Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 364. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 8 °C | Kaldast 2 °C  SA 20-28 m/s, hvass- ast vestan til f. hádegi en austan til e. hádegi. Slydda og síðan rign- ing, mikil s-lands. » 8 ÞETTA HELST» Raunávöxtun á núlli  Mikil lækkun á verði hlutabréfa leiðir til þess að raunávöxtun lífeyr- issjóðanna verður nánast engin á þessu ári. Sterkara gengi íslensku krónunnar rýrir ávöxtun á erlendum eignum lífeyrissjóðanna. »Forsíða Neitar aðild að morðinu  Baitullah Mehsud, meintur bandamaður al-Qaeda-hryðjuverka- netsins í Pakistan, neitaði í gær aðild að morðtilræðinu við Benazir Bhutto, degi eftir að þarlend stjórn- völd bendluðu hann við ódæðið. Talsmaður hans segir um samsæri stjórnvalda, hersins og leyniþjón- ustustofnana að ræða, enda óhugs- andi að vígamenn hefðu getað kom- ist framhjá öryggisvörðum Bhutto. » Forsíða Hald lagt á fíkniefni  Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á Suðurnesjum fundu 150 e-töflur og um 55 grömm af ætluðu amfetamíni við húsleit sl. föstudag. »2 Hækkanir á matvöruverði  Allt útlit er fyrir að matvælaverð muni fara stórhækkandi á næstunni. Að sögn framkvæmdastjóra Bónuss hafa birgjar boðað 10-13% hækkun á verði matvöru. »4 Ríki og kirkja  Naumur meirihluti þjóðarinnar, eða 51%, er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju en 49% eru andvíg. Þetta lægsta hlutfall þeirra sem eru hlynntir aðskilnaði frá því að Gallup spurði þessarar spurningar fyrst ár- ið 1994. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Saumað að Sarkozy Forystugreinar: Á krossgötum í innflytjendamálum Reykjavíkurbréf UMRÆÐAN» Atvinnu- og raðauglýsingar Furðufyrirbrigðið krónan … Miklar breytingar í leikskólastarfi Kumbaravogsbörnin Réttur munaðarlausra barna ATVINNA» FÓLK» Ozzy man ekkert stund- inni lengur. »61 Ágúst Jakobsson kvikmyndatökumað- ur hefur unnið með nokkrum af stærstu nöfnum knattspyrn- unnar. »56 KVIKMYNDIR» Með stjörn- um boltans TÓNLIST» Gengur áætlun Radio- head upp? »63 FÓLK» Hverjir munu skilja á næsta ári? »58 Þótt Jesus Christ Superstar sé alls ekki gallalaus leik- sýning stendur rokkið alltaf fyrir sínu. »60 Rokkarinn Jesús LEIKLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Margrét Lára íþróttamaður ársins 2. Lést af völdum höfuðhöggs 3. Maður handtekinn eftir sjálfsmorð 4. Lognið á undan storminum STJÓRN Ný- listasafnsins, eða Nýló, ætlar í til- efni af 30 ára af- mæli safnsins á næsta ári að rannsaka sögu þess og skrá fyr- ir opnum tjöld- um. Safneignin er gríðarmikil og þekkja fáir hana til hlítar. Á næsta ári á að koma verkunum í við- unandi geymslu og skrá sögu safnsins ýtarlega. Þessi úttekt á eign safnsins og skjölum þess á öll að fara fram fyrir augum gesta og verða haldnar sýningar út frá sögu safnsins. Nína Magnúsdóttir, formaður stjórnar Nýló, segir sögu stofn- unarinnar eiginlega bara til í munnmælum, öll gögn séu í köss- um og á afmælisárinu eigi í raun að bjarga sögu safnsins. Safn- eignin sé enda goðsagnakennd, bæði að innihaldi og verðmæti. Í eigu safnsins eru m.a. verk eftir Sigurð Guðmundsson, Dieter Roth, Richard Hamilton, Matthew Barn- ey og Vito Acconci. | 41 Nýló fyrir opnum tjöldum Nína Magnúsdóttir Bæjaryfirvöld