Morgunblaðið - 17.12.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 31
✝ Ólafur FinnurBöðvarsson
fæddist í Saurbæ á
Kjalarnesi 27. sept-
ember 1954. Hann
andaðist 5. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
hjónin Böðvar Eyj-
ólfsson bóndi í
Saurbæ, f. á Melum
í Melasveit í Borg-
arfirði 4. október
1921, d. 10. sept-
ember 1984 og
Anna Margrét Sig-
urðardóttir, f. í Gerðum í Garði 8.
júlí 1934. Systkini Ólafs eru Eyj-
ólfur Vilhelm, f. 10. maí 1956, Sig-
ríður, f. 25. júní 1957, Guðlaug, f.
22. febrúar 1959, Halldóra, f. 23.
mars 1960 og Ragnheiður, f. 23.
júní 1961, d. 12. október 2005.
Kona Ólafs er Inga Magnús-
dóttir, f. 21. júlí 1954. Foreldrar
hennar eru Magnús
Sigurgeirsson bif-
reiðastjóri, f. 18.
janúar 1934, d. 25.
október 1993 og
kona hans, Elín
Ágústsdóttir, f. 15.
febrúar 1935.
Ólafur og Inga
bjuggu fyrst í
Reykjavík en haust-
ið 1983 hóf hann að
reisa sér hús í landi
Saurbæjar og þar
bjuggu þau síðan.
Ólafur starfaði við
akstur, fyrst með sendibíl og síð-
an vörubifreiðar og vinnuvélar,
sem hann átti sjálfur og vann við
alla tíð.
Útför Ólafs fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Jarðsett verður í Saurbæ á
Kjalarnesi.
Fyrir hartnær 40 árum kom Óli
sem vetrarmaður að Kiðafelli nýlega
fermdur, hættur í skóla og tilbúinn
að takast á við lífið. Ég tók fagnandi
félagskap Óla, við deildum óbilandi
áhuga á vélknúnum farartækjum en
urðum að sætta okkur við reiðhjólin
til að byrja með. Með okkur tókst
fljótt góð vinátta sem haldist hefur
alla tíð. Óli byrjaði fljótlega að sinna
sínum áhugamálum, fór á stúfana og
leitaði gamalla traktora sem búið var
að leggja, keypti þá, dró heim og yf-
irleitt eftir fáeina daga voru þeir
komnir í gang, nýmálaðir og seldir
fljótlega. Einum var skipt fyrir
skellinöðru og hófst þá nýtt tímabil
enda Óli orðinn 15 ára og kominn
með skellinöðrupróf. Eftir langa bið
kom loks bílprófið og Ford ’59, þá
var veröldin fullkomin, Húsafell,
Skógarhólar, sveitaböllin, rúnturinn
í miðbænum, var ekki tilveran
dásamleg? Og alltaf fékk ég að fljóta
með þó að þriggja ára aldursmunur á
þessum árum sé töluverður.
Í Arnarholti starfaði hópur fríðra
meyja og þar kastaði Óli færinu og
náði í Ingu sem varð ást hans og kjöl-
festa í lífinu. Nú hófst nýr kapítuli,
vörubílar og vinnuvélar sem urðu
hans ær og kýr allt til loka og nú síð-
ustu ár fornbílar og traktorar sem
áttu hug hans allan. Óli batt ekki allt-
af bagga sína sömu hnútum og sam-
ferðamennirnir, fór sínar eigin leiðir,
seiglaðist áfram, ósérhlífinn, þraut-
seigur og náði iðulega settu marki.
