Morgunblaðið - 22.12.2007, Side 6

Morgunblaðið - 22.12.2007, Side 6
6 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M ikið hefur verið rætt og ritað um mál Erlu Ósk- ar Arnardóttur Lillien- dahl. Erla Ósk var á leið til Bandaríkjanna þegar í ljós kom að hún hafði mörgum árum áður dvalið 3 vikum lengur í landinu en vegabréfsáritun leyfði. Erla Ósk hafði eftir þetta aftur komið til Bandaríkjanna án vandkvæða en nú árið 2007 voru engin vettlingatök: það var farið með hana eins og forhertan glæpamann án nokkurra réttinda. Hún var látin dúsa í yfirheyrsluherbergjum án matar og drykkjar og flutt í hlekkj- um milli áfangastaða án þess að vita hvert för væri heitið eða hvers vegna. Meðferðin var svívirðileg. Erla Ósk vann sigur með því að skrifa um þetta og vekja athygli á málinu, en það er ekki á hverjum degi sem heima- varnarráðuneyti Bandaríkjanna segir sig tilbúið til að endurskoða eigin starfs- reglur og harmar meðferð sína á fólki, eins og það hefur nú gert í þessu tilfelli. „Þetta fullkomnar tilgang minn sem var alltaf sá að vekja athygli á þessum vinnubrögðum,“ var haft eftir Erlu Ósk eftir að þetta var ljóst. Í svona málum þegar reiðin blossar upp – bloggheimar, fjölmiðlar og al- menningur logaði af réttlátri reiði og hneykslan – er um leið mikilvægt að við notum tækifærið til að líta í eigin barm, spyrja okkur heiðarlega hvort allt sé eins og það á að vera í þessum efnum hér hjá okkur. Það er auðvelt að verða reið út í Ameríku, það er mun erfiðara að horfast í augu við eigin grimmd og galla. Miriam Rose, meðlimur í Saving Ice- land, hefur t.d. sagt frá því hvernig henni var neitað um vatnsglas þegar hún var í haldi lögreglu hér á Íslandi. Henni var sagt að hún hefði fyrirgert rétti sínum á að fá vatnsglas. Hvað finnst okkur um það? Hvaða harmur hefur verið staðfestur og hvaða starfs- reglur endurskoðaðar? Hér er snarpur bloggpistill Stefáns Pálssonar: „Bandarískir embættismenn léku ís- lenska konu grátt á dögunum. Mogginn er fjúríös, bloggheimar úthrópa Banda- ríkin sem fasistaríki og utanríkisráð- herra kallaði sendiherrann á sinn fund. Ef ég hefði verið bandaríski sendi- herrann hefði ég gefið þá skýringu að Kaninn hafi óvart talið að konan væri sí- gauni eða í vélhjólaklúbbi – það virðist nefnilega ríkja nokkuð almenn sátt um það hér heima að þeir hópar séu rétt- lausir.“ Sígauni, töffari í vélhjólaklúbbi, með- limur í Falun Gong kannski, eða… hver þarf manneskja að vera og hvað þarf hún að hafa gert til að fá ekki vatnsglas á Íslandi, vera rekin af landi brott? „Hví sérðu flísina í auga bróður þíns en ekki bjálkann í þínu eigin?“ spurði góður maður og sonur Guðs sem bráð- um á afmæli. Það er einmitt þetta sem á ef til vill að vera okkar helsta verkefni: að snúa for- dæmingum í garð annarra líka inn á okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að svo margt í okkar eigin gildismati hér á Íslandi stendur á haus og þarf á nýrri hugsun að halda, endurhæfingu, betr- umbót. Okkar dómur yfir öðrum á oft rétt á sér – eins og t.d. í máli Erlu Óskar – og er hluti af því að vera þjóð með sam- visku sem lætur í sér heyra og mótmæl- ir órétti hvar sem er í heiminum. En þegar við fyllumst réttlátri reiði yfir við- urstyggilegum dómum í Sádi-Arabíu, þar sem fórnarlamb nauðgunar er dæmt til refsingar fyrir að vera nauðgað, þá eigum við ekki bara að fordæma þann gjörning