Morgunblaðið - 17.12.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.12.2007, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón GunnarGrjetarsson fréttamaður fædd- ist í Reykjavík 9. janúar 1961. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar Jóns Gunnars eru Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ, f. 20.10. 1940 og Sandra Jóhanns- dóttir, f. 16.12. 1941. Þau skildu. Foreldrar Grétars voru Þorsteinn Sigmundsson, f. 22.4. 1915, d. 13.3. 1992 og Jónína Árnadóttir, f. 15.6. 1920, d. 25.9. 1992. Foreldrar Söndru voru Jóhann Guðmunds- son, f. 3.11. 1915, d. 1.4. 1993 og Sesselja Guðmundsdóttir, f. 18.8. 1920, d. 10.4. 2003. Systkini Jóns eru: Nína Karen, f. 1962, gift Gylfa Guðmundssyni, þau eiga eina dóttur, Sigrúnu Elísu. Hjört- ur Þór, f. 1968, kvæntur Önnu Kristínu Pétursdóttur, þau eiga þrjú börn, Halldóru Kristínu, Ingi- björgu Önnu og Hjört Andra. Selma Björk, f. 1971, gift Halldóri Gunnarssyni, þau eiga þrjá syni, Lúðvík Þór Leóson, Gunnar Frey og Grétar Má. varpsins frá 1996 og þar til hann lést. Jón Gunnar hefur alla tíð tek- ið þátt í félagsstörfum af ýmsu tagi. Hann sat í Háskólaráði Há- skóla Íslands á námsárum sínum, hann var í stjórn Félags frétta- manna frá 1999-2005 og formaður þess frá 2001-2005. Jón Gunnar gegndi einnig ýmsum trúnaðar- störfum innan íþróttahreyfingar- innar, sat meðal annars í stjórn Tennissambands Íslands frá 1997 og var formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 2003 og þar til hann lést. Jón Gunnar var mikill fjöl- skyldumaður og ásamt konu sinni, gerði hann upp gamalt hús í Hafn- arfirði. Hann lagði mikla alúð og vinnu í endurnýjun hússins og ekkert verk í húsinu var honum ofviða. Helsta áhugamál Jóns Gunnars var stangveiði og leit hann á fluguveiði sem ákveðna vísindagrein. Hann hefur veitt mikið í gegnum árin með föðurafa sínum sem ungur drengur og föð- ur sínum og sínum eigin syni á síð- astliðnum árum. Hann sat í ár- nefnd Steinsmýrarvatna, ásamt góðum félögum, og var formaður árnefndar frá því um vorið 2006. Útför Jóns Gunnars verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Seinni kona Grét- ars er Elísa Þor- steinsdóttir, f. 28.8. 1946. Þau skildu. Uppeldisdóttir Grét- ars og dóttir Elísu er Jódís Jóhannsdóttir, f. 1966. Jón Gunnar hóf sambúð með Önnu Sigurborgu Harðar- dóttur leikskóla- kennara, f. 16.6. 1959, árið 1980. Þau giftu sig í janúar árið 1986. Foreldrar hennar eru Hörður S. Óskarsson, f. 4.7. 1932 og Dagný Jónsdóttir, f. 20.1. 1933, d. 17.4. 2000. Börn Jóns Gunnars og Önnu Borgar eru: 1) Andri, f. 12.10. 1984, BA- Sport Management frá Flagler College, Flórída. 2) Sandra, f. 11.5. 1989, nemi í Hamrahlíð. 3) Tinna, f. 15.10. 1991, nemi í Flens- borg. Jón Gunnar hóf störf hjá Ríkis- útvarpinu 1987, að loknu sagn- fræðiprófi frá Háskóla Íslands. Hann var dagskrárgerðarmaður með hléum á Rás eitt og á Sjón- varpinu til 1990. Hann var í fram- haldsnámi í sagnfræði í Háskól- anum í Lundi í Svíþjóð 1989-1995 og fréttamaður á fréttastofu Sjón- Ástin mín, ótrúlegt að þurfa að kveðja þig svo ungan og í blóma lífs okkar. Ég vil þakka þér fyrir frá- bæra ævi saman þar sem ástin, virð- ingin og vinskapurinn fengu notið sín. Vildi ég til þín veginn finna – vorið fór á burt með þér – Þú ert mér fjarri einhversstaðar, einhversstaðar fjarri mér. Þótt ég leiti heiminn hálfan hvergi ber þig fyrir mér. Leggi ég bara augun aftur engan sé ég nema