Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 29
leytið, og fréttastjórinn þurfti að sitja með henni í þrjú korter og ræða við hana þótt hann hefði engan tíma til þess. En um leið rokseldist blaðið og það var rosa stemmning hjá þeim. En fyrr eða síðar hlaut þetta að springa. Við vorum þarna talsvert mikið og ég held að það skili sér í þættina, það sé viss raunsæislegur blaðamennskuandi yfir þeim. Og okkur fannst mjög mikilvægt að þetta væri trúverðugt.“ En hafði þessi vettvangskönnun afgerandi áhrif á sýn ykkar á við- fangsefni þáttanna? Lentu jafnvel sérstök athugunarefni af ritstjórn- inni óbreyttir í þættina? „Algjörlega. Það eru karakterar þarna sem eru beinlínis fengnir úr þessari vettvangskönnun. Við hent- um líka á lofti ýmsa frasa úr brans- anum og fengum að líta á boðorð Jónasar Kristjánssonar sem voru í hávegum höfð á ritstjórninni. Eins var með þessa sérstöku spennu í loft- inu þegar verið er að loka blaðinu 10 mínútum fyrir „deadline“. Dagurinn á svona ritstjórn byrjar frekar ró- lega en svo smáeykst spennan og um kaffileytið er ritstjórinn orðinn stressaður og farinn að öskra á menn. Þetta skilar sér held ég allt.“ Hið íslenska púsl Andrúmsloftið á ritstjórninni í þáttunum minnir á orð sem sjón- varpsmaðurinn Egill Helgason lét falla einhvers staðar að það fylgdi voða lítill glamúr blaðamennsku á Ís- landi. Bjó einhver slík hugsun að baki við gerð þeirra? Óskar: „Já, við vildum fá mikla jarðtengingu og útgangspunkturinn var eiginlega þessi samtvinnun á vinnunni og fjölskyldulífinu. Við vild- um að það væri mjög áþreifanlegt hvað það er erfitt að púsla þessu saman þótt það séu komnir farsímar og allir á sínum einkabíl þá er alltaf allt einhvern veginn í háalofti.“ Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikur aðalpersónu þáttanna, unga ein- stæða móður sem ræður sig til starfa sem blaðamaður á Póstinn. Sara Dögg hefur áður leikið í kvikmynd- um sem gerast á fyrri tíð eins og Myrkrahöfðingjanum og Kaldaljósi. Er ekki annars konar nálgun við að leika í þáttum sem eiga að gerast hér og nú og? „Algerlega,“ segir Sara Dögg. „Það er að vísu einhver ólæknandi rómantíker í mér sem vill vera svolít- ið í fortíðinni þannig að mér finnst það ekkert leiðinlegt. En þetta er sérstök áskorun að leika eitthvað sem er að gerast í dag.“ En þessi einstæða móðir, það er dálítið dapurlegt basl á henni. „Auðvitað er það dapurlegt. En það er bara raunveruleiki svo margra. Og þess vegna er brýnna að segja það. En það mæðir mikið á henni. Hún er einstæð móðir, þarf að rjúka úr vinnunni vegna endalauss klúðurs í óábyrgum barnsföður. Og svo á versta tíma springur á bílnum.“ Sumir handritsráðgjafar segja ein- mitt að ef menn lendi í vanda með framvindu verks sé gott ráð að vera nógu vondur við aðalpersónuna. Fékkstu nokkuð á tilfinninguna að höfundar þáttanna væru óþarflega vondir við þig? Sara: (Hlær) „Nei, reyndar ekki! Hins vegar koma bara stundum svona tímabil í lífi fólks þar sem allt virðist vera í heljargreipum. Ég lenti sjálf í álíka aðstæðum um daginn þar sem sprakk hjá mér með hvissi í tví- gang með tveggja vikna millibili. Og þá flaug um hugann: „Bíddu, nú er verið að segja mér eitthvað.