Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 37
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 37 K láravín, feiti og merg- ur með mun þar til rétta veitt.“ Svona er mataræð- inu í paradís lýst í gömlu vísubroti sem ég man ekki hver er höfundur að svo við skul- um bara kalla það húsgang. Þetta var sá matseðill sem forfeður okk- ar dreymdi um en töldu útilokað að þeir nytu hérna megin grafar og sáu harða dýrafitu og gnótt áfengis þess vegna í hillingum trú- arinnar. Í dag erum við að kafna í of- gnótt og stjórnleysi offitu sem er skilgreind sem stærsta heilsufars- vandamál tuttugustu aldarinnar og talið að sú kynslóð barna sem nú vex úr grasi verði hin fyrsta sem getur ekki búist við að lifa foreldra sína. Fitan sem forfeður okkar dreymdi um að njóta í paradís handan grafar mun því skila af- komendum okkar sýnu fyrr yfir landamærin langþráðu. Ef nútíma- maðurinn ætti að lýsa matseðl- inum í mötuneytinu í Himnaríki er hætt við að speltbrauð, ávextir, grænmeti og gervisykur væri þar í aðalhlutverki. Þessa síðustu daga ársins sitja heilir og hálfir árgangar Íslend- inga á besta aldri kúgaðir af sam- viskubiti með sligaða sjálfsmynd komnir langt fram úr allri kjör- þyngd og heilsufarsviðmiðum. All- ar megrunarkvalirnar, safakúrinn, South Beach kúrinn, Scarsdale kúrinn, Atkins kúrinn og danski kúrinn gera ekkert nema sveifla líkamsþyngd hinna ístöðulausu í sístækkandi hringi út frá því æski- lega jafnvægi sem þyngd manna ætti að vera í. Í hvert skipti sem kúrnum er lokið tekur langsveltur líkaminn við að hamstra varaforða fyrir næsta svelti og brátt marrar í saumum á ný og þykkar fellingar hlykkjast um þjó og lendar alveg eins og síðast. Ein hitaeining er orkan sem þarf til að hita einn lítra af vatni um eitt stig á Celsíus. Þetta er í rauninni sáraeinfalt. Til þess að grennast þarf einungis að borða minna en maður brennir. Til þess að komast hjá því að drepa sig á reykingum þarf bara að drepa í sígarettunni og til þess að drekka sig ekki í rennusteininn þarf bara að hætta að drekka. Þetta er svo einfalt en allt það einfalda í lífinu er erfitt og ekkert fæst án fyr- irhafnar. Þetta vita þeir sem komnir eru á miðjan aldur og hafa fyrri hluta ævinnar vanið sig án fyrirhafnar á hvers kyns lesti og ósiði en kvalist svo seinni hluta ársins við að venja sig af þeim sömu ósiðum og hefur svo hver nokkuð að iðja meðan ævin endist. Þeir sem selja fólki megrun- arkúra vilja gjarnan ljúga því að viðskiptavinum sínum að hægt sé að grennast án fyrirhafnar eins og reglubundinnar hreyfingar eða einhvers mótlætis og afneitunar í mataræði. Þeir sem þurfa að grennast vilja gjarnan láta ljúga að sér og telja sér trú um að smávægilegar breytingar leiði af sér kraftaverk. Blindaður af afneitun og leti fer hinn feiti upp í Yggdrasil í hádeginu og kaupir sér lífrænt ræktaða gráfíkju og speltkex sem er svo gott að maula í síðdeg- iskaffinu af því að maður er í átaki á nýja árinu og finnst hann bara nokkuð góður á því. Enginn talar um pokana af kart- öfluflögum undir rúminu eða majonessalatið í hádeginu og frönsku kartöflurnar því vamb- arpúkinn gefur engin grið. Fitan leggst líka á heilann og svæfir skynsemina og blekkir hinn feita. Í hverju kílói af hreinni fitu sem bylgjast utan á líkama nú- tímamanna og kvenna eru 8000 þúsund hitaeiningar. Það er ígildi 12 klukkustunda hlaups. Með því að fækka daglegum hitaeiningum um 1000 á dag tekur það samt 10 daga að losna við eitt kíló. Þetta er hin miskunnarlausa eðlisfræði offitunnar og það er engin leið framhjá henni. Gangi ykkur vel. Eðlisfræði offitunnar Páll Ásgeir Ásgeirsson Sölustaður KR-heimilið við Frostaskjól Afgreiðslutími 28.12.kl. 10–22 29.12.kl. 10–22 30.12. kl. 10–22 31.12. kl. 9–16 4.000,- 3.000,- 5.500,- 5.500,- 7.000,- 6.000,- Goðheimar og Jötunheimar Risakökur og ísskápar Yfir tuttugu tegundir af risakökum og ísskápum. Hlaupvídd 1–2”, 49–150 skot. Það allra nýjasta eru blævængir, marghleypur og tjaldsveipir. Ekki missa af þeim. Takmarkað magn. 5.000,- Royal flugeldar Kökur, rakettur og skotrör frá Royal eru alvörugræjur sem klikka ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.