Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson
Audur@jonsdottir.com og totil@totil.com
S
yfjuleg velti Auður fyrir
sér tígrisdýraárásinni í
dýragarðinum í San
Francisco eftir að hafa
fundið ítarlega umfjöllun
um hana á Sfgate.com. Þrír ungling-
ar höfðu farið í dýragarðinn rétt fyrir
lokun á jóladag, einn var drepinn en
hinir sluppu með naumindum frá sí-
beríska tígrisdýrinu sem vó 140 kíló
og bar nafnið Tatiana. Enginn vissi
nákvæmlega hvernig Tatiana hafði
sloppið út til að gæða sér á drengj-
unum í kvöldhúminu. Hliðið hafði
verið lokað en fæstir trúðu að kisa
hefði stokkið fimm metra í loft upp og
komist þannig yfir djúpa gryfju – til
þess eins að lenda í byssukúluregni
lögreglunnar.
Brátt beindist hugur hennar að
öðru hörmulegu máli sem þau hjónin
höfðu lesið um á Ekstrabladet.dk og
fékk jólagæsina til að hringsnúast í
maganum. Kennari á eftirlaunum,
hinn 66 ára Roger Goswell frá Vest-
ur-Chiltington í England, hafði myrt
konuna sína á aðfangadag og komið
henni fyrir undir jólatrénu ásamt
jólapökkunum. Hrelld beindi Auður
huganum í aðrar áttir. Það heppn-
aðist ekki betur en svo að hann stað-
næmdist við þriðja í jólum og morðið
á Benazir Bhutto, fyrrum forsætis-
ráðherra Pakistans. Hún hafði verið
skotin og sprengt, aðeins tveimur
vikum fyrir kosningar svo nú logaði
Pakistan í ófriði.
Árið kveður með blóðugum frétt-
um meðan glitrandi jólasnjór þekur
Reykjavík, tautaði hún loks. Senni-
lega er best að forðast erlenda árs-
annálinn.
Alls ekki, sagði Þórarinn hress.
Það má líka finna skemmtilegar
fréttir, á News.bbc.co.uk er til dæm-
is frétt um að dekurrófan París Hil-
ton sé orðin svo gott sem arflaus því
afi hennar hefur ákveðið að gefa
megnið af fjölskylduauðnum til líkn-
armála. Drykkjarvatn í Afríku,
menntun fyrir blind börn og húsnæði
fyrir geðsjúka er meðal þess sem
karlinn er spenntari fyrir að fjár-
magna frekar en fleiri bleika kjóla
handa París. Hún neyðist vænt-
hafa verið gott við sig og vilja
endurgjalda góðmennskuna.
Það lifnaði yfir Auði. Svona á að
gera þetta! gall í henni.
Bónus-feðgarnir hefðu átt að mæta í
Kringluna til að deila út
fimmþúsundköllum á aðfangadag.
Hugsi sagði Þórarinn að það hefði
verið góður lokapunktur á þenslunni,
núna þegar allir væru farnir að tala
um kreppu. Auður blés á krepputalið
þegar hún fræddi hann um að nýlega
hefði komið í ljós að sá þjónustugeiri
sem bólgnaði hraðast út í
Bandaríkjunum, að
hátækniiðnaðinum slepptum, væri
ýmis þjónusta við gæludýr.
Bandaríkjamenn eyddu árlega
mörgum milljörðum dollara í
húsdýrin sín og nýjasta æðið væri að
græða gervieistu í hunda eftir að þeir
hefðu verið vanaðir. Slík aðgerð
kostaði um 25 þúsund krónur hjá
dýralækni samkvæmt Ananova.com.
Í Bandaríkjunum er
læknisþjónusta hvort sem er svo dýr
að hluti samfélagsins neyðist til að ná
sér í læknisráð á netinu, sagði
Þórarinn. Reyndar las ég nýlega um
sjö algengar mýtur í læknisfræði á
Reuters.com, meðal annars þær að
sjónin skerðist við lestur í rökkri,
nýrakað hár vaxi hraðar en annað,
neglur vaxi áfram á líkum og það að
manneskjan noti aðeins tíu prósent af
heilanum dags daglega.
Skuggi færðist yfir andlit Auðar
þegar hún spurði: Hvað ætli
morðingi Bhutto hafi notað mörg
prósent af heilanum daginn sem
hann myrti hana?
Blóðrauð jól
FÖST Í FRÉTTANETI»
anlega til að vinna meira.
Vinna? París? hikstaði Auður.