þig. (Halldóra B. Björnsdóttir) Við hittumst síðar, þín Anna. Það er dimmt úti, ég heyri í rokinu og rigningunni berjast á glugganum í kalda herberginu mínu. Þegar ég vakna, einn, finn ég enn fyrir tóm- leikanum. Ég var ekki að vakna upp frá réttu martröðinni. Þungur og þéttur köggull er fastur í hálsinum. Mér finnst eins og síðustu dagar, vikur og mánuðir hafi runnið í eitt, martröð sem tekur engan enda. Ég bíð þess að einhver klípi í mig, eða hristi mig því þetta er svo sárt. Orð fá því ekki lýst … Það er svo órétt- látt að þú skulir hafa átt að kveðja okkur svona snemma pabbi. Af hverju þú? Hvernig kveður maður þig? Þú sem ert bara akkúrat helm- ingi eldri en ég? Og ég er bara 23! Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég kveð þig aldrei, þú ert bara farinn í ferðalag og ert að bíða eftir okkur hinum á betri stað. Ég á svo erfitt með að skilja pabbi. Hjálpaðu mér! Gefðu mér eitthvað af þínum styrk, kjarki, jákvæðni og baráttu til að geta komið mér fram úr rúminu og takast á við þennan dag, einn af mörgum. Mig langar svo að taka í höndina á þér, faðma þig. Hvað sem er, ég geri hvað sem er til að geta séð þig aftur. Ég sakna þín svo mikið pabbi. Manstu öll þau skipti sem við hringdum í hvor annan á sama tíma? Eða sms-in? Það er eins og hluti af mér sé horfinn, farinn. En með hverri minningunni sem ég rifja upp þá lifnar lítill hluti við, hægt og ró- lega. Þú kenndir mér svo margt, ég gæti ekki átt betri pabba og læri- meistara lífsins og tilverunnar. Ég gleymi því aldrei hvað það var gott að sofna á bringunni á þér og anda samtaka þér þegar ég var lítill. Betra en litla trérúmið mitt. Ég gleymi því aldrei þegar við byggðum saman Lego-skipið og kastalann sem þið mamma gáfuð mér í jólagjöf. Var alveg límdur við Legoið í marga mánuði eftir á. Ég gleymi því aldrei þegar ég vakti þig klukkan 7 á hverjum morgni til að sýna þér hvað ég gat slegið tennisboltanum oft í vegginn án þess að klikka. Og þú komst alltaf með. Ég gleymi því aldrei þegar við lág- um í grasinu við bakka Grenlæksins og horfðum bara upp í heiðskíran himininn og skildum ekki af hverju þessir 25 punda birtingar vildu ekki taka. Skildum ekkert í því. Ég gleymi því aldrei að hafa hringt í þig eftir alla sigrana mína, og ósigra. Þú varst svo ánægður og stoltur og alltaf svo jákvæður, sama hver úrslitin voru. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom hlaupandi að þér og faðmaði þig eftir útskriftina mína. Við vorum í eins skyrtum og ég held að við höfum ver- ið eins sveittir því hitinn var óbæri- legur þennan dag. Ég gleymi því aldrei að hafa kysst þig og haldið í hönd þína og verið með þér þegar þú kvaddir okkur. Það var svo erfitt, en þú svo mikil hetja. Ég held ég ætli að koma mér fram úr, það er svo gott og hlýjandi að minnast þín svona vel. Allt sem við gerðum saman, fjölskyldan og ég og þú, það gleymist aldrei. Skrýtið að byrja skrifa með tárin í augunum en vera brosandi núna. Það er bara svo margt gott sem þú gafst frá þér að það er ekki hægt annað en að brosa til þín núna. Ég veit að þú verður alltaf hjá okkur, gefur okkur styrk, kjark, jákvæðni og baráttuanda til að takast á við hvern dag. Þú ert svo frábær pabbi. Ég elska þig, besti vin- ur minn. Gæsin lifir að eilífu. Þinn stúfur, Andri. Elsku besti pabbi labbi. Síðustu dagar hafa verið frekar skrítnir og fremur fjarlægir eins og í draumi, slæmum draumi. