Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA FRIÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR frá Auðsholti, Dalbraut 25, Reykjavík, lést að morgni aðfangadags á heimili sínu. Hún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 4. janúar kl. 13.00. Stefán Jón Steinþórsson, Steinþór Stefánsson, Hildur Pétursdóttir, Friðberg Stefánsson, Áslaug Birna Ólafsdóttir og barnabörnin, Þórdís, Atli, Hrannar og Andrea. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON frá Kollafjarðarnesi, sem andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 20. desember s.l. verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.00. Ágústa Eiríksdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sverrir Þórðarson, Guðný Margrét Magnúsdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Pétursson, Jón Gunnar Magnússon, Carmen Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, HALLDÓR B. JÓNSSON frá Þórustöðum í Önundarfirði, til heimilis á sambýli fatlaðra, Giljaseli 7, Reykjavík, lést 22. desember á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 7. janúar kl. 13:00. Aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI FRIÐRIK SCHEVING hljómlistarmaður, Mávahlíð 5, Reykjavík, sem varð bráðkvaddur laugardaginn 22. desember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.00. Kl. 12.00-13.00 verður flutt tónlist í kirkjunni. Sigríður Friðjónsdóttir, Ragnar Þór Árnason, María Sigmundsdóttir, Bryndís Scheving, Haraldur Ólafsson, Guðni Þór Scheving, Helga Rós Reynisdóttir, Einar Valur Scheving, Vigdís Rún Jónsdóttir, Arnaldur Haukur Ólafsson, Louisa Stefanía Djermoun. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR JÓNASSON arkitekt, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 28. desember. Jarðarförin fer fram í kyrrþey þann 11. janúar. Elín Guðmundsdóttir, Brynjar Þórsson, Jónas Guðmundsson, Harpa Ásgeirsdóttir, Sigríður Halla Guðmundsdóttir, Ketill Magnússon, Sigríður Jónasdóttir, Guðmundur Loftsson, Sólrún Jónasdóttir, Ólafur V. Sigurbergsson, Kristján Jónasson og barnabörn hins látna. Enn og aftur er höggvið skarð í skóla- systkinahópinn ár- gang 1954 á Ísafirði, er Árni Guðmundsson skólabróðir okkar lést 19. des. sl. Það var stór hópur sem beið spenntur eftir að byrja nýjan áfanga í lífinu er skólagangan byrjaði. Hóp- urinn small saman fljótt og vel varð snemma sérstaklega samheldinn og náinn hópur og hafa þessi bernsku- bönd og tryggð haldist fallega og endurfundir verið tíðir og haft á orði hjá öðrum árgöngum. Einn af þess- um hópi var Árni Guðmunds, glað- Árni Guðmundsson ✝ Árni Guðmunds-son fæddist á Ísafirði 6. mars 1954. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði 19. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 28. desember. lyndur, snaggaraleg- ur, glettinn skemmtilega stríðinn strákur, ljúfur dreng- ur, sem var okkur ynd- islegur vinur og skóla- bróðir en sjálfum sér erfiðari. Það var ekki mikið mál þegar við vorum í Gaggó er það komu nýjar poppplöt- ur út, það voru bara vinylplöturnar, ekkert CD, engir gemsar, en samskiptin samt mikil og góð, þá var okkur bara boðið heim til Árna að hlusta, eða eins og hann sagði einu sinni, mamma hefur bara gaman af því. Nóg hjartarúm þar, þótt systkina- hópurinn væri stór. En tíminn okkar saman í gegnum Barnaskólann og síðan Gaggó voru góðar stundir. Mikið brallað, lifandi krakkar og það státa víst ekki margir árgangar af því að kladdinn „týndist“ óvart í 4. bekk, og það komst alveg óvart lax- erolía í sósuna í matreiðslutíma. En það stóðu allir með geislabaug og enginn vissi neitt. Ótrúlega skemmtilegar