Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 18
kvæmdastjóri og áherslum var breytt í verkefnavali. Eitt af fyrstu verkefnum Katrínar var að breyta dansarahópnum í samræmi við þessa stefnu. Og við fundum Dans- flokknum heimili í Borgarleikhús- inu, en hópurinn hafði verið um allt, með æfingaaðstöðu í Engjateigi, en engan fastan samastað.“ Þetta var ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni, að sögn Ás- laugar. „Þarna lærði ég fyrst að vinna með skapandi hæfi- leikafólki, þannig að þetta var mikilvæg reynsla fyrir mig, bæði hvað varðar að horfa á vandamálin út frá rekstr- arhliðinni, því hópurinn mátti ekki fara fram úr fjár- lögum og þurfti að greiða til baka, en einnig þurfti að hlú að listrænu hliðinni. Katrín hefur verið þarna í tíu ár og ég held að Íslenska dansflokknum hafi tekist að byggja upp gott orðspor á Íslandi og utan Íslands. Þetta er rosalega flottur hópur!“ Þegar blaðamaður talar við Ás- laugu er hún nýkomin af sýningu Dansflokksins í Brooklyn. – Hvern- ig var sýningin? „Æðisleg!“ – Svo ert þú í stjórn lítils skyrfyr- irtækis, Siggi’s skyr? „Það var reyndar svolítið furðu- legt. Við Siggi [Sigurður Hilm- arsson] hittumst ekki í gegnum Ís- lendinga. Rétt eftir að við Gabriel fluttum til New York, þá flutti ég fyrirlestur um fjárfestingar í tísku fyrir hóp af ungum og efnilegum leiðtogum. Og Siggi var einn af þessum efnilegu leiðtogum, en þar var fólk úr mismunandi geirum. Við kynntumst eftir það. Og hann er með hágæða hollustuvöru, sem hann markaðssetur á hærra verði en venjulegt jógúrt. Það eru engin aukaefni í því, lágt hlutfall sykurs og fitu, og hann gætir þess að dreif- ingin sé fyrst og fremst í búðir sem hafa slíka ímynd og geta borið hærra verð. Honum fannst ég geta lagt eitthvað af mörkum í markaðs- setningu og uppbyggingu fyrirtæk- isins, þar sem ég ynni einnig á há- vöruverðsmarkaðnum.“ Tækifærin í New York Og Áslaug segist vera alveg sest að í New York. „Ég var þrjú ár í námi í Bandaríkjunum og bjó í Kaliforníu í sex ár með foreldrum mínum sem barn, þannig að ég veit að hverju ég geng. Reyndar leið mér afar vel í London, þar sem ég bjó í sex ár, og það var erfitt að koma hingað í fyrstu. En maður kynnist fljótt fólki hérna, tækifær- in eru mörg, alltaf eitthvað að ger- ast og mikið af fjárfestum. Þetta er því góður staður til að búa og starfa á.“ Gabriel Levy, eiginmaður Áslaug- ar, er einn af yfirmönnum Universal Records og ber þar ábyrgð á allri vöruþróun á netinu, að finna nýjar leiðir til að selja tónlist og markaðs- setja tónlistarmenn á netinu og í farsímum. – Þið eruð svolítið upptekin? „Já, pínulítið,“ segir Áslaug og hlær. „Hann er líka með skrifstofu í Los Angeles og er helminginn af tímanum þar. Hann plataði mig hingað en svo ferðaðist hann lengra vestur á bóginn!“ – Og þið eruð bæði í glamúrnum? „Tónlist og tíska fer ágætlega saman! Áslaug á fjórtán ára son, Gunnar Ágúst Thoroddsen, með fyrri eig- inmanni sínum, Gunnari Thorodd- sen, bankastjóra Landsbankans í Lúxemborg. „Hann býr í Lúxem- borg með föður sínum, en er í fríun- um sínum hjá mér,“ segir Áslaug. „Hann hefur búið á mörgum stöðum og ferðast mikið. Hann er hamingju- samur þar sem hann er, en ég vonast til að hann flytji hingað sem fyrst, allavega í háskóla. Hann er í góðum alþjóðlegum skóla í Lúxemborg, þar sem börnin koma hvaðanæva að úr heiminum, bestu vinirnir eru frá Ísrael, Svíþjóð og Japan! Þetta er skemmtileg reynsla fyrir hann, og hann lærir frönsku og þýsku, auk þess sem kennt er á ensku. Svo eyðir hann sumrunum í New York. Þá er gaman að vera til!