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvað þú hefur þurft að upplifa né hvað þú ert að upplifa einmitt núna. Við syst- urnar söknum þín sárt og það verður erfitt að sleppa þér, en við munum aldrei gleyma þér. Líf okkar verður aldrei samt eftir þessa reynslu með þér í gegnum sjúkdóm þinn. Þú hef- ur kennt okkur svo margt og verið okkur mikill innblástur. En við skul- um lofa því að minnast þín með gleði og hlýju í hjarta en ekki með sorg og þunglyndi, það hefðir þú ekki viljað. Þegar við komum til þín á 11E þá tókstu alltaf á móti okkur með gleði og hlátur í augum og alltaf gastu tal- að um heima og geima eins og við værum bara heima eitthvert kvöldið að spjalla yfir matnum. Hjá þér leið okkur eins og heima hjá okkur, þú varst ,,heima“. Heimilið er öðruvísi án þín, það verður ekki mamma, pabbi, Andri, Sandra og Tinna leng- ur. En við lofum því að við höldum áfram að lifa lífinu með þín viðmið að leiðarljósi; lífið er frábært! Við lítum ekki svo á að erfidrykkja sé sorg- arstund og minnast andláts þíns. Við erum að fagna þínu lífi og tíma hér hjá okkur og hvernig þú fylltir líf okkar gleði og ljósi. Þín verður minnst með gleði og hlátri á okkar heimili sem þú bjóst til með mömmu og sem við systkinin áttum einnig hlut að máli. Áður fyrr hefðum við farið til þín og beðið þig um hjálp við málfars- og stafsetningarvillur en nú þurfum við að standa á eigin fótum og spjara okkur hjálparlaust. Við fengum allt- af 9,5 – 10,0 fyrir allar ritgerðirnar sem þú fórst yfir með okkur. Það er bara vonandi að við lærðum pínu af þér og höldum áfram að fá góðar ein- kunnir í lífi og skóla. Með þessu kveðjum við systurnar á okkar máta: ,,Sjáumst síðar pabbi labbi!“ Sandra og Tinna. Á skólaárum dóttur minnar, Önnu Sigurborgar, í Reykjavík kom hún til okkar foreldra sinna með ungan og glæsilegan mann sér við hlið. Við bjuggum þá á Selfossi, ég og eigin- kona mín, Dagný Jónsdóttir, en árið 2000 lést Dagný úr sama sjúkdómi og nú hefur tekið Jón Gunnar frá okkur. Þegar ég sá þennan unga mann skildi ég strax hvers vegna Anna vildi síður koma heim um helgar, heldur læra bara í bænum. Síðan hafa leiðir þeirra legið saman. Þau voru glæsilegt par, sómdu sér hvar- vetna og voru til fyrirmyndar. Við Jón Gunnar náðum fljótt sam- an og tengdumst vináttuböndum. Feður okkar, Grétar Þorsteinsson og Óskar Garibaldason, voru óþreyt- andi baráttujaxlar fyrir verkalýðs- hreyfinguna og oft var mikill sam- hljómur þegar rætt var um landsins gagn og nauðsynjar. Eftir nám og vinnu hér heima fóru þau Anna og Jón í framhaldsnám til Svíþjóðar og dvöldu þar í fimm ár. Í Svíþjóð fæddist yngri dóttirin, Tinna, en fyrir áttu þau Andra og Söndru. Það er þyngra en tárum taki þegar ungt fólk fellur frá í blóma lífsins. Lífið virðist blasa við. Fólk gerir framtíðaráætlanir og framundan er leikur einn. Allt í einu syrtir að – og allt er breytt. Erfiður sjúkdómur breytir lífinu í algera martröð. Jón Gunnar greindist með illkynja sjúkdóm í maí sl. Í fyrstu voru bata- horfur góðar – en sú von brást og á örfáum vikum hrundi þessi kraft- mikli, glæsilegi maður og er kvaddur á brott. Það var aðdáunarvert hvern- ig hann af æðruleysi og lífsvilja tókst á við þessi grimmu örlög, barðist af hetjulund og þrautseigju fyrir því sem okkur öllum er dýrmætast – líf- inu sjálfu. Hann sagði: ég get, ætla og skal. En enginn má sköpum renna. Andri, Sandra og Tinna sjá nú á bak elskulegum föður. Sorg þeirra er mikil. Jón var einn af þeim mönn- um