Óli og Inga byggðu sér hús í landi
Saurbæjar á Kjalarnesi á fallegum
stað sem þau nefndu Skógarás og
sköpuðu sér þar yndislegt heimili
sem alltaf er gott að koma á. Óli var
búinn að koma sér upp góðri aðstöðu
til viðgerða og nú síðast hlýjum skúr
sem hann kallaði Ford-húsið og þar
stóð mikið til á næstu árum búinn að
kaupa Ford ’57 og Ford ’59 sem beið
eftir upplyftingu í Ford-húsinu. Óli
varðveitti vel strákinn í sér og skildi
vel þarfir unglingsins til að ærslast
og leika sér enda var oft hjá honum
ungmenni keyrandi traktora, bíla
eða skellinöðrur sem hann átti og
hafði á lokuðu svæði og hann fylgdist
með að allt væri gert eins og fyrir
var lagt. Allt frá fyrstu tíð er ég
kynntist Óla gaf hann mörgum af
samferðamönnum sínum nafn sem
honum þótti við hæfi og sagði að það
ætti að kalla menn sínum réttu nöfn-
um en ekki endilega þeim sem þeir
væru skírðir. Húmorinn alltaf til
staðar og hann var fljótur að sjá
spaugilegar hliðar og gera smáat í
mönnum en allt í góðu. ,,Heyrðu
gamli,“ sagði hann við mig í byrjun
desember ,,eigum við ekki að taka
snúning á Lincolninum sem er búinn
að standa á hlaðinu í þrjú ár og gera
hann kláran?“ Hann ætlaði að koma
með hann í skúrinn til mín í þessari
viku. Við áttum svo margt ógert, síð-
asti kapítulinn eftir, að láta
draumana rætast um að koma öllu
gamla draslinu í gott stand.
Elsku Inga, nú er hornsteinninn
farinn og missirinn mikill en öll él
birtir upp um síðir. Það er búið að
slökkva ljósið í Ford-húsinu. Trukk-
ar og vinnuvélar standa eins og nátt-
tröll í skammdeginu. Er ekki topp-
urinn að hverfa inn í eilífðina á Ford
’57? Hver veit. Minningin um traust-
an vin og góðan félaga gleymist ekki.
Þorkell Hjaltason.
Elsku Óli minn, ég ætlaði ekki að
trúa því að þú, þessi hressi drengur,
værir farinn.
Núna er ekki gaman í Reykjavík
því Óli er farinn. Óli var alltaf góður,
og gaman var að hitta þau hjónin,
hann og Ingu.
Óli reyndist mér og Aldísi konu
minni ávallt vel.
Við vottum Ingu okkar samúð á
þessum erfiðu tímum. Far vel, kæri
vinur.
Þínir vinir
Stefán og Aldís.
Ólafur Finnur
Böðvarsson
✝ Þórunn Þórðar-dóttir fæddist á
Einarsstöðum á
Grímsstaðaholti í
Reykjavík 15. maí
1925. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans við Hring-
braut þriðjudaginn
11. desember síð-
astliðinn. Þórunn
var dóttir Katrínar
Pálsdóttur, hús-
freyju og bæjarfull-
trúa í Reykjavík, f.
9. júní 1889, d. 26.
desember 1952, og Þórðar Þórð-
arsonar, bónda og síðar gestgjafa
í Tryggvaskála á Selfossi, f. í
Fellsmúla í Landsveit 12. apríl
1882, d. 20. júní 1925. Systkini
Þórunnar voru Guðrún, f. 21.
ágúst 1908, d. 3. desember 1914,
Sæmundur, f. 16. september
1909, d. 22. ágúst 1980, Kári, f. 3.
nóvember 1911, d. 30. janúar
1998, Margrét, f. 14. mars 1913,
d. 18. september 1992, Þóra, f.
21. apríl 1914, d. 22. febrúar
1996, Gunnar, f. 7. júlí 1915, d.
30. júlí 1915, Guðrún Sigríður, f.
14. október 1916, d. 2. júlí 1990,
Elín Pálína, 28. nóvember 1917,
d. 19. apríl 1920, Hlíf, f. 9. sept-
ember 1919, d. 13. desember
1943, Elín Pálína, f. 28. mars
1922, d. 20. maí 1988, og Har-
aldur Páll, f. 16. september 1923,
d. 28. mars 1994.
Þórunn giftist Odd Didriksen,
framhaldsskólakennara og lög-
giltum skjalaþýðanda, f. í Sand-
nessjöen í Noregi
16. ágúst 1927, d.
28. júlí 1995. For-
eldrar hans voru
Gunnar Didriksen,
símaverkstjóri og
Anny Didriksen,
fædd Ringkjöb.
