Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ ER mér nóg boðið eins og sagt er á mannamáli. Ég ætlaði ekki að blanda mér í skrifin um Kumb- aravog því mér fannst fólki ekki koma við að ég hafi verið þar. En eftir skrif Sigurborgar Ólafsdóttur í Mbl. hinn 16. desem- ber sl. sá ég enga aðra leið. Og þá af hverju? Af því ég kæri mig ekki um að verið sé að koma inn hjá les- endum sem hafa fylgst með þessum skrifum að Elvar Jakobsson, Jóhanna G. Agnars- dóttir og Erna Agn- arsdóttir fóstursystk- ini mín þrjú séu lygarar í sínum skrif- um. Skrifum sem hóf- ust 16. febrúar síðast- liðinn og hafa staðið fram á haust. Guðrún Sverrisdóttir (sem skrifaði grein 2. des. 2007) tók saman öll gögn og skýrslur, ásamt viðtölum við fóstursystkini mín. Áskorun á Kristján að svara þeim ásökunum sem á hann voru bornar, sem hann gat ekki svarað en sendi bara lof- gjörð um sjálfan sig í staðinn og beitti konunni sinni heitinni fyrir sig sem skjöld. En allir sem til Guð- rúnar Sverrisdóttur þekkja vita að hún er heiðvirð, kraftmikil, greind og vel gerð manneskja og er hún þekkt fyrir að hlúa að þeim sem minna mega sín. Sigurborg segir að það sem hún lætur frá sér í skrifum sínum sé réttari hliðin. Venjulegur maður gæti túlkað að annað en hennar skrif séu einfaldlega tóm lygi. Ég eins og Sigurborg þvældist á milli ættingja, Silungapolls og Reykjahlíðar þar til að ég á end- anum var send á Kumbaravog þar sem ég dvaldi í 8 ár. Að lokum náði ég að strjúka, strauk 16 ára gömul eftir 3 misheppnaðar tilraunir í þá veru. Ég vil að alþjóð, þ.e.a.s. ef hún hefur á annað borð áhuga á þessu Kumbaravogsmáli, viti að Sig- urborg ásamt 2 systkinum komu ekki á Kumbaravog fyrr en um það leyti sem við þessi 14 vorum að fara burt þaðan. Sigurborg var smábarn þegar hún kom á Kumbaravog ’72 en við flest fórum þaðan ’72-’74, þar af leiðandi tengdist hún okkur ekki. Ég virði þá skoðun hennar hversu gott var að vera á Kumbaravogi og mikið hefði ég viljað vera á Kumbaravogi á þeim tíma sem hún kom því þessar sögur hennar af lífinu og til- verunni þar kannast ég hreinlega ekki við. Þessi 3 systkini voru ekki látin vinna eins og við og það er helber skreytni hjá henni að við höfum fengið laun fyrir okkar vinnu sem við unnum á Kumb- aravogi, þó að hún segist hafi fengið það, svo hún verður að virða að það sem ég og mín uppeldissystkini upplifðum á Kumbaravogi er okkar reynsla þó að hennar sé önnur. Allt, sem þau fóstursystkini mín hafa sagt frá miður og erfiðri reynslu sinni á Kumbaravogi, staðfesti ég hér með að er rétt, enda hvers vegna ættu þau að vera að búa þetta allt til? Þau eiga það líka sam- eiginlegt ásamt mér að hafa verið hjá sálfræðingum til meðferðar, þau hafa öll reynt að vinna í sínum mál- um tilfinningalega og andlega og það ber að virða. Það er nú ekki frá- sögu færandi að börn leiki sér við að byggja kofa, leika sér með dýrum eða fái ný skólaföt þegar skólinn byrjar og mikið var Sigurborg heppin að fá ný skólaföt þegar skól- inn byrjaði, það fengum við hin ekki. Ekkert af mínum fóstursystk- inum hefur sagt eitt styggðaryrði um fósturmóður okkar enda var hún góð og einstaklega vönduð manneskja og er það sennilega henni að þakka að ekki var farið ennþá verr með okkur þessi 14 en raun bar vitni, en þess ber að geta að þrjú af okkur 14 eru látin, Einar, Þorsteinn og Lúðvík. Lífssaga þeirra þriggja er ekki fögur. Engin samskipti höfðu verið t.d. á milli mín og fósturforeldra minna frá því að ég strauk, hvorki