Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Tíska Matthew Williamsson með Si- ennu Miller í kjól sem hann hannaði. „Hann vildi kaupa Halston-merkið, sem var ofboðslega þekkt á áttunda áratugnum, einkum fyrir síðkjóla, og hefja það aftur til vegs og virð- ingar. Það segir sína sögu um hversu mikið afl hann hefur til að markaðssetja slíkt merki, að hann hyggst framleiða kvikmynd um Halston. Og svo framleiðir hann Project Runaway, vinsælan sjón- varpsþátt um hönnunarkeppni, þar sem Heidi Klum er þáttastjórnandi, og það nýtist honum einnig. Kær- asta Harveys er fatahönnuður, merkið nefnist Marchesa, og hún sérhæfir sig í síðkjólum. Hann hef- ur stuðlað að vexti og viðgangi þess fyrirtækis, meðal annars með því að klæða Siennu Miller og Jennifer Lopez í síðkjóla frá því merki og aðrar leikkonur sem hann hefur að- gang að á helstu verðlaunahátíð- um.“ – Eigið þið í fyrirtækinu? „Nei, við tókum þóknun. Við vor- um ekki fjárfestar, enda rak Marvin aðeins ráðgjafarfyrirtæki þegar ég hóf þar störf.“ Hönnuðir í kaffiborðabók Það sýnir stöðuna sem Traub hef- ur að þegar hann hætti hjá Bloom- ingdales, sem hann stýrði frá 1969 til 1991, gáfu margir af heimsins þekktustu fatahönnuðum honum teikningar, sem honum voru afhent- ar í tveim stórum möppum, og er unnið að útgáfu kaffiborðabókar úr því, sem kemur út í vor. Á meðal hönnuðanna er Yves Saint Laurent, Karl Lagerfeld, Fendi og Missoni. Eftir að Traub hætti hjá Bloom- ingdales stofnaði hann ráðgjafarfyr- irtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við tískufyrirtæki og fyrirtæki í tengd- um greinum. „Það lýtur í raun að öllum hönnunarvörum sem koma inn á gólf hefðbundinna bandarískra deildaskiptra stórverslana, s.s. föt- um, skartgripum, snyrtivörum og húsbúnaði,“ segir Áslaug. Áslaug stýrir hinsvegar TSM Capital og þriðji eigandinn auk hennar og Traub er Mortimer Sin- ger. „Langafi hans fann upp sauma- vélina, þannig að honum er málið skylt,“ segir Áslaug. Og skammstöf- unin TSM stendur fyrir Traub, Singer, Magnúsdóttir. – Hvað fann afi þinn upp? „Afi minn var bóndi og skip- stjóri,“ segir Áslaug og hlær. „Svo átti ég annan afa sem var rafmagns- verkfræðingur og gekk raunar í MIT, þannig að hann komst kannski nær því að vera uppfinningamaður,“ segir hún brosandi. „En Morty hafði unnið hjá Traub í fimm ár að ráðgjafarstörfum þegar við stofn- uðum fyrirtækið. Þeir unnu stefnu- mótunina í smásölugeiranum fyrir Oscar de la Renta, unnu fyrir Jones New York og Ralph Lauren, en gátu aldrei sinnt öllum þeim smærri fyrirtækjum sem leituðu til þeirra með sama vandamálið – það vantaði fjármagn. Fagfjárfestar hafa ekki einbeitt sér að þessum geira, ungum hönnunarfyrirtækjum sem eru að hasla sér völl á alþjóðamarkaði. Það hefur vottað fyrir áhuga á hönn- unargeiranum, þó takmörkuðum, og hann hefur verið lítill á slíkum fyr- irtækjum, sem þurfa fjármagn til að komast yfir ákveðinn þröskuld og festa sig í sessi á alþjóðavísu. Á síð- ustu tveim árum hafa hinsvegar komið fram nokkrir hópar sem hafa slík fyrirtæki til skoðunar.“ Mikill virðisauki Þegar Áslaug hóf störf hjá Traub í fyrrahaust var hún ráðin sem ráð- gjafi, en samt með það í huga að hjálpa til við að stofna TSM Capital, enda með bakgrunn á því sviði frá Baugi. „Þetta er ekki orðinn sjóður, þannig að við leitum uppi tækifæri, finnum fjárfesta og tökum síðan að okkur að stýra fjárfestingunni næstu 3 til 5 árin. Það felst í stjórn- arsetu, stuðningi við stefnumót- unarvinnu og að greiða leiðina að deildaskiptum stórverslunum í Bandaríkjunum og betri búðum um allan heim, svo sem í Rússlandi, Mið-Austurlöndum, Grikklandi, Tyrklandi og Indlandi. Það felst því mikill virðisauki í samvinnunni fyrir framleiðandann og fjárfestarnir, sem gjarnan hafa áhuga en ekki sérþekkingu á þessum geira, fá millilið sem þeir geta treyst, bæði til að velja fyrirtæki með vaxtarmögu- leika og til að leiðbeina þeim í gegn- um vaxtarferlið.