París hefur vissulega unnið í gegn-
um tíðina, meðal annars við sjónvarp,
sagði Þórarinn. En áður en arfleysið
segir til sín getur hún gert eins og
bræðurnir á Long Island sem fjallað
var um á Reuters.com. Þeir gáfu
vegfarendum í verslunarmiðstöðinni
Sunrise Mall hundrað dollara seðla á
aðfangadag. Fyrst átti að handtaka
þá því ameríski draumurinn á ekki að
vera ókeypis – en svo kom í ljós að
bræðurnir framkvæma þennan
gjörning á hverju ári. Þeim þykir lífið
Höfundar eru heimavinnandi hjón í
Barcelona.
Árið kveður með
blóðugum fréttum
meðan glitrandi
jólasnjór þekur
Reykjavík
Eftir Hassan Abbas
L
aunmorðið á Benazir
Bhutto, fyrstu múslíma-
konunnar til að veita
múslímaríki forustu, er
mikið áfall. Verulega
hefur dregið úr horfum á að koma
megi á lýðræði í landinu og jafnvel að
Pakistan eigi sér framtíðarvon sem
ríki.
Í glundroðanum og ringulreiðinni,
sem nú tekur við, má ekki missa sjón-
ar á því að Pervez Musharraf forseti
ber að hluta til ábyrgð á því hvernig
komið er. Í það minnsta er ekki hægt
að hvítþvo stjórn hans af hafa látið
undir höfuð leggjast að tryggja
Bhutto nægilega öryggisgæslu.
Dýrkeypt að bjóða
öfgamönnum byrginn
Þess í stað mátti Bhutto gjalda fyr-
ir það með lífi sínu að bjóða byrginn
öfgamönnum af öllum stigum, allt frá
al-Qaeda og talibönum til trúarlegra
stjórnmálaflokka landsins og harð-
línumanna í hernum.
Hún var arftaki föður síns, Zulfik-
ars Alis Bhuttos, hins nafntogaða lýð-
ræðisleiðtoga, sem stjórn Muham-
mads Zia-ul-Haqs hengdi árið 1979.
Hún var ung að aldri þegar hún steig
fram sem tákn andspyrnu, en mátti
dúsa í fangelsi og útlegð á níunda ára-
tugnum. Arfleifð Z.A. Bhuttos var að
færa hinum fátæku vald og verja rétt-
indi venjulegs fólks í landi þar sem
lénsskipulag var á pólitíkinni og her-
inn var við völd. Fremur en að beygja
sig fyrir herforingjastjórninni fór
hann hnarreistur í gálgann.
Nokkrum klukkustundum áður en
hann var hengdur fékk Benazir að
hitta föður sinn síðasta sinni. Í ævi-
sögu sína ritar hún: „Ég sór honum
þess eið í klefanum þar sem hann beið
dauða síns að ég myndi halda áfram
starfi hans.“ Hún stóð í grundvallar-
atriðum við það loforð.
Fyrri seta hennar í stóli forsætis-
ráðherra (1988-1990) var stutt og
óskipulögð. Herforinginn Hamid Gul,
fyrrverandi yfirmaður leyniþjónust-
unnar, ISI, staðfesti að hann hefði
stutt bandalag stjórnmálaflokka á
hægri vængnum til að koma í veg fyr-
ir að hún fengi meirihluta á þingi. Í
embætti fékk hún hvorki upplýsingar
um kjarnorkuáætlun Pakistans né að-
gerðir ISI í Afganistan.
Þegar hún komst aftur til valda sat
hún lengur (1993-1996) og gekk bet-
ur, en aftur féll stjórn hennar áður en
kjörtímabilinu lauk og var það vegna
ásakana um óstjórn og spillingu. Í
raun var vélráðum leyniþjónustnanna
einnig um að kenna. Vantraust í
hennar garð risti djúpt í hernum, sem
ekki var að furða. Hún var leiðtogi,
sem naut lýðhylli, studdi vestrið og
vildi frið við Indland.
Tækifæri til að skáka trúar-
legum öfgaöflum
Eftir tæpan áratug í sjálfskipaðri
útlegð sneri Bhutto aftur og virtist
ætla að ganga í endurnýjun pólitískra
lífdaga. Pakistan hafði breyst. Ein-
ræðisstjórn hersins og trúarlegar
öfgar í norðri höfðu skekið innviði
samfélagsins. Bráðabirgðasamkomu-
lag við Musharraf með stuðningi
Vesturlanda — einkum Bretlandi og
Bandaríkjunum — greiddi fyrir því
að hún gæti snúið aftur og mörg
hundruð þúsund manns buðu hana
velkomna, ásamt reyndar hryðju-
verkamönnum, sem frömdu sjálfs-
morðsárásir.