“ Þetta er annars mjög venjuleg stelpa í öfgafullum kringumstæðum. Og þetta eru hennar aðstæður – ég tala nú ekki um að fara í blaðamennsku á svona stað – það er bara pakki út af fyrir sig. Síðan kemur allt hitt inn í, púsl við daglega lífið, fyrrverandi og tilvonandi og hvað veit ég. – En lífið er oftast svo miklu stærra en handrit rúmar. Þess vegna finnst mér þetta alls ekki „overkill“.“ Óskar: „Ég hef sjálfur upplifað svona daga í tíunda veldi – þar sem sprungið dekk var minnsta málið.“ Að finna réttu leikarana Óskar segir að mikil vinna hafi far- ið í að finna réttu leikarana í hlut- verkin. „Ef maður finnur réttu leikarana þá er allt annað bara leikur, bók- staflega. Sumir leikarar eru bara þannig að þeir falla svo vel í hlut- verkið að það þarf ekkert að pæla meira í því. Það var annars lögð mikil vinna í þetta og gerðar ítrekaðar kröfur, sumir þurftu að koma oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þetta var langt ferli þar sem við vor- um að þreifa fyrir okkur. Þetta eru líka mörg hlutverk með texta, um 60- 70 alls. Svo ferlið varð ansi umfangs- mikið, enda er þessi sería á við þrjár bíómyndir að umfangi. Þegar leik- ararnir voru loks fundnir tók við þétt æfingaferli og upptökurnar voru líka mjög þéttar og hraðar.“ Það þríeyki sem er hvað mest áberandi á ritstjórn blaðsins leika Kjartan Guðjónsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Stefán Hallur Stef- ánsson. „Við reyndum að hafa svolítið af „ferskum“ andlitum,“ segir Óskar, „fólki sem ekki hefur leikið svo mikið í mynd til að ná vissum „realisma“. Það er líka til svo mikið af ungum leikurum sem hafa ekki verið svo áberandi.“ En höfðu leikararnir mikil áhrif á gerð persónanna? „Það var mjög einstaklings- bundið,“ segir Óskar. „Sumir koma mikið með eigin innlegg og pælingar, aðrir vilja bara fá leiðbeiningar.“ En til dæmis persóna þín, Sara, hún virðist ekki eiga í teljandi erf- iðleikum með að samlagast mór- alnum á þessu umdeilda blaði. Var það einhvern tíma að vefjast fyrir þér. Hugsaðirðu einhvern tímann: „Myndi hún bregðast svona og svona við?“ „Já, auðvitað koma alltaf augna- blik þar sem maður hugsaði: „Já, eru þetta eðlileg viðbrögð?“ Ég man að einhvern tíma spurði ég Skara: „Já, gerir hún þetta?“ Og Skari svaraði „Já, hún gerir þetta.“ Svo ég gekk burt en hélt samt áfram að hugsa um þetta, kom aftur til hans og spurði „Ertu alveg viss, gerir hún þetta?“ „Já, ég er búinn að segja það,“ sagði hann hálfpirraður.“ Sara hlær. „En hún er auðvitað á vissan hátt utan- veltu á þessari ritstjórn. Ég hugsaði fyrst um hvort ég ætti að undirbúa mig sérstaklega með því að kryfja vinnubrögð blaðamanna. En svo ákvað ég að það gera það einmitt ekki þar sem hún er einmitt óreynd og því klaufalegri sem hún er þeim mun betra. En annars vill hún ná tökum á starfinu og þess vegna sam- lagast hún móralnum kannski bet- ur.“ Óskar: „Ég tók eftir því með Söru að hún pældi alltaf mikið í því fyrir hverja senu hvaðan hún væri að koma og hvað gerðist næst. Hún pældi óvenju mikið í rökfræðinni, hvar í ferlinu hún væri stödd. Því auðvitað var þetta allt skotið í belg og biðu.