Morgunblaðið - 30.12.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 30.12.2007, Síða 36
lífshlaup 36 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Mér fannst þetta fínt. Með myndbandinu var heimilisfang Gísla á Grund og það með að hann vantaði fólk í vinnu. Ég skrifaði honum og fékk í næsta pósti farmiða með Gullfossi í október og þar með að ef ég endursendi miðann þá væri viðskiptum okkar lokið en ella væri ég ráðin. Ég vissi ekki hvað Grund var en mér fannst mánaðarlaunin, 2.000 krónur, rífleg og það með að ég fengi húsnæði. Þetta voru þá 500 þýsk mörk en ég var með 350 mörk í mán- aðarlaun. En ég gerði mér ekki grein fyrir hve dýrt var að lifa á Íslandi. Ég lofaði fjölskyldu minni að senda henni 100 mörk á mánuði, hitt ætlaði ég að spara, koma svo til baka og fara svo í heimsreisu. Ég fór með lest til Kaupmannahafnar og þar um borð í Gullfoss. Um borð hitti ég tvo Íslend- inga, annar var Skúli Thoroddsen augnlæknir. Þeir spurðu hvert ég væri að fara. Á Grund. Þeir spurðu hvort ég vissi að það væri elliheim- ili. Þeir spurðu um launin og ég komst að því að ekki yrði ég rík af þeim. En ég var búin að ráða mig til árs, þá fengi ég farmiða til baka svo ekki var aftur snúið. Þeir sögðu að ég yrði að læra íslensku, en ég hélt nú ekki, ég ætlaði að læra spænsku og fara svo til Suður-Ameríku. Þeir hlógu góðlátlega. Þegar við sigldum framhjá Vestmannaeyjum var gott veður og það var ógleymanleg sjón að sjá landið rísa upp úr haf- inu. Ég var aðeins 22 ára og var hreint upp- numin. Á barnum á Gullfossi lærði ég að segja allt í lagi, skál og takk. Svo sigldum við framhjá Þorlákshöfn og þá kenndu þeir félagar mér fyrsta bæjarnafnið, mér gekk ekki vel að bera það fram og þeir hlógu sig máttlausa. En þetta kom með æfingunni.“ Reykjavík lítill bær og litlaus „Inn í Reykjavíkurhöfn komum við 10. októ- ber 1957. Mér fannst Reykjavík lítill bær og lit- laus. Það var rigning, en ég var þó svo heppin að koma í land á milli tveggja skúra. Lyktin fannst mér vond og ég var ekki hrifin af Reykjavík. Ekki held ég að ég yrði hrifnari núna, innsiglingin í Reykjavík er ekki hrífandi. Myndin hennar Gerðar Helgadóttur á Toll- stjórahúsinu gerir mann þó sáttari við um- hverfið. Hjúkrunarfræðingur frá Grund tók á móti mér í leigubíl og ég var ekki einmana á vinnu- staðnum, þar unnu þá þegar þó nokkuð margir Þjóðverjar. Ég hafði þó frekar lítið samband við landa mína, þeir voru með barlóm, fannst veðrið, maturinn og lyktin í bænum ömurleg. Þetta var fiskilyktin. Allir Íslendingar voru í Gefjunar- og Geysisúlpum með hettu á höfði og yrtu ekki á mann. Þetta var ekki uppörvandi, enda voru Íslendingar ekki til viðtals í nóv- ember á þeim tíma og eru kannski ekki enn. Um vorið breyttist allt og Íslendingarnir urðu eins og annar þjóðflokkur. Allir glaðir og já- kvæðir. Ég er viss um að það er ekki sama hve- nær ársins gerðar eru skoðanakannanir. Þar sem ég varð strax í æsku talsverður tækifærissinni þá fór ég út í „bisniss“, fór að prjóna lopapeysur milli anna á rannsóknarstof- unni á Grund. Gamla fólkið kom niður og sagði mér frá gömlum dögum og