Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 45 RITDEILUR hafa staðið á síðum Morgunblaðsins sl. vikur um hvað gerðist á barnaheimili sem ríkið rak á 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar. Þessi skrif hafa valdið mér sorg. Mér hefur fundist mjög erfitt að horfa upp á ein- staklinga sem vist- uðust á þessu barna- heimili þurfa að þola móðganir og aðdrótt- anir þeirra sem þegar hafa brotið nóg gegn þeim. Ég spyr sjálfa mig aftur og aftur: hvers vegna skyldu þau vera að ljúga? Hvers vegna skyldu fullorðnir ein- staklingar taka allt í einu upp á því einn góðan veðurdag bara si svona að fara að ljúga voðaverkum upp á gamalmenni? Hvers vegna skyldu þau skálda sögur um slæma meðferð á barnaheimili í bernsku? Og hvers vegna þegir ríkisstjórn þessa lands þunnu hljóði um hvert verði áframhald á rannsókn máls- ins? Það var ríkisstjórn Íslands sem bar ábyrgð á því hvernig farið var með börn á barnaheimilum sem rek- in voru á þessu tíma. Hver ætlar að axla ábyrgðina? Jú, málið var sett í nefnd. Nefndin byrjaði á því að rannsaka starfsemi Breiðavík- urheimilisins, og á svo að skila áliti um hvort rannsaka þurfi starfsemi annarra heimila sem rekin voru á þessum tíma. Hvers konar vinnu- brögð eru þetta eiginlega? Fólk kemur fram og segir frá voðaverk- um sem framin voru á ábyrgð ís- lenska ríkisins og ríkisstjórnin er ekki viss um hvort það þurfi að rannsaka slíka atburði. Okkur börn- unum var komið þarna fyrir gegn vilja okkar langflestra og áttum eng- an kost annan. En barnavernd- arnefndir þess tíma töldu að ekki væri vænlegt að við værum heima hjá okkur. En þegar á barnaheimilin kom tók ekkert betra við. Hvers vegna þagði ég árum sam- an? Jú, ég þagði vegna þess að skömmin var svo mikil vegna þess- arar vistunar. Skömmin var svo mikil yfir hvernig heimilisaðstæð- urnar voru. Í mörg, mörg ár faldi ég þessar staðreyndir. Ég fór upp á Þjóðarbókhlöðu 1995 til þess að skoða miðopnu tímaritsins Vikunnar árið 1960. Yfirskrift greinarinnar er feitletruð: „Munaðarleysingjar“ og þar er mynd af mér. En þar er líka mynd af fleiri börnum. Börnum á Silungapolli og börnum í Reykjahlíð. Opinberar myndir af okkur. Og greinin fjallar frjálslega um að- stæður okkur og einnig er því lýst hve áfjáð börnin voru í að fá að fara með ljósmyndara og blaðamanni, bláókunnugu fólki. Hvernig leið mér þegar ég skoðaði þessar myndir? Ég fann fyrir niðurlægingu og skömm. Ég fann líka fyrir reiði vegna þess að þessi mynd er dæmigerð um það virð- ingarleysi sem fylgdi því að búa við slíkar að- stæður. Ég læddist út úr Þjóðarbókhlöðunni. Í vor, í kjölfar fjöl- miðlaumræðunnar miklu eru stofnuð sam- tök. Breiðavík- ursamtökin, ekki voru allir sáttir við nafnið þar á meðal ég og finnst mér það ein- skorða bæði fortíð og framtíð við einn stað. Og talandi um Breiðavík- ursamtökin, á heimasíðu Breiðavík- ursamtakanna er því miður farið með rangt mál þar sem fullyrt er í umfjöllun um barnaheimilin, að að- búnaður í Reykjahlíð í Mosfellsdal hafi verið til fyrirmyndar. Því fer nefnilega víðsfjarri. Auðvitað getur verið að höfundi greinarinnar hafi liðið vel þar, en svo var ekki um mig og fleiri. Forstöðukona þessa heim- ilis, Sigríður María Jónsdóttir átti vin, hann Ara sem var tíður gestur hjá henni árið sem ég dvaldi þar. Þegar Ari var í heimsókn var mikill viðbúnaður hjá okkur stelpunum, alla vega í mínu herbergi og þar vor- um við fjórar. Við sváfum með axla- bönd og belti á náttbuxunum. Ari var fullur og gat komið í nótt. Einn maður sem dvaldi sem barn á Reykjahlíð sagði mér að hann hefði séð Ara með fingurna uppi í sköpum lítillar stúlku. Og unglingsstelp- urnar sem þarna voru, gátu verið erfiðar. Þær vantaði stundum sígar- ettur og brennivín og þá vorum við yngri stelpurnar gerðar út af örk- inni á nóttunni til að stela frá fóstr- unum. Ef maður hlýddi ekki fékk maður að kenna á því. Þær voru það stórar og valdamiklar í þá daga að ekki tjónkaði að malda í móinn. Það var erfið reynsla að sjá fullyrð- inguna um fyrirmyndaraðbúnað í Reykjahlíð. Vissulega var reynsla barna mis- jöfn af barnaheimilunum. En ég veit að ég kunni ekki við Sigríði for- stöðukonu á Reykjahlíð. Ég var hrædd við skapofsann í henni þegar við vöktum hana eldsnemma af því okkur vantaði miða í rútuna til þess að komast í Varmárskóla. Kannski kunni ég ekki við hana vegna þess að hún niðurlægði mömmu í minni áheyrn. Kannski vildi ég aldrei þýð- ast hana. Ég veit það ekki en hins vegar fann ég lengi fyrir ótta þegar ég minntist