Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 355. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SUNNUDAGUR DÝRALÍF NAMIBÍU MÁTTU TELJA GRANAHÁR Á LJÓNI SKARFAR Á MYND >> 38 NÖPUR PRESSA MORÐMÁL Á ÍS- LENSKU DAGBLAÐI AF VETTVANGI >> 28 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is RAUNÁVÖXTUN lífeyrissjóðanna verður ná- lægt núlli á árinu sem er að líða. Þetta er mikil breyting frá því sem verið hefur en afkoma sjóð- anna hefur verið afar góð síðastliðin þrjú ár. Með- alraunávöxtun sjóðanna var um 10% í fyrra og um 13% árið 2005. Verð á hlutabréfum hefur fallið mikið síðari hluta ársins bæði hér heima og erlendis. Árni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins 17% á skömmum tíma. Lífeyrissjóður verslunar- manna hefur einnig verið að auka réttindi og hækkaði þau síðast um 10% í byrjun þessa árs. Árni segir nokkuð ljóst að engir lífeyrissjóðir muni auka réttindi sjóðsfélaga á þessu ári. Ávöxtun lífeyrissjóðanna var mjög góð á fyrri hluta ársins. Hún var t.d. 17,6% á fyrstu sex mán- uðum ársins hjá lífeyrissjóðnum Gildi og nokkuð lægri hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Lækkun hlutabréfa á síðari hluta ársins hefur hins vegar étið upp þessa hækkun og gott betur. Ávöxtun á skuldabréfum er hins vegar ágæt á árinu. Ávöxtun lífeyrissjóða á núlli  Mikil lækkun á verði hlutabréfa leiðir til þess að raunávöxtun lífeyrissjóðanna verður nánast engin á þessu ári  Sterkari gengi íslensku krónunnar rýrir ávöxtun á erlendum eignum lífeyrissjóðanna Gildis, segir að ávöxtun af innlendum hlutabréfum á árinu sé engin og niðurstaðan sé svipuð á erlend- um hlutabréfum. Krónan hafi styrkst á árinu sem dragi úr ávöxtun á erlendum eignum sjóðanna. Árni segir að þó að ávöxtun á síðari helmingi árs- ins hafi verið slæm sé þó ljóst að raunávöxtun Gildis verði jákvæð á árinu. Hann segist hins veg- ar ekki vera viss um að það eigi við um alla lífeyr- issjóði landsins. Margir lífeyrissjóðir hafa aukið réttindi sjóðs- félaga á undanförnum árum vegna góðrar ávöxt- unar. Gildi hefur t.d. aukið réttindi um rúmlega Í HNOTSKURN »Hrein raunávöxtun lífeyris-sjóðanna miðað við neyslu- verðsvísitölu var um 10% á árinu 2006. » Í lok október sl. námu heild-areignir lífeyrissjóðanna 1.679 milljörðum króna. Síðan hafa eignir lífeyrissjóðanna í hlutabréfum rýrnað í verði. Ef Vesturlönd setja sér raunsæ markmið og fylgja þeim er enn hægt að ná því meginmarkmiði að koma á stöðugri stjórn í Afganist- an, sem getur hrakið brott talib- anana og haldið landinu saman. Vandi en von fyrir Afganistan Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, stendur í stórræðum heima fyrir og vill sveigja repúblik- ana að þeim málum sem hann segir skipta kjósendur mestu máli. Sterkt útspil hjá Schwarzenegger Launmorðið á Benazir Bhutto, fyrstu múslímakonunnar til að veita múslímaríki forystu, hefur dregið úr horfum á að koma megi á lýðræði í Pakistan. Glundroði og ring- ulreið í Pakistan TSM Capital hefur á þessu ári stað- ið að fjárfestingum í tveim hönn- unarfyrirtækjum, Matthew Will- iamson og Rachel Roy Fashions. Áslaug Magnúsdóttir stýrir TSM Capital og stofnaði fjárfesting- arfyrirtækið fyrr á árinu ásamt Marvin Traub, sem var yfir Bloom- ingdales í rúma tvo áratugi, og Mortimer Singer. Þá vinnur Áslaug að því með Andre Benjamin úr tvíeykinu Out- kast að koma nýrri herrafatalínu á markað í Bandaríkjunum næsta haust, sem nefnist Benjamin Bixby. Þetta er eitt af þeim ráðgjafar- verkefnum sem hún stýrir fyrir Marvin Traub Associates og er stefnt að því að sýna deildaskiptum stórverslunum fyrstu fatalínuna í janúar. „Þetta er hátíska fyrir karlmenn, svolítið í anda Ralph Lauren, sígild amerísk karlaföt,“ segir hún. „En Andre fer ekki þá leið að búa til ódýra vöru í línu við tónlistarstefn- una, eins og margir tónlistarmenn hafa gert, heldur hágæðalúxusvöru – föt sem hann hannar sjálfur og vill sjálfur ganga í. Hann horfir til lengri tíma en flestir af þeim tón- listarmönnum sem hafa komið inn á þennan markað. – Hvernig kom þetta til? „Það var reyndar í gegnum end- urskoðandann okkar,“ segir Áslaug og hlær. „Hann þekkir til Andre. Og svo þekkir vinkona mín, Susan Shin, sem er raunar með mér á Ís- landi núna, samstarfsfélaga Andre, Chris Rork, og hafði sagt honum frá mér.“ | 10 Áslaug Magnúsdóttir býr í New York og er ein af stofnendum TSM Capital Áslaug fjár- festir í tísku Fyrirtækið sérhæfir sig í stefnumótun og fjármögnun hönnunarfyrirtækja Morgunblaðið/Kristinn Tækifæri og fjárfestar Áslaug Magnúsdóttir er sest að í New York þar sem tækifærin eru mörg, alltaf eitthvað að gerast og mikið af fjárfestum. VIKUSPEGILL Leikhúsin í landinu Leikhús er ávísun á góða kvöldstund >> 57 BAITULLAH Mehsud, meintur bandamaður al-Qaeda-hryðjuverka- netsins í Pakistan, neitaði í gær aðild að morðtilræðinu á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pak- istans, á fimmtudag, daginn eftir að þarlend stjórnvöld bendluðu hann við ódæðið. „Þetta er samsæri stjórnvalda, hersins og leyniþjónustustofnana,“ sagði talsmaður hans Maulana Omar í viðtali við AFP-fréttastofuna í gær. Óhugsandi væri að vígamenn hefðu getað komist framhjá örygg- isvörðum umhverfis Bhutto. Líklegt er að samsæriskenningar fái aukinn byr í seglin eftir þessa yfirlýsingu en því hefur verið haldið fram að stjórn- völd reyni að koma í veg fyrir að hennar verði minnst sem konu sem dó píslarvættisdauða, með því að fullyrða að hún hafi ekki fallið fyrir morðingjahendi, líkt og fylgismenn Bhutto telja óumdeilanlegt. Fjölskylda Bhutto hyggst í dag birta fyrirmæli hennar um hvaða stefnu flokkur hennar beri að taka í bréfi sem hún ritaði fyrir dauða sinn. Mehsud neitar aðild að árásinni í Pakistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.