Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 41 MENNING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í TILEFNI af 30 ára afmæli Ný- listasafnsins á komandi ári, hyggst stjórn safnsins gera sögu þess hátt undir höfði á allsérstakan hátt. Sam- kvæmt stefnuyfirlýsingu verður lögð áhersla á að „varpa ljósi á, hreyfa við, rannsaka, sýna og kynna Ný- listasafnið og sögu þess fyrir almenn- ingi svo safnið geti vaxið og fest sig enn betur í sessi sem samtímalista- miðstöð þjóðarinnar.“ Ráðast á í viðamikla úttekt á rómaðri safna- eigninni, sem fáir ef nokkrir, þekkja til hlítar. Koma á verkunum í við- unandi geymslu. Rannsaka á söguna og skrá – ekki er til í fórum safnsins skrá yfir sýningar þess til þessa dags – og allt á þetta að vera gert fyrir opnum tjöldum, í húsakynnum safns- ins við Laugaveg 26. Þannig verður úttektin á safneigninni og skjölum gerð fyrir augum gesta, sem og rann- sóknir fræðimanna og kennsla, og inn í rýmið blandast sýningar þar sem unnið verður út frá sögu safns- ins. „Nýliðin saga nútímamyndlistar hefur ekki verið skráð og saga þess- arar stofnunar er eiginlega bara til í munnmælum,“ segir Nína Magn- úsdóttir, formaður stjórnar Ný- listasafnsins. Nýlistasafnið er sjálfseign- arstofnun, rekin af samtökum lista- manna. Nýló hefur alltaf verið rekið af myndlistarmönnum, sem margir hverjir hafa lagt mikið af sér í starfið í einhvern tíma, og síðan hefur hver stjórnendahópurinn tekið við af öðr- um. Stofnfélagar voru um 20 en með- limir eru um 300 í dag. Byrjað á byrjuninni Meðal markmiða Nýlistasafnsins er að vera miðstöð nýrra strauma og tilrauna í myndlist, að efla hug- myndafræðilega umræðu um mynd- list, vera vettvangur fyrir unga myndlistarmenn, að gegna skyldum listasafns, að safna listaverkum eftir félaga safnsins, að halda utan um og skrásetja sögu samtímamyndlistar á Íslandi, og styrkja stöðu sína sem helsta samtímalistastofnun landsins. Í samtalinu við Nínu kemur glögg- lega í ljós að fyrri markmiðunum hef- ur verið sinnt, safnið hefur verið vett- vangur fyrir framsækna list og unga listamenn, en orka stjórnenda hefur farið í að halda sýningar; verkum var safnað framan af en skráningu hefur ekki verið sinnt. Nú á að ráðast í viðamikla dagskrá á afmælisárinu, þar sem á að bjarga sögunni. „Við ætlum að gera sem mest, fyrst við erum að ráðast í þetta. En það verður að byrja á byrjuninni. Öll okkar gögn eru í kössum og ekki hægt að nálgast þau til rannsókna fyrr en þau hafa verið flokkuð og skráð. Í gegnum tíðina hafa fengist einhverjir peningar til að skrásetja verkin og gögnin en það hefur aldrei verið hægt að gera þetta tilhlýðilega, frá upphafi til enda. Við höfum leitað eftir samstarfi víða, einkum eftir fjármagni og því miður vantar okkur enn þá svolítið upp á til að þetta gangi allt upp. En við höfum einnig verið í öðrum við- ræðum, eins og við Listasafn Íslands, en stefnt er að því að safneignin fari í geymslu til þeirra. Við lítum á allar þessar aðgerðir sem nauðsynlegar til að stofnunin geti skilgreint sig betur og orðið mótaðri til framtíðar.“ Oft hefur verið vísað í ræðu og riti til safneignar Nýló, án þess að mik- ilvægi og styrkur verkanna sé kunn- ur. Nína segir yfirsýn skorta. „Safneignin er vissulega goðsagn- arkennd, hvað er í henni og hvers virði hún er; heimildalega og pen- ingalega. Vafalítið erum við með nokkur lykilverk eftir Dieter Roth, enn fremur stórt safn af grafík og bókverkum eftir hann. Svo erum við með mótunarverk eftir þá kynslóð listamanna sem unnu hér á fyrstu ár- um Nýlistasafnsins. Safneign sem myndast öll með gjöfum verður öðru- vísi en aðrar safneignir. Þótt formlega hafi verið hætt að taka við verkum 1989 hafa listamenn haldið áfram að skilja verk eftir, eftir sýningar, eins og til að mynda Matt- hew Barney. Við þurfum líka að taka afstöðu til þess með hvaða hætti við höldum áfram að safna verkum.