Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
31. desember 1977: „En hvað
sem því líður hljótum við að
horfast í augu við þann kalda
og harða veruleika, að nú er
meira um afbrot og glæpi og
fjársvik en áður. Við getum
ekki lokað augunum fyrir því,
að spilling þrífst á Íslandi í
ríkara mæli en okkur hefur
órað fyrir. Hvað er orsök og
hvað er afleiðing? Um það er
endalaust hægt að deila. En
um hitt verður ekki deilt, að
við verðum að snúast til varn-
ar og hefja sókn gegn þeim
einkennum glæpa og spill-
ingar, og siðferðilegrar upp-
lausnar, sem hefur ótvírætt
skapað hér jarðveg fyrir lýð-
skrumara. Við verðum að
hefja sókn gegn þessum
ófögnuði og hefja til vegs á ný
fornar dyggðir.“
. . . . . . . . . .
31. desember 1987: „Góðæri
síðustu tveggja til þriggja ára
hefur skilað miklum verðmæt-
um í þjóðarbúið og velmegun
hefur verið nokkuð almenn á
þessum tíma. Fyrirsjáanlegt
er að þessu tímabili góðæris
er að ljúka og þjóðin hefur
ekki haft forsjálni til að bera
að búa í haginn fyrir erfiðari
tíma. Átökin, sem staðið hafa
á Alþingi undanfarnar vikur
hafa endurspeglað erfiða að-
lögun að rýrari hag.
Alþingi og ríkisstjórn fá ekki
tækifæri til að hægja á ferð-
inni, þótt fjárlög og tekjuöfl-
unarfrumvörp hafi verið eða
verði afgreidd og þótt sjái
fyrir endann á afgreiðslu
þingsins í fiskveiðistefnunni.
Í upphafi nýs árs blasa við
stórfelld ný vandamál.
Kjarasamningar flestra
launþegasamtaka eru lausir
og fyrirsjáanlegt, að erfiðir
samningar eru framundan á
vinnumarkaðnum. Fallandi
gengi Bandaríkjadals veldur
því, að stærra spurn-
ingamerki er við geng-
isstefnu ríkisstjórnarinnar en
nokkru sinni fyrr.“
. . . . . . . . . .
31. desember 1997: „Breyt-
ingar þær sem eru að verða í
álfunni kalla vissulega á end-
urskoðun viðtekinna viðhorfa
á flestum sviðum. Á árinu
ákváðu Atlantshafs-
bandalagið og Evrópusam-
bandið að taka upp aðild-
arviðræður við ríki í
Austur-Evrópu og á komandi
ári verða stigin síðustu skref-
in í átt að sameiginlegum
gjaldmiðli Evrópusambands-
ríkja, sem tekinn verður upp
að ári liðnu. Stækkun þessara
mikilvægu bandalaga í aust-
urátt mun breyta ásjónu Evr-
ópu. Sameiginlegur gjaldmið-
ill mun hafa í för með sér
eðlisbreytingu á samstarfi
Evrópuríkjanna, breytingu
sem eflaust á eftir að hafa í för
með sér víðtæk áhrif hér á
landi.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á KROSSGÖTUM Í
INNFLYTJENDAMÁLUM
Mikill fjöldi útlendinga hefurverið á íslenskum vinnu-markaði á undanförnum ár-
um. Á þessu ári komust útlendingar á
íslenskum vinnumarkaði nálægt 18
þúsund þegar mest lét eins og kemur
fram á forsíðu Morgunblaðsins í gær,
en hefur fækkað nokkuð á haustmán-
uðum og hafa líklega um fjögur þús-
und farið af landi brott síðan í byrjun
september. Árið 2006 voru á milli 13
og 14 þúsund útlendingar á íslenskum
vinnumarkaði.
Framlag þessara útlendinga til ís-
lensks atvinnulífs er mikilvægt. Það
hefur átt þátt í því að íslenskt hag-
kerfi hefur ekki ofhitnað meira en
raun ber vitni og einnig sjá erlendir
starfskraftar um að halda uppi lykil-
starfsemi, sem erfitt yrði að manna
með innlendu vinnuafli, ekki síst þeg-
ar atvinnuleysi er hverfandi.
Eins og tölur vinnumálasviðs
Vinnumálastofnunar, sem birtar eru í
fréttinni, benda til koma hingað marg-
ir útlendingar til að vinna og hverfa
aftur þegar ekki er meira að hafa.
Aðrir koma hingað hins vegar með
lengri dvöl í huga, hyggjast setjast
hér að og gera sér vonir um betra líf
en þeir áttu á sínum gamla dvalarstað.