“  18 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ TÍSKA stofnuðum sprotafyrirtækjum, en ekki heldur í 200 til 300 milljóna dollara fyrirtækjum. Við fáum send- ar svo margar viðskiptaáætlanir og fólk hringir daglega, ekki bara hönnuðir, og það er hægt að vinsa 90% frá með ströngum skilyrðum.“ – Hvernig er samkeppnin? „Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkrir hópar sem sérhæfa sig í fjárfestingum á þessu sviði, en áhug- inn er líka meiri hjá hefðbundnum fjárfestingasjóðum, þar sem er til staðar neytendadeild. Við erum einnig í samkeppni við fyrirtæki eins og Valentino og Hugo Boss, sem keyptu nýlega Proenza Schouler, eitt heitasta merkið af þeim sem eru að festa sig í sessi. Og Narciso Rod- riguez var keyptur af Liz Clai- borne.“ – Hvað um stöðuna á hlutabréfa- mörkuðum – hefur hún áhrif á ykk- ar starfsemi? „Nei, hún hefur ekki haft áhrif á okkar starf. Fyrirtækin sem við er- um að fjárfesta í eru fyrst og fremst með lúxusvörur og þar hefur ekki orðið sami samdráttur á síðustu mánuðum. Þetta eru líka smærri fyrirtæki sem eru í örum vexti. Þau hafa vaxtarmöguleika á alþjóðavísu og það er sterkur vöxtur í Mið- Austurlöndum og Asíu, svo sem Kína og Indlandi. Að því er varðar fjárfestana, þá eru þetta það litlar fjárfestingar, fyrir þá sem að þessu koma, að við höfum ekki fundið fyrir skorti á fjármagni. Þetta er líka að- eins hlutafé sem við setjum inn, við notum ekki lánsfjármagn.“ Innan um karlana Starf Áslaugar felst að miklu leyti í því að koma á samningum, en í því felast margir fundir með hönnuðum og fyrirtækjum. „Ég skoða vöruna og tala við teymin sem að henni standa, athuga hvort möguleiki er á samstarfi og síðan fer mikill tími í samningaviðræður og vinnu með lögfræðingum. Við sjáum líka um áreiðanleikakannanir og þótt þeirri vinnu sé úthýst, þá þarf ég að stýra hópi lögfræðinga og endurskoðenda sem fara yfir reikninga og samninga. Einnig fer dagurinn í að styðja við fyrirtæki sem við höfum þegar fjár- fest í, en sá stuðningur er afar víð- tækur, til dæmis getur hann falist í að hitta mögulegan umboðsaðila eða ræða við blaðakonu hjá Elle í Rúss- landi. Stundum skoðum við hvernig vörum er stillt fram í búðum, förum úr einni búð í aðra, fylgjumst með verðinu og hvar samkeppnisaðilar eru. Ég hef gaman af því að segja vinkonuhópnum að það að skoða búðir sé hluti af starfinu. Þannig að það er ágætt jafnvægi í því að hitta fjárfesta og skapandi fólk.“ Hún lítur íbyggin á blaðamann. „Og ég er aldrei í dragt!“ segir hún og skellihlær. – Er ekki töluvert af konum í þessum bransa? „Jú, ekki síst af þessum hönn- uðum. Ef horft er á stærri tískufyr- irtækin, þá eru starfsmenn að mestu konur, nema oft eru æðstu stjórn- endur karlmenn. Þar er þó mikið um konur líka.“ – En á fjárfestahliðinni? „Þar eru aðallega karlar. Því mið- ur sit ég mjög fáa fundi með kven- fjárfestum, ætli það sé ekki ein á hverja fimmtíu.“ – Af hverju er það? „Oft þegar við tölum við fjárfest- ingarsjóði, þá hittum við forstjóra eða æðstu stjórnendur, og því miður er það ennþá þannig í fjármálageir- anum að þar eru miklu fleiri karlar en konur.“ – Hamlar það þér í starfi? „Nei, ég er vön því að vera kona í þessum geira. Í viðskiptanáminu voru 70% nemenda karlar, sem þó er hag- stæðara hlutfall fyrir konur, en oft í atvinnulífinu. Hjá McKinsey vann ég með forstjórum og fjármálastjórum sem voru flestir karlar og æðstu stjórnendur fyrirtækja sem Baugur fjárfesti í voru flestir karlar. Maður venst því, en auðvitað væri gaman að sjá fleiri konur í þessum stöðum.