Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Það syrtir í álinn í Afganistan, en enn má koma í veg fyrir að allt fari á versta veg. Svipmynd | Arnold Schwarzenegger hikar ekki við að fara sínar eigin leiðir í Kaliforníu og skorar á flokksfélaga sína að koma inn af jaðr- inum og sölsa undir sig miðjuna í stjórmálum. Alþjóðamál | Morðið á Benazir Bhutto er áfall og steypir framtíð Pakistans í voða. VIKUSPEGILL» Eftir Joschka Fischer Þ að gengur ekki vel í Afg- anistan. Einhvern tím- ann í kringum áramótin 2001 og 2002 komst stjórn Bush að þeirri niðurstöðu að það væri ekki lengur efst í forgangsröðinni að koma á stöðugleika og endurreisa Afganist- an og ákvað þess í stað að veðja á að beita hervaldi til að koma á stjórn- arskiptum í Írak. Því má með réttu segja að Afganistan sé fyrsta fórn- arlamb misráðinnar stefnu Banda- ríkjastjórnar. En stjórn Bush ber ekki ein sök á versnandi ástandi í Afganistan. Það var starf Atlantshafsbandalagsins að tryggja stöðugleika í landinu og því bera hinn veiki framkvæmda- stjóri NATO og bandamenn í Evr- ópu, einkum Þjóðverjar og Frakkar, ábyrgð á því að ástandinu í landinu hefur hrakað. Hægt að koma á stöðugleika í Afganistan En þrátt fyrir alla erfiðleikana er ástandið í Afganistan, ólíkt stöðunni í Írak, ekki vonlaust. Það var góð ástæða fyrir því að fara í stríð í Afg- anistan vegna þess að rót árásanna 11. september 2001 var að finna þar. Innrás vestursins batt enda á langvinnt, nánast óslitið borgara- stríð og meirihluti íbúanna lítur hana enn með velþóknun. Loks setti innrásin ekki innri byggingu afganska ríkisins úr skorðum eða ýtti undir að landið lið- aðist í sundur eins og gerðist í Írak. Ef Vesturlönd setja sér raunsæ markmið og fylgja þeim eftir af þrautseigju er enn hægt að ná því meginmarkmiði að koma á stöðugri stjórn, sem getur hrakið brott talib- anana, haldið landinu saman og með hjálp alþjóðasamfélagsins tryggt uppbyggingu og þróun í landinu. Það eru fjögur skilyrði fyrir því að Vesturlönd nái árangri:  koma þarf á öryggisliði, sem hef- ur nægan styrk til að brjóta talib- ana á bak aftur, takmarka rækt- un eiturlyfja og koma á stöðugleika heima fyrir;  NATO þarf að vera reiðubúið til þátttöku án fyrirvara aðildarríkj- ana og í þeim efnum er sérstak- lega brýnt að Þjóðverjar og Frakkar láti af sérstökum skil- yrðum fyrir því að taka þátt;  verulega þarf að auka þróunarað- stoð, sérstaklega í suðurhluta landsins, sem hefur verið van- ræktur;  endurnýja þarf sáttina, sem tókst í Bonn 2001 þar sem allir hlut- aðeigandi aðiljar kváðust styðja endurreisn afganska ríkisins. Stríðið í Afganistan var aldrei bara afganskt borgarastríð. Ára- tugum saman var landið vettvangur svæðisbundinna átaka og valdabar- áttu. Þótt endurnýjun talibananna eigi sér að hluta rætur í skelfilegri vanrækslu í uppbyggingu á slóðum Pashtúna í suður- og austurhluta landsins eru einnig ytri ástæður. Þar ber einkum að nefna að nú hafa pakistönsk stjórnvöld í rúm tvö ár verið að þokast burt frá sáttinni, sem gerð var í Bonn. Þess í stað hafa þeir veðjað á að talibanar næðu sér á strik á ný og veitt þeim veru- lega aðstoð. Reyndar er það svo að ættu talibanar sér ekki griðastaði þar sem Pakistan liggur að landa- mærum Afganistans