“ Traub hefur gott orð á sér fyrir að finna fyrirtæki með vaxtarmögu- leika, að sögn Áslaugar. „Hann er kunnur fyrir að hafa gefið Ralph Lauren tækifæri í Bloomingdales, sem vann þá við að selja bindi. Hann hvatti hann til að hanna fleira og framleiða undir eigin merki. Hann var einnig fyrstur til að upp- götva hæfileika Calvin Klein, Donnu Karan og Tommy Hilfiger og gefa þeim tækifæri. Þegar hann byrjaði hjá Bloomingdales var það lágvöru- verðsverslun, þar sem engin af þekktari merkjunum voru seld. Hann þurfti því að leita uppi merki í Evrópu og varð fyrstur vestanhafs til að hafa á boðstólum Fendi, Yves Saint Laurent, Missoni og Soniu Rykiel.“ Í TSM Capital er sá háttur hafð- ur á að Traub, Singer og Áslaug þurfa öll að falla fyrir fjárfesting- arkostinum – sjá tækifærin sem í honum felast. Og fleiri eru með í ráðum, svo sem Lauren Davis, sem skrifar fyrir Vogue og er stílisti. „Fyrsta fjárfestingin var Matt- hew Williamsson, sem kom til af því að ég hafði fjárfest í því merki þeg- ar ég var hjá Baugi og var í góðu sambandi við Matthew og forstjór- ann, Josep Velosa. Merkið er sterkt í Bretlandi og víða um heim, en einna veikast í Bandaríkjunum. Þannig að þegar ég kom til New York, þá kynnti ég þá fyrir Marvin og þeir vildu endilega finna leið til samstarfs, því þeim fannst akkur í okkar sýn og vildu aðgang að tengslum Marvins. Úr varð sam- komulag við þá og Baug um kaup á hlut í fyrirtækinu. Það var í formi hlutafjáraukningar, við útveguðum fjármagn og Marvin settist í stjórn. Þeir fjármunir munu fara í að opna verslun í New York og tvær til við- bótar í öðrum stórborgum. Einnig aukum við vöruframboðið, bætum við töskum og skartgripum.“ Fjárfesting í Rachel Roy Fjárfestingin fékk nokkra athygli í fjölmiðlum, kom á forsíðu Womens Wear Daily, sem er fagtímarit hönn- unargeirans, og Vogue.com nefndi Áslaugu „Fashions Fairy godmoth- er“. Tilkynnt var um kaupin í lok ágúst og í liðnum nóvembermánuði var tilkynnt um aðra fjárfestingu TSM Capital, sem var í Rachel Roy Fashions, og þar tekur Áslaug sæti í stjórn. „Það fyrirtæki hefur verið um tvö ár í rekstri og er óvenju stórt miðað við það,“ segir hún. „Það var stofnað af Rachel Roy og manni hennar, tónlistarframleiðand- anum Damon Dash, en það hefur fengið jákvæða umfjöllun í fjöl- miðlum og merkið nýtur mikillar virðingar í Bandaríkjunum. Það er meðal annars selt í Bergdorf Good- man, Saks, Neiman Marcus og Nordstrom. Roy hefur einbeitt sér að Bandaríkjunum, en er einnig seld í nokkrum verslunum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Það stendur til að fyrsta verslunin, sem er starf- rækt undir hennar nafni, verði opn- uð bráðlega í New York. Við munum hjálpa henni að komast inn í fleiri verslanir, bæði í Bandaríkjunum og á alþjóðavísu. Þá er það jákvætt að forstjóri Rachel Roy Fashions hefur mikla reynslu, en Marianne Tesler kemur frá LVMH, sem er eitt af stóru tískufyrirtækjunum og á mörg af þekktustu merkjunum. Það er óvenjulegt fyrir svona ungt fyrir- tæki að hafa svo reyndan forstjóra og raunar kemur fjármálastjórinn einnig þaðan.