Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 53 Á lokamínútum árs sem er að kveðja fer mannshugurinn jafn- an víða. Það er litið til baka, allt um kring og svo fram á veginn. Rýnt í spor- in og inn í hið óræða. Það er eins hér í dag. I Í blaði einu segir: „Árið er liðið. Liðið eins og lækur móti úthafi eilífðarinnar. Liðið, og kemur aldrei aftur. Þrautir þess farnar ásamt unun þess og gleði; tækifæri þess til að vinna að guðs verki, til þess að gleðja og gera gott, eru farin, og vér sjáum þau heldur aldrei aftur. Aðeins eitt er eftir: Minningin um árið liðna. Hún svífur fram hjá oss eins og kyrrlátur gestur. Og hún talar, talar um gleðina ljúfu og þrautasporin mörgu, sem árið bauð oss. Og svo bendir hún oss á, að margt góðverkið er óunnið, sem hefði getað verið gert, margt upp- örvunar- og huggunarorðið ótalað, sem hefði átt að vera talað. Minningin hvetur til sjálfsrann- sóknar, til alvöru, til bænar. Látum oss lyfta huga til hæða, og þó vér grátum yfirsjónir vorar, látum oss gleðjast yfir því, að náð vors himneska föður varir enn á seinasta degi ársins, og sú náð er oss gefin til þess að vér æ tökum framförum í því, sem gott er. Og lítum því glöð mót árinu nýja, sem vér nú vonum, að drott- inn láti oss sjá. Sé liðna tíðin óumbreytanleg, þá er hin komandi ætluð oss til þess að vér ráðum yfir henni. Helgum guði krafta vora og göngum vonglöð og styrk út á braut hins nýja árs. Þá mun gleðin verða meiri, yfir- sjónirnar færri og vér betur undirbúin fyrir dýrð drottins um eilíf ár.“ Þetta var skrifað 31. desember árið 1903 en á ekki síður við í nú- tímanum. II Eins er með eftirfarandi brot úr Íslensku hómilíubókinni, frá því um aldamótin 1200: „Fylg þú Guðs boðorðum á hverjum degi í öllum hlutum. Elska þú hreinlífi og hata engi mann. Skaltu hvorki hafa í hug þér hatur né öfund. Göfga þú gamalmenni og elska ungmenni. Bið þú fyr óvinum þínum af Krists elsku. Ef þú verður reiður, þá skaltu huggast samdægris. Skalt þú aldregi örvilnast Guðs miskunnar. Þessi eru andleg smíðartól, nauðsynlega fyllandi af oss bæði nótt og dag.“ III Hefðbundið jólaávarp Bene- dikts XVI. páfa var gott að þessu sinni, eins og vænta mátti, en ekki síðra í fyrra, þar sem hann m.a. sagði, að ef til vill hefði mann- skepnan aldrei þurft jafn mikið á frelsara að halda og einmitt núna, á hinni póstmódernísku öld, vegna þess hve lífið væri orðið flókið og ráðvendi og siðferði ættu undir högg að sækja. Mannkynið á 21. öldinni virtist hafa fulla stjórn á eigin örlögum, en svo væri þó ekki; enn dæi fólk af völd- um hungurs og þorsta, sjúkdóma og fátæktar, á þessari öld alls- nægtanna og óheftrar neyslu- hyggju. Þau orð hans voru sann- arlega við hæfi, og áminning ef ekki kjaftshögg á þá, sem æða áfram á eigin hyggjuviti og kröft- um. IV Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ritar í pistli á Þorláksmessu: „Kristni og kirkja eru […] grunnþættir íslensks þjóðlífs og þess að vera íslenskur – jafnríkur þáttur og að tala íslensku eða þekkja íslenska sögu.“ Mikið rétt, en aldrei nógu oft ítrekað. Og fín tímasetning. V Og í Sálmabók íslensku þjóð- kirkjunnar er m.a. að finna vers eitt eftir Brynjólf Jónsson. Mér finnst við hæfi að ljúka þessum síðasta pistli mínum á árinu 2007 á því, og óska landsmönnum alls hins besta í framtíðinni um leið og ég þakka samfylgdina hingað til. En þarna segir: Þetta ár er frá oss farið, fæst ei aftur liðin tíð. Hvernig höfum vér því varið? Vægi’ oss Drottins náðin blíð. Ævin líður árum með, ei vér getum fyrir séð, hvort vér önnur árslok sjáum. Að oss því í tíma gáum. Við áramót sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ orti Matthías Jochumsson forðum, og eflaust eru áþekkar spurningar á vörum margs landans á þessum tímamótum. Sigurður Ægisson er með sitt lítið af hverju í pistli sínum þennan næstsíðasta dag hins gamla árs. HUGVEKJA FRÉTTIR BRAUTSKRÁNING fór fram frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ föstudaginn 21. desember. Alls var braut- skráður 51 stúdent. Bestum námsárangri á stúdents- prófi náði Nanna Bryndís Snorradóttir á náttúrufræði- braut. Nemendur úr nýstofnuðum Gospelkór Jóns Vídalíns sungu í athöfninni. Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari greindi frá starfsemi skólans og afhenti nemendum skírteini. Í ávarpi til nýstúdenta hvatti skóla- meistari nemendur til að rækta með sér gagnrýna hugs- un, forðast öfgar í samfélaginu og ræddi um þær leiðir sem öflugastar eru til að láta gott af sér leiða. Inga Lind Karlsdóttir, formaður skólanefndar, flutti ávarp og gat þess að nú stæði til að byggja við skólann vegna fjölgunar nemenda. Brynja Guðmundsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta og Dagný Grímsdóttir ný- stúdent lék einleik á píanó. 51 lauk námi frá FG KROSSGÁTUBÓK ársins 2008 er komin út. Að þessu sinni er bókin 68 síður að stærð. Ráðningar af flestum gátum er að finna aft- ast í bókinni. Að venju prýðir forsíðuna mynd eftir Brian Pilkinton. Gutenberg annaðist prentun og bókband. ÓP-útgáfa gefur Krossgátubókina út og er þetta 25. árið í röð sem hún kemur út. Hún fæst í öllum helstu bókabúðum og söluturn- um landsins. Í fyrra seldist bókin upp hjá út- gefanda. Krossgátubókin komin út SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 30. des- ember verður tónlistarguðsþjónusta í Kirkjuselinu í Fellabæ og hefst hún kl. 20. Þar verður frumflutt trúarleg tón- list eftir Hjalta Jón Sverrisson með textum eftir hann og dr. Sigurð Ing- ólfsson. Sóknarpresturinn á Valþjófsstað, séra Lára G. Oddsdóttir, þjónar við athöfnina. Tónlistar- guðsþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.