heldur horfa um leið inn á við. Spyrja okkur sjálf: getur verið að hér hjá okkur eimi eitthvað eftir af þessum hugsanagangi? Flísin í okkar eigin auga er sú flís sem við getum hvað hæglegast losað heiminn undan. Þrif í skúmaskotum eigin bjálka er okkar greiðasta leið til að gera heim- inn örlítið betri. Það hefði í það minnsta sá sem á bráðum afmæli ef til vill sagt. Gleðileg jól. Flísin í auganu » Flísin í okkar eiginauga er sú flís sem við getum hvað hæglegast losað heiminn undan. Þrif í skúmaskotum eigin bjálka er okkar greiðasta leið til að gera heiminn ör- lítið betri. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir PISTILL Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP MBL.IS Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is AKURNESINGAR, sem eiga hlut í Orkuveitu Reykjavíkur, eru óhressir með að ákveðið hafi verið að gera stjórnsýsluúttekt á OR, án þess að bæjarfélagið hafi verið látið vita af fyrirætlununum. Gunnar Sigurðs- son, fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn fyrirtækisins, lagði á stjórn- arfundi í gær fram spurningar varð- andi úttektina sem óskað hefur verið eftir að forstjóri og stjórnarformað- ur OR svari. Borgarráð ákvað í byrjun nóvem- ber að láta gera stjórnsýsluúttekt á OR. Útektin á m.a. að beinast að verkaskiptingu stjórnenda, stjórnar og eigenda fyrirtækisins, að því er fram hefur komið hjá Orkuveitunni. Gunnar segir að hvorki Akranes, sem á um 5,6% hlut í OR né Borg- arbyggð, sem á rúmt 1% í fyrirtæk- inu, hafi vitað um hina fyrirhuguðu útttekt. Akraneskaupstaður meti eign sína í OR á um 15-17 milljarða. „Okkur er því ekki sama hvernig er farið með þetta fyrirtæki,“ segir hann. Það sé almenn kurteisi að ræða mál sem þessi við eigiendur fyrirtækisins. Borgin greiði kostnaðinn Meðal þess sem Akraneskaup- staður hefur óskað eftir að fá upplýs- ingar um er hver hafi tekið ákvörðun um að stjórnsýsluúttektin skyldi fara fram. Spurt er hverjir hafi kosið nefndina sem hafi umsjón með út- tektinni, hvort öllum eignaraðilum hafi verið boðin aðild að henni og hvort heimild allra eignaraðila liggi fyrir. Einnig er spurt hverjir hafi verið fengnir til að vinna úttektina, hverjir hafi ákveðið að fá þá úttekt- araðila til verksins, hvaða gögn og skjöl hafi verið beðið um, hvaða laga- ákvæði sé stuðst við og hver muni greiða kostnað af henni. Spurður hvort honum finnist að borgin eigi ein að bera kostnað vegna úttektarinnar segir Gunnar að sér finnist það eðlilegt. Stjórnar- menn viti á þessu stigi ekki hvað út- tektin kosti eða hversu víðtæk hún eigi að vera, enda hafi ekki verið fjallað um málið í stjórn fyrirtæk- isins. „Við höfum heyrt að það séu menn að koma inn í fyrirtækið og spyrja spurninga en við vitum ekki hvað er að gerast,“ segir hann. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður stjórnar OR, var fjarverandi á stjórnarfundinum í gær vegna veik- inda. Gunnar segir að erindi Akra- ness hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann væntir svara við spurningum Akraness á næstunni. Ósáttir að hafa ekki verið látnir vita af úttekt á OR Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is MEIRIHLUTI stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á stjórnar- fundi í gær að falla frá ákvörðun um að leita eftir tilboðum í hlutafé Gagnaveitu Reykjavíkur. Kjartan Magnússon og Júlíus Víf- ill