Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 27 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is E inn ganginn enn hefur Arnold Schwarzeneg- ger, ríkisstjóri Kali- forníu, tekið forystuna í mikilvægu máli og skot- ið flokksbræðrum sínum í Repúblik- anaflokknum skelk í bringu. Hann býr nú við meirihluta demókrata í báðum deildum Kaliforníuþings, en hefur eftir stormasamt upphaf lært að lifa með þeim og það svo vel að flokksbræðrum hans er um og ó. Skömmu fyrir jól tókst honum með tilstyrk demókrata í fulltrúadeild Kaliforníuþings að fá samþykkt al- mannatryggingakerfi, sem á að ná til allra 36 milljóna Kaliforníubúa 2010, með niðurgreiðslum og skattafslátt- um fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að greiða tryggingagjaldið. Rétt er að hafa í huga, að málið á eftir að koma til kasta öldungadeild- arinnar, en engu að síður þykir ár- angur Schwarzeneggers mikilvægur og sem pólitískt útspil afar sterkt. Þeir demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokks síns til forseta- framboðs hafa tekið tryggingamálin upp á sína arma og þá einkum Hilary Clinton, sem í forsetatíð manns síns, kom fram með hugmyndir um al- mannatryggingakerfi sem féllu í grýttan jarðveg þá. En nú er öldin önnur og Schwarzenegger hefur far- ið lofsamlegum orðum um baráttu Hilary Clinton á þessu sviði. Það faðmlag hræðir repúblikana, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, en vilja helzt sem minnst af al- mannatryggingamálum vita. Schwarzenegger hefur hins vegar hvatt flokksbræður sína til þess að hætta að láta demókratana hrekja sig til hægri en sækja inn á miðjuna með mál sem almenning varða og þar séu almannatryggingar efstar á blaði. „Ég segi: (við repúblikana) Styðjið minn málstað og hann mun verða of- an á. Og þið munuð njóta góðs af þeg- ar þið sækist eftir atkvæðum kjós- enda. Þið getið þá sagt: Ég beitti mér fyrir almannatryggingum, menntun, heilnæmri fæðu fyrir börnin … þetta eru allt góð málefni og ég vil að flokk- urinn standi með þeim í stað þess að streitast á móti þessu öllu.“ Það fer ekkert á milli mála hver er vitinn sem vísar repúblikönum leiðina. Kúrsinn kemur frá Kaliforníu. Frá Hvíta hús- inu berst bara villuljós. Samningar um húsnæðisvexti og mál gegn ríkisstjórninni Og Schwarzenegger hefur á fleiri sviðum tekið forystuna af frambjóð- endum og Hvíta húsinu, nú síðast þegar hann gekk fram fyrir skjöldu og samdi við fjóra stóra lánveitendur á sviði húsnæðismála um frystingu á vaxtastigi húsnæðislána, en húsnæð- ismálin eru komin á dagskrá þeirra sem keppa að því að verða forsetaefni flokkanna. Og hvernig sem á því stóð þá tilkynnti Schwarzenegger um sam- komulag sitt að morgni dagsins sem fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Hank Paulson, gerði í blaðaviðtali grein fyrir sjónarmiðum alríkisstjórn- arinnar í húsnæðismálunum, sem hvetur lánveitendur til að aðstoða fólk til að halda heimilum sínum og skorar á þingið að taka húsnæðisvextina al- varlega og afgreiða vandann með neyðarlöggjöf. Málflutningur ráð- herrans féll í skuggann af fram- kvæmdum fylkisstjórans í Kaliforníu. Þriðja málið, þar sem Arnold Schwarzenegger hefur tekið af skar- ið svo nemur lengra en út fyrir fylk- ismörk Kaliforníu og beinist að rík- isstjórn George Bush, er sú ætlan hans að höfða mál gegn bandarísku umhverfisstofnuninni, EPA, til að hnekkja ákvörðun hennar um að hafna kalifornískum lögum, sem setja þröngar skorður við magni CO2 í útblæstri bíla. Schwarzenegger hefur sagt ákvörðun EPA „lagalega óverjandi“ og er ekki í nokkrum vafa um að mál- staður Kaliforníu verði ofaná: „Við munum sigra vegna þess að lögin, vísindin og krafa fólksins um leið- togahæfileika eru á okkar bandi.