og án fjárhags- legs stuðnings Pakistana hefði end- urreisn vopnaðrar uppreisnar talibana gegn afgönskum stjórn- völdum verið ómöguleg. Pakistanar halla sér að talibönum Gerðir Pakistana má einkum skýra með því að þeir hafa lagað stefnu sína að því hve veik staða Bandaríkjamanna er í Írak og á svæðinu öllu. Einnig eru þeir að bregðast við því að nýlega voru samskiptin milli Afganistans og Indlands styrkt, sem hefur haft í för með sér að meira fer fyrir Indverj- um í Mið-Asíu. Út af þessu líta Pak- istanar svo á að stjórn Karzais í ka- búl sé óvinveitt Islamabad og ógni helstu hagsmunum Pakistana. Án Afganistan og framtíð NATO Stefnuleysi Evrópu í málum Afganistans og Pakistans gæti stefnt framtíð Atlantshafsbandalagsins í voða  Aðildarríki NATO þurfa að láta af fyrirvörum fyrir þátttöku í friðargæslu í Afganistan Breskur Enn er von í Afganistan Breskur hermaður úr alþjóðasveitum NATO, ISAF, gefur börnum á götum Kabúl, höf- uðborgar Afganistans, sælgæti. ERLENT» Í HNOTSKURN »Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti 20. desember 2001 aðstofna öryggislið í Afganistan, ISAF, í umboði SÞ, ályktun 1386. »Ályktun SÞ var gerð í kjölfarið á sátt, sem gerð var 5. desember2001 og kennd hefur verið við Bonn í Þýskalandi, þar sem kveðið var á um að stofnað yrði lið til að gæta öryggis í Kabúl og nágrenni. » Í upphafi lögðu einstakar þjóðir sitt af mörkum til ISAF, en 9. ágúst2003 tók Atlantshafsbandalagið verkefnið yfir. NATO ber því ábyrgð á samræmingu aðgerða og áætlanagerð og stuðningi við allar sveitir ISAF. » Í október 2003 samþykkti öryggisráðið að verkefnið næði út fyrirKabúl og nágrenni og nú nær það til landsins alls. Í Afganistan eru nú 35 þúsund manns á vegum aðildarríkja NATO og ríkja utan banda- lagsins. Höfundur var utanríkisráðherra Þýskalands og varakanslari 1998 til 2005 og leiðtogi Græningja í næstum því 20 ár. ©Project Syndicate/ Institute for Human Sciences . griðastaða talibana við landamærin og stuðnings pakistönsku leyniþjón- ustunnar hefði talibönum ekki tek- ist að blása nýju lífi í uppreisn sína gegn afgönsku stjórninni. En með því að hjálpa talibönum eru Pakistanar að leika sér að eld- inum því að nú eru einnig komnir fram pakistanskir talibanar, sem ógna öryggi Pakistans. Stefna Bandaríkjamanna í málefnum Pak- istans lýsir einnig hættulegri skammsýni og minnir á mistökin, sem Bandaríkjamenn gerðu í Íran fyrir íslömsku byltinguna 1979. En Bandaríkjamenn eru þó með stefnu gagnvart Pakistan, sem er meira en hægt er að segja um NATO og Evr- ópu. Satt að segja er nánast óskilj- anlegt að á meðan framtíð NATO ræðst í Hindu Kush-fjöllum og þús- undir evrópskra hermanna hætta lífi sínu þar leikur Pakistan ekkert hlutverk í áætlunum og útreikning- um NATO þótt þar sé að finna lyk- ilinn að því hvort verkefnið í Afgan- istan tekst eða misheppnast. Hluta af vanda NATO má rekja til að þess að nokkur aðildarríki krefjast þess réttar síns að taka sín- ar eigin hernaðarlegu og pólitísku ákvarðanir. Þessir „fyrivarar“ tak- marka getu NATO til aðgerða veru- lega. Eigi verkefni NATO að heppn- ast verður þetta að breytast án frekari tafa. Það er því löngu tímabært að halda leiðtogafund NATO þar sem öll aðildarríkin myndu fara yfir