Börn Þórunnar og
Odds eru 1) Katrín
Didriksen, gull-
smiður, skartgripa-
hönnuður, grunn-
og framhaldsskóla-
kennari, f. í Osló í
Noregi 5. apríl
1954. Dóttir hennar er Elín Þór-
unn Didriksen, f. 24. ágúst 1983,
búsett í Kaupmannahöfn. Barns-
faðir Jóhann Ólafsson forritari, f.
11. des. 1953. 2) Einar Oddsson,
líffræðingur og hljómlist-
armaður, f. 22. júní 1960, f. í
Reykjavík. Maki Xu Wen, söng-
kona, f. 19. ágúst 1968. Sonur
þeirra er Oddur Xu Einarsson, f.
8. feb. 2005.
Þórunn ólst upp í Reykjavík og
lauk stúdentsprófi frá MR 1944,
hún stúderaði í Lundi, Svíþjóð og
síðar við Blindren í Oslo, þaðan
sem hún lauk námi 1955, sem
sjávarlíffræðingur, mag.scient. í
jurtasvifi. Þórunn vann á Haf-
rannsóknastofnun, alla sína
starfsævi, lengst af sem deildar-
stjóri á þörungasviði. Hún hlaut
heiðursviðurkenningu lýðveldis-
sjóðs 17. júní 1997 fyrir störf sín.
Útför Þórunnar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Mig langar að minnast með örfá-
um orðum elskulegrar frænku
minnar Þórunnar Þórðardóttur sem
verður til moldar borin í dag. Hún
var yngsta barn foreldra sinna,
Þórðar Þórðarsonar og Katrínar
Pálsdóttur, sem eignuðust tólf börn
en þrjú misstu þau ung. Þórunn er
sú síðasta af systkinunum sem kveð-
ur þennan heim. Faðir hennar lést
úr blóðeitrun þegar Þórunn var að-
eins þriggja vikna og elsta barnið 16
ára. Eftir lát Þórðar sá Katrín móð-
ir hennar fyrir fjölskyldunni með
dyggri aðstoð móður sinnar, sem þá
bjó hjá henni, og elstu barnanna.
Þrátt fyrir mikla fátækt í æsku átti
Þórunn því láni að fagna að geta
gengið menntaveginn. Móður henn-
ar og systkinum var það mikið í mun
að hún fengi að mennta sig en það
var ekki algengt að ungt fólk á þeim
árum gæti það og allra síst ung-
menni frá fátækum heimilum. Eftir
að hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík fór
hún til háskólanáms í Noregi þar
sem hún nam sjávarlíffræði. Í Nor-
egi kynntist hún eiginmanni sínum
Odd Didriksen. Eftir heimkomuna
til Íslands bjuggu þau lengst af á
Nýbýlaveginum í Kópavogi. Hún
starfaði hjá Hafrannsóknastofnun-
inni mestan sinn starfsferli og var
virtur vísindamaður.
Ég á margar góðar minningar um
þessa mætu og ljúfu konu. Þegar
kemur að kveðjustund hvarflar hug-
urinn til liðinna tíma og minning-
arnar líða hjá. Mín fyrsta minning af
Tótu, eins og hún var alltaf kölluð,
er þegar hún kom í heimsókn um jól
þegar hún var við nám í Noregi.
Hún vildi gera eitthvað með systk-
inabörnum sínum og tók það því upp
hjá sér að stjórna leikatriðum okkar
sem sýnd voru við góðar undirtektir
í jólaboði á heimili foreldra minna.
Allt frá þessum fyrstu minningum
um Tótu frænku hef ég borið mikla
virðinu fyrir henni. Eftir að ég flutti
í nágrenni við hana í Kópavoginn
kom hún oft við hjá mér í kaffi og
spjall. Hún fræddi mig mikið um
ömmu mína og hennar erfiðu lífs-
baráttu. Við höfðum mjög gaman af
því að ræða um stjórnmál og þrátt
fyrir að við værum oft á öndverðri
skoðun í þeim málum brá aldrei
skugga á okkar góða samband.
Því þótt við frænka mín værum
ekki samflokka í stjórnmálum höfð-
um við líka lífssýn. Ég er forsjóninni
þakklát fyrir samverustundir okkar
og að fá að njóta þekkingar hennar
og vináttu. Minningar frá samveru-
stundum okkar, hvort sem það var
að ræða málin yfir kaffibolla eða í
fjölskylduboðum, vekja með mér í
senna gleði og söknuð. Ég kveð því
frænku mína með trega og sorg í
hjarta.