minningar sem voru í stríðni en ekki ódrengilegar. Árni var einstaklega verklaginn og það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, fæddur listamaður. Ótrú- lega mörg og falleg listaverk komu frá honum bæði málverk og síðan gerði hann einstaklega falleg gler- listaverk, það lék allt í fingrunum hans. Eftir að skólagöngu lauk, var lífsstarfið hans Árna sjómennskan og naut hann sín þar, var haft á orði er hann var að bæta net að þetta væri eins og handavinna. Árni var trygglyndur vinur vina sinna og að öðrum ólöstuðum var sérstaklega fallegt samband á milli Árna og mömmu hans, hennar Diddu, þau voru fallegir vinir og átti hann svo sannarlega Hauk i horni og skjól þegar mest mæddi á honum. Árni eignaðist 2 syni, þá Örvar og Örn og var svo sannarlega stoltur af þeim. Við vorum hnípin og döpur skóla- systkinin erum við fréttum af andláti hans rétt áður en jólahátíðin gekk í garð. Áður hafa kvatt okkur af ár- ganginum Ásrún Ben, Sævar Rabbi og Sigga Beta. Nú er komið að kveðjustund, við skólasystkinin kveðjum ljúfan dreng og biðjum að Guð gefi honum frið og ró, þökkum fyrir vináttu og samfylgdina vinur, og vottum móður þinn, sonum þín- um, systkinum og vinum, okkar dýpstu og einlægustu samúð og biðj- um að Guð gefi ykkur styrk. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Árgangur 1954, Ísafirði. ✝ Margrét Bergs-dóttir fæddist í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit í Skagafirði 17. ágúst 1924. Hún andaðist á Heilbrigð- isstofnun Siglu- fjarðar 2. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Sigfús- dóttir og Bergur Magnússon. Mar- grét var önnur í röð fjögurra systkina, elst var Guðrún, látin, næst er Margrét, þá Eggert og yngst Hrafnhildur, gift Símoni Sím- onarsyni, þau eiga þrjá syni. 2) Sigríður Þórdís, f. 3. mars 1947, giftist Jóni Jónassyni, börn þeirra eru a) Júlía Margrét, maki Guð- mundur Friðrik Matthíasson, þau eiga fimm börn, b) Fanney Jóna, hún á tvö börn, c) Jónas Ríkharð, kvæntur Berglindi Magnúsdóttur, þau eiga tvær dætur, og d) Júlíus Sigurður, hann á eina dóttur. Þá giftist Sigríður Erlendi Krist- jánsyni, sonur þeirra er Arnar Þór. 3) Ingi Bergmann Vigfússon, uppeldissonur, f. 2. mars 1951, kvæntur Hrefnu Eyjólfsdóttur, synir þeira eru a) Steinn Viðar, kvæntur Kristínu Heiðu Jóhann- esdóttur, þau eiga tvær dætur, b) Freyr, og c) Hrafn. Margrét var jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju 17. nóvember. Steinunn. Margrét giftist á Vatnsleysu í Viðvík- ursveit 17. ágúst 1946 Júlíusi Þór- arinssyni, f. 18. ágúst 1923. Börn þeirra eru: 1) Hreinn Berg- vin, f. 21. nóvember 1941, kvæntur Sig- urlínu Káradóttur, börn þeirra eru a) Ingvar Kristinn, kvæntur Hönnu Þóru Benediktsdóttur, þau eiga fjögur börn, b) Kári Freyr, kvæntur Helgu Sverr- isdóttur, þau eiga þrjú börn, og c) Elsku besta langamma Lóa, okkur langar til þess að kveðja þig með þessum fallega sálmi og einni bæn sem þú þekktir vel. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lofið fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, Glaðir vér megum Þér síðar fylgjáí friðarskaut. Bæn: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Guð verndi þig. Hvíl í friði, elsku Lóa amma okkar (langa Lóa). Þínir Reynir Hafþór, Marteinn Mikael og Lárus Manúel. Margrét Bergsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, VALGERÐUR GESTSDÓTTIR YATES frá Seyðisfirði, lést 24. desember. John Reginald Yates, James Gestur Yates, Anna Hólmfríður Yates, Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates, Rögnvaldur Guðmundsson, Ari Hlynur Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.