Morgunblaðið - 17.12.2007, Qupperneq 48
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 351. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Í samræmi við sáttmála
ríkisstjórnarinnar
Nýtt dótturfélag Landsvirkjunar,
Landsvirkjun Power, tekur til starfa
um áramótin og er því m.a. ætlað að
taka þátt í útrásarverkefnum. Frið-
rik Sophusson, forstjóri Landsvirkj-
unar, segir stofnun félagsins í sam-
ræmi við sáttmála ríkisstjórnar-
innar. Þar sé þess getið sérstaklega
að orkufyrirtækin skuli eiga í sam-
starfi við einkaaðila um útrás í orku-
málum. » Forsíða
Efla á göngudeildir
Efla á göngudeildir Landspítalans
og nýskipaður starfshópur á að gera
tillögur þar um. Hann á m.a. að gera
tillögu um samninga um göngudeild-
arstarfsemi sem flestra eininga spít-
alans fyrir lok næsta árs. » 2
Útlit fyrir metjólaverslun
Útlit er fyrir að met verði slegið í
jólaverslun í ár. Framkvæmdastjóri
Kringlunnar segir að aðsókn í versl-
anamiðstöðina það sem af er desem-
ber hafi verið meiri en á sama tíma í
fyrra. Framkvæmdastjóri Smára-
lindar tekur í sama streng. » 6
Heimilaði loftárásir
Yfirhershöfðingi Tyrklands sagði í
gærkvöldi að stjórnvöld í Bandaríkj-
unum hefðu heimilað loftárásir sem
tyrkneski herinn gerði á Norður-
Írak í fyrrinótt. » 15
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Geðillska á jólum
Stakst.: Í þjónustu útgerðarmanna
Forystugreinar: Byrjun á Balí |
Ríkið í útrás?
UMRÆÐAN»
Brauðfætur siðferðisins
Hvað er það besta sem þú átt?
Fangaverjur
Heilbrigðisþjón. á landsbyggðinni
Brautryðjandi lætur af störfum
Litríkt og heillandi handverk
Hitastýrð blöndunartæki
Minnisblað húsbyggjenda
FASTEIGNIR»
Heitast 10 °C | Kaldast 0 °C
Vaxandi suðaustan-
og austanátt, 8-15 m/s
eftir hádegi. Rigning
syðra en annars slydda
eða snjókoma. » 10
Rökkurró gaf út
plötu og dreifði
henni til blaða-
manna og tónlistar-
mógúla á Hróars-
keldu. » 45
TÓNLIST»
Rökkurró
kólnar
KVIKMYNDIR»
Er Hallgrímskirkja í
hættu? » 41
Eyðileggur vöru-
merkjatal og fram-
leiðslugleði fyrir
framrás listarinnar?
Gagnrýnandi veltir
vöngum. » 46
TÓNLIST»
Frostrósir
og tenórar
TÓNLIST»
Leðurblaka Hellvarar
fær góða dóma. » 43
KVIKMYNDIR»
Fituhlunkur hleypur
ekki nógu vel. » 44
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Fáklæddar á leikjavef
2. Man.Utd. efst eftir sigur á Anfield
3. Schumacher sætir rannsókn
4. Hélt þetta væri mitt síðasta
Jólasveinar | 23
„ÉG og Ronald-
inho erum miklir
og góðir félagar.
Hann hefur alltaf
staðið með mér
og vildi með
þessu sýna
hversu ánægður
hann var fyrir
mína hönd þegar
mér tókst að
skora,“ sagði Eið-
ur Smári Guðjohnsen í samtali við
Morgunblaðið í gær en hann skoraði
sitt fyrsta mark með Barcelona í
spænsku deildinni á keppnistíma-
bilinu þegar liðið yfirspilaði Valencia
á útivelli á laugardagkvöldið. At-
hygli vakti að Brasilíumaðurinn
Ronaldinho, sem var varamaður,
kom út af hliðarlínunni og faðmaði
Eið og óskaði honum til hamingju
með markið. | Íþróttir
Ronaldinho
fagnaði Eiði
Eiður Smári
Guðjohnsen
JÓLAGLEÐI Kramhússins er árlegur viðburður á að-
ventunni. Uppskeruhátíð var haldin síðastliðið laug-
ardagskvöld og lögðu bæði nemendur og kennarar
Kramhússins sitt af mörkum til að framreiða fjölþjóð-
legan menningarhristing að hætti hússins.
