Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 49
Samkoma
Sunnudaga kl. 11.00.
Gamlársdag kl. 14.00
Allir hjartanlega velkomnir.
Betanía, Stangarhyl 1, Rvík.
SALT
Kristið samfélag
Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.
Samkoma klukkan 17.
“Jesús í nýju ljósi”.
Umsjón: þriðjudagshópurinn.
Lofgjörð og fyrirbæn.
Barnastarf.
Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Gleðilega páskahátíð!
Í dag kl. 16-18 Opið hús með
jóladagskrá.
Létt dagskrá og veitingar.
Umsjón: Anne M. og Harold
Reinholdtsen.
Gamlárskvöld kl. 23.15
Áramótasamkoma.
Umsjón: Anne Marie R.
Nýársdag kl. 20
Hátíðarsamkoma.
í umsjá Harolds Reinholdtsen.
ÓlafurJóhannsson talar.
3. jan. kl. 19 Jólafagnaður
fyrir herfólk.
Matur, kr. 500 á mann. Skráning
í síma 561 3203.
Gamlársdagur
Vitnisburðasamkoma í Háborg,
Stangarhyl 3a, kl. 16:00.
Samhjálp óskar lands-
mönnum öllum Guðs
blessunnar á nýju ári.
www.samhjalp.is
Almenn samkoma í dag
kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson
predikar.
Nýársnótt: Áramótafagnaður
sem hefst með glæsilegri
flugeldasýningu kl. eitt eftir
miðnætti.
Nýársdagur kl. 20.00.
Hátíðarsamkoma með brotningu
brauðsins.
Miðvikud. kl. 20.00 Bænastund.
Almenn samkoma kl. 14.
Sigrún Einarsdóttir prédikar.
Lofgjörð, barnastarf og fyrir-
bænir. Kaffi og samvera að
samkomu lokinni. Allir
velkomnir og gleðilegt nýtt ár!
Fríkirkjan Kefas,
Fagraþingi 2a v/ Vatnsendaveg,
www.kefas.is
Félagslíf
Íslenska Kristskirkjan,
Fossaleyni 14.
Fjölskylduhátíð kirkjunnar
kl.11.00. Jólaleikrit, gengið í
kringum jólatré og jólasveinn í
heimsókn. Engin samkoma um
kvöldið.
Miðvikudagur: Bæna- og
lofgjörðarsamkoma kl. 20.00.
Fimmtudagur: Bænastund
kl.16 fyrir innsendum
bænaefnum.
Föstudagur: Samkoma fyrir
ungt fólk kl. 20.
www.kristur.is
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Símon Bacon
og Guðríður Hannesdóttir
kristalsheilari auk annarra,
starfa hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma. Upplýsingar um
félagið, starfsemi þess, rann-
sóknir og útgáfur, einkatíma og
tímapantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18. auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Sun. 30. des.
Bible study 12:30 in English.
Sun. 30. des.
Almenn samkoma kl. 16:30.
Þri 1. jan. Nýársfagnaður
kl. 01:00 (ath.! eftir miðnætti á
gamlársd.) í umsjá Kirkju unga
fólksins.
Þri. 1. jan. Nýárssamkoma
kl. 16:30. Ræðum. Vörður Leví
Traustason.
ATH.! Það er engin barna-
kirkja um jólin, næst verður
hún 6. jan. 2008
Við óskum ykkur Guðs blessunar
á nýju ári.
Samkomur
Föstudaga kl. 19.30.
Laugardaga unglingastarf
kl. 20.00.
Sunnudaga kl. 11.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 49
JÓLASKÁKDÆMI Morgun-
blaðsins hafa sennilega verið nokkuð
strembin að þessu sinni. Fyrir vana
menn ættu þó flest að hafa verið
nokkuð auðleysanleg með smá yfir-
legu þó. Erfiðasta dæmið er senni-
lega dæmi nr. 8. því afbrigðin eru
mörg en lokastefið er sérlega glæsi-
legt. Lausnirnar birtast hér.
