Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ TÍSKA ER FJÁRFESTING Morgunblaðið/Kristinn Á góðri stundu Gabriel og Áslaug í brúð- kaupi Mortimer Singer. Áslaug er í kjól sem hannaður er af Matthew Williamsson. Fótbolti Áslaug með Gunnari syni sínum á leik með Chelsea í London. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Yfir hátíðirnar klæðir fólk sig í sparifötin, Siggi er í síðum buxum, Solla bláum kjól. Þannig er tískan. En tískan á sér aðra hlið, stefnumótunar og fjármögnunar. Áslaug Magnúsdóttir býr í New York og er einn af stofnendum TSM Capital, sem fjárfestir í tísku. N ew York er ein af fjórum höf- uðborgum tískuheimsins. Sam- keppnin er hörð í iðandi mann- mergðinni; allt er þetta fólk í flíkum frá hinum og þessum hönnuði – það er barist um þessar gínur á gangstéttunum. Og Áslaug Magnúsdóttir tekur þátt í þeim slag. Á 9. hæð í einu af háhýsunum við Park Avenue á Manhattan er Marvin Traub Asso- ciates til húsa, ráðgjafarfyrirtæki Traubs, fyrrum forstjóra Bloomingdales. Og þar hefur TSM Capital einnig aðsetur, sem stofnað var fyrr á árinu af Marvin Traub, Mortimer Sin- ger og Áslaugu Magnúsdóttur, sem stýrir fjárfestingarfyrirtækinu auk þess að taka að sér stöku ráðgjafarverkefni fyrir Marvin Traub Associates. TSM Capital sérhæfir sig í stefnumótun og fjármögnun hönnunarfyrirtækja, sem eru á þröskuldi þess að ná alþjóðlegri útbreiðslu, og hefur nú þegar séð um tvær fjárfestingar, annarsvegar í Mathew Williamson og hins- vegar í Rachel Roy Fashions. Stefnt er að því að ljúka fimm til tíu slíkum samningum á næstu þremur árum. Hóf störf hjá McKinsey Áslaug Magnúsdóttir lauk lögfræðinámi við Háskóla Íslands árið 1993. Eftir það vann hún sem lögfræðingur hjá Deloitte í skatta- og fé- lagarétti frá 1994 til 1997. Þá fór hún í fram- haldsnám til Bandaríkjanna, ætlaði aðeins í eins árs meistaranám í lögfræði við Duke- háskólann í Norður-Karólínu. „En þegar ég var komin þangað langaði mig til að vera að- eins lengur, segir hún brosandi. „Og viðskipta- fræðin hafði alltaf togað í mig. Ég hafði tekið hagfræðikúrsa samhliða lögfræðinni heima, þannig að ég sótti um MBA beint úr laganám- inu og fór í tveggja ára nám í Harvard.“ Þegar MBA-náminu lauk árið 2000 flutti hún til London og vann hjá ráðgjafarfyrirtæk- inu McKinsey í þrjú og hálft ár. „Yfirleitt þeg- ar fólk byrjar að vinna þar er þess gætt að það fái sem víðtækasta reynslu, þannig að ég fékk tækifæri til að kynnast helstu hliðum við- skiptalífsins, vann þvert á greinar og deildir, en meginstefið fólst í stefnumótun og skipu- lagningu á starfsemi fyrirtækja.“ Skipulag McKinsey er þannig að verkefni eru auglýst á innra netinu, þar sem starfsfólk fyrirtækisins um allan heim getur lesið sér til um þau og sótt um að fá að vinna að þeim. Þar er reynsla starfsmanna lögð til grundvallar og valið í hópa út frá því, þannig að samsetningin sé dýnamísk. „Ég vann um alla Evrópu, í Austurlöndum og einnig í Bandaríkjunum. Fyrsta verkefnið var í Los Angeles, stefnumótunarvinna fyrir alþjóðlegt lögfræði- fyrirtæki, og ég eyddi fyrsta vetrinum þar. Þó að ég byggi í London var ég annars staðar 80% af tímanum, oft þrjá til fjóra mánuði í senn. Þetta var æðislegt meðan á því stóð.“ En líka svolítið flókið. „Ég hafði kynnst eig- inmanninum Gabriel [Levy] í MBA-náminu, en það var ekki fyrr en undir lokin, þannig að hann flutti til New York að því loknu en ég til London. Svo var sonur minn á Íslandi, þannig að ég var í vinnu hjá McKinsey á virkum dög- um, en ferðaðist um helgar til New York eða Íslands. Þetta var því erilsamur tími. Þegar Gabriel flutti til London árið 2003 ákvað ég fljótlega upp úr því að hætta hjá McKinsey og einfalda líf mitt aðeins.“ Fyrsti fundur með Weinstein Áslaug réði sig til Baugs árið 2004, sem þá var með fámenna skrifstofu í London. „Gunnar Sigurðsson var yfir skrifstofunni, nýfluttur til London, þar var einn ritari og svo Ágústa Ólafsdóttir, sem hætti tveim mánuðum eftir að ég byrjaði. Þannig að þetta var pínulítil eining. Ég vann fyrst og fremst að stórum fjárfest- ingum í smásölugeiranum, þar sem Baugur sérhæfir sig í yfirtökum á gamalgrónum fyrir- tækjum, sem hafa fest sig í sessi. En svo þró- aðist starfið með öðrum hætti. Stofnuð var þróunardeild, sem ég tók yfir og rak, vegna þess að við sáum fjölmörg tækifæri í sprotafyrirtækjum, sem ekki féllu að hinu dæmigerða Baugsmódeli. Þar þurftu fjárfestar að koma inn til að fjármagna vöxtinn, svo við keyptum okkur inn í nokkur fyrirtæki og veitt- um þeim aðhald og stuðning.“ En flutningar voru í kortunum. „Svo vildi maðurinn endilega flytjast aftur heim til New York,“ segir Áslaug elskulega. „Ég kom hing- að í lok október í fyrra og þá var félagi okkar úr MBA-náminu, Brian Jacobsen, sem vinnur fyrir Tower Brook, í viðskiptum við Marvin Traub. Ég hafði átt símafundi með Marvin, en hann kynnti mig fyrir honum, og Marvin réð mig fyrstu vikuna sem ég var í New York.“ Áslaug hóf störf í kringum þakkargjörð- arhátíðina í fyrra og fyrsti fundurinn var með Harvey Weinstein, stofnanda Miramax, sem lengi hefur verið einn áhrifamesti kvikmynda- framleiðandi vestanhafs. „Þá vildi hann fara að reka tískufyrirtæki í fyrsta skipti,“ segir Ás- laug. TÍSKA 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.