Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 34
lífshlaup
34 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
B
erlín sýndi mesta mótstöðu við
Hitler,“ segir Barbara Stanzeit.
Ég fer úr skónum í forstofunni
þrátt fyrir ákveðin mótmæli hús-
freyjunnar. „Ég er ekki ein af
þessum regluföstu þýsku húsmæðrum sem Ís-
lendingar tala stundum um, en mamma var
raunar mjög regluföst,“ segir hún og býður
mér til stofu. Þar eru í gluggum Hawaii-rósir
af ýmsum afbrigðum og kaffibaunatré eitt –
mjög merkilegt. „Það er fátítt að það komi
baunir á svona tré hérna,“ segir Barbara. Ég
spyr hvort hún hafi prófað að brenna baun-
irnar og hella upp á þær. „Nei, þær ná ekki
fullum þroska, þær eiga að vera rauðar,“ svar-
ar Barbara og býður mér sæti við traustlegt
borðstofuborð, þar hefur hin fjölmenna fjöl-
skylda hennar matast, lært og ráðið ráðum sín-
um í rúma þrjá áratugi, eða frá því að Barbara
og eiginmaður hennar Guðni Guðjónsson Ingi-
mundarson byggðu þetta hús við Heiðarlund.
En það liggur löng og krókótt leið frá barn-
æsku Barböru og hingað í Garðabæinn.
„Auðvitað gerðust hræðilegir hlutir í Berlín,
svo sem kristalsnóttin. En ég man ekki eftir
neinu slíku, ég var svo lítil, fædd 1935. Samt sá
ég Hitler einu sinni í eigin persónu, móð-
urbróðir minn bar mig á háhesti eftir Unter
den Linden, þá kom skrúðganga með trommu-
leikurum og þar á eftir kom víst Hitler. Fólkið í
kring öskraði óskaplega. Ég sá Hitler en
fannst ekkert til hans koma, mér fannst hljóm-
sveitin miklu skemmtilegri,“ bætir hún við.
„Ég frétti af stríðsbyrjuninni þegar ég var
með fjölskyldunni í sumarfríi við Eystrasalt,“
heldur Barbara áfram.
„Fólkið í kringum mig útskýrði fyrir mér
hvað stríð væri en mér fannst það óskiljanlegt
og finnst það óskiljanlegt enn í dag.
Foreldrar mínir voru það sem Berlínarbúar
kölluðu „bakpoka-Berlínabúa“. Faðir minn var
fæddur í borg sem heitir núna Torun en móðir
mín í óskaplega skrítnu þorpi sem heitir núna
Borczikovo og er í Póllandi. Hennar fjölskylda
voru bændur og skyldulið þeirra. Móðir hennar
var ein fjórtán barna svo ættboginn var stór.
Faðir minn missti þrjú systkini sín á einni viku
úr barnaveiki og var því eina eftirlifandi barn
foreldra sinna og eftir því fordekraður. Hann
gerði ekki neitt á heimilinu nema að bursta
skóna sína, honum fannst að engin okkar fjög-
urra systranna né mamma gætum gert það
nógu vel. Hann hefði soltið til bana við hliðina á
ísskáp, hann hefði ekki haft rænu á að opna
hann. Þegar foreldrar mínir voru nýgift þá
kom amma stundum með gæs eða kjöt eða ann-
an mat til þess að strákurinn hennar fengi nú
eitthvað almennilegt að borða. Móðir mín var
aldrei mikið fyrir húsverk. Hún var aftur mikið
fyrir útiverk og var ein af fyrstu konunum í
Þýskalandi sem fór í sérnám. Mamma hennar
var metnaðargjörn fyrir hennar hönd. Afi
sagði fyrst að það kæmi ekki til greina að hún
færi að læra, hann væri búinn að finna handa
henni mann úr góðri fjölskyldu og réttu trú-
félagi, góðan Lútherstrúarmann. Amma gekk
á milli og það varð úr að mamma fór í hús-
mæðraskóla í eitt ár. Þetta ár notaði amma til
að fá samþykki afa til að einkadóttirin fengi að
fara til Berlínar að læra. Hún fór í tungu-
málanám, lærði frönsku og ensku. Hún var fín
málamanneskja. Hún sagði oft að ef hún væri
20 árum yngri gæti hún vel hugsað sér að setj-
ast að á Íslandi og læra íslensku, henni fannst
landið yndislegt.“
Allir voru grátandi
„Foreldrar mínir kynntust í íþróttum. Pabbi
var í róðrarklúbbi og þau áttu sameiginlega
vinkonu sem bauð þeim saman á klúbb til að
láta þau kynnast og það tókst. Þess vegna heiti
ég Barbara Margarita, seinna nafnið er í höf-
uðið á þessari vinkonu.
