Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Lagt var hald á rúmlega 32 kg af amfeta-míni á árinu. Á síðasta ári var lagt hald á 47 kg en 9 kg árið 2005. »Minna var tekið af kókaíni í ár en á síðastaári, eða 6,4 kg. Í fyrra náðust hins vegar tæp 13 kg. Eftir Andra Karl andri@mbl.is KANNABISEFNI virðast á undanhaldi hjá ís- lenskum fíkniefnaneytendum, ef marka má bráða- birgðatölur lögreglu fyrir árið 2007. Lagt var hald á tæp átta kg af hassi og 3,5 kg af maríjúana á árinu en tölur undanfarinna ára eru mun hærri. Þannig voru tekin rúm þrjátíu kg af hassi á síð- asta ári, rúm tuttugu kg árið 2005 og 36 kg árið 2004 – og um meira magn var að ræða árin 2001- 2003. Að sama skapi hefur mun meira verið tekið af svokölluðum hörðum fíkniefnum, þ.e. amfeta- míni, kókaíni og e-töflum, en fyrir nokkrum árum. Þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða getur enn bæst við þær vegna mála sem eru í rannsókn. Einstaka mál geta skekkt niðurstöður lögregl- unnar milli ára en svo virðist sem sífellt sé reynt að fara með meira magn til landsins í einu. Besta dæmið um það er líklega stærsta fíkniefnamál ársins, Fáskrúðsfjarðarmálið – í því var lagt hald á 24 kíló af amfetamíni, 14 kíló af e-töfludufti (MDMA) og um 1.700 e-töflur. Þá hefur verið lagt hald á meira af e-töflum í ár en undanfarin fimm ár, eða nærri 26 þúsund stykki, miðað við rúm fimmtán þúsund stykki á tímabilinu 2002-2006. Megnið af þeim náðist nú fyrir jól þegar 23 þús- und töflur voru teknar í Leifsstöð af komufarþega frá Hamborg. 1,8 lítrar af kókaíni í fljótandi formi Í nokkrum málum sem upp komu var um að ræða fíkniefni í öðru formi en venjubundið er. Líkt og áður var getið var lagt hald á 14 kg af e-töfludufti en auk þess hefur aldrei fundist meira af kókaíni í fljótandi formi í einu máli en á árinu, eða 1,8 lítrar. Í því máli leikur grunur á að fleiri flöskur hafi verið sendar til landsins. Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi hefur tekið þeim breytingum helstum á undanförnum árum að meira fer fyrir harðari fíkniefnum en færri leggja í að smygla kannabisefnum. Mestur hluti kannabisefna á íslenskum markaði er hins vegar ræktaður hér á landi. Minna af kannabisefnum tekið en undanfarin sjö ár Morgunblaðið/Júlíus Myndað Efnin úr Fáskrúðsfjarðarmálinu.  Tvö stór fíkniefnamál settu mark sitt á árið  Meira um e-töflur og e-töfluduft VEL fór á með þeim Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Oddi Hrafni Björgvinssyni, sem betur er þekktur sem Krummi í Mínus, að lokinni frumsýningu á rokk- óperunni Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu sl. föstudag. Krummi fer með hlutverk Jesú og þykir gera því trú- verðug skil. Ekki var betur að sjá en að borgarstjórinn hefði áhuga á að sjá hvaða áhrif krossfestingin í leikrit- inu hefði á leikarann sjálfan og að hann væri að leita að ummerkjum eftir naglana. | 60 Morgunblaðið/Ómar Sko, engin naglaför Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is DILKAKJÖT frá sláturtíðinni 2007 er léttara og fituminna en und- anfarin ár. Þetta kemur fram á vef Bændasamtakanna. Meðalvigt var nokkuð lægri en í fyrra, 15,31 kíló, sem þýðir að hver skrokkur var að jafnaði 370 grömmum léttari í ár. Að sögn Jóhannesar Sigfússonar, for- manns Landssamtaka sauðfjár- bænda, þýðir þetta um 170 tonna minnkun í framleiðslu. Meðalgildi fitu lækkaði um 3% og segist Jóhannes telja að menn séu líklega komnir að þeim mörkum sem æskileg eru í fituhlutfalli. „Ég held að það þurfi ekki að fara mikið neð- ar. Það þarf alltaf svolitla fitu ef kjötið á að vera gott. Við stefnum að þeim vandfundna meðalvegi að fá vænt og kjötmikið fé án þess að það verði of feitt,“ segir hann. Meiri holdfylling með ræktun Holdfylling, sem er hlutfall vöðva af heildarþyngd skrokksins, var svipuð í fyrra og hækkaði hlutfall dilka í tveimur efstu flokkum í 23,7%. Það er