Skákdæmi nr. 1
Godfrey Heathcote
Hvítur mátar í 2. leik 1. Hh1 Allir
leikir svarts leiða til máts í næsta
leik:
1. …Bxh7 2. Rd5+.; 1. …He5 2.
Dg4+.; 1. …He3 2. Bh2+.; 1. …Bg5
2.Dh2+.;
1…Bf7 2.Df5+. ; 1. …Hf7 2.
Rd5+.; 1. … c3 2. Rd3+.
Skákdæmi nr. 2
T. Taverner
Hvítur mátar í 2. leik
1. Hcc7
Hótar 2. Rc3 mát. Svartur getur
reynt að verjast með því að leika
riddaranum frá d4 en þá kemur mát
á átta mismunandi stöðum:
1. …Rxb3 2. Dd3+.; 1….Rb5 2.
Hc5+.; 1. …Rc6 2. Hcd7+.; 1. …Re6
2. Hed7+.; 1. …Rf5 2. He5+.; 1.
…Rf3 2. De4+.; 1. …Re2 2. Dxh5+.;
og 1. …Rc2 2. b4+.
Skákdæmi nr. 3
Stephen Dowd
Hvítur mátar í 3. leik
1. Dd3!
1. … cxd3 2, Rb3+ og 3. Hc6 mát;
1. … b3 2. Rxb3+ Kb4 ( eða 2. …
cxb3 3,.Dc3 mát ) 3. a3 mát; 1. .. exd4
2. Dg6! og mát í næsta leik t.d. 2. .. d3
3. Db6 mát.
Skákdæmi nr. 4
Samuel Lloyd
Hvítur mátar í 3. leik 1. e8(R)+
Kh6 (eða 1. … Kxh8 2. d8(R) og 3.
Rf7 mát)
2. d8(R) og 3. Rf7 mát. Þá dugar 1.
.. Kf8 skammt vegna 2. d8(D) og 3.
Rg6 mát.
Skákdæmi nr. 5
Aleksei Troitzky
Hvítur leikur og vinnur. 1. Kh1!
Leiki svartur kóngnum brunar a–
peðið upp í borð. Leiki svartur bisk-
upnum er hann skákaður af á b3 eða
e6.
Skákdæmi nr. 6
Leonid Kubbel
Hvítur leikur og vinnur:
1. a6 e3 2. a7 e2 3. a8(D) e1 (D) 4.
Dd5+ Kb4 5. Dd3!
Svartur er í leikþröng og tapar
drottningunni eða verður mát, t.d. 5.
… Da1 6. Dc3+ Ka4 7. b3+ og
drottningin fellur.
Skákdæmi nr. 7
Leonid Kubbel og A. Herbstman
Hvítur leikur og heldur jafntefli.
1. Rg1 Re3+
(eða 1. … Rf4+ 2. Kh1 e1(R) 3.
Rf3+! Rxf3 patt!)
2. Kh3! Rf4+ 3. Kh2 Rg4+ 4. Kh1
Rf2+ 5. Kh2 e1(R) 6. rf3+! Rxf3 7.
Kg3 Ke3
– eini leikurinn til að bjarga ridd-
aranum. Gallinn er sá að hvítur er
patt! Ekki er gerlegt að máta með
kóng og tveim riddurum gegn kóng.
Skákdæmi nr. 8
V. Korolkov
Hvítur leikur og vinnur. 1. f7
Ha6+ (eða 1. .. Hg8 2. fxg8(D)+
ásamt 3. e7+ og vinnur biskupinn)
2. Ba3! Hxa3+ 3. Kb2 Ha2+ 4.
Kc1! Ha1+ 5. Kd2! (ekki 5. Kb2
Hb1+! 6Kc3 Hb3+ 7. Kd4 Hd3+ og
heldur jöfnu)
5. .. Ha2+ 6. Ke3 Ha3+ 7. Kf4
Ha4+ 8. Kg5 Hg4+ 9. Kh6 Hg8 10.