þegar ég átti börnin mín né afmæli eða þess hátt- ar. Árið sem Hanna heitin fóst- urmóðir mín vissi að hún var að deyja þá hringdi hún í mig og fleiri og bað okkur að koma á jólunum ár- ið 1991 að Kumbaravogi sem við flest gerðum. Hún dó árið 1992. Áð- ur en þetta gerðist voru engin svo- kölluð jólaboð haldin á Kumb- aravogi. Einn af okkur samdi minningargrein sem við sam- þykktum og var það gert henni til heiðurs. Staðreyndin er sú að við vorum svikin, við vorum send eitt- hvað, skiptir í raun ekki máli hvert, heldur það að við áttum á fá ást og hlýju en í stað þess vorum við send beint m.a. út í rófugarðana og þaðan hent út í lífið. Sigurborg nefnir að Kristján hafi hjálpað sínum fóst- ursystkinum um húsnæði, vinnu og fleira og gert svo mikið fyrir okkur. Ég ætla að segja ykkur litla sögu sem þið getið síðan sjálf dæmt um. Á sínum tíma fékk ég það í gegn hjá fósturmóður minni að fá að fara í heimavistarskóla að Skógaskóla í stað þess að þurfa að fara á Hlíðar- dalsskóla. Ég hringdi í Kristján og bað hann um 500 kall yfir allan vet- urinn og hann sagði nei. Ég skrifaði þá blóðmóður minni bréf og bað hana um það sama. Hún bláfátæk hentist í félagsvist og vann keppn- ina og fékk fyrir það 500 krónur og sendi mér þær óskiptar. Og önnur lítil saga er sú að þegar ég skildi við fyrrum sambýlismann minn og lá á stofugólfinu hjá blóðmóður minni með börnin mín tvö þá hringdi hún (án þess að ég vissi) í Kristján og bað hann um húsnæði en hann neit- aði og átti ekkert. En staðreyndin er sú að eftir afraksturinn af upp- eldi þessara 14 barna átti hann mik- ið af eignum víðs vegar, ekki á sínu nafni heldur í nafni sjóða, SF og EHF. Sigurborg lýsir því hvað það sé virðingarvert að taka að sér börn annarra og að mínu mati á að láta það líta þannig út að við hefðum bara mátt þakka fyrir að hafa lent á Kumbaravogi. En staðreyndin er sú að Kristján fékk borgað með okkur frá A-Ö. Ég hefði bara viljað fá að vera hjá ömmu minni ef ég hefði mátt velja. Svokölluð Stokkhólms- heilkenni eru viðurkennd í dag sem þýðir m.a. að þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur. Eins líka það að sumir vilja ekkert af sinni barnæsku vita, vilja bara grafa og gleyma og halda áfram með lífið. Eins þekkjum við að 2 systkini geta alist upp hjá sömu foreldrum og annað vex úr grasi ánægt með sjálft sig meðan hitt gerir það ekki. Sú er líka staðreyndin að börn bregðast á mismunandi hátt við samskonar uppeldi, eins og þú getur séð þegar þú horfir á hversu mikill munur get- ur verið á milli systkina, jafnvel þótt þau eiga sömu foreldra. Sum börn bregðast við neikvæðri orku í kring- um sig með kærleika og blíðu. Sum eru svo viðkvæm að þau geta alls ekki þolað hina neikvæðu orku og loka fyrir tilfinningalíf sitt. Sum bregðast þannig við að þeim finnst þau verða að vera hörð og setja upp grímu ósæranleikans. Nokkuð er ljóst að Kumbaravogs- börnin skiptast í 2 hópa. Best er því að taka af allan vafa og einmitt að láta rannsaka þetta heimili. Svo er nú annað mál hvað varðar stjórnvöld. Í byrjun árs urðu mikil fjölmiðlaskrif vegna Breiðavík- urmálsins og það varð til þess að forsætisráðherra skipaði nefnd sem á að rannsaka málið. En það sem særir t.d. fósturbróður minn sem býr í Þýskalandi og þann sem lenti í kynferðisglæpnum á Kumbaravogi ásamt fleiru þar. Hann spyr: Hvers vegna hreyfir ekki forsætisráðherra legg né lið þrátt fyrir að það sé búið opinberlega að viðurkenna það hjá lögreglu að á Kumbaravogi átti sér stað hræðilegt kynferðislegt ofbeldi á 3 drengjum sem stóð í mörg ár? Síðan hefur verið sagt frá andlegu og öðru ofbeldi sem átti sér stað á Kumbaravogi.