Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 40
sjónspegill 40 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ U ndarleg tilfinning að vera staddur hér í Pu- erto Plata í Norður- hluta Dóminíska lýð- veldisins, einkum vegna þess að stefna skyldi síður tek- in á þær slóðir, mun frekar Suður- Evrópu. Ekki svo að ég hafi hið minnsta á móti eyjunum á Karab- ískahafinu, þvert á móti hefur mér alltaf fundist klasinn sem byrjar á Kúbu í norðri og endar á Trínidad og Tóbagó í suðri í hæsta lagi áhuga- verður. Einkum vegna þess að ég veit svo miklu minna um hann en Norð- ur-, Mið- og Suður-Ameríku, auðvitað utan þess að Kólumbus bar að á norð- urhluta Bahamaeyja, sennilega San Salvador, föstudaginn 12. október 1492 eins og trúlega er getið í landa- fræðibókum barnaskóla. Landkönn- uðurinn mikli hafði nú ekki hugmynd um hvar hann væri staddur, og þrátt fyrir að fara tvær ferðir til viðbótar á sömu slóðir hélt hann til dauðadags að hann hefði fundið sjóleiðina til Ind- lands, sem var einmitt upprunalega og stóra markmiðið. Lítið er vitað um mannlíf á eyj- unum fyrir daga Kólumbusar en nú hefur það verið rakið 4000 ár aftur fyrir tímatal okkar, eða allt til stein- aldar. Það sem bar fyrir augu sæfar- ans gagntók hann, hver eyja ný op- inberun, en þrátt fyrir að hafa fyrir framan sig þessa ósnortnu Paradís á jörðu, undurfagran gróður, milt og heilnæmt loftslag, ofgnótt mat- arfanga, og að vinsamlegir ættbálkar tækju á móti aðkomumönnunum sem guðum, hvarflaði ekki að honum að hér bæri að fara gætilega og af mann- gæsku að hlutunum. Nei, hagn- aðarvonin og græðgin voru í fyr- irrúmi og í stað þess að virða trúarsiði ættbálkanna taldi hann að auðvelt yrði að kristna þessa einföldu „villu- trúarsálir“ og nýta sem vinnuafl. Frumbyggjarnir voru að meg-inhluta hinir hávöxnu oglimafögru arawak og ófrið- arsömu caribin-indíánar sem voru ný- fluttir á svæðið. Arawak-indíánarnir voru friðsamir og blönduðust auð- veldlega öðrum kynstofnum. Þeir lifðu kyrrlátir og vel skipulagðir í smásamfélögum og höfðinginn nefnd- ist cacique, titill sem bæði karlar og konur gátu náð. Cacique var þó að- allega eins konar kranskökufígúra sem samdi við aðra ættflokka og lagði niður fjölskyldudeilur, hafði þó viss forréttindi, karl í embætti mátti hafa fleiri konur og hafði rétt til að láta kyrkja sig ef hann yrði illa veikur, svo hann skyldi ekki þjást. Margt bendir til að þetta hafi verið þjóðfélag jafn- réttis, hvar konurnar höfðu ekki svo lítið til málanna að leggja. Lífsskil- yrðin voru góð og indíánarnir þurftu ekki að óttast hungur, þeir urðu stór- ir, sterkir og langlífir. Hinir friðsömu og vel byggðu arawakar reyndust lostæti fyrir aðkomna, sem tóku að streyma frá frumskógum Suður- Ameríku um 1200, einkum hina mis- kunnarlausu cariba sem yfirtóku eyju eftir eyju á hrottalegan hátt. Þeir eru sagðir hafa étið karlkyns arawaka og gert konurnar að þrælum sínum, orð- ið „cannibal“ kemur einmitt frá þess- um indíánum. Ýmsar skondnar sögur voru spunnar upp, eins og að Spán- verjar yllu hægðatregðu, Frans- mennirnir væru lostæti en Englend- ingar ólseigir undir tönn. Að vísu bera menn brigður á mannátið, þar á meðal sjálfur Kólumbus, en menn voru ekki ýkjavandlátir á það sem þeir lögðu sér til munns á þessum tíma og má vísa til þess að á eyjunum var stór og merkileg hundategund sem hafði þann eiginleika að geta ekki gelt en var ljúffeng á bragðið og mun, er fram liðu stundir, öll hafa far- ið í maga liðsmanna Kólumbusar. En mannát og villimennska innfæddra voru trúlega notuð sem afsökun fyrir framferði Spánverjanna, einnig gild ástæða til