Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ATHAFNAMAÐURINN Björg- ólfur Thor Björgólfsson er við- skiptamaður ársins að mati Við- skiptablaðsins og vel að þeim titli kominn. Í viðtali sem tekið er af því tilefni ferst þessum færasta peninga- manni þjóðarinnar svo orð um íslensku krón- una: „Íslenska krónan er furðufyrirbrigði. Þetta er málefni sem aldrei virðist mega ræða, en er þó rætt með furðu opinskáum hætti. Þetta er kannski svipað og með alkóhólisma, sem ekki mátti ræða í kring- um 1970, en er nú á hvers manns vörum. Sama virðist vera með íslensku krónuna. Það sést vel hve einstakt fyrirbæri hún er, að af 200 sjálfstæðum þjóðum heimsins eru aðeins 40 sem hafa minna en eina milljón íbúa. Þar af er bara ein þjóð sem hefur sína eigin mynt, Ísland.“ Samlíking Björgólfs við alkóhól- ismann er mjög góð og nær vel því undarlega andrúmslofti sem ríkir í umræðu um gjaldmiðilinn. Eitthvað sem ekki má ekki ræða um, er tabú, en samt rætt um í sleggjudómum og slagorðum. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs. Hinn bleiki fíll íhaldsins Mestu ræður hér að málefnið er al- gerlega sniðgengið í stærsta stjórn- málaflokki landsins, Sjálfstæð- isflokki og raunar er krónan og hennar Seðlabanki orðin að stórum bleikum fíl innan þess herbergis, svo áfram sé notað líkingamál alkasál- fræðinnar. Hinn bleiki fíll þrengir sér inn í alla umræðu, er alltaf aðalatriði, en samt eitthvað sem ekki má ræða. Í besta falli er því borið við í um- ræðum Sjálfstæðismanna að aðrir gjaldmiðlar sveiflist líka og því skuli krónan ekki mega það. Ekki séu kan- ar nú að hugsa um að hætta að nota dollarann þó hann sveiflist, skrifa stöku sjálfstæðismenn eins og til þess að eyða umræðunni. Í fyrr- nefndu viðtali bendir Björgólfur Thor á að 85-90% af verðmyndun ís- lensku krónunnar sé nú í höndum spákaupmanna. Dollarinn sveiflast aftur á móti með hagkerfi Ameríku- manna. Undirritaður hefur bent á hætt- unni af hinni litlu krónu í greinum fyrst fyrir um ári (sbr. heimasíða mín, bjarnihardar.blog.is frá 12. jan- úar 2007) og jafnframt á möguleika Íslendinga á nýrri öld. Valgerður Sverrisdóttir var fyrst stjórnmála- manna hérlendra til að benda á þann sama möguleika um mitt síð- asta kjörtímabil, sem Björgólfur Thor talar nú fyrir, að Íslendingar hreinlega taki upp ann- an gjaldmiðil en krón- una. Nær alla 20. öld var íslenska krónan bundin pólitískri gengisskrán- ingu og taldist lengi eðlilegt miðað við þá strauma sem þá voru í fjármálaheiminum. Það eru þó varla forsendur fyrir að taka þá stefnu upp að nýju. En það eru heldur ekki forsendur fyrir því að jafnlítill gjaldmiðill sé fljótandi á alþjóðamörkuðum og ekki hægt að benda á neitt dæmi um að slíkt hafi lukkast. Íslenska krónan er einfaldlega langminnsti fljótandi gjaldmiðill í heimi. Þegar horft er á að genginu er í reynd stjórnað af al- þjóðlegum spákaupmönnum eru rök- in veik fyrir því að með krónunni höldum við fullveldi og innlendu stýritæki. Hin alþjóðlega spákaup- mennska hefur nú um langt skeið viðhaldið ofurháu gengi miðað við að- stæður innanlands og þannig blóð- mjólkað hinar raunverulegu mjólk- urkýr þjóðarbúsins, útflutningsatvinnuvegina. Fari svo að kreppi að á alþjóðlegum mörk- uðum getur svo farið að eftirspurnin eftir svokölluðum jöklabréfum snarminnki og krónan lendi þá í frjálsu falli. Hvorugt er efnahagslegu fullveldi okkar til góðs. Gamaldags Samfylking Viðbrögð Sjálfstæðismanna í gjaldeyrisumræðunni minna vissu- lega á alkaumræðuna eins og hún var fyrir 30 árum en við þurfum að fara vel 50 ár aftur í tímann til að finna samlíkinguna við Samfylkinguna. Um miðja öldina var aðeins eitt gert við alkóhólista – og það reyndar ekki fyrr en seint í ferlinu. Þeir voru sviptir sjálfræði – og gagnaðist auð- vitað ekki. Lík er lausn Evrópukrata sem sýna oft ótrúlega lítinn áhuga og skilning á uppbyggilegri umræðu um efnahags- og gjaldeyrismál en hrópa upp yfir sig með glýju í augum, göng- um í Evrópusambandið, göngum í Evrópusambandið! Fremstur í þess- um flokki fer nú vinur minn og granni Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra. Á meðan stefnan er sett á slíka sjálfræðissviptingu hins íslenska lýðveldis verður eðlilega lít- ill áhugi á umbótum og uppbyggingu innan þess fullvalda og frjálsa hag- kerfis sem við enn eigum. Það er auð- vitað orðin mjög gamaldags og úrelt hugsun að trúa á ríkjabandalög og halda að hægt sé að hundsa þjóðleg gildi. Sést best í heimahreppi ESB, Belgíu en um það hefi ég skrifað áð- ur. Hér ætla ég að halda mig við hin viðskiptalegu rök. Björgólfur Thor afgreiðir með mjög sannfærandi rökum athafna- mannsins þá spurningu hvort við eig- um að ganga í ESB. Ég tel rétt að enda grein þessa á beinni tilvitnun í viðskiptajöfur ársins. Hafi hann heila þökk fyrir: „Ég tel að það myndi takmarka okkur. Við eigum að halda í þann sveigjanleika sem við höfum í dag. Við erum með margvíslega fríversl- unarsamninga og við höfum mögu- leika á því að verða fjármálamiðstöð til langs tíma eins og margoft hefur verið talað um. Þannig getum við tek- ið við af Lúxemborg og Ermasund- seyjunum, kjósum við svo. Það gerist hins vegar ekki ef við erum komnir inn í ESB.“ Furðufyrirbrigðið krónan og takmarkanir ES Bjarni Harðarson skrifar um íslensku krónuna » … genginu er íreynd stjórnað af al- þjóðlegum spákaup- mönnum og því eru rök- in veik fyrir því að með krónunni höldum við fullveldi og innlendu stýritæki. Bjarni Harðarson Höfundur er alþingimaður. Í GREIN í Morgunblaðinu 16. desember sl. veitir Birgir Dýr- fjörð mér nokkra ádrepu vegna ónákvæmni í umfjöll- un um jarðskjálfta- virkni við Upptypp- inga og fyllingu Hálslóns. Nokkur meginatriði í grein- inni orka tvímælis og eru beinlínis röng. Ástæða er til að leið- rétta þau svo umræð- an um þessi þýðing- armiklu atriði rati ekki á villigötur. Vegna lengdarmarka á greinum í Morg- unblaðinu verð ég að takmarka mig við fyrstu setninguna í grein Birgis. Hinar verða að bíða betri tíma. Greinin hefst svo: „Sú kredda að fylling Hálslóns valdi jarð- hræringum, sem endi með eldgosi, er orðin átrúnaðarspá líkt og heimsendaspá bók- stafstrúaðra. Kenni- faðir spádómsins er Páll Einarsson.“ Þessa kreddu kann- ast ég ekki við, hvað þá að hún geti verið frá mér komin. Hér sýnist mér að slegið hafi saman að minnsta kosti fjór- um hugmyndum sem þýðing- armikið er að halda aðgreindum: 1. Stór uppistöðulón hleypa stundum af stað skjálftavirkni. Þetta er vel staðfest með mörg- um dæmum utan úr heimi. Oftast virðist vera um svokallaða gikk- verkun að ræða, þ.e. hækkandi vatnsþrýstingur minnkar núning á sprunguflötum og losar þannig um spennu sem fyrir er í jarð- skorpunni. Lónið veldur þannig ekki skjálftunum, það gerir spennan. Það hefur hins vegar áhrif á það hvenær þeir verða og jafnvel hvar. Kenningar um þetta urðu til fyrir þremur til fjórum áratugum og þar átti ég ekki hlut að máli. Frá upphafi áætl- ana um Hálslón hefur verið reiknað með að lónfyllingunni fylgdu skjálftar undir lónstæð- inu. Þeir hafa hins vegar verið undrafáir hingað til, miklu minni en nokkur reiknaði með. 2. Þrýstingsbreytingar á yf- irborði jarðar geta hleypt af stað eldgosum. Líklega var Sigurður Þórarinsson fyrstur eldfjalla- fræðinga til að stinga upp á því að snögglækkun á þrýstingi gæti leitt til þess að gas losnaði úr kviku sem lægi ofarlega í jarð- skorpunni. Bólumyndun í kvik- unni leiddi síðan til goss. Sig- urður dró þessa ályktun af því að Grímsvatnagos virtust stundum koma í kjölfarið á hlaupum úr Grímsvötnum. Þessi kenning fékk staðfestingu í gosinu 2004 en þá var atburðarás einmitt á þennan veg. Einnig muna margir eftir stóra sprengigosinu 1980 í St. Helens-eldfjallinu í Banda- ríkjunum en því var einmitt hrundið af stað af snöggri þrýst- ingslækkun. Þrýstingslækkunin veldur ekki gosinu, í öllum þessu tilfellum voru eldfjöllin tilbúin að gjósa. Þrýstingsbreytingin verk- ar eins og gikkur á sprengi- hleðslu og stjórnar því hvenær gosið hefst. Sem dæmi má nefna að hlaupið úr Grímsvötnum fyrr í þessum mánuði hratt ekki af stað gosi. Mælingar sýna að Grímsvötn eru ekki tilbúin til goss. Gikkurinn hafði því engin áhrif frekar en á óhlaðinni byssu. 3. Síðan í febrúar hefur verið sleitulítil skjálfta- virkni við Upptypp- inga í nyrðra gosbelt- inu, í um 20 km fjarlægð frá Kára- hnjúkastíflu. Vegna mikils dýpis á upptök- unum þykir sýnt að hún tengist hröðum kvikuhreyfingum í neðri hluta skorp- unnar. Enginn vís- indamaður hefur hald- ið því fram, svo ég viti, að þessar kviku- hreyfingar stafi af fyllingu Hálslóns. Sjálfum finnst mér sú hugmynd fráleit, er þó tilbúinn að skipta um skoðun ef sannfær- andi rök eða mæli- gögn koma fram. Ekkert slíkt er í aug- sýn. 4. Í vor og sumar komu fram vísbend- ingar um að fylgni kynni að vera milli skjálftavirkninnar við Upptyppinga og fyll- ingarhraða Hálslóns. Skjálftavirkni var há á tímabilum þegar hraðast hækkaði í lóninu en hætti þegar vatns- borðið var tiltölulega stöðugt. Tekið skal skýrt fram að þó slík fylgni væri fyrir hendi þýddi það ekki að Hálslón valdi skjálftunum eða kvikuvirkninni. Hér gæti verið fyrrnefnd gikkverkun á ferðinni, þ.e. smávægilegar þrýstingsbreyt- ingar í jarðskorpunni gætu stjórn- að því hvenær skjálftahrinurnar verða þó þær valdi þeim ekki. Það voru vísindamenn á Veðurstofu Ís- lands (Matthew Roberts, Gunnar Guðmundsson, Steinunn Jak- obsdóttir og Halldór Geirsson) sem fyrst kynntu þessar vísbend- ingar, enda hafa þau unnið öt- ullega að úrvinnslu mæligagna frá Upptyppingahrinunni. Hugmyndin var kynnt í erindi á alþjóðlegri ráðstefnu eldfjallaskjálftafræðinga sem haldin var á Nesjavöllum í september, einnig í San Francisco í desember. Nú skal það einnig tekið skýrt fram að