Morgunblaðið - 17.12.2007, Page 14
14 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
kt. 600390-2289, hefur birt lýsingar vegna skráningar skuldabréfa á OMX
Nordic Exchange Iceland (OMX ICE) og gert þær aðgengilegar almenningi
frá og með 17. desember 2007.
Eftirfarandi skuldabréfaflokkar hafa verið gefnir út:
• Skuldabréfaflokkur með heildarfjárhæð ISK 5.000.000.000 og voru bréf
að fjárhæð ISK 3.300.000.000 gefin út þann 1. nóvember sl. Auðkenni
flokksins á OMX ICE er ATOR 07 6. Bréfin verða tekin til viðskipta á
OMX ICE þann 17. desember 2007. Skuldabréfin eru í ISK 10.000.000
nafnverðseiningum. Skuldabréfin eru óverðtryggð og skulu bera 6
mánaða REIBOR vexti að viðbættu 230bp álagi. Höfuðstóll skuldabréf-
anna greiðist með einni afborgun þann 5. apríl 2010.
• Skuldabréfaflokkur með heildarfjárhæð ISK 5.000.000.000 og voru bréf
að fjárhæð ISK 2.100.000.000 gefin út þann 12. nóvember sl. Auðkenni
flokksins á OMX ICE er ATOR 07 8. Bréfin verða tekin til viðskipta á
OMX ICE þann 17. desember 2007. Skuldabréfin eru í ISK 5.000.000
nafnverðseiningum. Skuldabréfin eru óverðtryggð og skulu bera
6 mánaða REIBOR vexti að viðbættu 230bp álagi. Höfuðstóll skuldabréf-
anna greiðist með einni afborgun þann 12. maí 2009.
Lýsingarnar er hægt að nálgast hjá útgefanda Atorku Group hf., Hlíðasmára
1, 201 Kópavogur, eða á vefsetri útgefanda, www.atorka.is, fram til lokadags
skuldabréfaflokkanna. Umsjónaraðili skráningarinnar á OMX ICE er
Landsbanki Íslands.
17. desember 2007
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
40
30
6
12
/0
7
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
40
30
6
12
/0
7
Atorka Group hf.
Skráning skuldabréfa
ÞETTA HELST ...
● ÞÝSKA flug-
félagið Luft-
hansa, annað
stærsta félag Evr-
ópu, hefur keypt
19% hlut í banda-
ríska lággjalda-
félaginu Jet Blue
Airways. Í Fin-
ancial Times seg-
ir að þetta séu fyrstu slíku kaupin í
Bandaríkjunum af evrópsku áætl-
unarfélagi. Hluturinn er keyptur á
300 milljónir dollara, jafnvirði um
18,6 milljarða króna. Voru bréfin
keypt á 16% hærra gengi en í banda-
rísku kauphöllinni og mun Lufthansa
fá einn fulltrúa inn í stjórn flugfélags-
ins. Komu kaupin, sem eru háð sam-
þykki bandarískra yfirvalda, á óvart
þar sem Lufthansa hefur m.a. verið í
samstarfi við United Airlines, keppi-
naut Jet Blue á mörgum flugleiðum.
Lufthansa kaupir 19%
hlut í Jet Blue Airways
● ÞRÍR verðbréfamiðlarar í Banda-
ríkjunum hafa aflað einhvers mesta
gróða sem um getur í sögu Wall
Street með því að veðja sem svarar
250 milljörðum króna á að áhættu-
söm húsnæðislán myndu rýrna að
verðgildi. Því fleiri slík lán sem gjald-
féllu því meira græddu miðlararnir
þrír, sem starfa hjá Goldman Sachs
fjárfestingarbankanum.
Heimildamenn The Wall Street
Journal segja að hagnaður miðlar-
anna hafi numið sem svarar rúmum
247 milljörðum króna og hafi bætt
upp mikið tap sem orðið hafi í öðrum
deildum bankans. Er nú reiknað með
670 milljarða króna árshagnaði
Goldman Sachs sem er met.