“ Enn og aftur nefnir Schwarzenegger leiðtogahæfileikana á nafn og það ekki út í bláinn, því sautján ríki hafa gefið til kynna að þau muni setja sambærileg lög og Kalifornía, ef EPA samþykkir. Bandaríska umhverfisstofnunin er ekki á þeim buxunum ennþá, en það verður ekki auðvelt fyrir Bush eða þá flokksbræður hans sem vilja leysa hann af hólmi, að sitja undir stöðugu ámæli fyrir aðgerðarleysi gegn lofts- lagsbreytingum. Það fer um menn í Hvíta húsinu, þegar ríkisstjóri Kaliforníu hnyklar vöðvana og setur í brýrnar! Kostnaðurinn vex mönnum í augum Það viðhorf Schwarzeneggers að það sé sama hvaðan gott kemur, jafn- vel frá demókrötum, hefur löngum farið fyrir brjóstið á flokksbræðrum hans. Nú þegar er deilt um það, hvort Schwarzenegger hafi átt frumkvæði að almannatryggingamálinu eða bara stokkið um borð hjá demókrötum, þegar þeir voru komnir með mótaðar hugmyndir. Hins vegar er ljóst að hann tók málið upp á sína arma í óþökk flokksbræðra sinna, sem vildu hvergi nálægt því koma og greiddu allir sem einn atkvæði gegn því. En demókratar eru í meirihluta og þeir samþykktu frumvarpið allir sem einn. Schwarzenegger brosti breitt þegar atkvæðagreiðslan var afstaðin, faðmaði að sér talsmann demókrata og sagði þá hafa tekið sögulegt fram- faraskref. Það fór ekkert á milli mála hverjir voru afturhaldið í það skiptið! En þótt fulltrúadeildin hafi sam- þykkt frumvarpið er það bara hálfur sigur. Öldungadeildin er eftir og mörgum demókrötum þar vex kostn- aðurinn í augum. Til þess var tekið að forystumaður demókrata í öldunga- deildinni tók ekki þátt í fögnuði flokksbræðra sinna í fulltrúadeildinni og fylkisstjórans, þegar frumvarpið hafði verið samþykkt. Kostnaðurinn var líka það sem repúblikanar í full- trúadeildinni báru fyrir sig. „Ríkis- stjóri vor … ríkisstjórinn, sem lofaði að auka ekki skatta, vinnur í raun með meirihluta demókrata hér í deildinni að því að koma fram mestu skattaaukningu á fyrirtækin í sögu Kaliforníu.“ Líklegt er, að flokks- bræður þeirra í öldungadeildinni taki undir þann málflutning. Því er spáð að leið málsins í öldungadeildinni verði öllu torsóttari fyrir fylkisstjór- ann, sem lætur hins vegar eins og ekkert geti stöðvað hann á þessari réttlætis- og framfarabraut. Það þurfi einfaldlega að skapa þverpóli- tíska samstöðu í ríkinu og til þess sé hann rétti maðurinn! En þótt Schwarzenegger láti eins og ekkert sé, þá eru fjármálahorfurn- ar sagðar allt annað en glæsilegar. Fyrirsjáanlegur fjárlagahalli ríkisins á næsta ári sé um 14 milljarðar doll- ara og kostnaðurinn við trygginga- kerfið er metinn annað eins svo menn telja einsýnt að eitthvað verði undan að láta. En ekki fylkisstjórinn. Það gerði hann aldrei á hvíta tjaldinu og nú talar hann eins og það sé honum jafn fjarri í raunveruleikanum. Leið- togar vísa leiðina en víkja ekki af henni! Framtíðin sker úr um það, en á meðan berast fréttir af því að demó- kratar í fulltrúadeildinni sitji sveittir yfir vangaveltum um tryggingagjöld fólks og fyrirtækja og að fylkisstjór- inn hafi falið starfsliði sínu að finna hverja þá holu, þar sem kreista megi fram einhvern sparnað. Að öðrum kosti er talið að hann beiti flötum nið- urskurði á öll útgjöld fylkisins og er þá talað um allt að 10%. Skattahækk- anir eru ekki til í hans huga, en flokksbræður hans óttast að hann sé heillum horfinn í bjargi demókrata, sem reyndar eru þegar farnir að tala um óhjákvæmilegar skattahækkanir. Sá voldugasti og sá vinsælasti Framtakssemi fylkisstjórans í Kaliforníu hefur ekki alltaf farið vel í húsbóndann í Hvíta húsinu, þótt hon- um mislíki svo sem ekki að njóta ein- hvers skins af frægðarsól flokksbróð- ur síns. Til þess hefur verið tekið að það hafi aldrei farið vel á með fylk- isstjóranum og forsetanum og er sagt, að missættið megi rekja til þess að Schwarzenegger var á sínum tíma stjórnskipaður líkamsræktarráðgjafi Bush eldri í forsetatíð hans. Þá fékk hann þá tilfinningu fyrir syninum, að hann væri bara pabbadrengur og kom fram við hann sem slíkan. Því hefur Bush aldrei gleymt og hann studdi Schwarzenegger ekki þegar hann sóttist fyrst eftir ríkisstjóra- embættinu í Kaliforníu. Og Schwarzenegger var svo sem ekki að leggja lykkju á leið sína til stuðnings Bush þegar hann sóttist eftir forseta- embættinu. Þannig hefur andað köldu milli þessa voldugasta repúblikana í Bandaríkjunum og einhvers þess vin- sælasta. Í ræðu, sem Schwarzen- egger flutti í bandaríska blaða- mannaklúbbnum í febrúar sl. sagði hann Bush vera of mikinn flokkshest