hennar. En hitt veit ég, að sú barátta sem ég stóð í sem barn, að vera hirt hvar sem til mín náðist af barnaverndarnefnd og flutt á barnaheimili; að vera fjarvistum við mömmu, stundum í heilt ár án þess að sjá hana og vita ekki hvers vegna, og að vera vistuð á fóstur- heimili þar sem einn maður í fjöl- skyldunni beitti mig grófu kynferð- isáreiti, hefur markað djúp spor í mína sál. Ég var aldrei spurð. Eng- inn virtist hirða neitt um vilja minn né líðan. Ég var meðhöndluð af barnaverndaryfirvöldum eins og viljalaust verkfæri og allt á ábyrgð stjórnvalda. Ég get sagt þetta vegna þess að ég á barnaverndarskýrslur máli mínu til sönnunar. Allar ráð- stafanir sem viðhafðar voru, voru án nokkurs samráðs við mig. Í þessum skýrslum er ekki stakt orð um líðan mína, viðbrögð eða vilja. Það mætti halda að ég hefði verið dauð. Enda veit ég að ég dó andlegum dauða í gegnum þetta ferli. Og nú fylgist ég með baráttu þeirra sem dvöldust að Kumb- aravogi og finn til með þeim. Sá sem bar ábyrgð á rekstri heimilisins að Kumbaravogi berst nú um á hæl og hnakka. Hann ætlar sko að þagga niður í þeim. Það undarlega er að allir málsvarsmenn hans eru skyld- menni hans eða honum tengdir. Í Morgunblaðinu s.l. sunnudag svar- aði kona sem vinnur ábyrgðarstörf á Kumbaravogi, elliheimili sem rekið er af fjölskyldunni. Hún var innan við fjögurra ára síðasta árið sem ein- hver af þessum einstaklingum vist- uðust þarna. Mér finnst þetta ljótur leikur. Og ég upplifi endurtekningu á fortíðinni. Orð okkar skipta engu máli. Það sem gerðist skiptir engu máli. Kannski þóknast Spano- nefndinni að skoða rekstur fleiri heimila, kannski ekki. Líklega telur forsætisráðherra að friðþæging- arverkið hafi verið unnið með rann- sókn á starfsemi Breiðavíkurheim- ilisins. Nú er þetta orðið gott. Ekki orð um þetta meir, ekki fleiri orð um það sem gerðist. Jólin eru mörgum erfiður tími. Ég man eftir því að í Reykjahlíð fengum við pakka frá Kananum og þar var nógur matur á borðum. En ég hafði hvorki lyst á matnum né pökkunum. Ég gaf dúkkuna sem ég fékk. Vildi ekki eiga neitt sem minnti mig á þennan stað. Vildi bara fá að vera hjá mömmu. Það er komið að lokum þessarar greinar. Ég hvet ríkisstjórn þessa lands til að láta rannsaka starfsemi allra barnaheimilanna. Það er nauð- synlegt að gera þennan tíma upp og læra af þeim mistökum sem áttu sér stað, í störfum barnaverndarnefnda og á þessum barnaheimilum. Það voru fleiri barnaheimili en Breiða- vík. Enn þann dag í dag er fjöldinn allur af börnum í þeirri stöðu að geta ekki dvalið heima hjá sér, og því er nauðsynlegt að stigið sé með gætni, virðingu og kærleika til jarð- ar, þegar mál þeirra koma inn á borð barnaverndarnefnda. Staða þeirra er sérstaklega viðkvæm vegna þess að þau eru svipt þeirri vernd sem fjölskyldan veitir og fáir eru eins varnarlausir í þessum heimi og einmitt munaðarlaus börn. Lát- um söguna ekki endurtaka sig. Réttur munaðarlausra barna í fortíð og nútíð Rósa Ólöf Ólafíudóttir segir frá vist sinni á fósturheimilum » Í þessum skýrslumer ekki stakt orð um líðan mína, viðbrögð eða vilja. Það mætti halda að ég hefði verið dauð. Enda veit ég að ég dó andlegum dauða í gegn- um þetta ferli. Rósa Ólöf Ólafíudóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og var vistuð að Elliðahvammi, Sil- ungapolli, Reykjahlíð, Hlaðgerðarkoti og á fósturheimili með hléum frá 3ja mánaða til 13 ára aldurs. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttave- fjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttökukerfi aðsendra greina Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. TRAUST ÞJÓNUSTA Í ÁRATUGI GLÆSILEGT PARHÚS - HÓLMATÚN, ÁLFTANES Húsið er hæð og hluti í risi, samt. 190,3 fm með innbyggðum bílskúr. Glæsilegt og fallega innréttað hús. Þrjú svefnher- bergi en geta verið fjögur. Verð: 48,4 millj. S. 562 1200 F. 562 1251 Atvinnuhúsnæði til leigu/sölu Grensásvegur – Reykjavík Heilt hús á horni Grensásvegar og Fellsmúla Vandað og vel staðsett 1.440 fm skrifstofuhúsnæði. Um er að ræða heila húseign á 4 hæðum með lyftu. Eignin skiptist í fjölmörg skrifstofuherbergi, opin vinnu- rými, kaffistofur, snyrtingar og skjalageymslur. Tilbúið til afhendingar strax. Næg bílastæði; 8 í bíla- geymslu og 26 á steyptum palli við húsið. Samtals 33 bílastæði fylgja þessari eign. Húsið hefur mikið auglýsingagildi. Laust til afhendingar strax. Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 eða á karl@kirkjuhvoll.com • Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.