“ Varðveitt af Listasafninu Nína segist líta á komandi ár sem allsherjartiltekt. „Ég efast ekki um að margt á eftir að koma í ljós í þess- ari vinnu. Við höfum leitað til lista- og fræðimanna um að koma og vinna innan þeirra áhugasviða, rannsóknir sem geta tengst því sem er verið að vinna að hér. Þá vinna nokkrir mynd- listarmenn verk innan rýmisins.“ Í lok árs á að vera búið að skrá- setja gögnin og verkin fullkomlega, þau síðarnefndu undir umsjón for- varðar Listasafns Íslands. „Verkin verða samt alltaf okkar eign, við er- um að gera samstarfssamning við stofnun sem hefur betri aðstöðu til að hýsa verkin,“ segir Nína. „Það sama á við um gögnin. Með samstarfi við Borgarskjalasafn fæst fullt aðgengi að þeim. Í kjölfarið ættum við að geta ráðist í það að skrá sögu safnsins krónólógískt; hvað hefur gerst hér frá upphafi, með myndum sem sýna starfsemina. Staðreyndin er sú að þessar upp- lýsingar eru ekki til í dag. Ég get ekki sagt þér hvaða sýningar voru í safninu fyrir tíu árum.“ Hún nefnir önnur verkefni sem þarf að ráðast í þegar tími gefst til; alltaf hafi gengið fyrir að skipuleggja nýjar sýningar og yfirsýn hafi skort. „Það þarf að ræða framtíðarhúsnæði safnsins. Við erum hér í leiguhúsnæði og rekstrarfyrirkomulagið er vissu- lega sérstakt, en það hefur alltaf ver- ið rekið af myndlistarmönnum með afar lítið fé milli handanna. Nem- endur í rekstrarfræði við Háskólann í Reykjavík ætla að taka rekstr- arformið út. Þá mun Auður Ólafsdóttir list- fræðingur kenna hér að hluta til kúrs við Háskóla Íslands, myndlist eftir 1960. Okkur langar að fá sem flesta hingað inn til okkar.“ Hávær krafa um upplýsingar Andrea Maack, gjaldkeri félagsins, hefur unnið að uppfærslu heimasíðu Nýló, en hún segir kröfurnar um gagnvirkni og flæði upplýsinga á Netinu sífellt aukast. „Við erum komin með upplýsingar um sýningar síðustu tveggja ára inn en það væri forvitnilegt að hafa upp- lýsingar um allar sýningar frá upp- hafi. Krafan um aðgengilegar upplýs- ingar verður sífellt háværari, til dæmis fyrir fólk sem er að læra lista- sögu og menningarstjórnun. Það er mikið spurt um safnið, til dæmis berast fyrirspurnir frá öðrum söfnum, nú síðast MoMA í New York og núna þarf maður hálfan dag til að finna upplýsingarnar. Það er áhugi á safninu, heima og erlendis. Þetta verður risastór innsetning hjá okkur í eitt ár; öll starfsemin verður sýnileg og allir eru velkomnir til að leggja sitt af mörkum, með sög- um og upplýsingum um starfsemina þessi 30 ár. Þetta verður eins árs maraþon í Nýló.“  Nýlistasafnið verður 30 ára á næsta ári  Úttekt gerð á safneigninni og öll gögn safnsins skráð Eins árs maraþon á Nýló Morgunblaðið/Kristinn Í Nýlistasafninu Meðal sýnenda á árinu voru Guðrún Benónýsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Skipulagt Hluti stjórnar Nýlistasafnsins á vinnufundi. DAGSKRÁ ársins og fyrirhuguðum aðgerðum er skipt upp í nokkra þætti. SAFNEIGNIN Móta á nýtt skráningarkerfi fyrir Listaverkasafn Nýlistasafnsins, flokka og fara yfir verk í geymslum safnsins, ljósmynda þau og skrá. Fyrirhugaður er samstarfssamn- ingur við Listasafn Íslands um for- vörslu og geymslu á verkunum. Safneigninni verður jafnframt pakkað og henni komið fyrir í sam- eiginlegri geymslu Nýlistasafnsins og Listasafns Íslands. Markmiðið er að opna aðgengi að mikilvægum verkum, framfylgja skyldu um skráningu og forvörslu, og kröfum um aðgengi fræðimanna og almennings. Þá á að taka þátt í fræðslu og miðlun á íslenskri sam- tímalist og styrkja hlutverk safnsins við að safna verkum sem aðrar stofnanir sinna ekki, eins og gern- ingum. HALDIÐ TIL HAGA Skrá á munnlegar heimildir um Nýlistasafnið; flokka og fara yfir gögn í eigu safnsins; setja upp sýn- ingar sem unnar eru úr heimildum og gögnum og afhenda síðan Borg- arskjalasafni gögnin, þar sem þau verða aðgengileg almenningi og fræðimönnum. SVARTI KASSINN Miðrými safnsins, þar sem lista- verkaeignin er geymd í dag, breyt- ist