Græddu á húsnæðis-
lánakreppunni
VELTA í dagvöruverslun jókst um
12,2% í nóvember síðastliðnum mið-
að við sama mánuð í fyrra á breyti-
legu verðlagi, samkvæmt tölum frá
Rannsóknasetri verslunarinnar á
Bifröst.
Á milli mánaðanna október og
nóvember jókst velta dagvöruversl-
unar um 0,3%. Mun meiri veltuaukn-
ing varð í húsgagnaverslun í nóvem-
ber miðað við mánuðinn á undan, eða
sem nam um 19,2%.
Að sögn Emils B. Karlssonar hjá
rannsóknasetrinu virðist sem jóla-
verslunin hafi byrjað fyrir alvöru í
húsgagnaverslunum í nóvember.
Bent er á að stöðugur vöxtur hafi
verið í dagvörunni síðustu tvö ár, frá
nóvember 2005 hafi veltan í dagvör-
unni aukist um 26,7%, miðað við
breytilegt verðlag. Á sama tíma hafi
verðlag á dagvöru hækkað um tæp
6%. Íslenskir neytendur verji því
rúmlega fjórðungi meira til kaupa á
dagvöru nú en fyrir tveimur árum ef
miðað er við verðlag hvers árs. Emil
telur þetta lofa góðu fyrir jólaversl-
unina og spá rannsóknasetursins um
9,4% veltuaukningu núna í desem-
ber, miðað við jólin í fyrra.
Tölur úr dagvörunni í nóvember
sýna aukna sölu áfengis á ný, eftir að
hafa dregist saman í tvo mánuði í
röð. Áfengissalan í nóvember jókst
um 10,1% frá fyrri mánuði. Miðað við
breytilegt verðlag er aukningin
19,6% frá sama tíma í fyrra.
Meiri föt - minna af skóm
Velta í fataverslun jókst um 4,3% á
milli október og nóvember en skó-
verslun dróst hins vegar saman um
2,7% á sama tíma ef miðað er við
breytilegt verðlag. Verð á fötum var
nánast óbreytt milli mánaða en skór
hækkuðu um 4,3%.
Rannsóknasetrið telur að jóla-
verslun með húsgögn hefjist að öllu
jöfnu heldur fyrr en í dagvöru og
fataverslun, samkvæmt upplýsing-
um frá aðilum í verslun. Verð á hús-
gögnum hafi haldist nokkuð jafnt
undanfarna mánuði samkvæmt verð-
mælingum Hagstofunnar. Saman-
lögð velta í þeim flokkum smásölu-
verslunar sem mælingar rannsókna-
setursins ná til jókst um 3,9% á milli
október og nóvember. Er það önnur
þróun en undanfarin fjögur ár, þegar
dagvöruveltan milli október og nóv-
ember hefur yfirleitt dregist saman.
Velta dagvöruversl-
unar eykst um 12,2%
Morgunblaðið/Golli
Stöðugur vöxtur
í dagvöruverslun
síðustu tvö ár
Í HNOTSKURN
» Jólaverslun með húsgögnhefst að öllu jöfnu fyrr en
með dagvöru og fatnað.
» Í samræmi við það jókstvelta húsgagnaverslunar í
nóvember um 19,2%.
SKIPTAR skoðanir eru um hvort
hlýnun jarðar sé vandamál eða ekki
en víst er að margir hafa vaxandi
áhyggjur af þeirri staðreynd að hita-
stig fer hækkandi. Margir reyna að
sporna gegn þessari þróun, m.a. með
þróun nýrrar tækni sem dregur úr
losun efna sem talin eru valda hlýn-
un jarðar og ekki síst með því að leita
nýrra orkugjafa og vinna þá.