Ég votta börnum hennar, Katrínu
og Einari, og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð og bið guð að
gefa þeim styrk.
Sigurrós Þorgrímsdóttir.
Kveðja frá
Hafrannsóknastofnuninni
Þórunn Þórðardóttir þörunga-
fræðingur lést í síðastliðinni viku 82
ára að aldri. Hún lauk prófi í þör-
ungafræði frá Óslóarháskóla og var
með allra fyrstu íslensku konum til
að ljúka námi í náttúrufræðum. Þór-
unn starfaði allan sinn starfsferil á
Hafrannsóknastofnuninni við rann-
sóknir á frumframleiðni hafsins við
Ísland. Hún var frumkvöðull í rann-
sóknum á svifþörungum og fram-
leiðni þeirra í hafinu umhverfis
landið. Eitt merkasta framlag henn-
ar til hafrannsókna hér við land er
án efa mat á heildarframleiðni ís-
lenska hafsvæðisins sem er undir-
staða fæðukeðjunnar í hafinu. Þór-
unn hlaut heiðursviðurkenningu
Lýðveldissjóðs Alþingis fyrir fram-
lag sitt til rannsókna á hafinu við Ís-
land.
Þegar Þórunn kom til starfa, var
Hafrannsóknastofnunin lítil að
vexti, bjó við þröngan húsakost og
rannsóknirnar fóru fram á varðskipi
sem var til reiðu þegar ekki þurfti
að sinna landhelgisgæslu. Þórunn
tók virkan þátt í að efla stofnunina,
ekki síst með því að laða til sín ungt
og áhugasamt fólk sem hún leið-
beindi við nám um frumframleið-
endur hafsins. Stofnunin eignaðist
síðan eigin skip til rannsókna og
rúmgott húsnæði sem þó fylltist eft-
ir því sem rannsóknirnar efldust.
Mörg okkar sem nú störfum á
Hafrannsóknastofnuninni og hófum
störf í umsjá Þórunnar, kynntumst
brennandi faglegum áhuga hennar
og umhyggju fyrir frama okkar
lærisveinanna í rannsóknum og á
fræðasviðinu. Þórunn lét sig líka
hag samstarfsfólksins skipta og var
góður félagi. Við minnumst því Þór-
unnar Þórðardóttur ætíð með þakk-
læti og hlýhug.
Börnum Þórunnar, barnabörnum
og öðrum aðstandendum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Jóhann Sigurjónsson.
Okkur setti hljóð þegar við heyrð-
um um andlát vinkonu okkar og
samstarfskonu, Þórunnar Þórðar-
dóttur. Þórunn lést eftir stutt veik-
indi. Við vorum því óviðbúin og átt-
um eftir að ræða margt við hana.
Þórunn Þórðardóttir fór til náms í
líffræði til Svíþjóðar eftir að hafa
lokið stúdentsprófi hér heima. Síðan
hélt hún til Oslóar og stundaði þar
framhaldsnám í þörungafræði hjá
prófessor Trygve Braarud. Val Þór-
unnar á rannsóknaverkefni fyrir
lokaritgerð sýndi að hún ætlaði sér
að starfa hér heima eftir nám. Hún
gerði ítarlega rannsókn á svifþör-
ungagróðri á hafsvæðinu fyrir norð-
an land og naut leiðsagnar prófess-
ors Braarud sem hafði mikinn
áhuga á hafsvæðinu í kringum Ís-
land en hann hafði sjálfur verið við
þörungarannsóknir við Ísland og
Grænland mörgum árum áður. Þór-
unn bar mikla virðingu fyrir Trygve
Braarud og hélt vinskap við hann
þar til hann lést.