og vitnaði til þess að sjálfur reykti hann bæði með demókrötum og re- públikönum í reyktjaldi sínu, sem hann kom upp fyrir utan kaliforníska þinghúsið, þegar reykingar voru bannaðar í opinberum byggingum. „Ég ráðlegg forsetanum eindregið að koma sér upp reykingatjaldi,“ sagði fylkisstjórinn og brosti sínu breið- asta. En í skógareldunum í Kaliforníu í haust náði hitinn að bræða ísinn milli þessara tveggja manna og þeir slíðruðu sverðin. Forsetinn hrósaði fylkisstjóranum fyrir stjórn hans og hét öllum þeim stuðningi, sem alrík- isstjórnin gæti látið í té, og fylkis- stjórinn hrósaði forsetanum fyrir skjót og góð viðbrögð. Þar með var eins og eitthvert samband væri kom- ið á, kannski bara af illri nauðsyn og án allra tilfinninga – en samband samt. Það er þó ljóst að Schwarzenegger ætlar eftir sem áður að freista þess að hafa sem mest áhrif á dagskrá for- setakosninganna, sem framundan eru. Maður fólksins en ekki flokkanna Arnold Schwarzenegger talar tals- vert um sjálfan sig sem mann sem sé eiginlega hafinn yfir bandarísku flokkana. Kannanir sýna að hann á þrátt fyrir allt ekki aðeins stuðning almennra repúblikana í Kaliforníu heldur og meira en helmings demó- krata. Og vinsældir hans ná langt út fyrir Kaliforníu. „Við vorum kjörnir til þess að þjóna fólkinu en ekki flokk- unum,“ segir hann en um leið og hann gagnrýnir flokkana, segir hann af og frá að hann ætli að hlaupa frá borði repúblikana. Hann er kvæntur inn í Kennedy- fjölskylduna og telst eini repúblikan- inn í þeirri demókratafjölskyldu. Eiginkona hans, María Shriver fréttamaður, hefur reyndar „viður- kennt“ að hún hafi, þrátt fyrir sín demókratísku gen, stutt eiginmann- inn í stjórnmálabaráttu hans. Á flokksþingi repúblikana 2004 gaf Schwarzenegger þessa skýringu á því að hann gerðist repúblikani, en hann er innflytjandi frá Austurríki. „Ég komst loksins hingað 1968. Það var mikill dýrðardagur. Ég kom tómhentur en átti mér drauma. For- setakosningar voru á fullu og ég horfði á Nixon og Humphrey eigast við í sjónvarpinu. Vinur minn, sem talaði bæði ensku og þýzku, þýddi fyrir mig. Mér fannst Humphrey segja hluti sem minntu mig um of á sósíalismann sem ég hafði nýlega brotizt undan. Svo talaði Nixon. Hann talaði um frjálst framtak, minni ríkisumsvif, lækkun skatta og eflingu hersins. Orð Nixons voru eins og ferskur and- blær. Ég spurði vin minn: Fyrir hvaða flokk er hann? Hann er repú- blikani. Þá er ég repúblikani, sagði ég. Og ég hef verið repúblikani allar götur síðan.“ Heimildir: Barron’s Bílablað Morgunblaðsins BBC News The Economist Financial Times The New York Times Los Angeles Times U.S.News &World Report Fullsterkur fylkisstjóri  Arnold Schwarzenegger tekur frumkvæðið í almannatryggingum og húsnæðislánavöxtum og býður Bush byrginn með málshöfðun til að hnekkja úrskurði bandarísku umhverfisstofnunarinnar Reuters Kampakátur Arnold Schwarzenegger stendur í stórræðum heima fyrir og vill sveigja þá sem keppa að því að verða forsetaframbjóðandi repúblikana að þeim málum sem hann segir skipta kjósendur mestu máli. SVIPMYND» Í HNOTSKURN »Arnold Schwarzenegger fæddist 30. júlí 1947 í Austurríki; þessvegna fékk hann síðar viðurnefnið austurríska eikin. Hann fluttist til Bandaríkjanna 1968. »Fjórtán ára fékk hann áhuga á vaxtarrækt og 1965 varð hannEvrópumeistari í unglingaflokki og tveimur árum síðar varð hann heimsmeistari í vaxtarrækt. Hann vann þann titil fjórum sinnum. »Schwarzenegger setti stefnuna þvínæst á Olympíu-titilinn semhann vann í annarri tilraun 1970 og hélt honum til 1975, er hann dró sig í hlé frá atvinnumennskunni. Hann kom þó aftur 1980 og vann titilinn einu sinni enn. »1970 lék Schwarzenegger í sinni fyrstu kvikmynd; Herkúles íNew York. Hann lék í nokkrum kvikmyndum á áttunda áratugn- um, en sló loks í gegn 1982 í fyrstu Conan-myndinni og þegar þeim sleppti tók Tortímandinn við. Hann lék í fjölmörgum kvikmyndum þess utan, þar til hann sneri sér að stjórnmálum. »Hann náði kjöri sem ríkisstjóri Kaliforníu í aukakosningum 2003.Í nóvember 2006 var hann endurkjörinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.