að kristna þá og vanda þar lítið til verka. Ekki gekk Spánverjum semskyldi að nýta innfædda semvinnuafl vegna þess að þeir voru ekki vanir þessari nýju tegund líkamlegs erfiðis og hrundu niður, margir frömdu sjálfsmorð með því að éta mold, taka inn eitur eða kasta sér fyrir björg. Á aðeins fjórum árum fækkaði indíánum á eyjunni Hisp- aniola um helming og um 1520 hafði indíánum næstum verið útrýmt, hafði tekið minna en 30 ár, ónæmiskerfi þeirra var til viðbótar óvirkt gagna- vart pestum eins og mislingum og bólu og einn faraldur gat útrýmt heilu þorpi á stuttum tíma. Carib- indíánarnir veittu grimmilegustu mótspyrnuna og ýmsar byggðir þeirra höfðu Spánverjarnir næstum gefist upp á að taka þegar sjúkdóm- arnir réttu þeim óforvarendis hjálp- arhönd. Vinnuafl sóttu Spánverjar nú til Afríku, keyptu þræla af innfæddum höfðingjum sem héldu slíka og þegar hinir sömu höfðu selt þeim alla sína héldu þeir á veiðar til að góma fleiri, hagnaðarvonin stýrði gerðum beggja. Ekki svo að almenningur á Spáni væri samþykkur meðferðinni á indí- ánum og þrælunum og óvægar deilur risu upp þegar munkur nokkur lýsti því hvað gert væri við þessar mann- eskjur, menn höfðu nefnilega aldrei verið mikið fyrir þrælahald í heima- landinu. Þörfin á þrælum jókst í jöfnu hlutfalli við að landeigendur brutu undir sig stærri svæði til ræktunar og til þess að spara innflutning á þrælum var lögð áhersla á mikilli viðkomu. Konurnar á ökrunum voru svo til allt- af óléttar og það var nokkurn veginn sama eftir hverja, sjálfir landeigend- urnir létu til viðbótar sinn hlut ekki eftir liggja. Af þessu leiðir að sjálfsögðu aðmikil blóðblöndun átti sérstað og mest á hún að hafa verið í Trínidad og Tóbagó en þar er sagt að enginn sé jarðbundinn íbúi sem ekki geti rakið ættir sínar í fimm áttir … Eins og margur veit hefur pólitíska andrúmið verið viðsjárvert á þessum slóðum, svona líkt og í Mið-Ameríku og gengið á ýmsu með lífsafkomuna, auðinum misskipt og fátækt mikil, vörur ódýrar en mikið til lélegar utan þess sem sjálf náttúran gefur af sér. Svo komið byggir hinn fagri og gróð- ursæli, eyjarhelmingur (hinn er Haíti), afkomu sína að stórum hluta á túrisma af milligráðunni enda strand- lengjan firnalöng, einkum í norður- hlutanum. Segir sig sjálft að mikið hefur gengið á náttúruna og er sagt að ef Kólumbus bæri að í dag myndi hann einungis þekkja Dominica í suðri. Sæfararnir báru ekki einungis með sér grimmd, dauða og kvöl, held- ur fylgdu þeim einnig rottur sem sums staðar urðu mikil plága á öllum gróðri, en þeir gleymdu illu heilli köttunum. Flutt var inn dýrategund nokkur frá Burma sem átti að eyða rottunum, en í ljós kom að hún svaf meðan rottan vakti og öfugt, en þurfti auðvitað sitt viðurværi svo skaðinn jókst til muna. Menntunarstigið er gott á eyjunum og börnin ekki síður læs en til að mynda á Íslandi og þrátt fyrir allan þennan ættflokkafjölda hefur hver eyja sín einkenni sem íbúarnir eru stoltir af og vilja varðveita og fórna ekki fyrir stundleg gæði. Þannig hafa allar tilraunir til samvinnu og hag- ræðingar farið út um þúfur til þessa. Tónmenninguna ber hæst og hefur haft afgerandi áhrif á framsækna nú- tímatónlist og tréskurðarlistamenn. Hins vegar fer minna fyrir sjón- menntum þótt sköpunargleðin hafi alltaf verið fyrir hendi, arawakar voru þannig ágætir leirlistar- og tré- skurðarlistamenn … Það fer heldur ekki mikið fyrirsjónmenningu hér í PuentaPlaza né norðurhlutanum yf- irleitt ef náttúran er undanskilin, en þess meira í nágrenni höfuðborg- arinnar San Domingo í suðri, sem Kólumbus lagði grunn að, svo kannski lenti ég á röngum stað. En því