“ Ert þú ekki annars bundin ströng- um þagnareiði varðandi framvindu þáttanna, Sara? Máttu nokkuð tala af þér í jólaboðum? Sara: „Er það nokkuð, Óskar?“ Óskar: „Nei, annars … verðurðu drepin.“ „Óskar gefur mjög skýr skilaboð sem leikstjóri,“ segir Sara Dögg og hlær. Þau Sara og Óskar komast síðan að því að ýmislegt sé óneitanlega kunnuglegt við kaldranalegan heim- inn á ritstjórn blaðsins í þáttunum. Óskar: „Þessi barningur, hann á líka við kvikmynda- eða sjónvarps- þáttagerð. Þetta er alltaf þessi bless- aði barningur. Þetta er mikil vinna, launin lág, manni er alltaf kalt og er að borða einhvern bakkamat í vondu veðri. Það er enginn glamúr í þessu. Og við þekkjum þetta svo vel.“ „Já,“ segir Sara Dögg og hlær. „Það er enginn glamúr en samt eitt- hvað. Það er eitthvað þarna…“ „Eitthvert ævintýri,“ segir Óskar. Þurfum að stökkva út í djúpu laugina Óskar segir að þessir nýju þættir séu gott dæmi um það sem nú geti farið í hönd í gerð íslensks leikins sjónvarpsefnis. „Þessi þáttaröð er til dæmis ekki dýr miðað við það sem gerist í ná- grannalöndunum. En við erum bara stödd á Íslandi og markaðurinn er lítill. Það stendur heldur enginn í svona framleiðslu til að verða feitur á því eða ríkur. Ég held að við verðum bara að stökkva út í djúpu laugina og gera svona þætti. Krimmar eru uppi á teningnum núna. En það skiptir ekki máli hvernig seríur eru gerðar heldur að fólk horfi á þær. En krimmar eru mjög góðir af því að þeir koma svo víða við. Þeir kryfja svolítið mannlífið, ekki bara í sinni fallegustu mynd heldur líka nei- kvæðari hliðar þess. Það er okkar eldsneyti.“ Blaðamaður Sara Dögg Ásgeirs- dóttir : Aðalpersónan Lára. Ritstjóri Kjartan Guðjónsson: Nökkvi ritstjóri. Stjórnarformaður Vilhjálmur Hjálm- arsson: Bjarni stjórnarformaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 29 Fáðu úrslitin send í símann þinn Núna er rétti tíminn til að huga að framtíðinni 8.janúar Kynning á námskeiðum á Grand hótel milli 18:00 og 22:00. Fyrirlestur um námskeiðin milli 20:00 og 21:00. Ókeypis aðgangur. Nánari upplýsingar á www.gbergmann.is Sýnishorn af dagskrá hjá Guðjóni Bergmann árið 2008 11. til 13.janúar Þú ert það sem þú hugsar (helgarnámskeið í Reykjavík) 22., 24. og 27. janúar Lærðu að kenna slökun (námskeið fyrir fagfólk og áhugamenn) 29., 31.janúar og 3.febrúar Þú getur staðið upp og talað (frjálsleg og fagmannleg framkoma) 18. til 20.janúar Þú ert það sem þú hugsar (helgarnámskeið á Akureyri) 26.janúar Þú ert það sem þú hugsar 2 (nýtt eins dags námskeið) 9.febrúar Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin (eins dags námskeið byggt á samnefndri bók) Í mars og apríl verða námskeið í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Markmiðakvöld 3.janúar milli 19:30 og 23:00 á Grand hótel Reykjavík. Leyfðu Guðjóni Bergmann að leiða þig í gegnum öflugt markmiðasetningarferli. Vanur maður, vönduð vinnu- brögð og allir ganga út með skýrari framtíðarsýn. Vinnubók fylgir. Verð 6.500 kr. Skráning og nánari upplýsingar á www.gbergmann.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.