í sýningarsal meðan önnur sýn- ingarými eru nýtt sem vinnu- og sýningaaðstaða fyrir safneign og skjalasafn. Settar verða upp fimm til sjö einka- og samsýningar á árinu 2008. Hildigunnur Birgisdóttir held- ur fyrstu sýninguna, sem verður opnuð 18. janúar. Allir vinna lista- mennirnir í samtali við salarkynni safnsins, sögu þess og framtíð- arhlutverk. HREIÐUR - RANNSÓKNIR Allt árið verða sett upp hreiður í safninu. Þau eru litlar sýningar sem eru afrakstur rannsókna þar sem meðal annars er rýnt í listaverk, bókverk, ljósmyndir og veggspjöld. Meðal fræðimanna sem setja upp hreiður eru Eva Heisler listfræð- ingur, sem ásamt Ingólfi Arnarsyni myndlistarmanni skoðar verk eftir Douwe Jan Bakker; Markús Andr- ésson skoðar verk Dorothy Iannone; Valur Antonsson, rithöfundur og heimspekingur, tekur fyrir tengsl ljóðlistar og myndlistar; Guð- mundur Oddur prófessor skoðar plaggatagerð safnsins; Þorvaldur Þorsteinsson bókverk og Oddný Eir heimspekingur veltir fyrir sér hug- myndinni um sjálfsendurskoðun. GJÖRNINGAANNÁLL Nýlistasafnið verði varð- veislusafn á gjörningaverkum og heimildum um gjörninga, en þau eru illviðráðanlegri til „söfnunar“ heldur en verk í aðra miðla. Augna- blikið þegar verkið fer fram er ein- stakt og ekki varanlegt, en hins- vegar liggja heimildir til grundvallar eftir á. Það geta verið ljósmyndir, upptökur, skissur, plön eða uppskriftir. Í safneigninni eru þegar heimildir um 20 gjörn- ingaverk frá 1978 til 1981. SAMSTARF Viðræður fara fram um samstarf við Listasafn Íslands, mennta- málaráðuneyti og Reykjavíkurborg. Þegar er hafið samstarf við Borg- arskjalasafn, listfræðideild Háskóla Íslands og menningarstjórn- unardeild Háskóla Reykjavíkur auk fjölda fræði- og listamanna. Þá er unnið að því að sýningar verði sett- ar upp á listaverkum og gögnum úr eigu safnsins í öðrum söfnum 2009. Úr dagskrá Nýlistasafnsins á afmælisárinu 2008 Í EIGU Nýlistasafnsins eru meðal annars verk eftir listamennina Magnús Pálsson, Níels Haf- stein, Hrein Friðfinnsson, Hörð Ágústsson, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson, Magn- ús Tómasson, Rósku, Sigurð Guðmundsson, Sig- urjón Jóhannsson, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Ívar Valgarðsson, Steingrím Eyfjörð, Rúrí, Steinu Vasulka, Finnboga Pétursson, Guð- rúnu Hrönn Ragnarsdóttir, Dieter Roth, Joseph Beuys, Richard Hamilton, Dorothy Iannone, Jan Voss, Douwe Jan Bakker, Robert Filliou, Peter Angerman, John Armleder, Jan Knap, Alan Jo- hnston, Peter Mönning, Bengt Adlers, Franz Graf, Matthew Barney, Geoffrey Hendricks, Kees Visser og Vito Acconci. Markviss söfnun fyrstu árin Fyrir 30 árum gerðu stofnendur Nýlistasafns- ins sér grein fyrir því að opinber listasaga mót- ast að miklu leyti út frá verkum sem eru í söfn- um. Ákvörðunin þeirra að stofna nýtt listasafn þjónaði þannig tvíþættu hlutverki. Að forða eig- in listaverkum frá glötun og varðveita verk sem annars hefðu glatast eftir tveggja áratuga áhugaleysi opinberra safna á verkum Súm hóps- ins. Fyrstu árin var söfnunin markviss og bæði innlendir og erlendir listamenn gáfu verk. Árið 1989 var formlega hætt að taka við verkum, þótt ýmsir sýnendur hafi gegnum tíðina skilið sitt- hvað eftir í safninu. Það er hins vegar markmið núverandi stjórnar að hefja aftur skipulagða söfnun verka í safneign Nýlistasafnsins. Skjalasafn Nýlistasafnsins inniheldur pappíra sem tengjast safninu, sögu þess og sýning- arhaldi. Þar er einnig að finna skjöl sem tengjast íslenskri samtímalistasögu meðal annars frá Súm hópnun, Gallerí Suðurgötu 7, Gallerí Lóu í Amsterdam og Gullströndin andar. Markmiðið er að viða að safninu gögnum sem tengjast lista- mannarekinni starfsemi allt til dagsins í dag. Níels, Roth, Steina, Barney … Eitt af verkunum eft- ir Dieter Roth. Verk eftir Sigurð Guðmundsson úr safneigninni. Um 800 verk eru í eigu Nýlistasafnsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.