Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 51 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, morgunkaffi/dagblöð, hádeg- isverður, almenn handavinna, kaffi. Námskeið félagsstarfsins hefjast mánudaginn 7. jan. Ný námskeið í glerlist verða fyrir og eftir hádegið á miðvikud. Skráning í s. 535-2760. Jóga-leikfimistímar verða tvisvar í viku, á mánud. og fimmtud. kl. 9- 9.45. Félagsstarf Gerðubergs | Starfsfólk sendir góðar óskir um heillaríkt kom- andi ár til þátttakenda, samstarfs- aðila og velunnara um land allt, með þakklæti fyrir samstarf stuðning og góðar samverustundir. Starfsemi og þjónusta fellur niður miðvikud. 2. jan. Leiðsögn í vinnustofum hefst mánud. 7. jan. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 14 þar sem Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lof- gjörð, barnastarf og fyrirbænir. Allir velkomnir. Takk fyrir árið sem er að líða og Drottinn blessi nýtt ár. Hlutavelta | Garðabæjardeild Rauða krossins fékk fyrir jólin heimsókn drengja úr 4. bekk Flataskóla. Þeir afhentu deildinni 5000 krónur sem þeir söfnuðu með því að syngja í verslunarmiðstöðinni Garðatorgi. Þeir vilja að peningarnir verði notaðir til að hjálpa fátækum börnum í Afríku. dagbók Í dag er sunnudagur 30. desember, 364. dagur ársins 2007 Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh. 13, 35.) Áramót eru tími mikilla há-tíðarhalda. Iðulega eráfengi haft um hönd, oftinnan um börn og ung- menni. Ari Matthíasson er fram- kvæmdastjóri félags- og út- breiðslusviðs SÁÁ: „Miklu skiptir að foreldrar og forráðamenn sýni gott fordæmi og gæti hófs í neyslu áfengis. Oft vilja börn og unglingar skemmta sér á gamlárskvöld, og mikilvægt er að foreldrar viti hvar börnin þeirra eru, og fræði þau um skaðsemi og hættur áfengis- og vímuefnaneyslu,“ segir Ari. „Þótt hægfara þróun til betri vegar hafi átt sér stað eru tölur yfir áfeng- isneyslu ungmenna sláandi, og sýna rannsóknir að þrír af hverjum fjór- um unglingum á aldrinum 17 til 18 ára hafi neytt áfengis undanfarinn mánuð. Er ástæða fyrir foreldra til að vera á varðbergi, sérstaklega í ljósi þess að framleiðendur og inn- flytjendur áfengra drykkja virðast ná að markaðssetja vöru sína fyrir unglinga utan hefðbundinna miðla, og tengja iðulega í auglýsingum sínum saman áfengisneyslu og skemmtanir ungs fólks.“ Hátíðarhöld um áramótin geta einnig verið erfið óvirkum áfengis- og vímuefnasjúklingum: „Sér- staklega vill þessi tími reyna á þá sem nýhættir eru að drekka eða neyta efna, og reynir þá á að að- standendur styðji við og styrki. Slíkur stuðningur getur skipt sköp- um,“ segir Ari. „Á mörgum þeim skemmtunum sem fram fara þetta kvöld fer fram mikil neysla á áfengi og fíkniefnum, og oft er fé- lagslegur þrýstingur á fólk um að taka þátt í neyslunni. Ósjaldan eru þeir sem hafa lent í vanda vegna áfengis- og vímuefnaneyslu fé- lagslega einangraðir því bata þeirra er hætta búin með slíku skemmt- anahaldi, og margir kunna ekki að skemmta sér án áfengis og hafa að nokkru leyti skerta félagslega hæfni sem freistandi getur verið að fela með vímu.“ SÁÁ bjóða upp á góða þjónustu við einstaklinga sem stríða við áfengis- og vímuefnavanda, sem og við aðstandendur þeirra: „Þeir sem telja sig þurfa að koma í meðferð geta snúið sér beint til samtakanna í síma 530 7600 og pantað viðtal. Einnig starfrækir SÁÁ upplýsinga- og ráðgjafarsíma fyrir unglinga, 824 7666, sem bæði unglingar og foreldrar geta haft samband í ef áhyggjur vakna vegna vímu- efnaneyslu ungs fólks,“ segir Ari. Sjá nánar á www.saa.is. Forvarnir | Fræða þarf ungmenni um skaðsemi áfengis og vímuefna Sýnum gott fordæmi  Ari Matthías- son fæddist í Reykjavík 1964. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1984, lauk námi í leiklist frá LHÍ 1991 og meistaranámi í stjórnun og við- skiptum frá HR 2003. Ari hefur tek- ið þátt í fjölda uppfærslna í leik- húsum bæði hérlendis og erlendis, leikið í sjónvarpsþáttum og kvik- myndum. Hann starfaði frá 2003 til 2006 við markaðsráðgjöf. Ari er kvæntur Gígju Tryggvadóttur tannfræðingi og eiga þau þrjú börn. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-sam- takanna er 895-1050. FRÉTTIR ROBERT Burck, betur þekktur sem „nakti kúrekinn“, skemmti gestum og gangandi við Times Square-torgið í New York í fyrradag. Burck er götulistamaður í skrautlegri kantinum, eins og sjá má, hann leikur fá- klæddur á gítar á nærbuxunum og í kúrekastígvélum, jafnvel í köldustu vetrarmánuðum. Reuters Nakinn kúreki í desember 128 lokaprófsskírteini voru afhent við útskrift á haustönn í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, en útskriftin fór fram í Fella- og Hólakirkju, fimmtudaginn 20. desember. Í yfir- litsræðu Kristínar Arnalds, skóla- meistara, kom fram að þetta var í sextugasta og áttunda sinn sem nemendur eru útskrifaðir frá skól- anum. Bestum árangri á stúdents- prófi nú náði Margrét Erlings- dóttir. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er afar fjölbreyttur skóli með meira námsframboð en gengur og gerist í íslenskum framhaldsskólum. Til dæmis er þar starfrækt sérstök braut fyrir innflytjendur, með sér- sniðnu námsefni og nálgun í kennslu. Í FB er kennt í dagskóla og kvöldskóla og síðan er einnig rekinn sumarskóli þar. Eins og alltaf bárust skólanum góðar gjafir frá ýmsum hollvinum. Þar má nefna Samtök iðnaðarins, Soroptomistaklúbb Hóla og Fella, Gideonfélagið, Bókmenntafélagið Drápuhlíð, danska sendiráðið, kan- adíska sendiráðið, Rotaryklúbb Breiðholts, Félag viðurkenndra bókara og Reykjavíkurdeild sjúkra- liðafélagsins. 128 útskrifuðust frá FB á haustönn ÞRJÚ danspör fóru um síðustu helgi frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar til Lettlands ásamt Auði Haralds- dóttur danskennara. Pörin heita Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, Íslands- meistarar í suður-amerískum döns- um í unglingaflokki 14–15 ára, Aðal- steinn Kjartansson og Rakel Guðmundsdóttir Íslandsmeistarar í flokki ungmenna 16–18 ára, einnig í suður-amerískum dönsum, og Björn Ingi Pálsson og Denise Yaghi, sem einnig eru Íslandsmeistarar hvort í sínu lagi í flokki ungmenna 16–18 ára og flokki fullorðinna 19–34 ára. Pörin kepptu frá föstudegi til sunnudags og voru keppnirnar mjög sterkar. Á föstudeginum var keppt í Norð- ur-Evrópu-meistaramótinu en þar etja kappi Norðurlöndin 5 ásamt Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Siggi og Sara gerðu sér lítið fyrir og lentu í 3. sæti í suður-amerísku döns- unum og í 5. sæti í standard-dönsun- um í flokki unglinga 14–15 ára af 70 pörum. Aðalsteinn og Rakel keppa eingöngu í suður-amerískum döns- um og lentu í 6. sæti. Björn Ingi og Denise keppa í báð- um greinum og enduðu í 25. sæti í suður-amerísku dönsunum og í 27. sæti í standard dönsum. Bæði eldri pörin kepptu í flokki ungmenna (16–18 ára) þennan dag og kepptu í þeirra flokki um 60 pör. Í þessari keppni voru það Siggi og Sara ásamt Aðalsteini og Rakel sem náðu lengst í keppninni af Norður- landapörunum, því það voru Lett- land og Litháen sem fóru ofar. Það má því segja að þessi 2 pör séu ókrýndir Norðurlandameistarar! Á laugardeginum kepptu Siggi og Sara á Heimsmeistaramóti unglinga í suður-amerískum dönsum. Aðeins 2 bestu pörin frá hverju landi hafa rétt til þátttöku en aðeins eitt par fór frá Íslandi í þetta sinn. Það voru um 70 pör sem kepptu og enduðu Siggi og Sara í 33. sæti. Mikið var um dýrðir á þessari keppni og voru stórkostleg sýningaratriði sett inn á milli flokka til að brjóta upp keppnina og selt inn sér um kvöldið þar sem keppt var í undan-úrslitum og úrslitum. Þá var boðið upp á veitingar sem voru inni- faldar í verði. Eldri pörin kepptu þennan dag í IDSF International standard, þar fengu Björn Ingi og Denise 68. sæti af 120 pörum en 31. sætið í flokki ungmenna (16–18 ára) af ca. 80 pör- um. Í flokknum IDSF International keppa bæði ungmenni og áhuga- menn (16–34 ára). Síðasti keppnisdagurinn var sunnudagurinn en þá kepptu Siggi og Sara (14–15 ára) í suður-amerísk- um dönsum og fengu 26. sætið, það vantaði víst bara 3 krossa inn í 24 para úrslitin. Aðalsteinn og Rakel ásamt Birni Inga og Denise kepptu í flokki ung- menna í suður-amerískum dönsum. Þar kepptu rúmlega 80 pör og fengu Aðalsteinn og Rakel 12. sætið en Björn Ingi og Denise 42. sætið Keppnin endaði á flokkunum IDSF International í suður- amerískum dönsum. Það voru um 130 pör sem öttu kappi saman og enduðu Björn Ingi og Denise 87. sæti og Aðalsteinn og Rakel í 46. sæti. Þetta var stórkostleg keppnisferð og koma pörin heim með mikla keppnisreynslu að baki sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni. Næsta Norður-Evrópu-meistara- mót verður haldið í Litháen 5. des- ember 2008. Aðalsteinn og Rakel hafa verið valin danspar ársins 2007 af Dans- íþróttasambandi Íslands fyrir góða frammistöðu á árinu. Danspör frá DÍH í úrslitum á meistara- mótinu í Lettlandi Dansparið Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, Íslands- meistarar í suður-amerískum döns- um í unglingaflokki 14-15 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.