Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is SKRÁÐ hegningarlagabrot voru rúm þrettán þúsund í ár, samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar. Það er svipaður fjöldi og á síðasta ári, um þúsund fleiri en árið 2005 en töluvert færri en árin 2003 og 2004. Umferð- arlagabrot voru hins vegar fleiri en síðustu fjögur ár, sem má að ein- hverju leyti rekja til meiri sýnileika lögreglu og breytinga á löggjöfinni. Einkum hefur hraðakstursbrotum fjölgað sem telja má eðlilega þróun miðað við að vikmörk hafa verið lækkuð og lögregla hefur verið einkar iðin við umferðareftirlit. Fjölgunin kemur þó til þrátt fyrir að sektir vegna umferðarlagabrota hafi hækkað töluvert. Fleiri líkamsárásir Fjöldi mála í flestum brotaflokk- um fækkaði milli ára, þó ekki brot- um gegn lífi og líkama – líkamsárás- um. Þannig má nefna að fíkniefnabrotum fækkaði um tæp tvö hundruð en eru þó fleiri en árin 2002-2005. Ef miðað er við meðal- fjölda brota árin 2002-2006 fjölgar fíkniefnabrotum um 16%. Að sama skapi fjölgar brotum gegn lífi og lík- ama um 6% ef miðað er við sama tímabil. Áfengislagabrotum og brot- um gegn friðhelgi einkalífsins fækk- aði hins vegar um fjórðung frá með- altali sömu ára og auðgunarbrotum um 29%. Hafa ber í huga að um bráða- birgðatölur er að ræða og ná þær að- eins til 27. desember sl. Fjöldi hegningarlagabrota í ár svipaður og á því síðasta Fíkniefnabrotum fjölgar um 16% ef miðað er við meðalfjölda brota árin 2002-2006 Í HNOTSKURN »Skráð brot gegn lífi og lík-ama hjá lögreglu voru 1.684 á árinu, 1.546 í fyrra og 1.587 ár- ið 2005. »Eignaspjöll voru 3.362 semer fækkun milli ára. Í fyrra voru skráð brot 3.472 en árið 2005 voru þau 2.643. »Skráð fíkniefnabrot voru1.842 en í fyrra 2.098. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Það er ekkert sem bendir til annars enað matvælaverð muni fara stór-hækkandi á næstunni,“ segir Andr-és Magnússon, formaður Félags ís- lenskra stórkaupmanna. Fram hefur komið að verð á ýmsum hráefnum til matvælafram- leiðslu hefur hækkað mjög að undanförnu. Andrés segir að hráefniskostnaðurinn haldi áfram að aukast í fyrirsjáanlegri framtíð. „Hinar varanlegu ástæður eru tvær. Ann- ars vegar er stóraukin eftirspurn eftir þessum sömu matvælum og við neytum frá nýríkum þjóðum eins og Kína og Indlandi,“ segir Andr- és. Hin ástæðan sé sú ákvörðun Bandaríkja- stjórnar og fleiri ríkja að framleiða lífrænt eldsneyti til að nota á bifreiðar. Þetta hafi m.a. leitt til þess að verð á maís hafi hækkað upp úr öllu valdi. Andrés segir að auk þessa sjái menn æ meiri afbrigði í veðurfari. Bæði hafi orðið þurrkar og flóð og þetta hafi haft áhrif. Allt þetta hafi augljós áhrif á Íslandi, bæði á innflutt matvæli og þau matvæli sem fram- leidd eru hér á landi, enda byggist t.d. svína- kjöts- og kjúklingakjötsframleiðsla á innfluttu korni. „Þá er talað um að áburðarverð muni líka hækka gífurlega og það hefur áhrif á inn- lendu framleiðsluna.“ Andrés segir ljóst að hækkunin sé mismikil eftir tegundum matvæla. Vörur eins og korn og grjón, sem eru lykilvörur í framleiðslu á mörgum matvælum, hækki í verði. Birgjar hækka um 10-13% „Það er verið að boða hækkanir í stórum stíl,“ segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. Þegar hafi orðið hækk- anir og þá hafi birgjar boðað hækkanir frá og með 1. janúar. Um umtalsverðar hækkanir er að ræða en Guðmundur segir að almennt hækki birgjar verð um 10-13%. Til sam- anburðar má nefna að um síðustu áramót hækkuðu birgjar verð almennt um 3-5%. Guðmundur segir að þróunin hér sé sú sama og annars staðar í heiminum. „Það er ekki bjart framundan,“ segir hann. „En mín reynsla er sú að svona hækkanir gangi til baka á ákveðnum tímapunkti. Þegar bændur fara að fá hærra verð fyrir afurðirnar er þró- unin sú að þeir fara að framleiða meira,“ segir Guðmundur. Þegar framboð aukist eigi það að hafa í för með sér verðlækkanir að nýju. Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, segir að talsverðar hækkanir hafi orðið á matvöru í haust, „en hækkanir dynja á strax í janúar,“ segir hann. Eysteinn segir að mjög margir birgjar hækki verð um áramótin. Algengt sé að hækkanir birgja séu á bilinu 8- 10% frá og með 1. janúar. Eysteinn segir að hækkanirnar skili sér ekki samstundis í hærra vöruverði, heldur hækki það fremur þegar nýjar birgðir koma í búðirnar eftir fyrstu vikuna í janúar. Sumt hækki þó strax, eins og mjólkin. Mjög mis- jafnt sé hversu mikið einstakar tegundir hækki en mest hækki verð á vörum sem inni- halda korn, hveiti eða sykur. „Það verða einhverjar verðhækkanir hjá okkur,“ segir Guðmundur Björnsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. Það fari eftir því hvaða hráefni er í vörunum. Sumt hækki ekkert en annað meira. Guðmundur