Þessi hópur stækkar eðlilega og um
leið gætir áhrifa hans víðar í sam-
félaginu. Útlendingar hafa lagt sitt af
mörkum í íslensku tónlistarlífi og vís-
indum, svo eitthvað sé nefnt. Ekki er
langt síðan fyrsti þingmaðurinn, sem
er af erlendu bergi brotinn, steig í
ræðustól á Alþingi. Paul Nikolov,
varaþingmaður Vinstri grænna, færir
nýja sýn á málefni innflytjenda inn í
sali Alþingis.
Nikolov lýsir í viðtali við Morgun-
blaðið á sunnudag fyrir viku þeirri
áherslu, sem hann lagði á að ná valdi á
íslensku. Hann leggur til að aðgengi
innflytjenda að íslenskunámi verði
auðveldað. Best færi á því að kennslan
færi fram í vinnutíma og væri fólki að
kostnaðarlausu. „Flestir hafa nóg
með að vera í 100% vinnu og sinna fjöl-
skyldunni. Sum stéttarfélög styrkja
íslenskunám innan vinnutíma og
þannig á að það vitaskuld að vera enda
þótt þeir sem hafa tíma geti sótt auka-
námskeið utan vinnutíma. Síðan er
mjög mikilvægt að þessi námskeið séu
ókeypis, eins og í mörgum nágranna-
löndum okkar. Tungumálakennsla á
að vera réttindi en ekki skylda. Inn-
flytjendur eru víða hátt hlutfall af
samfélögum úti á landi og það liggur í
augum uppi að þetta er öllum til
góðs,“ segir Nikolov og bætir við:
„Menn segja að það sé dýrt að halda
námskeið af þessu tagi. Mín skoðun er
sú að það muni kosta samfélagið miklu
meira til lengri tíma litið ef íslensku-
kennsla er látin sitja á hakanum.“
Þetta er hárrétt hjá Nikolov og hef-
ur áður verið bent á mikilvægi þess að
vel sé að íslenskukennslu fyrir inn-
flytjendur staðið. Sú umræða á ekki
að snúast um að íslenskunám verði
gert að skyldu, heldur á það að heyra
til réttinda innflytjenda að læra ís-
lensku. Það er forsenda þátttöku í
nýju samfélagi að ná valdi á málinu
sem þar er talað.
Nikolov gerir einnig að umtalsefni
að Íslendingar eigi þess kost að ná ár-
angri í að koma á fjölmenningarsam-
félagi. „Ísland er á krossgötum. Við
höfum fengið tækifæri til að læra af
mistökum annarra þjóða í sambandi
við innflytjendamál og það væri glap-
ræði að færa sér það ekki í nyt. Það er
mjög brýnt að fólk átti sig á því að fjöl-
menning merkir ekki að íslensk tunga
og menning muni deyja út. Þvert á
móti hefur hún alla burði til að vaxa og
dafna í þessu umhverfi.“
Þetta er þörf ábending og augljós.
Íslenskt samfélag er lítið og sveigj-
anlegt. Á Íslandi er hægt að taka á
málefnum innflytjenda án þess að
hafa áhyggjur af farangri fortíðarinn-
ar og það tækifæri á að nýta.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
M
orðið á Benazir Bhutto hefur
valdið ólgu, sem ekki sér fyrir
endann á. Á götum úti í Pak-
istan hefur komið til átaka og
hæglega getur soðið upp úr,
en áhrifanna gætir einnig á al-
þjóðlegum vettvangi. Pakistan er brothætt ríki og
upplausn þar hefur áhrif langt út fyrir landstein-
ana. Benazir Bhutto var umdeildur stjórnmála-
maður, en hugrekki hennar fór ekki á milli mála
og eins er ljóst að hafi þess verið kostur að tryggja
stjórnarfarsbreytingu frá herforingjastjórn til
lýðræðis án ofbeldis og blóðsúthellinga var Bhutto
lykillinn að því. Þegar hún er fallin frá er enginn
augljós arftaki, hvorki í flokki hennar né í pakist-
önskum stjórnmálum almennt. Greinilegt er að
Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra og
þekktasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar á eftir
Bhutto, hefur hug á að fylla það tómarúm, sem
hinn myrti leiðtogi skilur eftir, en ekki er víst að
hann hafi burði til þess.
Musharraf aðþrengdur
og óvinsæll
P
ervez Musharraf forseti er að-
þrengdur og óvinsæll. Hann hefur
afsalað sér völdum í hernum til að
halda embætti forseta. Kosningar
eru fyrirhugaðar í Pakistan 8. jan-
úar. Ef Musharraf ákveður að láta
af þeim verða skapar hann sér ákveðið forskot til
að hlaða undir þau pólitísku öfl, sem styðja hann.
Þjóðarflokkur Bhutto er hins vegar í upplausn og
mun ekki geta náð vopnum sínum fyrir kosningar.