Ingvarsson, fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í stjórn OR, greiddu at- kvæði gegn tillögunni og lögðu jafnframt fram bókun hennar vegna. Í henni kemur fram að þeir telji Gagnaveituna í óeðlilegri sam- keppni við önnur fjarskiptafyrirtæki og að skynsamlegt væri að losa hana úr eigu hins opinbera. „Ég minni á að við stofnun Lín- u.nets, forvera Gagnaveitunnar, stóð til að leggja að hámarki 200 milljónir króna í fyrirtækið. Nú nemur kostnaður OR vegna Gagna- veitunnar og tengdra fyrirtækja hins vegar rúmum 7.000 milljónum króna,“ segir Kjartan Magnússon. Bryndís Hlöðversdóttir stjórnar- formaður OR segir meirihluta stjórnarinnar halda fast í þá skoðun að óskynsamlegt væri að selja Gagnaveituna. „Þetta er fyrirtæki sem hefur gengið mjög vel og hefur verið farsæl fjárfesting fyrir okkur, það hefur sýnt arðsemi og við vilj- um að það sé áfram í eigu Orkuveit- unnar,“ segir Bryndís. Kjartan Magnússon og Júlíus Víf- ill gagnrýndu einnig á fundinum hversu litlar upplýsingar stjórn OR fengi um málefni Reykjavík Energy Invest. Afar litlar upplýsingar hefðu fengist um gang viðræðna þrátt fyr- ir ítrekaðar óskir. „Um leið og eitt- hvað skýrist í þeim viðræðum verð- ur það lagt fyrir stjórn OR, ég tel hins vegar ekki rétt að ræða þau mál á meðan samningaviðræður standa yfir,“ segir Bryndís. Hún vildi engu spá um hvenær viðræð- unum lyki. „Það er ekkert sem kall- ar á mikinn hraða í þessu máli enda hangir það saman við mál Hitaveitu Suðurnesja. Forsenda góðra samn- inga er að unnið sé í trúnaði, en að sjálfsögðu verður lendingin lögð fyrir stjórn OR um leið og hún ligg- ur fyrir.“ Gagnaveita Reykjavíkur verður áfram í eigu Orkuveitunnar Morgunblaðið/ÞÖK Orkuveita Reykjavíkur Á stjórnarfundi OR var deilt um eignarhald OR á Gagnaveitu Reykjavíkur, upplýsingaflæði var einnig til umræðu. Sjálfstæðismenn tala um óeðlilega samkeppni Í HNOTSKURN »Ekki verður leitað tilboða íhlutafé Gagnaveitu Reykja- víkur skv. niðurstöðum stjórn- arfundar OR í gær. »Borgarfulltrúar Sjálfstæð-isflokks telja Gagnaveituna í óeðlilegri samkeppni á fjar- skiptamarkaði. »Stjórnarformaður OR telurrétt að viðræður um málefni REI fari fram í trúnaði. „AÐ varpa ábyrgð yfir á hafnsögu- mann þegar um vítavert gáleysi skipstjórans er að ræða er merki um ábyrgðarleysi,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá hafnarstjórn Hornafjarðarhafnar. Þar er fjallað um ummæli sem komu fram við sjó- próf á Akureyri vegna strands flutningaskipsins Axels nýlega. Til- kynning hafnarstjórnar fer hér á eftir: „Í ljósi umræðu í fjölmiðlun und- anfarna daga um þær staðhæfingar skipstjóra Axels að hafnsögumaður hafi gefið honum ranga stefnu frá Hornafjarðarósi vill hafnarstjórn benda á að öll gögn og upplýsingar um málið benda til þess að hafn- sögumaður hafi veitt skipstjóra all- ar þær leiðbeiningar sem þurfti til að sigla Axel rétta leið frá Horna- fjarðarósi. Auk þess blasti við skip- stjóranum á siglingakortum að hann hafði villst af leið. Ennfremur er greinilegt að skipstjórinn hefur algjörlega gleymt að fylgjast með ljósum frá Hvanneyjarvita. Hafn- arstjórn undirstrikar því að ábyrgðin er eingöngu og alfarið á herðum skipstjóra Axels. Að varpa ábyrgð yfir á hafnsögumann þegar um vítavert gáleysi skipstjórans er að ræða er merki um ábyrgð- arleysi.“ Ábyrgðin skipstjórans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.