hæsta hlutfall frá upphafi þess staðlaða kjötmats (EUROP) sem nú er beitt og segir Jóhannes það bera ræktunarstarfi sauðfjárbænda gott vitni. Rækt- unina segir hann hafa verið stund- aða í áratugi en hún hafi líklega tek- ið mestum framförum þegar farið var að notast við færanleg ómtæki til að mæla þykkt vöðva í lömbum. Þannig geta bændur betur metið hvaða lömb skal setja á vetur. Einnig spilar tíðarfar inn í þyngd og fitumagn dilkanna, en síðastliðið sumar voru gífurlegir þurrkar víða um land og beit í úthögum því kraft- minni síðsumars en oft áður. Jó- hannes kveður bændur hafa einhver ráð við því, svo sem að reka snemma af fjalli til að ná lömbunum fyrr á kraftmeira fæði.  Meðalþyngd skrokka af haustlömbum er minni en í fyrra, en mikið þurrkasumar skiptir þar máli  Holdfylling er hins vegar meiri en áður og þakka bændur það helst tækniþróun við kynbætur fjár Dilkakjöt léttara og fituminna í ár Morgunblaðið/Ómar Kjöt Kynbætur hafa gefið kjötmeiri dilka, en tíðarfar skiptir líka máli. SORPHIRÐUDEILD Reykjavík- urborgar áætlar að ljúka hirðingu sorps eftir jólin nú um helgina. Sorphirða lá niðri á aðfanga- og jóladag en hófst aftur annan í jól- um. Unnið hefur verið klukkutíma lengur í þessari viku, en bæði er sorp mun meira en venjulega auk þess sem kuldi og snjór hafa sett strik í reikninginn. Að sögn starfs- manns deildarinnar verður unnið hörðum höndum að sorphirðu um helgina og eitthvað á mánudag, gamlársdag, ef þörf krefur. Flestir ættu því að verða orðnir vel settir í næstu viku, þegar sorpmagn kem- ur til með að aukast vegna ára- mótafagnaðar. 800 tonn af flugeldum Áætlað er að um 800 tonn af flugeldum fuðri upp, með tilheyr- andi ljósadýrð, um áramótin. Sorp- hirðudeildin varar fólk við því að henda flugeldaleifum í ruslatunn- ur, en notendur eiga sjálfir að skila slíku í endurvinnslustöðvar. Þeir sem vilja að sorphirða gangi vel fyrir sig eftir áramótin ættu því ekki að skilja eftir sig skottert- ur og blys á víðavangi. Unnið lengur við sorphirðu LÖGREGLAN á Suðurnesjum handtók 17 ára ölvaðan pilt á fjórða tímanum aðfaranótt laug- ardags við Hátún í Reykjanesbæ þar sem hann var að berja á glugga íbúðarhúss. Í ljós kom að við athæf- ið notaðist pilturinn við merktan leiðiskross og kannaði lögregla því næst hvort hann hefði átt leið í gegn- um kirkjugarðinn við Aðalgötu. Grunur lögreglumanna reyndist á rökum reistur. Í kirkjugarðinum hafði pilturinn gengið berserksgang. Í atganginum eyðilagði hann þrettán ljósaskreytingar á leiðum og stal áð- urnefndum leiðiskrossi. Hann hafði einnig brotið stóra rúðu í nýlegu kirkjugarðshúsi sem í garðinum stendur. Drengurinn var að vonum hand- tekinn og fékk að sofa úr sér áfeng- isvímuna í fangaklefa. Hann var yf- irheyrður í gærdag og í kjölfarið látinn laus. Mál hans fer sína leið í réttarkerfinu ásamt því að tilkynn- ing verður send til barnaverndaryf- irvalda. Gekk ber- serksgang í kirkjugarði Pilturinn eyðilagði ljósaskreytingar. Handtekinn með merktan leiðiskross LITLAR sem engar breytingar hafa orðið á fylgi flokka frá síðustu mæl- ingu IM-Gallup. Sama gildir um við- horf til ríkisstjórnarinnar, en hún nýtur nú stuðnings 77% svarenda, samanborið við 78% fylgi síðast. Fylgi Sjálfstæðisflokks er ríflega 40%, Samfylkingin mælist með rúm- lega 30% fylgi, Vinstrihreyfingin – grænt framboð með ríflega 15%, Framsóknarflokkurinn með tæplega 9% fylgi, Frjálslyndi flokkurinn með ríflega 4% og Íslandshreyfingin – lif- andi land með tæplega 1%. Miðað við síðustu könnun fyrir mánuði fær Sjálfstæðisflokkurinn 1% meira nú á meðan Samfylkingin lækkar um 1%. VG lækkar um 2% á meðan Fram- sókn eykur fylgi sitt um 1%. Rúm- lega 16% svarenda tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og 6% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag. Fylgi flokka nær óbreytt ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.