hvaðan það væri. Ég skildi lítið fyrst en smám saman fór ég skilja meira. Mér finnst að þegar útlendingar koma hingað eigi að kenna þeim fyrst allt í kringum það starf sem þeir sinna. Ég hef verið svo heppin að í heilsugæslunni í kringum mig hafa starfað margir læknar sem lærðu í Þýska- landi. Þeir skrifuðu upp fyrir mig það sem ég ætti að segja. Blessuð og sæl, ég ætla að taka blóð, brettu upp ermina, ég þarf að stinga – þetta er ekki sárt. Ég lærði þetta eins og páfa- gaukur. Svo fór ég að líta í Moggann, sem var þarna út um allt, og allt í einu fór ég að skilja orð og orð og gat tengt. Bíóauglýsingar urðu mér ljósar og svo fyrirsagnir. Svona kom þetta þótt ég ætlaði aldrei að læra íslensku. Hún læddist að mér í líki gamla fólksins á Grund.“ Aftur til Íslands „Eftir eitt ár fór ég til Þýskalands aftur þótt Gísli byði mér áframhaldandi vinnu. En ís- lenska vorið hafði tekið mig heljartökum. Eftir að ég kom heim um haustið og hafði fengið vel launaða stöðu sem fylgdu 3 tonn af kolum, pabba til mikillar gleði, stóð ég mig að því að hugsa æ meira til Íslands. Mig dreymdi ís- lensku fjöllin og fannst slæmt að hafa ekki gengið á nema fáein þeirra. Mig langaði til að ganga á Eiríksjökul. Þetta var eins og martröð. Ég hafði gengið svo mikið vorið og sumarið sem ég hafði verið á Íslandi og nú fannst mér svo mikið sem ég ætti eftir að skoða þar. Ég hafði farið í Öræfasveitina í dimmviðri en allt í einu rofaði til og sem í lítilli mynd birtist Hvannadalshnjúkurinn snjóhvítur. Þetta vildi ég sjá aftur og það lét mig ekki í friði. Árið eftir sagði ég því upp og pabbi fyrirgaf mér það aldrei, einkum vegna kolanna. Mamma kom hingað níu sinnum en pabbi aldrei. Ég kom til Íslands aftur atvinnulaus og gerðist ferðakokkur hjá Páli Arasyni og fór með honum um landið sumarið 1959 og kokkaði í ferðamennina. Þetta var mikið púl, stundum eldaði ég fyrir 50 manns og á nóttunni skar ég brauð ofan í mannskapinn, ég fékk sina- skeiðabólgu af öllu saman. En þetta var óborg- anlegt ferðalag. Ég dáðist að bílstjórunum, bíl- arnir voru oft í afleitu ástandi svo þeir eyddu nóttunum í að gera við þá. En alltaf settu þeir upp eldhústjaldið og komu með vatn handa mér úr næsta læk, Um haustið varð ég að ákveða mig. Átti ég að fara til Þýskalands eða vera áfram á Ís- landi? Ég fór upp á Landakot og spurði hvort ég gæti fengið vinnu sem meinatæknir. Prior- innan setti upp merkissvip og sagði: „Það gæti hver sem er komið hingað og sagst vera meina- tæknir!“ Mér fannst þetta óskynsamleg af- staða og ég hugsaði með mér að ég skyldi ekki sýna henni mína pappíra. Ég fór því að skúra, það bauð hún mér. Munurinn á kaupi skúringa- kvenna og meinatækna var ekki mikill þá. Ég skúraði og læknar sem höfðu unnið með mér á Grund gengu framhjá mér og urðu undrandi á að ég skyldi vera orðin skúringakona. En það gerði enginn neitt til að hjálpa mér. Um vorið hringdi Bergljót Halldórsdóttir og spurði hvort ég gæti leyst af í barnsburðarleyfi henn- ar á Borgarspítalanum sem þá var við Bar- ónsstíg. Ég hélt það nú og var þar í 3 mánuði. Nunnurnar sögðu mér að menn væru kröfu- harðir á Borgarspítalanum, þær trúðu mér alls ekki.