Þarna stigu hversdagsstjörnur á svið og sýndu lík-
amsmennt. Dansatriðin voru hin fjölbreyttustu og boð-
ið upp á allt frá eldfornum afródansi og sígildum tangó
til póstmódernísks skrykkdans úr Vesturheimi. Eftir
andlegan glaðning var boðið upp á hollan saðning. | 47
Jólagleði yst sem innst
Uppskeruhátíð nemenda og kennara Kramhússins
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
STEINUNN Hildur Truesdale, lið-
þjálfi í landgönguliði Bandaríkja-
hers, bindur nú vonir við fyrirhug-
aðar skurðaðgerðir vegna alvarlegra
stríðsmeiðsla sem hún hlaut er hún
gegndi herþjónustu í Írak árið 2004.
Steinunn hefur verið í hernum frá
2001 og var í sinni annarri Íraksferð
þegar hún særðist. Var hún í hert-
rukk sem lenti á skriðdrekasprengju
með þeim afleiðingum að bíllinn
sprakk í loft upp. Hún hlaut heila-
skaða og fjórir hálsliðir ásamt þrem-
ur hryggjarliðum í mjóbaki eyðilögð-
ust. Hún getur samt gengið þótt hún
hafi ekki burði til að annast dætur
sínar tvær upp á eigin spýtur. Hefur
móðir hennar því flust til hennar í
herstöðina þar sem Steinunn býr í
Kaliforníu. „Ég hef enga tilfinningu í
tám, iljum og ökklum, en get gengið
nokkurn veginn. Ég fer í tvo upp-
skurði í janúar og vona að þetta lag-
ist með þeim.“
Steinunn fékk áfallastreituröskun
og fékk síendurteknar martraðir eft-
ir árásina og segir því andleg áhrif
ekki síður þungbær en hin líkam-
legu.
Steinunn segir herinn ekki hafa
not fyrir hana lengur og hann hafi
ekki komið vel fram við hana sem
særðan hermann af vígvelli, þótt mál
hafi lagast upp á síðkastið. „Við höf-
um öll fundið fyrir því,“ segir hún og
vísar þar til annarra í hennar stöðu.
Steinunn ætlaði að verða lögreglu-
þjónn í Bandaríkjunum en ákveðin
tilviljun réð því að hún fór í herinn.
Segist hún hafa búist við að geta tek-
ið til við fyrri iðju að lokinni herþjálf-
un en það fór öðruvísi. Hún sér þó
ekki eftir neinu og segir gífurlega
lífsreynslu fylgja hermennskunni.
Bíður læknisaðgerða
Steinunn Hildur Truesdale, liðþjálfi í Bandaríkjaher, særðist
illa í árás í Íraksstríðinu og fer í aðgerðir strax eftir áramót
Orða Steinunn hlaut purpurahjarta
fyrir framgöngu sína í hernum.
Í HNOTSKURN
»Steinunn Hildur Truesdaleer 31 árs að aldri og hefur
meðal annars fengið purpura-
hjartað fyrir framgöngu sína í
Íraksstríðinu. Líf hennar tók
miklum breytingum eftir árás-
ina, en til viðbótar þeim
meiðslum sem upp eru talin
missti hún heyrn á öðru eyra.
»Eftir sprenginguna var skot-ið á hana og félaga hennar
þegar þau reyndu útgöngu úr
brennandi bílflakinu.
„ÉG er ákveðinn í því að einbeita
mér áfram að baksundinu. Það verð-
ur að óbreyttu mína aðalkeppnis-
grein á Ólympíuleikunum í Peking á
næsta sumri,“ sagði Örn Arnarson
eftir að hann hafnaði í 5. sæti í 100 m
baksundi á Evrópumeistaramótinu í
25 m laug í Ungverjalandi í gær. Á
föstudag varð hann sjötti í 50 m bak-
sundi á sama móti og þríbætti Norð-
urlandametið sama daginn. Eftir
langt hlé frá þátttöku í baksundi á
alþjóðlegum mótum mætti Örn
sterkur til leiks á EM. Framganga
hans vakti athygli þar sem margir
innan sundheimsins höfðu afskrifað
hann sem baksundsmann eftir lang-
varandi meiðsli í öxl. | Íþróttir
Baksund
í Peking
♦♦♦