verða að hafa stjórnina, verða að vita hvert á að stefna og hvernig þau vilja hafa þetta samfélag, samsetningu þess og umhverfi, en mega ekki láta teyma sig eftir fermetrum og magni, segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í viðtali við Morgunblaðið. Gunnar telur skipta verulegu máli að bæjaryfirvöld leiði vinnu við skipulagsmál. „Verktakar og aðrir hagsmunaaðilar eiga oft land eða kaupa það og hafa sínar hugmyndir um nýtingu þess og þá fer kannski byggingamagn og annað að ráða miklu meira ferðinni en einhver heildarsýn. […] Mér hefur fundist, þegar ég er farinn að kafa betur ofan í þessi mál, að verktakar geti ráðið hér fullmiklu. Það kemur kannski til af því að þeir eru gjarnan með bolt- ann í höndunum og hafa bæði kraft og tíma til að hugsa og framkvæma,“ segir Gunnar. | 30 Verktakar með boltann Gunnar Einarsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is UNNIÐ er að því að auka framleiðslu álvers Alcans á Íslandi í Straumsvík í núverandi kerskálum. Er það gert með því að auka rafstrauminn sem fer um hvert ker og með því mun heildarframleiðslan í Straumsvík aukast um 40 þúsund tonn á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í des- emberútgáfu ISAL-tíðinda – frétta- bréfs Alcans á Íslandi. Til þess að af aukinni framleiðslu geti orðið þarf að ráðast í miklar fjár- festingar, að því er segir í pistli Gunn- ars Guðlaugssonar, framkvæmda- stjóra stækkunarsviðs. Meðal annars þarf að bæta við nýrri þurrhreinsi- stöð og ofni í steypuskála. „Í skaut- smiðju og skautskála þarf að ráðast í miklar endurbætur því stækka þarf skautin frá því sem nú er. Með þess- um aðgerðum mun framleiðni álvers- ins aukast og mun það því verða sam- keppnishæfara en nú er. Samhliða tæknilegum undirbúningi straum- hækkunarinnar er unnið að því að tryggja raforku til verkefnisins.“ Nýtt álver í undirbúningi Jafnframt er unnið að undirbún- ingi nýs álvers, annaðhvort í Þorláks- höfn eða á Keilisnesi, þrátt fyrir óvissu í raforkumálum. „Það gerir okkur betur í stakk búin til að keppa um þá raforku sem mun verða til reiðu í framtíðinni. Þetta hefur í för með sér að við munum hleypa af stokkunum umhverfismati og full- hanna verksmiðju í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila á þeim stað sem fyrir valinu verður,“ segir Gunn- ar. Framleiðsla aukin um 22%  Unnið er að undirbúningi framleiðsluaukningar álversins í Straumsvík  Hönnun nýs álvers er jafnframt í burðarliðnum Straumsvík Ráðast þarf í miklar fjárfestingar vegna breytinga. Í HNOTSKURN »Íbúar Hafnarfjarðar höfnuðustækkun álversins í Straums- vík í kosningu 31. mars sl. »Þrátt fyrir það er hægt aðauka framleiðslugetu álvers- ins um 22%, án stækkunar. »Stofnað hefur verið sérstaktstækkunarsvið til að vinna að undirbúningi. »Jafnframt verður unnið aðundirbúningi nýs álvers. ♦♦♦ ÞEIR eru margir sem sofa fram eftir um jól og áramót,en þó ekki allir. Þetta fólk tók daginn snemma í gær og fór út saman til að leika sér í snjónum á Seltjarnarnesi. Þau vissu að það er nauðsynlegt að nota tækifærið því snjórinn er fljótur að hverfa. Raunar er spáð mikilli rigningu í dag, sunnudag. Snjórinn kemur og fer Margir njóta útiverunnar í vetrarkuldanum Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.