Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan HVAÐA GLÆPSAMLEGA ATHÆFI VARST ÞÚ AÐ VIÐHAFA Í ÞETTA SKIPTIÐ? AF HVERJU HELDUR ÞÚ ALLTAF AÐ ÉG HAFI VERIÐ AÐ STUNDA EITTHVAÐ GLÆPSAMLEGT ATHÆFI? VEGNA ÞESS AÐ Í HVERT SKIPTI SEM... FYRIR UTAN ÞÁ AUGLJÓSU ÁSTÆÐU AÐ SJÁLFSÖGÐU HAMINGJUSAMT FÓLK STUNDAR LÍKA VEGGJAKROT MAMMA, PABBI... ÉG NÁÐI MÉR Í FLENSUNA HÉRNA ER NÝJA STEFNURÆÐAN FYRIR HEILBRIGÐISRÁÐHERRANN ÉG ER VISS UM AÐ HONUM EIGI EFTIR AÐ FINNAST ÞETTA VERA SKEMMTILEGASTA SKÁLDSAGAN SEM ÉG HEF SKRIFAÐ TIL ÞESSA HÆNA Á DÖGUM SHAKESPEARE... AÐ FARA, EÐA EKKI FARA YFIR GÖTUNA?... ÞAÐ ER SPURNINGIN ÞAÐ ER AUGLJÓST AÐ GLÆPURINN HEFUR VALDIÐ MIKLU FJAÐRAFOKI dagbók|velvakandi Ísland og Evrópusambandið ÞEGAR rætt er um hugsanlega inn- göngu Íslands í Evrópusambandið eru oft færð fram rök um efnahags- legan ávinning. Slík rök byggjast gjarnan á flóknum útreikningum sem almenningur getur átt erfitt með að leggja mat á. Vissulega skipta efnahagsleg rök máli en að mínu mati ber fyrst að líta til þess hvers konar fyrirbæri Evrópusam- bandið er. Hvers konar stjórnsýsla er þar viðhöfð? Hvaða áhrif hefur aðild á sjálfstæði aðildarríkjanna? Hvaða áhrif hefur aðild á ákvörð- unarrétt aðildarríkjanna í eigin mál- um? Færist ákvarðanataka frá aðild- arlöndunum til Brussel í málum sem eðlilegt er að taka ákvarðanir um heima fyrir? Þjappast vald á fárra hendur? Hvaða áhrif hefur reglu- verk Evrópusambandsins á atvinnu- lífið og nýsköpun á því sviði? Er kerfið fljótt að leiðrétta sig ef tekin er röng stefna? Spurningum sem þessum þurfum við að byrja á að svara. Ef stjórnsýsla Evrópusam- bandsins er með einhverjum hætti óeðlileg og möguleikar á breytingum takmarkaðir mun aðild fyrr eða síð- ar hafa neikvæð áhrif, einnig á efna- hag aðildarríkjanna jafnvel þótt út- reikningar bendi til ávinnings til skemmri tíma litið. Heilbrigð stjórn- sýsla er forsenda efnahagslegra framfara og góðs samfélags. Mik- ilvægi réttrar stjórnsýslu er vel þekkt meðal fólks sem rekur fyr- irtæki af ýmsum stærðum. Þar skiptir höfuðmáli að ákvarðanir séu teknar á réttum stöðum, boðleiðir séu skýrar og skipulagið gagnsætt. Þó svo að mannkynið myndi eina heild sem þarf að koma sér saman um margt er mikilvægt að valdi sé dreift á smærri einingar sem hafa ákvörðunarrétt um sín sérstöku mál. Einstaklingurinn er minnsta eining samfélagsins, þá fjölskyldan, sveit- arfélögin og þjóðir. Síðan hafa þjóð- irnar með sér ýmiss konar samstarf. Ef bandalög þjóða taka sér vald sem eðlilegt er að sé á höndum einstakra þjóða er hætta á ferðum. Rétt eins og þegar ríkisstjórnir taka að ráðsk- ast með mál sem einstakar fjöl- skyldur eða sveitarfélög ættu að taka ákvarðanir um. Ísland er fámenn þjóð og boðleiðir tiltölulega stuttar. Þess vegna eigum við á svo mörgum sviðum auðvelt með að aðlagast breyttum að- stæðum. Þetta er mikill kostur sem við megum ekki glata. Eftir því sem ég fæ séð vantar töluvert á að Evr- ópusambandið bjóði upp á heilbrigt og eðlilegt samstarf þjóða. Það teyg- ir arma sína mun lengra inn fyrir landamæri þjóðanna en ég tel eðli- legt. Mér finnst Evrópusambandið því ekki álitlegur kostur og tel far- sælla að byggja upp samstarf við þjóðir á öðrum grunni en þar er boð- ið upp á. Guðni Þorvaldsson, Gullengi 11, Reykjavík. Styðjum björgunarsveitirnar Mig langar til að biðja alla þá, sem nutu aðstoðar björgunarsveita landsins í óveðrunum sem hafa gengið yfir landið að undanförnu, að sýna þakklæti sitt í verki og kaupa blys og flugelda af hjálparsveit- unum. Gömul kona. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Nú eiga fiðraðir vinir okkar erfitt uppdráttar. Það er því gustukaverk að kasta einhverju góðgæti út til þeirra, svo sem ávöxtum, korni eða feitmeti. Gæta þarf þess að valdir séu staðir þar sem kettir geta ekki legið í leyni. Morgunblaðið/ÞÖK Þröngt í búi hjá smáfuglunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.