Innan hans er enginn leiðtogi sem getur farið í fót-
spor Bhutto með svo skömmum fyrirvara og
flokkurinn mun ekki geta reitt sig á samúðarfylgi.
Musharraf er hins vegar í þröngri stöðu og hann
er gagnrýndur úr öllum áttum eftir morðið á
Bhutto. Hans eigin stuðningsmenn liggja honum á
hálsi fyrir að hafa ekki lagt meiri áherslu á að
gæta öryggis Bhutto, en andstæðingar hans í
stjórnmálum væna hann beinlínis um að vera á
bakvið tilræðið. Pakistönsk stjórnvöld lýstu yfir
því í gær, föstudag, að Bhutto hefði látist af völd-
um höfuðhöggs sem hún fékk þegar hún féll við
vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni í
Rawalpindi á fimmtudag og rakst á sveif í sóllúgu
á bílnum sem hún var í, en ekki af völdum skotsára
og sprengjubrota eins og áður hafði verið sagt.
Jafnframt var því lýst yfir að líklegt væri að
hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hefðu staðið á bak
við tilræðið. Á sama tíma voru sýndar myndir í
sjónvarpi þar sem greinilega sást að hleypt var af
skammbyssu í námunda við bíl Bhutto rétt áður en
árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp. Andstæð-
ingar Musharrafs eiga erfitt með að leggja trúnað
á þessar skýringar og halda því fram að ekki hefði
verið hægt að ráða Bhutto af dögum án vitundar
pakistönsku leyniþjónustunnar, ISI. Stuðnings-
menn Bhutto segja að útgáfa stjórnvalda af dauða
hennar sé „hættuleg vitleysa“.
Blaðamaðurinn Robert Fisk skrifaði grein, sem
birtist í breska blaðinu The Independent í morg-
un, laugardag, undir fyrirsögninni „Þeir skella
ekki skuldinni á al-Qaeda, þeir skella skuldinni á
Musharraf“. „Það er skrítið hvernig frásögnin er
matreidd fyrir okkur. Benazir Bhutto, hinn hug-
prúði leiðtogi Þjóðarflokks Pakistans, er ráðin af
dögum í Rawalpindi – sem tengist höfuðborginni
Islamabad og er bústaður hershöfðingjans fyrr-
verandi Pervez Musharrafs – og George Bush seg-
ir okkur að morðingjar hennar hafi verið „öfga-
menn“ og „hryðjuverkamenn“. Reyndar er ekki
hægt að deila um það.
En með ummælum sínum gaf Bush í skyn að ísl-
amistar væru á bak við tilræðið. Enn á ný hefðu
brjálæðingar talibana verið á ferð, köngulló al-
Qaeda hefði látið til skarar skríða gegn þessari
einsömlu og hugrökku konu, sem hafði kjark til að
kalla eftir lýðræði í landi sínu.
En auðvitað, í ljósi hinnar barnalegu umfjöll-
unar um þennan óhugnanlega harmleik – og
hversu spillt sem Bhutto kann að hafa verið leikur
enginn vafi á því að þessi hugrakka kona er sannur
píslarvottur – kemur ekki á óvart að enn á ný er
hægt að draga fram líkinguna um „hið góða gegn
hinu illa“ til að skýra blóðbaðið í Rawalpindi,“
skrifar Fisk.
Benazir Bhutto er ekki fyrsti fjölskyldumeðlim-
urinn, sem fellur fyrir hendi morðingja. Herfor-
ingjastjórn Zia ul-Haq tók föður hennar af lífi árið
1979. Tveir bræður hennar voru myrtir. Annar
þeirra, Murtaza Bhutto, var skotinn af lögreglu
skammt frá heimili sínu þegar Benazir Bhutto var
forsætisráðherra. Fisk lýsir morðinu á honum og
hvernig vísbendingar týndust, vitni voru handtek-
in og þeim ógnað og lögreglumaður, sem hugðist
leysa frá skjóðunni, myrtur. Á bak við allt þetta
hafi ISI kippt í spottana. Fisk vísar einnig í bók
pakistanska blaðamannsins Ahmeds Rashids, Tal-
iban, sem lýsir í þaula hvernig völd ISI liggja. Síð-
an bætir hann við:
„Auðvitað erum við beðin að einbeita okkur að
öllum þessum „öfgamönnum“ og „hryðjuverka-
mönnum“, ekki röksemdafærslunni, sem margir
Pakistanar beita í kjölfar morðsins á Benazir.