Meðan Þórunn var enn í námi í
Ósló hitti hún danskan frumkvöðul,
Steemann Nielsen, sem hafði nokkr-
um árum áður kynnt nýjar aðferðir
til rannsókna á frumframleiðni svif-
þörunga. Hún tileinkaði sér þessar
aðferðir og hófst þegar handa er
heim kom við metnaðarfulla áætlun
um að meta frumframleiðni íslenska
hafsvæðisins. Skipatíminn var tak-
markaður og íslenska hafsvæðið
umfangsmikið svo Þórunn mældi
þegar færi gafst og safnaði þannig
gögnum um margra ára skeið. Sjálf
líkti hún þessu við að fylla út í mosa-
íkmynd. Niðurstöður um ársfram-
leiðni svifþörunga á hafsvæðinu
birti hún í vísindagreinum ásamt
upplýsingum um framvindu gróðurs
á svæðinu eins og lesa mátti úr þeim
gögnum sem hún safnaði. Ritsmíðar
hennar um svifgróðurinn í hafinu
urðu margar. Þær birtust bæði í ís-
lenskum ritum og á erlendum vett-
vangi.
Minni Þórunnar var óvenju gott.
Hún mundi jafnvel í smáatriðum
niðurstöður mælinga til margra ára.
Þetta nýttist henni vel, sérlega áður
en tölvur gerðu upplýsingar eins að-
gengilegar og nú er. Við sem störf-
uðum með Þórunni dáðumst oft að
hæfni hennar og þegar hún á efri ár-
um kvartaði yfir því að minnið væri
farið að bregðast þótti okkur gjarn-
an viðmið hennar ekki söm og okk-
ar.
Þórunn leiðbeindi mörgum nem-
endum í þörungafræðum. Þeir
minnast umhyggju hennar fyrir
jafnt andlegri vellíðan sem fram-
gangi í námi. Við minnumst Þórunn-
ar fyrir skemmtilegt og gefandi
samstarf á Hafrannsóknastofnun-
inni. Hún hafði brennandi áhuga á
starfinu og hreif okkur hin með sér.
Hún var óvenju vandvirk í sínum
rannsóknum, hafði mjög góða yfir-
sýn yfir fræðasviðið og skildi betur
en flestir aðrir þörfina á að efla
þekkingu á undirstöðum lífsins í
sjónum. Hún var vakin og sofin yfir
rannsóknunum og þegar hún fór
heim eftir langan vinnudag á stofn-
uninni tók hún oftar en ekki með sér
bunka af gögnum og fræðigreinar til
að líta í á kvöldin. Áhuginn á um-
hverfi sínu og faginu entist henni
fram á dánarbeðinn, þannig að alltaf
var skemmtilegt að ræða málin við
Þórunni.
Við kveðjum góðan vin og sam-
starfsfélaga og vottum Katrínu,
Einari og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Karl Gunnarsson,
Kristinn Guðmundsson,
Agnes Eydal,
Kristín Valsdóttir,
Hafsteinn Guðfinnsson.
Mig langar með örfáum orðum að
kveðja Þórunni vinkonu mína sem
nú er öll.
Ég er ein af þeim sem nutu hand-
leiðslu Þórunnar í sjávarlíffræði-
námi við Hafrannsóknastofnunina
en hún var sérfræðingur stofnunar-
innar á sviði svifþörunga til margra
ár.
Þórunn var góður vísindamaður,
nákvæm í allri sinni vinnu og braut-
ryðjandi í sínu starfi. Hún var haf-
sjór þekkingar og kunnáttu og geisl-
aði af áhuga er hún miðlaði fræðum
sínum til annarra. Áhrifin frá Þór-
unni voru svo sterk að lengi vel
hugði ég að breyta um stefnu í námi
og starfi og fara veg hennar, velja
svifþörungana í stað skeljanna sem
ég starfaði með.
En Þórunn var ekki bara góður
vísindamaður, hún var óvenjulega
sterkur persónuleiki, með mikla
réttlætiskennd og góð kona.
Ég vil þakka Þórunni handleiðsl-
una, sem náði langt út fyrir það fag-
lega, samvinnuna á Hafrannsókna-
stofnuninni og síðast en ekki síst þá
miklu vináttu sem alltaf ríkti okkar
á milli. Börnunum hennar, Katrínu
og Einari, tengdadótturinni og
barnabörnunum votta ég samúð
mína.
Guðrún G. Þórarinsdóttir.
Þórunn Þórðardóttir
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning