Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 31
„Já. Ég hef reyndar verið að benda á að það væri gráupplagt að setja hátæknisjúkrahúsið þangað og vera ekki að troða því í þrengsl- in við Háskólann.“ Þingmenn verða að hafa sýn í vegamálum Við víkjum spjallinu að sam- göngumálum og þeirri sérstöðu Garðabæjar að vera á tveimur stöð- um nánast klofinn í tvennt af fjöl- förnum stofnbrautum, Reykjanes- braut og Hafnarfjarðarvegi. Gunnar hefur ákveðnar skoðanir á þeim málum. „Til þessa hafa aðilar eins og Vegagerðin og jafnvel Alþingi sagt að það væri allt of dýr framkvæmd að fara með vegi ofan í jörðina. En svo voru menn ekki fyrr búnir að opna nýju Hringbrautina en ein- hver pólitíkusinn sagði: „Við hefð- um kannski frekar átt að fara með þetta í stokk.“ Enda er landrýmið bæði dýrt og svo er mengun af um- ferðinni. Ég hef bent á það ásamt hagsmunasamtökum íbúa í Hnoðra- holti að við hefðum átt að fara með Reykjanesbrautina í stokk. Og nú eigum við í viðræðum um Hafn- arfjarðarveginn. Við viljum að hann fari í stokk. Við þurfum að hugsa um hag íbúanna hér varðandi há- vaða og mengun. Það þarf einfaldlega að koma til alveg ný hugsun í samgöngumálum á Íslandi. Menn þurfa að hætta að tala eingöngu um hvað hlutirnir séu rosalega dýrir og fara að hugsa um að finna bestu lausnirnar. Og bestu lausnirnar eru að fara með marga vegi niður í jörðina. Hér vil ég brýna þingmennina okkar, svo þeir láti ekki segja sér að það sé ekki hægt að gera hlutina. Það eru þeir sem eiga að hafa sýnina og stýra þessu.“ Þarf þjóðarsátt í menntamálum Bakgrunnur Gunnars sem for- stöðumanns fræðslu- og menning- arsviðs bæjarins hefur vísast sín áhrif á áherslur hans við stjórn bæjarins. Að minnsta kosti er ljóst að skólamál brenna á honum og um leið kjör kennara. „Ég held að við séum komin á þann punkt núna að við þurfum að taka rækilega til í launamálum upp- eldisstétta, bæði leik- og grunn- skólakennara. Þar þurfa þrír aðilar að koma að. Í fyrsta lagi þurfa skólastjórnendur að skoða hvort því fé sem varið er í reksturinn sé varið á skynsamlegan hátt eða hvort e.t.v. sé hægt að setja eitt- hvað af því í laun kennara. Sveit- arfélögin þurfa að koma að málinu með launahækkanir. Og loks þarf ríkið að koma til. Þetta snýst um að rífa skólamálin upp á hærra plan og þar með menntun þjóðarinnar.“ Nú hafa stjórnvöld einfaldlega sagt á umliðnum árum að þessi mál séu alfarið komin á borð sveitarfé- laganna. „Já, en það er bara ekkert hægt að tala svona. Ríkið verður að koma að þessu með okkur. Ríkið er held- ur ekki saklaust af launaskriði há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna sem kennarar bera sig saman við. Í þeim samanburði hallar á kennara. Með samvinnu þessara þriggja að- ila eigum við að geta gert byltingu í að hækka viðkomandi kjör verulega svo friður myndist um þetta mál. Að sama marki þurfa foreldrar sem þrýstihópur að hætta að bera kenn- arastarfið sífellt saman við önnur störf eins og sín eigin. Þeir þurfa að temja sér að spyrja: Hvað er það besta fyrir börnin okkar, hvað þarf að gera til að fá besta fólkið inn í skólana?“ Aðspurður um fleiri hugðarefni segir Gunnar áhugavert að huga að því að fella niður fasteignaskatta í bænum á komandi árum. Þar megi byrja á elstu íbúunum en láta nið- urfellinguna svo smám saman ná til allra íbúanna. „Við höfum þegar stigið stórt skref í Garðabæ í þessa átt fyrir 70 ára og eldri. Það verkefni ætti að taka um 10 ár. Laga má rekstur bæjarfélagsins smátt og smátt að brottfalli þessa tekjustofns en fasteignaskattar eru nú um 5% af tekjustofni Garða- bæjar.“ Í hvað fer tími skólastjórnenda? Gunnar Einarsson hyggst nú næstu mánuði einhenda sér í að ljúka því doktorsnámi sem hann var langt kominn með þegar hann tók við starfi bæjarstjóra fyrirvaralítið. Doktorsverkefni hans snýr að sér- legu hugðarefni hans, skólastjórn- un. „Í doktorsritgerðinni rannsaka ég skólastjórnendur, hvernig þeir verja tíma sínum. Ég tel að skóla- stjórnendur séu gríðarlega mik- ilvægir fyrir þjóðlífið allt. Þeir eru í lykilstöðu til að keyra skólana áfram og mér hefur fundist skorta dálítið á að við gerum nægar kröfur til þeirra hvað menntun varðar. Þetta er kveikja rannsóknar minnar og síðan hef ég samhliða henni ver- ið að hanna rannsóknartæki til að skrásetja hvernig menn verja vinnutíma sínum. Það er tölvustýrð dagbók þar sem menn færa inn hvaða verki þeir eru að sinna hverju sinni. Í vikulok sjá þeir skýrt í hvað vinnutíminn fór og geta þá notað dagbókina til að meta vinnulag sitt og um leið sjá hvað þeir eru hugsanlega að forðast í vinnunni.“ Án þess kannski að átta þig á því? „Einmitt. Ég hef stundum sagt að skólastjórnendur séu helst til uppteknir af agamálum. Kannski er það vegna þess að þeir kunna vel að kljást við þau, enda koma þeir að skólastjórnun úr kennarastarfinu. En þá spyr maður sig: „Eiga þeir að vera á kafi í þessu?“ Það þykir ábyrgðarmikið og flott þegar skóla- stjóri segir: „Ég skal leysa þetta,“ og ræðst svo á tiltekið vandamál með viðkomandi foreldrum. En kannski ætti hann að vera að gera eitthvað allt annað og aðrir að sinna þeim málum.“ Pólitíkin Gunnar kveðst ekki hafa gert upp við sig hvort hann vilji kveða sér frekara hljóðs á vettvangi stjórn- málanna en að sinna starfi bæj- arstjóra. „Ég er bara ráðinn hér sem bæj- arstjóri. Það er síðan stjórn full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins sem ákveður hvaða leið verður farin fyr- ir næstu kosningar, hvort stillt verður upp lista eða farið í prófkjör. Samstarf mitt og Erlings Ásgeirs- sonar, oddvita okkar hér, hefur staðið í tæp 30 ár og verið mjög gott. Hann er farsæll stjórn- málamaður. Hið sama gildir um aðra bæjarfulltrúa sem eru allir af- bragðsfólk. Aðalatriðið er að hér verði áfram í forystu framsýnir stjórnmálamenn sem þora að taka ákvarðanir og hafa um leið brenn- andi áhuga á málefnum bæj- arfélagsins og íbúa þess. Garðabær hefur verið fyrstur sveitarfélaga til að innleiða ýmsar nýjungar í þjón- ustu við íbúa og hefur nú mótað sér þá stefnu að vera í fararbroddi í umhverfismálum. Ég vil sjá bæj- arfélagið halda áfram á slíkri braut. Ég er að minnsta kosti tilbúinn til að taka þátt í stjórnun bæjarins áfram og vona bara að ég fái tæki- færi til þess eftir að þessu kjör- tímabili lýkur. Það kemur einfald- lega í ljós þegar þar að kemur hvort svo verður og þá undir hvaða for- merkjum mín aðkoma verður. En ég er gamall keppnismaður úr íþróttunum og vil vera í fremstu röð.“ málum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 31 FÉLAGSVÍSINDADEILD www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 4 04 88 1 2/ 07 Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður spennandi námskost: 15 eininga diplómanám á meistarastigi. Tilvalið nám með starfi. FARSÆL LEIÐ TIL ÞRÓUNAR Í STARFI OG MEIRI LÍFSGÆÐA ■ Afbrotafræði ■ Alþjóðasamskipti ■ Atvinnulífsfræði ■ Áfengis- og vímuefnamál ■ Fjölmenningarfélagsráðgjöf ■ Fjölmiðlafræði ■ Fræðslustarf og stjórnun ■ Fötlunarfræði ■ Hagnýt jafnréttisfræði ■ Mat og þróunarstarf ■ Opinber stjórnsýsla ■ Rannsóknaraðferðir félagsvísinda ■ Þróunarfræði ■ Öldrunarfélagsráðgjöf ■ Öldrunarþjónusta Umsóknarfrestur er til 4. janúar Inngönguskilyrði eru BA-próf eða sambærilegt próf. Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur inngöngu í það. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu deildar: www.felags.hi.is Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra framhaldsnáms, skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu, sími 525 4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.