fylgnin er engan veginn fullsönnuð. Eftir er að gera tölfræðilega rannsókn á marktækni hennar, þ.e. að finna að hve miklu leyti tilviljun geti ráðið um hve útlit ferlanna er líkt. Slík rannsókn fer nú fram. Þang- að til niðurstöður liggja fyrir verður að skoða þess hugmynd sem áhugaverða vinnutilgátu. Af þessu má ljóst vera að ég er ekki þeirrar skoðunar að fylling Hálslóns valdi jarðhræringum og kvikuvirkni við Upptyppinga. Þar eru að verki stærri ferli svo sem flekarek og Íslenski heiti reit- urinn. Það eru hins vegar óljósar vísbendingar um fylgni milli fyll- ingarhraðans og skjálftavirkn- innar. Ef í ljós kemur að fylgnin er tölfræðilega marktæk er eðli- legast að skýra hana með einhvers konar gikkverkun, þ.e. að smá- vægilegar þrýstingsbreytingar í lóninu geti haft áhrif á það hve- nær hreyfingar verða í jarðskorp- unni – ekki hvort, heldur hvenær. Skjálftar við Upptyppinga, fylling Hálslóns og kreddur Páll Einarsson svarar Birgi Dýrfjörð og segir nokkur meg- inatriði í grein hans orka tví- mælis og vera beinlínis röng Páll Einarsson » Skjálftar viðUpptypp- inga stafa að öll- um líkindum af kvikuhreyf- ingum. Fylling Hálslóns veldur þeim ekki en gæti hugsanlega verkað sem gikkur. Höfundur er prófessor í jarðeðl- isfræði við Háskóla Íslands. ÞAÐ er ómögulegt að skilja við- skiptalífið, alþjóðastjórnmál og stjórnmál yfirleitt, án þess að skoða hverjir séu á leynilegan hátt að koma sér saman um að vinna að sínum hagsmunum á kostn- að annarra. Í við- skiptum heitir þetta „samráð“ og hefur kostað okkur neyt- endur gríðarlegar fjárhæðir. Í pólitík heitir þetta „sam- særi“ og er stór- merkilegt hugtak. Samsæriskenningar Er það ekki merkilegt að í dag er fólk feimið við að tala um hvernig valdamiklir aðilar gætu verið að eiga samráð um að hagn- ast á kostnað annarra? Faðir kap- ítalismans, Adam Smith, var alls ófeiminn við að benda á þetta í ritverki sínu Auðlegð Þjóðanna: „Allt fyrir okkur, og ekkert fyrir annað fólk, virðist, á hverri öld heimsins hafa ver- ið hin ógeðfellda regla valdhafa mannkyns.“ Bók I, kafli IX. og „Hver sem ímyndar sér að valdhafar komi sér sjaldan saman um hlutina er eins fáfróð- ur um heiminn og um umræðuefnið.“ Bók I, kafli VIII. Sjálfsritskoðun Orðið samsæriskenning hefur svo sterk áhrif á fólk í dag að það stöðvar sig jafnvel í að hugsa að valdamenn gætu átt samráð um sína hagsmuni á kostnað annarra. Svona sjálfsritskoðun kallaði George Orwell ’Crimestop’ í bók sinni 1984. Hann lýsir Crimestop sem því að „hugurinn býr til blindan blett“ og „losar sig sjálf- krafa við hugsanir sem eru óæskilegar fyrir valdhafa.“ Heilbrigð og ábyrg hegðun Auðvitað fremja valdhafar sam- særi og það er heilbrigð og ábyrg hegðun allra borgara sem annt er um samfélag sitt að rannsaka og ræða um hvað valdhafar séu hugsanlega að eiga samráð um sína hagsmuni á kostnað borg- aranna. Samsæriskenningar Adam Smith Jón Þór Ólafsson skrifar um viðskiptalífið » „Hver semímyndar sér að valdhafar komi sér sjaldan saman um hlutina er eins fá- fróður um heiminn og um umræðuefn- ið.“ Adam Smith í Auðlegð Þjóðanna. Jón Þór Ólafsson Höfundur er stjórnmálafræðinemi og bloggari: jonthorolafsson.blog.is AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.