Bhutto var gagnrýnd vegna sam-
skiptanna við herforingjastjórn Mus-
harrafs, en hún var hörð á því að lýð-
ræði yrði aðeins komið á að nýju ef
Musharraf segði af sér stöðu sinni í
hernum, yrði borgaralegur þjóðar-
leiðtogi og haldnar yrðu frjálsar og
sanngjarnar kosningar.
Ýmsum lýðræðissinnum varð um
og ó þegar Bhutto hélt fast við sinn
keip, jafnvel eftir að Musharraf lýsti
yfir neyðarástandi 3. nóvember og
vék dómurum í hæstarétti landsins til
að tryggja að hann yrði endurkjörinn
forseti landsins. Hún taldi meira að
segja aðra mikilvæga stjórnmálafor-
ingja á að taka þátt í kosningunum,
sem ráðgert er að fari fram 8. janúar.
Hún leit á kosningarnar sem tækifæri
til að skáka trúarlegu öfgaöflunum á
almennum vettvangi. Þetta tækifæri
greip hún með því að ferðast ótrauð
um landið þrátt fyrir að lífi hennar
hefði verið hótað og færa rök að því að
Pakistan ætti að vera lýðræðisríki þar
sem ólík öfl og stofnanir fengju að
njóta sín.
Hvert nær samsærið?
Það er því auðvelt að skilja hvers
vegna trúarlegir öfgamenn á borð við
al-Qaeda og talibana skuli hafa beint
spjótum sínum að henni og ríkis-
stjórnin segir að ógerningur hafi ver-
ið að verja hana gegn sjálfsmorðs-
árás. En sagt er að skytta hafi skotið
Bhutto áður en hryðjuverkamaðurinn
sprengdi sig í loft upp. Í augum Pak-
istana og einkum og sér í lagi stuðn-
ingsmanna Bhutto voru það því leyni-
þjónusturnar, annaðhvort einar eða í
samstarfi við öfgasinnana, sem loks
ákváðu að ryðja henni úr vegi.
Hvort sem stjórnvöld voru viðriðin
morðið eða ekki stendur eftir að Pak-
istan hefur misst leiðtoga, sem sár
þörf var fyrir. Nú er framtíð Pakist-
ans í húfi og hjálp og stuðningur Vest-
urlanda mun skipta sköpum, en þá
verða menn að átta sig á því að Mus-
harraf er ekki eini leiðtoginn, sem
getur leyst úr hinum mýmörgu
vandamálum Pakistans og stjórnað
stríðinu gegn hryðjuverkum. Þvert á
móti verður að líta á Musharraf sem
eitt af stærstu vandamálum Pakist-
ans vegna þess að hann hefur kynt
undir núverandi ástandi óstöðugleika
og óvissu.
Launráð í Pakistan
ALÞJÓÐAMÁL»
Reuters
Borin til grafar Stuðningsmenn Benazir Bhutto, sem var myrt í Rawalpindi á fimmtudag, fylgdu henni til grafar í Garhi Khuda Bukhsh á föstudag.
Í HNOTSKURN
»Sprengjuárásir hafa verið tíðar frá því að Bhutto sneri aftur í októ-ber. Að minnsta kosti 139 manns létu lífið í sprengjutilræði, sem
beindist gegn henni í Karachi nokkrum klukkustundum eftir að hún
lenti 18. október.
»25. október létu þrjátíu manns lífið, flestir þjóðvarðliðar, í sprengju-árás í Swatdal í norðvesturhluta Pakistans.
»24. nóvember létust að minnsta kosti 20 manns í sjálfsmorðsárásumá öryggissveitir í Rawalpindi, skammt frá Islamabad.
»17. desember létust tólf liðsmenn fótboltaliðs úr hernum í sjálfs-morðsárás í Norð-Vesturlandamærahéraði.
»21. desember dóu að minnsta kosti 50 manns í árás á mosku í norð-vesturhluta landsins. Árásinni var beint gegn fyrrverandi yfirmanni
aðgerða gegn hryðjuverkum, en hann slapp.
»27. desember létust að minnsta kosti 50 manns þegar Benazir Bhuttovar ráðin af dögum í Rawalpindi.
Morðið á Bhutto slær
á vonir um að koma á
lýðræði í Pakistan og
jafnvel að landið eigi
framtíð fyrir sér
Höfundur var ráðherra bæði í stjórn
Benazir Bhutto og Pervez Mushar-
rafs forseta. Hann vinnur nú við rann-
sóknir við Kennedy School of Govern-
ment við Harvard-háskóla og er
höfundur bókarinnar „Pakistan’s
Drift into Extremism: Allah, the
Army and America’s War on Terror“.
©Project Syndicate, 2007.