“ Það segir sitt um hversu þekkt Rachel er í Bandaríkjunum að hún hefur komið tvisvar á árinu í spjall- þætti Opruh Winfrey, sem ku vera mælikvarði á slíkt, auk annarrar umfjöllunar í fjölmiðlum. Stefnt að sérhæfðum sjóði Í báðum tilvikum var um minni- hlutafjárfestingar að ræða og verðið ekki gefið upp. „Hvort sem við kaupum meirihluta eða minnihluta, þá fjárfestum við aðeins í fyr- irtækjum þar sem við erum virkir hluthafar og getum átt þátt í að auka virði þeirra. Liður í þeirri stefnu er að við komum inn með við- bótarhlutafé, þannig að við kaupum engan út heldur setjum aukinn þrótt í fyrirtækið. Við fáum svo greitt eins og aðrir fjárfestingarsjóðir, hluta af ávinningnum þegar eignin er seld.“ Almennt eru fjárfestingarnar hugsaðar til þriggja til fimm ára. „Í einhverjum tilvikum getur það verið lengri tími. Við leitum til ólíkra fjár- festa með mismunandi þarfir. Stundum leitum við til fjárfest- ingasjóða, sem krefjast fjármun- anna aftur eftir tiltekinn tíma, en einstaklingar og fyrirtæki innan tískugeirans hafa oft meiri sveigj- anleika. Okkar markmið til lengri tíma er svo að stofna sérhæfðan sjóð.“ – Í hverju felst þá sérhæfingin? „Við setjum okkur ströng skilyrði. Fyrirtæki sem koma til greina þurfa að hafa fimm milljónir dollara í veltu að lágmarki, en almennt erum við með til skoðunar fyrirtæki sem velta á bilinu 5 til 50 milljónum dollara. Hlutaféð sem við leggjum fram þarf að vera á bilinu 5 til 25 milljónir dollara. Í öðru lagi skoðum við merki sem eru í efstu tveimur lög- unum á tískumarkaðnum, að því er varðar verð og gæði, sem kannski má skilgreina sem hátísku. Í þriðja lagi gerum við kröfu um að fyr- irtæki skili hagnaði eða að endar nái saman næstu tólf mánuði. Í fjórða lagi þarf að liggja fyrir að merkið hafi markaðsskírskotun víðar en á heimamarkaði. Matthew er til dæm- is seldur í 150 verslunum um allan heim og þótt Rachel sé ekki á jafn- mörgum stöðum, þá teljum við samt skýr merki um að vara hennar hafi víða skírskotun. Loks erum við að- eins með merki til skoðunar sem hafa fengið viðurkenningu meðal fagmanna í tískugeiranum. Okkar áreiðanleikakönnun felur meðal annars í sér að tala við kaupendur í deildaskiptum stórverslunum, at- huga hvernig varan selst, og einnig við stílista, ritstjóra fagrita og ann- að fólk úr geiranum. Það liggur til grundvallar fjárfestingum.“ Byggt upp orðspor Áslaug segir að sjóðurinn verði ekki stór til að byrja með. Mark- miðið sé að ljúka fyrst nokkrum fjárfestingarverkefnum og byggja með því upp orðspor. „Þegar við höfum sýnt hvað við getum, þá mun- um við hefja vegferðina. Það er erf- itt að segja til um hversu fljótt getur af því orðið. En við gerum ráð fyrir að sjóðurinn verði til að byrja með 50 til 100 milljónir dollara.“ – Þetta er nokkuð ströng skil- greining; langar þig aldrei til að stökkva á önnur tækifæri sem bjóð- ast? „Auðvitað langar mig það oft,“ segir Áslaug einlæglega. „En ég held það sé mikilvægt að vera ag- aður. Það er auðvelt að heillast af hlutum í þessum geira, en okkar markmið er að stofna sjóð og þá þarf að vera skýrt hvar við stöndum. Við erum til dæmis ekki í ný- CHRIS MOOREÚr fatalínu Rachel Roy á tískuvikunni í New York í september. Forsíðan Mikið er fjallað um hönn- un Rachel Roy í fjölmiðlum. Vinnustofan Áslaug og Marianne Tesler, forstjóri Rachel Roy Fashions, á vinnustofu Rachel Roy, en TSM Capital fjárfesti nýlega í fyrirtækinu. TSM Capital Mortimer Singer, Marvin Traub og Áslaug Magnúsdóttir stofnuðu TSM Capital á þessu ári. » „Við leitum uppi tæki-færi, finnum fjárfesta og tökum síðan að okkur að stýra fjárfestingunni næstu 3 til 5 árin. Það felst í stjórnarsetu, stuðningi við stefnumót- unarvinnu og að greiða leiðina að deildaskiptum stórverslunum í Banda- ríkjunum og betri búðum um allan heim, svo sem í Rússlandi, Mið-Austur- löndum, Grikklandi, Tyrklandi og Indlandi.“ Látlaus Fatahönnun Rachel Roy þykir látlaus og klassísk. TÍSKA 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.