“ Konur eru alltaf óléttar „Þegar Bergljót kom aftur hafði ég kynnst Ólafi Jenssyni lækni, sem þá var nýlega kom- inn heim frá námi í Bretlandi sem frumu- og blóðmeinasérfræðingur. Þegar ég átti að hætta sagði Ólafur: „Mig vantar stúlku.“ Já, sagði ég. „Mig vantar nauðsynlega stúlku.“ Jæja, hvað ætlar þú að gera? sagði ég. „Verst að þú skulir vera kona, þær verða alltaf óléttar,“ sagði Ólaf- ur. Ég hóf störf hjá honum eftir að hafa farið eina ferð sem leiðsögumaður yfir Kjöl. Ég vann hjá Ólafi í mörg ár og hann reyndist sann- spár, ég eignaðist barn eftir barn. Alls urðu þau sex.“ Og hver var faðir allra þessara barna? „Það er kannski rétt að koma að því, já. Ég hafði sungið í kór frá því ég man eftir mér og vildi fara að syngja hér líka. Mér var bent á Al- þýðukórinn og með honum fór ég að syngja. Hallgrímur Helgason stjórnaði þessum skemmtilega kór sem í var margt fólki utan að landi. Þetta var 1961 og í kórnum var einn maður á lausu, það var hann Guðni minn. Við fórum að draga okkur saman gegnum söng, dans og vináttu. Guðni er einn ellefu systkina úr Austur-Landeyjum. Foreldrar þeirra voru Guðjón Guðmundsson og Jóna Guðmunds- dóttir. Guðni var skrifstofustjóri hjá Frosti í Hafnarfirði. Ég hafði alls ekki ætlað mér að eiga skrifstofumann, en eftir hálft ár hafði ég aldeilis skipt um skoðun og við Guðni giftum okkur. Systur mínar hafa reiknað út að þá muni ég hafa verið orðin ófrísk. Fyrsta barnið fæddist 1963, næsta 1964, þriðja 1966, fjórða 1969, fimmta 1970 og það yngsta 1972. Við eig- um tvo drengi og fjórar stelpur og nú eigum við von á ellefta barnabarninu. Ég þótti nokkuð gömul að eiga börnin. Þeg- ar ég átti fjórða barnið 1969 þá fannst mér hin- ar mæðurnar horfa á mig með furðusvip eins og þær vildu segja: „Ertu ennþá að þessu?“ Þá var ég 34 ára. Barneignaraldur á Íslandi hefur farið hækkandi seinni árin. Ég þótti gömul að eiga fyrsta barn 27 ára og Guðni 31 árs. Lenskan hér var að giftast ungur, eiga strax börn og kaupa sem fyrst íbúð, allt öðruvísi hugsanagangur var hér en í Þýskalandi. Ég kynntist Jónu tengdamóður minni þegar hún var orðin ansi fullorðin. Ásamt fjórum börnum sínum byggði hún myndarlegt hús á Grettisgötunni. Þar bjuggu ein systir, fjórir bræður og gamla konan. Ein systirin tók við búinu í Austur-Landeyjum en hin systkinin fluttu suður og móðir þeirra. Guðni var einn þeirra sem byggðu og þegar ég kom inn í myndina vantaði hann ekkert nema konu. Við gátum ekki gift okkur eins fljótt og við vildum af því að eldhúsið var ekki tilbúið. Tengdamóð- ir mín bjó fyrir ofan okkur með dóttur sinni og ég kynntist henni því vel. Hún hafði til að bera óvenjulega hagsýni. Hún tók mér vel þótt ég væri mjög ólík íslensku tengdadætrunum. Einu sinni sagði hún: „Þið ættuð bara að gera eins og Barbara.“ Það gladdi mig. En henni fannst ég samt stundum full harkaleg við börn- in mín, ég lét þau sofa úti. Ég gleymi ekki þeg- ar hretið mikla kom 1963. Ég setti Grétu dótt- ur mína út í 12 stiga hita en þegar ég tók hana inn var komið 8 stiga frost og það var 10 senti- metra snjór á barnavagninum. Tengdamamma stóð áhyggjufull upp á efri svölunum; ennþá var barnið úti! Þá var Gréta rúmlega mánaðar gömul. Henni varð ekki meint af þessu þótt nefið væri óneitanlega kalt. Tengdamamma kom niður og þreifaði á höndum barnsins, sem voru heitar. „Já, barnavagnarnir eru ábyggi- lega betri núna en í gamla daga,“ sagði hún bara. Svona var hún góð. Eina sem tengdafólk- inu mínu líkaði illa var að ég talaði alltaf þýsku við börnin mín. Við Guðni ákváðum þetta. Ég hafði séð hvernig fór ef þessa var ekki gætt, þá gátu börnin ekki talað við sína nánustu í Þýskalandi. En þetta gekk vel.“ Ég er Prússi „Ég er Prússi,“ segir Barbara og hlær, þeg- ar blaðamaður dáist að stefnufestu hennar í þessu máli. Meðan á öllum þessum barneignum stóð vann Barbara við sitt fag eftir föngum. „Ef maður dettur út er erfitt að komast inn aftur,“ segir hún. „Mér fannst móðir mín alltaf víti til varnaðar.“ Hún bætir við að húsmóðurstarfið hefði aldrei getað verið henni nóg, þrátt fyrir barnahópinn og alla þá handavinnu sem hún vann meðfram öllu öðru starfi. „Ég hef líka alltaf lifað samkvæmt mottói afa; maður verð- ur að eiga einhverja peninga upp á að hlaupa ef eitthvað kemur fyrir.“ – En hvernig kom einbýlishúsið í Garðabæ til? „Guðni var alltaf í góðu starfi og vann allt það sjálfur í húsinu sem hann gat og ég raunar líka,“ segir Barbara. „Við voru á Grettisgötunni í 10 ár, þá fluttum við hingað, enda orðið þröngt um okkur á gamla staðnum. Við vorum frumbýlingar hér, komum hingað 1972 og þekktum þá alla hér í kring. Hér í þessari götu með 17 húsum voru 50 börn. Það var því mikið fjör. Börnin okkar uxu upp og menntuðu sig að vild og eru nú öll gift og eiga börn, nema sú yngsta. Þeim hefur oft komið þýskukunnáttan að gagni.“ Þegar yngsta barn Barböru fæddist, 1972, var hún um það bil að hefja nám í öldungadeild MH, sem þá var að taka til starfa. „Mig langaði alltaf að læra meira og svo er svo mikið menntasnobb hér á Íslandi. Í þá daga átti maður ömurlegt líf ef maður var ekki stúd- ent. Það gegnir þó öðru máli með karlmenn. Guðni var skrifstofustjóri þótt hann væri ekki stúdent, það kom ekki að sök. Ég get nefnt dæmi um þetta viðhorf. Ég var þá að vinna hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og var að skrifa 4 bréf á þýsku. Deildarstjórinn fór yfir bréfin til að athuga hvort allt kæmi fram sem stefnt var að. Við ræddum um þetta en þegar í ljós koma að ég var ekki stúdent þá rak deildarstjórinn upp hálfkæft óp. „Ertu ekki stúdent?“ Eftir það fékk ég öll bréf til baka sem ég skrifaði á mínu móðurmáli – og hún hafði sitt hvað við þýskuna mína að athuga. Þetta þótt mér í meira lagi skondið. En núna er ég sem betur fer orðin stúdent í þýsku frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð og lendi ekki í svona vandræðum framar. Þröngsýni er aldrei góð. Ég hafði áður fengið leyfi til að taka stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík ut- anskóla. Rektor skoðaði pappírana mína og leyfði þetta. Það fannst mér mikil viðurkenn- ing, en þetta var áður en ég fór í kór, kynntist Guðna og eignaðist öll börnin. Öldungadeildin fannst mér mjög skemmti- legur skóli og enn skemmtilegra fannst mér að fara í líffræði við Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi. Ég gerði því draum minn að veruleika. En þetta var hægt fyrir mig af því ég er svo vel gift. Guðni gaf krökkunum að borða og kom þeim í rúmið. Krakkarnir eru enn að tala um hve gaman hafi verið með pabba þennan tíma. Þau kynntust honum vel þá og hafa nánara samband við hann en ella hefði verið. Guðni vildi raunar að ég færi í tannlækningar, þær gæfu svo góðan pening. En mig langaði hreint ekki til að eyða lífinu uppi í annarra manna munni. Líffræðin tengist aftur meinatækninni og þar hafði ég forskot. Ég lauk BS-prófi í líffræði en vann áfram sem meinatæknir á heilsugæsl- unni í Kópavogi. Ég tók blóð úr mörgum Kópa- vogsbúum meðan ég beið eftir að einhver kæmi með líffræðistarf fyrir mig á silfurfati. Ég var orðin 44 ára þegar ég lauk háskólaprófinu og gat ekki hugsað mér að vinna kauplítið að alls- konar verkefnum. Ég starfaði svo síðar á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík þar til ég hitti dr. Margréti Guðnadóttur prófessor í veirufræði á götu. Hún spurði mig: „Ert þú hrædd veirur og sjúkdóma?“ Nei, til hvers ætti ég að vera það, svaraði ég. „Mig vantar ein- hvern til starfa, margir hræðast HIV- veirusýkingu, værir þú til í að vinna fyrir mig?“ Þar með var ég orðin líffræðingur. Fyrst vann ég í Blóðbankanum þegar þar var sett upp smitsjúkdómadeild. Seinna fór ég í Ármúla, þar sem rannsóknastofan í veirufræði er. Það- an útskrifaðist ég svo þegar ég komst á lögleg- an lífeyrisaldur.“ Vill klæða landið skógi Eftir umrædda útskrift hefur Barbara sinnt fjölskyldu sinni, tónlistinni, blómarækt og skógrækt. „Ég hef alltaf verið á fullu,“ segir Barbara þegar ég hef orð á að hún hafi lifað ríku lífi. „Nú er ég mest í skógræktinni og kall- ast fræmeistari Garðyrkjufélags Íslands, ég tel mig þó frekar í frænefndinni. Við í Skógrækt- arfélagi Garðabæjar erum með hátt á annað hundrað hektara skógrækt í umsjá okkar, í Tjarnarholti og víðar. Mér fannst alltaf sorg- legt að sjá sköllótta kolla í fjöllum Íslands og hef gjarnan viljað klæða þá gróðri. Ég vil fá fallega haustliti og koma í veg fyrir að landið fjúki á haf út. Mér þykir vænt um hvern lófa- stóran blett af Íslandi en tel mig þó fyrst og fremst Öræfing. Ég veit ekki hvort þau í Öræfasveitinni eru sama sinnis, en ég veit þó ekki betur en ég hafi verið fyrsta konan sem smalaði Skeiðarársandinn. Nú tala menn há- fleygt um Vatnajökulsþjóðgarð en samt hefur Skaftafellsþjóðgarðurinn verið í svelti í ára- tugi. Mér finnst heppilegra að hafa minna und- ir en gera betur.“ gudrung@mbl.is Fermingarbarnið Barbara í fermingar- kjólnum, hann var saumaður upp úr fóðri úr gamalli kápu. »Um vorið breyttist allt og Íslendingarnir urðu eins og annar þjóðflokkur. Allir glaðir og jákvæðir. Ég er viss um að það er ekki sama hvenær ársins gerðar eru skoðanakannanir. Friðarbarn Barbara í Berlín rétt áður en stríðið byrjaði. Hún og yngsta dóttirin voru kallaðar friðarbörn í fjölskyldunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.