segir hækkanirnar vera á bilinu 3-10%. Hann segir að það sem hækki mest í verði séu vörur sem innihalda smjör, olíu og slík hráefni. „Við höfum reynt að bíða með hækkanir eins og við höfum getað,“ segir hann. „Við munum ekki hækka um áramót, en það er því miður ýmislegt í pípunum,“ segir Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness. „Við höfum spyrnt við fótum eins og hægt er og höfum fylgt gengisþróun,“ segir hann. Fyrirsjáanlegar séu miklar breytingar á næsta ári. „Við munum sjá einhverjar hækk- anir 1. febrúar, en við munum birgja okkur upp af vörum og eiga þær á lager fyrir einn til tvo aukamánuði,“ segir hann. Því megi gera ráð fyrir að hækkanirnar á vörunum sem Inn- nes flytur inn komi inn af fullum þunga með vorinu. Páll segir ljóst að þær hækkanir sem fram- undan eru séu meiri en verið hefur undanfarin ár. Áður hafi verið talað um 2-3% hækkanir en nú sé talað um hækkanir upp á tugi prósenta. „Það er alveg nýtt fyrir okkur,“ segir hann.  Framkvæmdastjóri Bónuss segir að birgjar séu að boða 10-13% hækkun á verði matvöru, en hann telur líklegt að hækkanir muni ganga til baka á ákveðnum tímapunkti Útlit fyrir hækkun á matvælaverði ELLEFU fastráðnir flugmenn hjá Icelandair missa vinnuna nú um ára- mótin. Félagið hafði sagt upp fimm- tán fastráðnum flugmönnum frá ára- mótum en fjórar uppsagnir voru dregnar til baka og eftir standa ell- efu fastráðnir starfsmenn sem láta af störfum. Á sama tíma hætta einnig sex sumarstarfsmenn sem boðið var að starfa til áramóta. Þá munu sjö flug- stjórar missa stöðu sína tímabundið eða þar til sumaráætlun hefst á vor- mánuðum. Þetta kemur fram á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), en tilkynnt hafði verið um 25 uppsagnir hjá Icelandair undir lok ágústmánaðar sem taka áttu gildi 1. desember sl., en tíu þeirra voru dregnar til baka og hinum seinkað um einn mánuð, þ.e. til áramóta. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður FÍA, segist ekki vita hvort þeir sem nú missi vinnuna séu þegar búnir að ráða sig annað. „Eins og staðan er í dag þá á ég ekki von á öðru en allir þessir menn og fleiri til verði endurráðnir næsta vor. Þær upplýsingar sem ég hef frá Iceland- air er að það reikni með því að sami fjöldi flugmanna verði við vinnu næsta sumar eins og var sl. sumar,“ segir Jóhannes. Tekur hann fram að veturinn í ár sé sá fyrsti í lengri tíma þar sem ekki eru neinar nýráðningar hjá félaginu. Ellefu fast- ráðnir flug- menn hætta FUGLAR himinsins eiga margir bágt með að hafa í sig þegar jörð er snævi þakin líkt og nú. Því er ástæða til að minna fólk á að gefa smáfuglunum meðan jarðbönn eru. Víða fæst sérblandað fuglafóður og eins þykir mörgum fuglum gott að kroppa í epli og jafnvel tólgar- bita eða annað feitmeti. Þegar fuglum er gefið er gott að velja fóðurstað þar sem fuglarnir njóta öryggis og freista ekki katta sem leið eiga um, því ekki eru allir kettir með bjöllu um hálsinn. Munið eftir smáfuglunum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á Suðurnesjum réðust í sameigin- lega húsleit á föstudagskvöld, að undangegnum úrskurði héraðs- dóms. Við leit í húsnæðinu fundust 150 e-töflur og um 55 grömm af hvítu efni sem talið er vera amfeta- mín. Tveir aðilar voru handteknir í tengslum við húsleitina, húsráðandi og gestkomandi einstaklingur. Hús- ráðandinn gekkst við því að eiga efnin. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Fundu e-töfl- ur við húsleit ♦♦♦ LÖGREGLUNNI á höfuðborgar- svæðinu var tilkynnt um þrjár lík- amsárásir aðfaranótt laugardags. Þær voru allar minniháttar, að sögn lögreglu. Töluverður erill var vegna skemmtanahalds á höfuðborgar- svæðinu. Fimm mál komu upp vegna brota á lögreglusamþykkt – öll í mið- borginni. Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun. Tilkynnt um þrjár árásir ♦♦♦ ÍSLENSKA álftin er tignarlegur fugl sem allajafna dvelur á Bretlandseyjum yfir vetrarmánuðina. Þó eru ávallt einhverjar sem hafa hér vetursetu, líkt og með- fylgjandi mynd ber með sér, en hún var tekin á Sel- tjarnarnesi, og bíða þær nú væntanlega betri tíðar. Ekki er von á að úr því rætist strax í dag, von er á stormi á landinu og mikilli úrkomu sunnanlands. Allt eins eiga menn von á því að úrkoma í Reykjavík verði með því mesta sem vitað er um, en 28. desember síðast- liðinn var árið það áttunda úrkomumesta. Það er ekki síst athyglisvert þegar litið er til þess hversu þurrt var langt fram eftir sumri. Á morgun, gamlársdag, er útlitið ekki miklu betra en bæði úrkoma og töluverður strekkingur eru í spákort- um. Líklegt er að veðrið setji strik í reikninginn þegar kemur að skemmtanahaldi vegna áramóta. Morgunblaðið/Ómar Beðið eftir betri tíð Álftir á flugi við Seltjarnarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.