Faðir minn, einkasonurinn, fór í mennta-
skóla en átti eftir eitt ár í stúdentspróf þegar
uppgangstímarnir voru svo miklir orðnir í
Þýskalandi að hann stóðst ekki mátið, ástandið
var eitthvað svipað og verið hefur undanfarið á
Íslandi núna. Hann fór út í kauphallarviðskipti
en var ekki nógu klókur og missti allt sitt. Þá
fór hann í verslunarskóla, lauk þaðan námi og
fór að vinna hjá bókaforlaginu Gutenberg.
Foreldrar mínir giftu sig áður en þau byrj-
uðu að búa, eins og vera bar, svo leigðu þau
íbúð af stóru tryggingafélagi, slík félög byggðu
þá heilu húsaraðirnar. Við mamma fórum 1979
til Berlínar og fórum þá í okkar fyrrverandi
hús. Þar bjó þá enn fyrrum nágrannakona okk-
ar, hún var ennþá í sinni íbúð, rúmlega áttræð.
Mér fannst allt nánast óbreytt inni hjá henni.
Þetta hverfi slapp við loftárásir í stríðinu, en
auðvitað hefur húsið látið á sjá fyrir tímans
tönn. Við bjuggum í Kleine Inn-Strasse. Þetta
svæði var seinna Vestur-Berlín. Árið 1941 var
stríðið komið af stað fyrir alvöru og Þjóðverjar
gerðu loftárásir á London og Bretar gerðu
árásir á Þjóðverja. Það var mikil spenna í loft-
inu í Berlín og við áttum margar ferðirnar nið-
ur í kjallara vegna loftárása. En svo bauðst
pabba vinna í Poznan, sem er ein af stærstu
borgum Póllands. Hann starfaði þar fyrir Gu-
tenberg og ég var sex ára. Ég hafði lært heima
hjá ömmu í heimaskóla en nú fór ég í skóla.
Þarna bjuggum við í fjögur ár. Þá var runnið
upp árið 1945 og mamma gekk með fjórða
barnið. Hún saumaði fyrir okkur allar þrjár
bakpoka sem við geymdum í það allra nauðsyn-
legasta. Hún sá að við yrðum að flýja áður en
Rússarnir kæmu. Við lögðum af stað þegar víg-
línan var komin það nálægt að við sáum bjarm-
ann af sprengjum og eldum. 20. janúar flúðum
við, þá kom stríðið virkilega til okkar. Ég
gleymi aldrei allri þeirri ringulreið sem ríkti á
lestarstöðinni. Allir voru grátandi, börn að
leita að mömmu sinni. Mamma var með okkur,
hélt í höndina á okkur og svo var hún líka með
ferðatösku sem innihélt ættarskrána okkar og
alla þá gull- og dýrgripi sem fjölskyldan átti.
Hún hefði betur saumað fyrir sjálfa sig bak-
poka. Allt í einu kom nefnilega góð kona og
spurði hvort hún ætti ekki að halda á ferða-
töskunni fyrir hana. Mamma, ófrísk með okkur
þrjár, þáði boðið og sá ferðatöskuna aldrei
framar. Við munum aldrei vita hvort hún stal
töskunni eða varð einfaldlega viðskila við okk-
ur í allri fólksmergðinni. Mamma var allt öðru-
vísi en ég, hún kunni að meta skartgripi, var fín
frú, hún þjáðist af þessum missi og aldrei tókst
okkur að komast það til álna að hægt væri að
kaupa svona skartgripi aftur.“
Kom sjálfri sér og börnunum
á áfangastað í stríðslok
„Mamma var samt alltaf mjög sterk kona.
Það var ekki öllum sem tókst að komast með
börnin sín heil á áfangastað í stríðslok, en
henni tókst það. Fyrst tróðumst við inn í lest
sem fór í vestur – með henni fórum við til
Frankfurt an der Oder, sem í mínum huga er
stórborg. Á leiðinni fengum við stundum brauð
eða annan mat en hvar við gerðum nauðþurftir
okkar hefur gersamlega þurrkast út úr minni
mínu. Ég man bara eftir því að við stóðum
nokkra stund við í Frankfurt á lestarstöðinni.
Það var vatnshani rétt hjá lestinni. Mig langaði
svo út að fá mér að drekka að það varð að halda
mér fastri. En það var ómögulegt að vita hve-
nær lestin færi svo mamma hætti ekki á að ég
yrði þarna eftir við vatnshanann.
Loks komum við á endastöð suður við Berl-
ín, þar sem heitir Spreewald. Þar í fjöllunum
fyrir ofan er uppspretta sem rennur í ótal
kvíslum niður að Berlín. Á þessu svæði búa af-
komendur slava sem komu þangað fyrir mörg-
um öldum. Þar eru súrar gúrkur í miklu uppá-
haldi. Við fengum inni á bóndabæ í eina eða
tvær vikur og fundum greinilega hve óvelkom-
in við vorum, þetta flóttafólk að austan. Við
vorum í svefnherbergi hjónanna. Þar var hús-
gögnunum kirfilega raðað upp við vegg og
hengt yfir teppi. Í miðju stóð bara hjónarúm
með engri dýnu, bara hálmi, og þar lágum við
fjórar, mamma háólétt og við þrjár systurnar.