Straumur-Burðarás fjárfestingar-
banki vinnur nú að þróun fjármála-
afurðar sem gerir fjárfestum kleift
að „veðja á“ fyrirtæki sem vinna
gegn hlýnun jarðar. Fjárfestar geta
fest fé í þessari afurð og fari svo að
gengisþróun umræddra fyrirtækja á
hlutabréfamarkaði sé hagstæðari en
markaðanna í heild, ávaxtast fjár-
festingin.
Spyrnt á
móti hlýnun
jarðar
SEÐLABANKINN mun hækka
stýrivexti sína um 0,25 prósentustig
á fimmtudag gangi spá greiningar-
deildar Landsbankans eftir. Segir í
Vegvísi greiningardeildarinnar að
verðbólga sé enn vel yfir verðbólgu-
markmiði Seðlabankans og verð-
bólguþróun síðustu mánuði hafi ver-
ið meiri en Seðlabankinn hefur
reiknað með.
Ljóst sé að verðbólga á 4. ársfjórð-
ungi verði 5,2% en ekki 4,8% eins og
spá Seðlabankans gerði ráð fyrir.
Horfur fyrir næsta ár séu óljósar en
ljóst megi vera að töluvert langt sé í
land til þess að markmið um 2,5%
verðbólgu verði að veruleika.
Í nýjustu tölum Hagstofunnar um
landsframleiðslu á 3. ársfjórðungi
kemur fram að hagvöxtur hafi verið
um 4,3% á ársgrundvelli og hafi auk-
ist jafnt og þétt það sem af sé ári.
Aukning einkaneyslu sé enn meiri,
eða 7,5% á þriðja ársfjórðungi, en
einkaneysla hafi einnig vaxið með
stígandi hraða það sem af sé árinu.
Þá segir í Vegvísinum að tölur um
kortaveltu síðustu 11. mánuði ársins
bendi til þess að eitthvað kunni að
draga úr vexti einkaneyslu á fjórða
ársfjórðungi, en ljóst megi vera að í
heild verði aukning einkaneyslunnar
nokkuð umfram spá Seðlabankans
frá nóvember sl.
Þá bendi tölur um atvinnuleysi
ekki til þess að slaki sé að myndast í
hagkerfinu.
Að mati Landsbankans er það
fyrst og fremst óróinn á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum sem líklegastur
er til að halda aftur af vaxtahækk-
unum Seðlabankans við núverandi
aðstæður, en óróleikinn hefur dregið
úr útlánagetu fjármálafyrirtækja,
þar með talið þeirra íslensku.
Lækkun stýrivaxta í Bandaríkjun-
um og í Bretlandi hafi í raun aukið
aðhald peningastefnunnar vegna
hækkandi vaxtamunar. Það sé einnig
umhugsunarvert hversu ákveðið
Seðlabankinn í Bandaríkjunum hafi
framfylgt vaxtalækkunarstefnu
þrátt fyrir að verðbólgan þar á bæ
fari hratt vaxandi.
Þrátt fyrir það er það mat grein-
ingardeildarinnar að Seðlabankinn
horfi fyrst og fremst til vaxandi
verðbólgu og aukins hagvaxtar við
ákvörðun stýrivaxta á fimmtudaginn
og hækki vexti um 0,25 punkta.
Spáir frekari
hækkun stýrivaxta
Vextir Frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í nóvember.
SANDY Weill, fyrrverandi forstjóri
Citigroup, hefur hvatt hinn nýja for-
stjóra bankans, Vikram Pandit, til
þess að halda bankanum saman sem
einni heild í stað þess að búta hann
niður eins og margir hluthafar og
aðrir fjárfestar hafa lagt til. Weill,
sem er maðurinn á bak við Citi-
group, eins og bankinn er í dag seg-
ist himinlifandi með ráðningu Pan-
dit og að hugmyndin að baki
Citigroup eigi enn frekar við en þeg-
ar bankinn var settur saman á sín-
um tíma.
Ekki búta
Citi niður
♦♦♦