“ Samkeppnin mikil – Hvað um íslensk hönnunarfyr- irtæki? „Ég þekki ekki nógu vel stærðina á þeim. En Steinunn Sigurðardóttir er til dæmis hátt skrifuð, vann lengi hjá Gucci og Calvin Klein, og er afar flottur hönnuður. Hún er farin að komast í sumar af flottustu búð- unum. Ég held það sé mikið af hæfileikafólki á Íslandi, en samt er erfitt að reka þaðan alþjóðlegt hávöruverðsfyrirtæki. Flest fyr- irtæki í þessum geira eru með sín- ar höfuðstöðvar í einni af stóru tískuhöfuðborgunum, London, Mílanó, París eða New York. Og það skiptir miklu máli að hafa réttu samböndin til að komast inn í búðirnar og fá góða umfjöllun. Þegar fyrirtækin eru ekki á staðnum er það erfiðara. Matthews fær mikla umfjöllun í Bretlandi, en minni í Bandaríkj- unum, og því er öfugt farið með Roy. Það er því mikil áskorun að byggja upp merki frá Íslandi, auk þess sem heimamarkaður- inn mætti vera stærri.“ – Er tískan harður bransi? „Samkeppnin er ótrúlega mikil, margir að reyna að hasla sér völl, og erfitt að vera ungur hönnuður ef ekki er fjármagn til reiðu. Til dæmis er algengt að það kosti 100 þúsund dollara að setja upp hverja tískusýn- ingu og til þess að koma merkinu á framfæri þurfa þær að vera tvær á ári. Og það er afar erfitt að kom- ast í bestu búðirnar. Við skoðum ekki einu sinni slík sprotafyrirtæki, það er svo áhættusamt. En ef þeim tekst að ná 5 milljónum dollara í veltu og komast í deildaverslanirnar, þá er það ótrúlegt afrek. Annaðhvort liggur að baki því fjárhagslegur stuðningur, ráðgjöf um við- skiptahliðina eða aðgangur að fjölmiðlum sem aðrir hafa al- mennt ekki. Ef horft er á fatamarkaðinn, þá vegur hann þungt í neyslu banda- rískra heimila og einnig evr- ópskra. Margir líta ekki á þennan geira sem alvöru viðskipti, en þetta er ofboðslega stór og mikill sam- keppnisgeiri.“ Áslaug segir mikilvægt að hafa fylgt fljótt eftir fyrstu fjárfesting- unni með fjárfestingu í Rachel Roy Fashions. „Við fengum góða um- fjöllun í fjölmiðlum eftir fyrsta kaupin og það var gott að geta sýnt fram á að það var engin hending. Við erum búin að byggja upp öflugt fjárfestingarfyrirtæki, sem á eftir að eflast enn frekar. Þetta er mik- ilvægt, því nú eigum við auðveldara með að ná til fjárfesta sem vilja setja fjármuni í sjóð, en einnig til hönnuða og þeirra sem reka smærri tískufyrirtæki. Þá vita þeir af okkur og koma til okkar þegar tækifæri gefst og þeir eru tilbúnir. Þeir sjá að við getum lagt okkar af mörkum.“ Dansflokkur og skyr – Svo varst þú stjórnarformaður Íslenska dansflokksins! „Ég var í ballett í gamla daga í Þjóðleikhúsinu. Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, hafði samband við mig árið 1996 og bað mig um skoða framtíð Dans- flokksins, sem átti sér engan sama- stað á þessum tíma. Hann stóð á tímamótum, hlutverk hans hafði verið skilgreint víðtækt, að sinna öllum tegundum danslistar, sem eini íslenski dansflokkurinn, jafnt klass- ískum sem nútíma. En fjármagnið var lítið og flokkurinn hafði farið töluvert mikið framúr fjárlögum á árunum þar á undan. Það var fækk- að í stjórn og voru þar auk mín, Við- ar Eggertsson og Lovísa Árnadótt- ir, sem varð stjórnarformaður eftir að ég hætti. Við sáum að ekki gæti gengið fyrir lítinn hóp með tak- markað fjármagn að sinna öllum tegundum danslistar, það yrði að skerpa fókusinn á það sem Íslenski dansflokkurinn gæti náð árangri í, og okkar niðurstaða varð sú að Dansflokkurinn ætti að einbeita sér að nútímadansi. Við reyndum að miða alla starfsemina við þá stefnu, m.a. með því að ráða nýjan listdans- stjóra, Katrínu Hall, sem hefur bak- grunn í nútímalistdansi. Magnús Árni Skúlason var ráðinn fram- New York Úr fatalínu Rachel Roy. London Frá tísku- sýningu Matthews Williamson í sept- ember. New York Úr fatalínu Rachel Roy. London Kate Moss á fyrstu tískusýningu Matthew Willi- amson. » „… okkar niður-staða varð sú að Dansflokkurinn ætti að einbeita sér að nútímadansi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.