Við fengum aðeins eitt eða tvö teppi til að
breiða yfir okkur þótt hávetur væri og 30 stiga
frost. Hvað við borðuðum man ég ekki en ég
man að það var fata í herberginu til að gera
þarfir sínar í. Okkur leið eins og við værum
mjög óhreinar, þannig var viðmót fólksins við
okkur. Ég man þetta allt ennþá en systur mín-
ar ekki, þær voru það yngri. Mamma leitaði að
íbúð fyrir okkur í næstu borg, Lübben og fann
loks litla risíbúð og þangað fluttum við. Ég veit
ekki hvort eða hvernig hún borgaði leigu, við
höfðum engar tekjur, alls engar, en húseigand-
inn var góðviljaður tannlæknir. Við höfðum
ekki langa viðdvöl þarna. Við áttum frænku
sem mamma komst í samband við, hvernig skil
ég ekki því símasambandslaust var á þessum
tíma.Við fórum í framhaldi af því til frænku
okkar í Gransee, sem er um 70 kílómetra frá
Berlín. Þar sameinaðist fjölskyldan.
Faðir minn kom þangað. Hann hafði þá enga
hugmynd um að við værum þarna, vissi ekki
hvort við værum lífs eða liðnar og við vissum
ekkert um hann í tvö ár. Afi og amma, for-
eldrar mömmu, komu líka til Gransee. Þau
komu gangandi frá Schneidemühl og alla leið
gegnum Þýskaland. Afi gerði oft gys að þessu
ferðalagi: „Hún var alltaf með langt slör á eftir
sér,“ sagði hann um ömmu. Þetta voru böndin
sem hún batt um fætur sér, hún var komin með
fótasár. Þau héldu áfram viðstöðulaust, þau
voru svo hrædd um að ef þau færu að setjast
niður þá gætu þau ekki staðið upp aftur. Ég á
margar minningar sem ég vildi gjarnan vera
án. Ég sá margt hræðilegt á þessu ferðalagi
sem vitjar mín öðru hvoru. Ég sá menn dingla
dauða upp í trjám og Rússa nauðga konum, sá
hópnauðganir. Þetta var hræðilegt en við gát-
um ekki komist í burtu og urðum að horfa upp
á þetta.
Á leiðinni til Gransee vorum við í skamman
tíma hjá tante Marie, hún var gift frænda mín-
um. Hún var með hreingerningardellu og gekk
um með klút og þurrkaði af þar sem við höfðum
verið. Þetta var mjög erfitt fyrir móður mína,
sem jafnan var mjög stolt og sjálfstæð kona.
Við vorum þarna í góðan mánuð. Einu sinni
vorum við úti að leika okkur og þá komu Rúss-
ar í lágflugi og skutu á allt kvikt, ég var í rauð-
um kjól og það var ekki gott. Ég lagðist því
undir stórt grenitré og bjargaðist þannig. Frá
tante Marie fórum við á heimili sem kallað var
Mutter und kind og flokkur rak. Þar vorum við
síðustu tvær vikurnar áður en yngsta systir
mín fæddist. Flokkurinn vildi að það fæddust
börn, „kanonfutter“ eins og það var kallað á
þýsku. Ekki vorum við óhultar þar. Eina nótt-
ina voru dyrnar á herbergi okkar opnaðar og
inn kom rússneskur hermaður. Hann lyfti
teppinu af systrum mínum og sagði með von-
brigðahreim í röddinni: „börn“. Svona gekk
hann á röðina þar til hann kom að mömmu háó-
léttri, klappaði á magann á henni og sagði
„krakki – mjög gott“. Svo hafði hann sig á
brott. Eftir að við vorum reknar úr herberginu
sváfum við í matsalnum, ofan á unglings-
stelpum, þær voru settar undir dýnurnar þeg-
ar Rússarnir komu. Þetta var í Lindo.
Þessi flótti var ótrúlegur. Systir mín yngsta
fæddist 10. maí 1945, tveimur dögum eftir upp-
gjöf Þýskalands. Við tvær erum friðarbörn
fjölskyldunnar. Nokkru eftir fæðinguna fórum
við af umræddu heimili og komumst þá í hús-
næði í sama þorpi og tante Marie bjó – og
þangað kom pabbi.“
Morgunblaðið/RAX
Líffræðingurinn Barbara Stanzeit hefur nýlega haldið gullbrúðkaup með Íslandi, eins og börn hennar kalla það.
Árið 1957 kom Barbara
Stanzeit til starfa á Íslandi en
fór aftur til Þýskalands ári
síðar. Hún sagði Guðrúnu
Guðlaugsdóttur að fegurð
fjallanna hér hefði haldið fyrir
henni vöku – hún sneri því
aftur til Íslands og átti nýlega
„gullbrúðkaup“ með Íslandi.
»Ég sá margt hræðilegt áþessu ferðalagi sem vitjar
mín öðru hvoru. Ég sá menn
dingla dauða upp í trjám og
Rússa nauðga konum, sá hóp-
nauðganir.
Elska hvern lófa