bjargaði náttúruafurð nokkur sem að meginhluta finnst einmitt á þessum slóðum og Amber nefnist, sem kann að vera hið síðasta af hin- um miklu gersemum sem í eyjunum leyndust. Um að ræða lífefni trjáa sem var tugmilljónir ára að storkna og hefur yfir sér yfirbragð ávala steinhnullunga af fjölmörgum stærð- um. Þeir yngstu eru ljósir og tærir og yfir þeim gulleitur blær en þeir eldri dekkri, en svo eru líka til rauð- leitir og bláir. Þeir dökkgulu, hvar sér í leirfar af skordýrum og laufum eru verðmætastir og þurfa menn að fara mjög djúpt í pyngjuna vilji þeir eignast slíka í formi skarts. Hér er fallegt Amber-safn á tveimur hæðum í Viktoríönskum stíl, á neðri hæðinni er gjafabúð, hvar áhugasamir geta orðið sér úti um hið aðskiljanlegasta Amber-skart af hæsta gæðaflokki, en á efri hæðinni er þróunarsagan rakin og sýning á steingervingum og sérstæðum afbrigðum fyrirbærisins. Úti fyrir eru götusalar sem bjóða ódýrt Amber-skart og raunar víðar í borginni en úr plasti og lætur marg- ur ferðalangurinn blekkjast, leiðir hugann að innfæddum sem létu gull og gersemar í skiptum fyrir gler- perlur, rauðar húfur og litlar bjöllur, verðlaust skran. Milljónir innfluttra búa á eyjunum í dag en af þeim munu einungis 3000 vera af hinum upprunalegu frum- byggjum sem lifa gleymdir og bláfá- tækir. Forfeður þeirra höfðu lifað í góðri sátt við náttúruna í þúsundir ára og áttu sína menningu og trúar- brögð og hvort tveggja bar að virða. Ófögur saga hvernig farið hefur verið með þessar eyjar frá því Kól- umbus nam þar land og aðeins fimm hundruð árum eftir ógnar hin svo- nefnda siðmenning öllu lífríki á jörð- inni. Og samt er enn til fólk sem læt- ur blekkjast og tekur við „glerperlum, rauðum húfum og litlum bjöllum“ og aðskiljanlegasta hismi sem eyðist í skiptum fyrir ósnortið land. Og þá er spurn hvort lífið sé ekki meira virði en ofvöxtur svonefndra framfara sem bjóða tortímingunni heim? Puerto Plata á jólunum 2007 Amber Einstakur steinn Amber er notaður í fallega skartgripi. Bragi Ásgeirsson MENNING Í KVÖLD kl. 20 verður haldin tónlistarguðs- þjónusta í Kirkju- selinu í Fellabæ. Þar verður frumflutt trúar- leg tónlist eftir Hjalta Jón Sverr- isson með textum eftir hann og dr. Sigurð Ingólfs- son. Sóknarpresturinn, sr. Lára G. Oddsdóttir, þjónar við athöfnina. Meðfylgjandi ljósmynd er tekin af Gunnari Gunnarssyni, blaðamanni Austur-gluggans. Eins og sjá má er Hjalti ungur að árum en þó ekki alls óreyndur í tón- og textasmíðum. Tónlistar- guðs- þjónusta Hjalti Jón Sverrisson ÞANN 5. janúar nk. verður haldinn áramótadansleikur Tónlistarfélags Akureyrar og Karólínu Restaurant í Ketilhúsinu á Akureyri. Borðhald hefst kl. 20 með glæsilegum réttum frá Karólínu og verður boðið upp á skemmtiatriði á meðan fólk situr að snæðingi. Að honum loknum verður flutt lif- andi Vínartónlist og dansað fram á nótt. Fram kemur að venju salon- hljómsveit Tónlistarfélagsins undir stjórn Jakobs Kolosowskis. Sveitina skipar atvinnutónlistarfólk á Ak- ureyri og nágrenni. Jafnframt kem- ur fram á hátíðinni ungt tónlist- arfólk sem stundað hefur nám við Tónlistarskólann á Akureyri. Einar Geirsson, matreiðslumeistari á Kar- ólínu restaurant, sér um veisluföng- in sem fyrr. Nú þegar er um helmingur að- göngumiða seldur enda ekki á hverj- um degi sem haldið er alvöru- síðkjólaball að hætti Vínarbúa hér uppi á Íslandi. Húsið opnar kl. 18 og er aðgangs- eyrir kr. 8.500 og 7.500 fyrir hópa, þ.e. 10 eða fleiri saman. Nýtt ár Nýju ári er fagnað með flugeldum en einnig er víða dansað. Áramótadansleikur í Ketilhúsinu á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.