Það þarf ekki mikið til að skilja að hinum hötuðu
kosningum sem vofðu yfir Musharraf yrði senni-
lega frestað um óákveðinn tíma ef hans helsta póli-
tíska andstæðingi yrði rutt úr vegi fyrir kjördag.“
Og hver er þessi röksemdafærsla? „Spurning:
Hver neyddi Benazir Bhutto til að dveljast í Lond-
on og kom í veg fyrir að hún sneri aftur til Pakist-
ans? Svar: Musharraf herforingi.
Spurning: Hver fyrirskipaði handtökur þús-
unda stuðningsmanna Benazir í þessum mánuði?
Svar: Musharraf herforingi.
Spurning: Hver setti Benazir í tímabundið
stofufangelsi í þessum mánuði? Svar: Musharraf
herforingi.
Spurning: Hver setti neyðarlög í þessum mán-
uði? Svar: Musharraf herforingi.
Spurning: Hver drap Benazir Bhutto?
Já, einmitt það.
Sjáið þið vandamálið? Í gær sögðu kempurnar
okkar í sjónvarpinu að félagar í Þjóðarflokki Pak-
istans, sem hrópuðu að Musharraf væri „morð-
ingi“, væru að kvarta yfir því að hann hefði ekki
veitt Benazir næga öryggisgæslu. Rangt. Þeir
hrópuðu þetta vegna þess að þeir töldu að hann
hefði myrt hana.“
Þessi pistill birtist á forsíðu The Independent.
Hann sýnir ekki fram á sekt Musharrafs, en hann
lýsir því andrúmslofti, sem nú ríkir í Pakistan, og
yfirvofandi hættum.
Saga Pakistans er blóði drifin. Fyrsti forsætis-
ráðherra landsins, Liaqat Ali Khan, var myrtur
árið 1951, skammt þar frá sem Bhutto var myrt á
fimmtudag. Valdarán hafa verið tíð og áhöld um
lögmæti kosninga. Föður Bhutto var steypt af
stóli árið 1977 og hann var dæmdur til dauða og
hengdur árið 1979. Herforinginn Zia ul-Haq, sem
steypti Bhutto, dó með dularfullum hætti þegar
flugvél hans sprakk og hrapaði. Benazir Bhutto
var tvisvar bolað frá völdum og Musharraf steypti
Nawaz Sharif af stóli þegar hann hrifsaði völdin
árið 1999.
Bhutto snýr aftur
U
ndanfarnir mánuðir hafa verið
blóðugir í Pakistan og hvert til-
ræðið hefur verið framið af öðru.
Daginn sem Bhutto sneri aftur
til Pakistans úr sjálfskipaðri út-
legð sinni voru 150 manns myrtir
í sjálfsmorðsárás, sem beindist gegn henni. Hún
lét þá árás ekki stöðva sig, en ljóst var í hvaða
hættu hún var.
Hermt er að Bhutto hafi átt frumkvæði að því
að semja við Musharraf um að hún gæti snúið aft-
ur og reyndar höfðu stuðningsmenn hennar marg-
ir gagnrýnt hversu viljug hún var til samninga við
stjórnvöld í Pakistan. En Bandaríkjamenn áttu
þátt í að þrýsta á Musharraf um að hleypa henni
aftur inn í landið. Ein ástæðan að baki því var sú
að Bandaríkjamenn voru farnir að gera sér grein
fyrir því að þeir gátu ekki bundið stefnu sína í mál-
efnum Pakistans við það að binda trúss sitt við ein-
ræðisherrann Musharraf. Þegar Musharraf
komst til valda boðaði hann hófsemi í stjórnarhátt-
um og umbætur og voru Pakistanar greinilega til-
búnir að leyfa honum að njóta vafans. Honum hef-
ur hins vegar tekist að sólunda því trausti og tók
steininn úr þegar hann síðasta sumar vék forseta
hæstaréttar úr embætti vegna þess að hann var
hættur að vera ráðamönnum leiðitamur. Með
þeim gjörningi fékk hann pakistanska millistétt
upp á móti sér og lögfræðingar þyrptust á götur út
til að mótmæla.
Tengslin við talibana
F
ram að 11. september studdu pak-
istönsk stjórnvöld stjórn talibana í
Afganistan. Hreyfing talibana átti
rætur í madrössum eða skólum í
flóttamannabúðum Afgana í
landamærahéruðum Pakistans.
Þaðan hafði hreyfingin sótt inn í Afganistan og á
endanum hafði hún betur í viðureigninni við afg-
önsku stríðsherrana og komst til valda.
Þetta breyttist allt saman eftir hryðjuverkin í
Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá varð
Musharraf að gera upp við sig á hvers bandi hann
hygðist vera. Hann valdi Bandaríkin og það skap-
aði honum ýmis vandamál heima fyrir, ekki síst
vegna sterkra ítaka íslamista, sem ekkert vilja
Laugardagur 29. desember
Reykjavíkur