiri en þing-
manna Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingar sem hafa gefizt upp
fyrir kröfugerð sérhagsmuna-
hóps, útgerðarmanna.
Nú eru Vinstri grænir gengnirtil liðs við stjórnarflokkana í
þessu grundvallarmáli.
Er einhver von til þess að ein-
hver þingmaður, þó ekki væri
nema einn, taki upp hanzkann fyr-
ir málstað og hagsmuni þjóð-
arheildarinnar?
Eða hafa þeir gefizt upp, allir
sem einn?
STAKSTEINAR
Atli Gíslason
Í þjónustu útgerðarmanna
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
!
!
!
"
"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
#
!
$ $
" %$
%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
&% %&&
%!
#% &%!
%!
%!&
%&!
!%&#
&% %&
!%
*$BC $$
"
# $%& '(( )$
* *!
$$B *!
' ( ) $
$( $
*
<2
<! <2
<! <2
')
$+
,$- .
D -
<
87
+
, -
&.
/0 !
'
1
2
( !
+
(
-
!'
2
3$
!') * 62
+
(
* $%&
!'
* .&
4 4 *
!5% 6 *
* /0$ $ 11
$ $2
$+
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Stefán Friðrik Stefánsson | 16. des.
Áhugavert einvígi
Það var gaman að sjá
Manchester United
taka Liverpool áðan.
Það er reyndar alltaf
mjög sætt að sjá Unit-
ed-menn vinna erki-
fjendur sína í Liverpool.
Baráttan milli þessara liða er orðin
fræg og það er alltaf stórviðburður
þegar að þau keppa.
Það stefnir í áhugavert einvígi um
meistaratitilinn á næstu vikum. Liver-
pool hefur ekki unnið meistaratitil í
um tvo áratugi.
Meira: stebbifr.blog.is
Marta B. Helgadóttir | 15. desember
Snilld í leikhúsi
Ég fór á mjög óvenju-
lega sýningu í Borg-
arleikhúsinu. Þarna var
leikið af mikilli snilld og
sýningin í heild var
hreint frábær. Allur text-
inn er bullmál. Leik-
ararnir hafa einungis líkamstján-
inguna og raddblæinn til að koma
efninu til skila – en engin skiljanleg
orð! Þetta er í verkinu Ræðismanns-
skrifstofan eftir Jo Strömgren. Það er
skemmtilegt og óvenjulegt að upplifa
sýninguna á þennan hátt.
Meira: martasmarta.blog.is
Marinó G. Njálsson | 16. des. 2007
Hverju um að kenna?
Ég hef lengi verið þeirr-
ar skoðunar að hlýnunin
ein og sér sé kannski
ekki svo alvarlegur hlut-
ur miðað við hitabreyt-
ingar á jörðu undanfarin
10-20 þúsund ár og þó
svo að við litum á skemmra tímabil.
Við erum t.d. ekki einu sinni komin á
það hitastig sem var um landnám.
Mér fannst t.d. merkileg fréttin um ár-
ið, þegar einhver skriðjökull á Suð-
austurlandi hafði hopað svo mikið að
hann hafði skilað mannvistarleifum
sem hann gróf u.þ.b. 5-600 árum eftir
landnám. Ég verð að viðurkenna að
ég sá ekki hver fréttin var. Að jökullinn
var að hörfa eða að fá staðfestingu á
því að hitastig jarðar sveiflast.
Það er viðurkennd staðreynd að á
tímabilinu frá siðskiptum fram á
nítjándu öld (og sérstaklega á
sautjándu öld) var fremur kalt. Raun-
ar svo kalt að það hefur verið kallað
minni ísöld.
Meira: marinogn.blog.is
Jón Valur Jensson | 16. des. 2007
Habemus episcopum!
Hjartanlega fagna ég til-
komu nýs biskups kaþ-
ólskra á Íslandi, Péturs
Bürcher, en hann var
settur inn í embætti í
Kristskirkju á laug-
ardag. Var athöfnin öll
hin hátíðlegasta og naut þar m.a. fag-
urs kórsöngs Karmelsystra í Hafn-
arfirði. Kirkjan var skreytt fánaborðum
Vatíkansins, Kaupmannahafn-
arbiskup gegndi þar leiðandi hlut-
verki, og einnig var okkar fráfarandi
biskup, herra Jóhannes Geijsen,
meðal þeirra helztu, sem töluðu, og
þar voru fleiri biskupar viðstaddir (en
ýmsir komust ekki vegna veðurs) og
allnokkur fjöldi presta og reglufólks,
þ.e. kaþólskra systra af ýmsum
reglum og munka frá klaustrinu í
Reyðarfirði. Ennfremur voru þar, auk
fullrar kirkju leikmanna, biskup Ís-
lands, herra Karl Sigurbjörnsson,
herra Geir H. Haarde forsætisráð-
herra og tveir aðrir meðlimir rík-
isstjórnarinnar, það ég sá, og borg-
arstjóri Reykjavíkur. En
Reykjavíkurbiskup er hið opinbera
starfsheiti herra Péturs Bürcher.
Maðurinn sjálfur er afar ljúfmann-
legur, laus við öll stíf formlegheit, það
sást vel á hans brosmildu framgöngu
í prócessíu um dómkirkjuna og t.d.
þegar hann vék af leið sinni til að
klappa á kollinn á litlu barni sem stóð
þar hjá.
Eftir messuna, sem stóð langt á
aðra klukkustund, var fagnað í Odd-
fellowhúsinu, þar sem borið var fram
kaffi og kökur. Kaþólski söfnuðurinn
gleðst yfir sínum nýfengna biskupi, og
sjálfur fekk ég að þrýsta hönd hans,
bjóða hann velkominn, óska honum
velfarnaðar í starfi og þiggja af honum
blessunarorð.
Herra Pétur Bürcher var þegar vígð-
ur biskupsvígslu í heimalandi sínu
Sviss, en hann gegndi þar embætti
aðstoðarbiskups.
Meira: jonvalurjensson.blog.is
BLOG.IS
Enn betra golf 3
Enn betra golf
Eftir
Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan
Íslandsmeistara
og golfkennara
Eftir Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan Íslandsmeistar
a
GOLF
ENN BETRABETRA
G
O
LF
A
rnar M
ár Ó
lafsson og Ú
lfar Jónsson
11/20/07 11:46:42 PM
Jólabók golfarans!
Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is
eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson
Fæst í helstu bókabúðum og víðar!
Verð kr. 3.490,- m/vsk
Salvör | 16. desember 2007
Sníkjulíf í Netheimum
Á vefnum er mikið af
ókeypis vefsvæðum
sem bjóða upp á af-
þreyingarefni til dæmis
svona flashleiki eins
og íslensku leikjavef-
irnir bjóða upp á.
Þessi svæði bjóða oft aðgang að
leikjum ókeypis einungis í því augna-
miði að ginna fákunnandi og óreynda
netnotendur inn í gildrur, fá þá til að
kaupa einhverjar vörur eða horfa á
auglýsingar um vörur eða hlaða nið-
ur einhverju vafasömu dóti sem
njósnar um nethegðun eða lauma
inn á tölvur þeirra einhverjum for-
ritum.
Meira: salvor.blog.is