sem settu heill og hamingju fjöl- skyldu sinnar ofar öllu. Samhentari og traustari fjölskylda en þeirra er vandfundin. Þeir feðgar, Jón og Andri, voru mikið saman; við veiðar og íþróttir. Ég varð vitni að ein- stökum kærleika og umhyggju þeirra í milli. Sömu umhyggju bar Jón fyrir dætrunum og var allt gert til að styðja við þroska þeirra og að þær fengju notið sinna góðu hæfi- leika. Sár er söknuður eiginkonu og barna, þau hafa misst mest. Foreldr- ar Jóns Gunnars, Sandra og Grétar, sjá nú á eftir elsta barni sínu. Það er erfið lífsreynsla. Öllum leið vel í návist Jóns Gunn- ars. Hann var ljúfmenni, hnyttinn, glaðvær og skemmtilegur. Söknuður minn er mikill og ég mun minnast hans í hjarta mínu. Við sem eftir lifum eigum að ein- beita okkur að því að hlúa að hverj- um degi, hverri stund sem okkur gefst, með ástvinum okkar. Enginn veit – hve lengi. Hörður S. Óskarsson. Þau örlög okkar allra að deyja verða ekki umflúin, en ótímabær dauði náins vinar og ættingja er svo mikill harmur og dynur yfir mann eins og þungt reiðarslag. Elskulegur mágur minn og vinur, Jón Gunnar Grjetarsson, andaðist langt fyrir ald- ur fram, aðeins 46 ára gamall, á Líknardeild LSH í Kópavogi, þann 8. desember sl. Það var svo erfitt að trúa því þeg- ar Jón Gunnar greindist í vor með ill- kynja æxli, því fram að því hafði hann alltaf verið hreystin uppmálað og fyrirmynd varðandi gott og heilsusamlegt líf. Að upplifa það þegar maður á besta aldri mætir örlögum sínum með slíku æðruleysi, eins og Jón Gunnar gerði, fær það mann til að hugsa um tilgang lífsins, um hvað skiptir máli og hvað er aukaatriði. Fyrir 27 árum síðan byrjuðu Jón Gunnar og Anna systir að slá sér upp og fóru fljótlega að búa saman á Reynimelnum í Reykjavík. Ég var ákaflega stolt hvað Anna hafði náð sér í gott mannsefni. Jón Gunnar var ekki bara gáfaður og fallegur, heldur einnig skemmtilegur, glaðlyndur og hjálpsamur. Samband þeirra ein- kenndist alla tíð af ást, umhyggju og virðingu fyrir hvort öðru. Frá upphafi bar heimili þeirra vott um sameiginlegan og fallegan smekk og húsið þeirra á Brunnstígnum í Hafnarfirði er einkennandi fyrir atorkusemi þeirra, stíl og fegurðar- skyn. Jón Gunnar var einstaklega laghentur og vandvirkur og var ég alltaf jafn undrandi að sjá „lista- verk“ hans, eins og faglærður smið- ur en ekki sagnfræðingur hefði verið þar að verki. Eftir nám í sagnfræði við HÍ ákváðu Jón Gunnar og Anna að fara til Lundar í Svíþjóð til framhalds- menntunar. Þá áttu þau fyrir börnin Andra og Söndru og fóru þau öll leik- andi létt með að aðlagast nýjum heimkynnum. Þessi ár í Svíþjóð voru þeim lærdómsrík og kær og eignuð- ust þau ekki aðeins þriðja barnið sitt, Tinnu, heldur einnig marga sína bestu vini. Eftir heimkomuna hóf Jón Gunn- ar að starfa á fréttastofu Sjónvarps- ins og vann þar til æviloka. Áður hafði hann sýnt og sannað að hann átti heima í þessum geira með dag- skrárgerð hjá RÚV. Kom vel fyrir, var vandvirkur og kröfuharður á sjálfan sig. Hann var fagmaður í húð og hár. Ársins í ár og þá sérstaklega í sumar reyndu Jón Gunnar og fjöl- skylda hans að njóta sem mest sam- an. Hver einasti dagur var mikilvæg- ur og það sem einkenndi þau var samheldni og einlægni. Þau keyptu fellihýsi í samlagi við yngsta bróður okkar Önnu til að njóta útivistar all- ar helgar og tóku þau mig með í eina slíka ferð. Sú ferð var dásamleg. Jón Gunnar naut lífsins og sló á létta strengi eins og vanalega og var