“ Nei, forsætisráð- herra hefur ekki ennþá séð ástæðu til að rannsaka þetta heimili heldur afsakar hann sig með því að hann sé að bíða eftir niðurstöðu um Breiða- vík. Ég spyr: Hvers vegna í ósköp- unum? Hvað kemur Kumbaravogs- heimilið Breiðavíkurheimilinu við? Spyr sá sem ekki veit! En þjóðin er kannski orðin þreytt á Kumb- aravogsmálinu og trúlega þreyttari á hvort hlutabréf hækki eða lækki eða hvort þessi eða hinn sé að græða milljarða á 5 mín. fresti. Ráðamenn ættu að vita að á sama tíma er fólkið í landinu að berjast jafnvel við að lifa daginn af og eiga ofan í sig og á og berjast fyrir börn- unum sínum, að þeim líði vel og hafi það gott. Á Kumbaravogi var frost flesta daga, hvorki fengum við hlýju né vorum við nokkurn tímann spurð að því hvernig okkur liði. En við vitum hins vegar að skila- boðin frá stjórnvöldum til okkar með tómlæti sínu þýðir einfaldlega það, að það var í lagi að koma svona fram við börn. Sigurborg vill engar deilur við fóstursystkini sín og á sama hátt vil ég engar deilur við Sigurborgu Ólafsdóttur sem er aðstoðarmaður forstjórans á Kumbaravogi. Kumbaravogsbörnin María Haralds segir frá sinni upplifun af Kumbaravogi »Nokkuð er ljóst aðKumbaravogsbörnin skiptast í 2 hópa. Best er því að taka af allan vafa og einmitt að láta rannsaka þetta heimili. María Haralds Höfundur er nemi í símennt Háskóla Reykjavíkur. HINN 21. okt. sl. birtist svar- grein Sigurðar Pálssonar fyrrver- andi sóknarprests þjóðkirkjunnar við grein minni frá 30. sept. „Húmanismi – lífsskoðun til fram- tíðar“. Það er ánægjulegt að Sig- urður tekur undir með mér um mikilvægi húmanismans, en hann skrifar hins vegar greinina til að mótmæla því sem hann kallar að „[ég] spyrði saman guðleysi og húmanisma“. Honum sárnar greinilega að ég nefni ekki ein- hverja trúmenn sem jafnframt hafi verið málsvarar húmanískra lífsgilda. Sigurður segir: „Að skil- greina húmanismann eða mann- gildisstefnuna fyrst og fremst sem guðlaust lífsviðhorf er fölsun.“ Hann vísar svo til þess að í mann- kynssögunni sé „fjarri því að allar greinar [manngildisstefnunnar] hafni trúarlegri sýn á tilveruna“. Fyrst vil ég nefna að hvergi í umræddri grein sagði ég að kristnir gætu ekki tileinkað sér húmanísk gildi eða hefðu ekki gert það fyrr á öldum. Hins vegar hafa ekki nema örfáir trúarleiðtogar verið í forsvari fyrir manngild- ishyggju og miklu oftar barist gegn straumum frelsis og mann- gildis. Þannig var það með trú- frelsi, aðskilnað ríkisvalds og dómsvalds frá kirkjunni, afnám þrælahalds, kosningarétt kvenna og nú síðast réttindi samkyn- hneigðra. Forysta þjóðkirkjunnar hefur ekki enn áttað sig fyllilega á rökréttum nútímaviðhorfum gagn- vart samkynhneigð. Hún barði lengi vel hausnum við stein í aumkunarverðri tilraun sinni til að halda í bókstafinn og hvatti Al- þingi til þess að skerða réttindi annarra trúfélaga til að taka sjálf- stæða ákvörðun um hjónavígslu samkynhneigðra þar til nýlega. Þau alþjóðasamtök sem sl. 56 ár hafa borið nafn húmanism- ans, International Humanist and Ethical Union (IHEU), hafna hindurvitnum og þ.