ástandið og draga viðeigandi álykt- anir. Fyrirvarar aðildarríkjanna verða að víkja og taka þarf upp sam- eiginlega stefnu, sem meðal annars verður að felast í aukinni borgara- legri og hernaðarlegri aðstoð til Afganistans að koma í veg fyrir að landið hrapi ofan í sama hyldýpið og Írak. Ná þarf nýrri sátt Að auki þarf að ná nýrri sátt á svæðinu milli allra, sem hagsmuna eiga að gæta, þar á meðal Pakist- ana, Írana og Indverja. Evrópa og Bandaríkin verða að viðurkenna sameiginlega ábyrgð þeirra á friði, stöðugleika og enduruppbyggingu í Afganistan. Til að það náist þarf að halda ráðstefnu til að fylgja eftir samkomulaginu frá Bonn. Stríðið í Írak hefur byggst á ósk- hyggju, en stríðið í Afganistan var nauðsynlegt og óumflýjanlegt vegna þess að þar var upphaf hryðjuverkaógnarinnar og árás- anna 11. september. Það væri meira en harmleikur - það væri pólitísk flónska án fordæma - ef vestrið sól- undaði því sem vel hefur verið gert í Afganistan vegna skorts á skuld- bindingu og pólitískri framsýni. Evrópa myndi þurfa að gjalda það hærra verði en unað verður við og líklega yrði framtíð NATO stefnt í voða. » Ég valdi ekki þetta líf, þaðvaldi mig.“ Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráð- herra Pakistans, í formála æviminninga sinna þar sem hún lýsir sér sem dóttur austursins. Hún féll fyrir hendi ofstæk- ismanns í vikunni. » Ég tel að þetta sé mikilógæfa, ekki aðeins fyrir Pak- istan heldur fyrir heiminn allan.“ Ingbjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra, eftir morðið á Benazir Bhutto. » … við erum enn að notasömu tök og fyrir 20 árum, en þau hafa ekki reynst heppileg þegar þú ert að fást við trylltan mann.“ Sveinn Ingiberg Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sem telur að stækka þurfi refsirammann í hegning- arlögunum fyrir brot gegn valdstjórninni. » Að vinna með þessa tónlister styrkur skólakerfisins til að vinna á móti niðursuðunni, endalausri keppni í tónlist og því að hún sé sett á stall. Pétur Hafþór Jónsson, tónmenntakennari við Austurbæjarskóla, sem hefur samið nýtt námsefni í tónmennt um uppruna og þróun dægurtónlistar. » Við ætlum að skekja húsiðrækilega. Enda á að rífa kof- ann 1. febrúar. Finnbogi Pétursson, hljóðlistamaður, sem ásamt hljómsveitinni Ghostigital, heldur tónleika á Sirkus í tilefni af útgáfu tvö- faldrar plötu með verkinu Radium. » Það hefur ekki verið mjögsterkt í foreldrum hans, barnauppeldi. Atli Rafn Sigurðarson, leikari, sem leikstýrir konu sinni, Brynhildi Guð- jónsdóttur, í einleiknum Brák, sem frumsýndur verður á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi, og fjallar um Þorgerði Brák, ambátt Skalla-Gríms og fóstru Egils, sonar hans. » … ég mun hressa mig við ínæstu lýsingu án þess þó að sturlast í hvert skipti sem bolt- inn nálgast vítateig … Hjörtur Júlíus Hjartarson, knatt- spyrnumaður og íþróttafréttamaður á RÚV, sem fékk þá gagnrýni að hafa ver- ið heldur rólegur í tíðinni í lýsingu á landsleik Íslands og Lettlands í und- ankeppni EM á Laugardalsvelli í haust. Ummæli vikunnar Reuters Pakistan Benazir Bhutto verður jarðsett við hlið föður síns, Zulfikars Alis Bhuttos , sem einnig var forsætisráðherra Pakistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.