alltaf stutt í húmorinn hjá honum. Stórt skarð hefur verið höggvið með fráfalli Jóns Gunnars, en Anna og börnin, Andri, Sandra og Tinna hafa sýnt ótrúlegt æðruleysi og hug- rekki á þessum erfiðu tímum og ekki vikið frá eiginmanni og föður sínum og umvafið hann allri sinni ást og hlýju. Ég kveð þig, Jón Gunnar, með trega í hjarta og þakklæti fyrir allt, ekki síst fyrir að hafa tekið því sem sjálfsögðu að ég væri allar stórhá- tíðir hjá ykkur, rétt eins og sjötti meðlimurinn í fjölskyldunni. Harpa Harðardóttir. Jón Gunnar, frændi okkar, er lát- inn. Hann var hugljúfur og indæll og alltaf reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd ef litlu frænkurnar hans þurftu á að halda. Síðustu árin sáum við hann ekki oft. Við systurnar flutt- umst báðar af landi brott, en í hvert skipti sem við komum heim á sumrin beið okkar heimboð til Önnu og Jóns Gunnars. Þar var veglega tekið á móti okkur og við systurnar hlökk- uðum alltaf jafn mikið til að koma í heimsókn. Við munum minnast hans sem eins geðbesta og vingjarnleg- asta manns sem við höfum þekkt. Það er ekki öllum gefið að vera eins góður drengur og Jón Gunnar var. Aldrei heyrðum við hann segja illt orð um neinn, og ávallt hélt hann sínu góða skapi. Jákvæði hans og styrkur fylgdi honum í gegnum veik- indi hans og gerði þau léttbærari. Löngunin til að segja eitthvað fallegt og viturlegt er mikil, en orð mega sín lítils. Jón Gunnar var slíkur maður að hans líkar finnast sjaldan og miss- ir ykkar er þungbær. Elsku Anna, Andri, Sandra og Tinna, við systurnar samhryggjumst ykkur innilega og hugur okkar er með ykkur á þessari stundu. Brynhildur og Þórey Mjallhvít. Það er ólýsanlega sárt að horfa á eftir kærum vini sem í blóma lífsins hefur nú orðið að láta undan síga í baráttunni við illvígan sjúkdóm. Þessi sterki og stálhrausti maður sem lét engin viðfangsefni vaxa sér í augum, hvorki til hugar né handa. Hugurinn skarpur, næmur og minn- ugur, sama hvar borið var niður, og í höndunum lék hvert verk og bar vott um góða verkkunnáttu, skipulag og snyrtimennsku. Traustur sem klett- ur smitaði hann út frá sér með lífs- orku sinni, jákæði, einlægni og gleði. Að skrifa þessi orð er eins og að vera kippt út úr raunveruleikanum þar sem maður vonar að hverfulleiki eins og þessi sniðgangi mann í lengstu lög. Hvert okkar hefði órað fyrir að hlutirnir ættu eftir að æxlast á þennan hátt þegar við kynntumst í Lundi í Svíþjóð árið 1990 eða þegar við ekki alls fyrir löngu ræddum um að kaupa okkur hús á Kýpur og verja þar efri árum saman? Allt frá byrjun varð til einstæður samhljómur á milli okkar og þeirra Jóns og Önnu, vin- átta og sameiginleg lífssýn sem bundið hefur fjölskyldur okkar órjúfanlegum böndum. Af þeim sök- um er þetta líka svo sárt, tómleikinn hellist yfir en minningar tala. Fyrst árin í Lundi, ferðir með börnin lítil um sveitirnar á Skáni, samræður í kaffi- og matarboðum þar sem gleði og kátína réð ríkjum, tímamótin sem við fögnuðum saman, árshátíðirnar og þorrablótin þar sem því fínasta var skartað. Meðan við bjuggum í Jón Gunnar Grjetarsson Tennisfélag Kópavogs vill þakka Jóni Gunnari fyrir framlag hans til tennisiðk- unar á Íslandi. Hann var góður félagi og áhugasamur um framgang íþróttarinnar. Við kveðjum Jón Gunnar með söknuði og hlýhug og vottum fjölskyldu hans okk- ar dýpstu samúð. F.h. Tennisfélags Kópa- vogs, Sigurður Þorsteinsson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.