á m. trú á guði. Al- mennt þegar talað er um samtök húmanista og húmanisma er átt við IHEU og þann húmanisma sem þar er haldið á lofti. Sið- mennt er aðildarfélag að þeim. Hinn venjubundni húmanismi nú- tímans er trúlaus og þar liggur mín skírskotun. Vissulega hafa húmanísk lífs- viðhorf verið til innan trúarbragða og fyrstu húmanistar endurreisn- arinnar eins og t.d. Desiderius Erasmus frá Rotterdam voru trú- aðir. Þeir fengu viðurnefnið húm- anistar árið 1589 vegna þess að skrif þeirra lögðu meiri áherslu á frelsi mannsins en áður þekktist. Þeir grófu þannig óbeint undan guðdómleikanum og því óskoraða valdi sem kirkjan hafði tekið sér á hugum og líkamlegu frelsi fólks. Þjóðfélög þessa tíma voru gegn- sýrð af kristinni bókstafstrú og það var ávísun á dauðann að segja sig trúlausan. Thomas Jefferson, sem var uppi um tveimur öldum síðar, var einarður gagnrýnandi trúarbragða og taldi að siðferði væri ekki komið frá guðdómi held- ur eðlislægri dómgreind mannsins. Sigurður sagði svo: „Guðlaus lífsviðhorf fæddu ekki af sér manngildishugsjónina.“ Þessu er ég algerlega ósammála. Mann- gildishugsjónin hefur enga þörf fyrir guðshugmynd- ina og stendur al- gerlega sjálfstæð án hennar. Þó að bæði trúaðir og ótrúaðir hugsuðir sögunnar hafi komið fram með húmanískar skoð- anir, þá byggðust þær ekki á guðfræði eða trúarlegum inn- blæstri. Þau trúar- brögð sem í dag telj- ast hófsöm og skynsamari öðrum eru það vegna þess að þau hafa fjarlægst nákvæma trú á orð trúarrita sinna og skilið eftir þann kjarna sem hvað helst samræmist húmanískum gildum og skynsemi. Þannig skiptir trúin á upprisuna og hina heilögu þrenningu ákaflega litlu máli fyr- ir meginhluta kristinna Íslend- inga. Samkvæmt stórri Gallup- könnun sem var gerð hérlendis árið 2004 trúa aðeins 8,1% því að þeir fari til himna eftir sinn dán- ardag. Siðferðislegt, lagalegt og menningarlegt umhverfi okkar er fyrst og fremst húmanískt, þ.e. óður til frelsi mannsins, hugvits og mannúðar en ekki trúarlegrar náðar eins og forysta þjóðkirkj- unnar básúnar við hvert tæki- færi. Svo hneykslaðist Sigurður yfir því að ég vogaði mér að segja að hófsöm trúarbrögð búi í haginn fyrir hin öfgafullu heittrúar- brögð. Það er langt mál að færa fyrir því full rök en hér vil ég nefna eitt dæmi sem er okkur nærri. Á dögunum fór fram svo- kölluð Bænaganga sem margir kristnir trúarsöfnuðir stóðu að, þ.á m. þjóðkirkjan. Gengið var nið- ur á Austurvöll og beðið um aukna kristinfræði og trúarlega starf- semi í skólum. Aðalskipuleggjandi göngunnar var maður sem vitað er að talar mjög niðrandi um sam- kynhneigða opinberlega. Í göng- unni voru svo hermannaklæddir karlar sem báru fána og yfirbragð göngunnar varð því mjög þjóðern- islegt. Á meðan forgöngumaðurinn predikaði böðuðu þátttakendur út örmum líkt og öfga-evangelistar gera í Bandaríkjunum (sjá grein Brynjólfs Þorvarðarsonar „Gengið gegn gleðinni“ í Mbl. 18.11.07 bls. 50). Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur beðið skólayfirvöld undanfarin ár að gæta hins hlutlausa veraldlega grunns í menntastofnunum lands- ins og gæta þannig mannréttinda barna, sem voru dómfest í Mann- réttindadómstóli Evrópu í sumar. Í stað þess að virða þennan dóm er þjóðkirkjan tilbúin að ganga með öfgatrúuðum í baráttu fyrir auknum trúarlegum afskiptum í skólum. Hvað segir þetta manni um húmanisma þjóðkirkjunnar og með hverjum hún stendur? Manngildi og siðferði mannsins vegna er nóg Svanur Sigurbjörnsson skrifar um húmanisma Svanur Sigurbjörnsson » Þau trúarbrögð semí dag teljast hófsöm og skynsamari öðrum eru það vegna þess að þau hafa fjarlægst ná- kvæma trú á orð trúar- rita sinna. Höfundur er læknir og húmanisti. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.