Re7! Be6 11. fxg8(D)+ Bxg8 12. Rg6
mát.
helol@simnet.is
Lausnir á
jólaskákþrautum
Helgi Ólafsson
Skákdæmi nr. 8
Skákdæmi nr. 7
Skákdæmi nr. 5Skákdæmi nr. 3
Skákdæmi nr. 2Skákdæmi nr. 1
Skákdæmi nr. 4
Skákdæmi nr. 6
SKÁK
FRÉTTIR
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef-
ur ákveðið úthlutun á 250 milljónum
króna til að koma til móts við þau
sveitarfélög sem verða fyrir tekju-
missi vegna tímabundins samdráttar
í aflamarki þorsks. Um er að ræða
fyrsta hluta af þremur en ríkis-
stjórnin hafði ákveðið að veita sam-
tals 750 m.kr. í þessu skyni á þremur
árum og er það hluti af mótvægisað-
gerðum vegna niðurskurðar í afla-
heimildum á þorski.
Grindavík og Snæfellsbær fá
hæstu upphæðina eða um 35 millj-
ónir hvort. Vestmannaeyjar fær 17
milljónir og Ísafjörður 15 milljónir.
Í fréttatilkynningu segir að ljóst
sé að áþreifanleg áhrif aflasamdrátt-
ar á fjárhag sveitarfélaga muni koma
betur í ljós þegar líður á árið. Því var
farin sú leið að við fyrstu úthlutun
verði komið til móts við þau sveit-
arfélög sem talin eru líklegust að
verði fyrir skaða til að veita þeim við-
spyrnu og tækifæri til að bregðast
við í tíma. Við úthlutun á næstu
tveimur árum verða hins vegar mun
skýrari forsendur til að meta áhrif á
fjárhag sveitarfélaganna, meðal ann-
ars hafnarsjóðanna.
Við úthlutun styrkja á árinu 2007
er miðað við aflamark í þorski sam-
tals síðastliðin þrjú ár, hlutfall starfa
í veiðum og vinnslu árið 2005 sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofu Ís-
lands og það hlutfall margfaldað með
tveimur, lágmarkshlutfall starfa við
veiðar og vinnslu eftir tvöföldun,
aflamark og hlutfall starfa er marg-
faldað og þannig fæst hlutfallsstuð-
ull sveitarfélags í heildarfjárhæð-
inni.
Grindavík og Snæfells-
bær fengu mest úthlutað
HINN 2. febrúar næstkomandi
mun hinn heimskunni fyrirlesari
Jack Canfield halda dags-
námskeið í Háskólabíói um lög-
mál sigurgöngunnar. Miðasala
hefst 1. janúar á vefnum
www.newvision.is en Canfield
kemur hingað til lands á vegum
fyrirtækisins New Vision, sem er
í eigu Kristjáns Viðars Haralds-
sonar, betur þekktur sem söngv-
ari og lagahöfundur hljómsveit-
arinnar Greifanna.
Jack Canfield er stofnandi og
stjórnarformaður Canfield Train-
ing Group í Santa Barbara í Kali-
forníu. Fyrirtækið þjálfar at-
hafnamenn, kennara, forstjóra
fyrirtækja og aðra áhugasama
einstaklinga, sem ná vilja per-
sónulegum og
starfstengdum
markmiðum sín-
um á stuttum
tíma, eins og
segir í tilkynn-
ingu.
Íslendingar
ættu að þekkja
Canfield af þátt-
töku hans í
kvikmyndinni The Secret og að-
komu að samnefndri bók. Þá er
hann annar höfunda bókanna
„Chicken Soup for the Soul“ sem
hafa selst í yfir 100 milljón ein-
tökum. Er hann maðurinn á bak
við samnefnt viðskiptaveldi sem
tímaritið Time kallaði „Útgáfu-
undur áratugarins“.
Sala á Jack Canfield að hefjast
Jack Canfield