Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Þjóðar-sorg var lýst yfir í Paki-stan eftir morðið á Bena-zir Bhutto, fyrr-verandi for-sætis-ráðherra, á fimmtu-dag. Hún hafði flutt ræðu á fundi með stuðnings-mönnum sínum í borginni Rawal-pindi. Þegar hún var á leið-inni frá staðnum og nam staðar til að veifa skaut karl-maður á hana og sprengdi sig síðan. Alls dóu um 20 manns í til-ræðinu. Ekki er vitað enn hver morð-inginn var en margir halda að hann hafi verið hryðju-verka-maður í al Qaeda-sam-tök-unum. Útför Bhutto fór fram í heima-bæ hennar á föstu-dag en músl-ímar jarð-setja fólk strax daginn eftir andlát. Mörg hundruð þúsund manns fylgdu henni til grafar. Reynt var að myrða Bhutto í til-ræði þegar hún sneri heim úr út-legð í októ-ber. Hún slapp ómeidd. Sumir kenndu for-setanum, Pervez Mushar-raf, og mönnum hans um að öryggis-gæsla Bhutto hefði verið of léleg. Bhutto var af þekktri og valda-mikilli ætt í Paki-stan. Faðir hennar var for-sætis-ráð-herra en herinn vék honum frá. Seinna var hann ákærður fyrir aðild að spillingu og morði og hengdur 1979. Tveir synir hans tóku báðir þátt í bar-áttu gegn stjórn her-foringj-anna í heima-landinu og voru báðir myrtir. Sjálf var Bhutto lengi í út-legð en sneri aftur heim 1986. Hún varð for-sætis-ráð-herra tveimur árum síðar. Henni var vikið frá 1988 og var sökuð um spill-ingu. Eigin-maður hennar, Ali Zardari, var sagður hafa stolið millj-ónum dollara frá ríki-nu en hjónin hafa alltaf neitað þessum ásök-unum. Bhutto varð aftur for-sætis-ráð-herra 1993 en var vikið frá 1996, enn vegna ásak-ana um spill-ingu. Margir óttast að átök verði nú í Paki-stan en ríkið ræður yfir kjarn-orku-vopnum. Banda-ríkja-menn studdu Musharraf. Þeir fengu Bhutto til að fara heim í októ-ber og reyna að hefja sam-starf við for-setann. Þing-kosningar hafa verið boð-aðar í janúar en ekki er vitað hvort af þeim verður. Bhutto myrt í Paki-stan Reuters Bhutto minnst Stuðningsmenn Bhutto safnast saman á æskuheimili hennar í Naudero fyrir útförina á föstudag. Harmur Asif Ali Zardari, eiginmaður Benazir Bhutto heitinnar, grætur á æskuheimili hennar í þorpinu Naudero. Bhutto var borin til grafar skammt frá þorpinu á föstudag. Tvær af fremstu knatt-spyrnu-konum Íslands eru eftirsóttar af erlendum knattspyrnuliðum um þessar mundir. Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðs-kona í knatt-spyrnu úr KR, á von á tilboðum frá tveimur stór-liðum, Ldb Malmö í Svíþjóð og Hamburger SV í Þýska-landi. Hún fór til æfinga hjá báðum liðunum fyrir skömmu og sagði við Morgun-blaðið að sér hefði gengið mjög vel á báðum stöðum. „Já, það er óhætt að segja það, miðað við það að ég er ekki í mínu besta formi um þetta leyti árs, eins og gefur að skilja. Mér leist vel á mig á báðum stöðum en verð þó að viðurkenna að ég er mun spenntari fyrir Malmö,“ sagði Hólmfríður, sem var kjörin knatt-spyrnu-kona ársins 2007 af leik-mönnum úrvals-deildarinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir, lands-liðs-konur úr Val, dvöldu hjá banda-ríska félaginu FC Indiana síðustu dagana fyrir jól og Margrét Lára sagði við Morgunblaðið í gær að félagið hefði sýnt mikinn áhuga á að fá þær í sínar raðir. „Það lá fyrir þegar við fórum út og hefur ekkert breyst, en mér vitanlega er þó ekkert tilboð komið frá Indiana enn sem komið er,“ sagði Margrét Lára. Á leið til útlanda Stór-stjarnan Oscar Peterson er látin. Margir töldu hann síðustu stór-stjörnu klassísks djass og segja því tíma-bili nú lokið í sögu djass-tón-listar. Peterson var 82 ára þegar hann lést á heimili sínu í Kanada. Hann lék á píanó-ið með mörgum fræg-ustu djass-leikurum heims, t.d. þeim Ray Brown og Ed Thigpen, Herb Ellis og síðar Joe Pass og Niels-Henning. Í grein um snill-inginn Peterson í Morgun-blaðinu sl. föstu-dag segir Vern-harður Linnet gagn-rýnandi m.a. að Oscar hafi blásið snobb-uðum for-dómum út í hafs-auga „með tóna-töfrum sínum“. Plötur þær sem Oscar Peterson gaf út skipta hundr-uðum. Oscar allur ÍSLENSKUR sjó-maður lést um borð í skipi í Marokkó á jóla-dag. Hann hét Helgi Jóhannsson og var skip-stjóri. Annar maður sem var háseti á skipinu lést líka. Hann var frá Marokkó. Það er verið að rannsaka hvernig mennirnir létust. Talið er að þeir hafi látist úr súrefnis-skorti í lestum skipsins. Skipið var á leið út á sjó þegar slysið varð. Hásetinn fór niður í lest en kom ekki strax til baka. Þá fór íslenski skip-stjórinn að leita að honum. Urðu þeir báðir fyrir súrefnis-skorti. Útgerðin sem á skipið heitir Fleur de Mer. Íslenska fyrirtækið Nýsir á útgerðina. Íslenskur sjó-maður lést ÞÝSKUR karl-maður reyndi fyrir jól að flytja til Íslands 23.000 e-töflur. Toll-gæslan á Suður-nesjum náði manninum í Leifsstöð og tók efnin af honum. Maðurinn var með töflurnar í farangrinum sínum. Hann verður í gæslu-varðhaldi þangað til 14. janúar á næsta ári. Jóhann R. Benediktsson, sem er lögreglu-stjóri á Suður-nesjum, segir að líklega hafi maðurinn ætlað að selja e-töflurnar á Íslandi. Jóhann er mjög ánægður með að maðurinn skuli hafa náðst. Nokkur stór e-töflu-mál hafa komið upp á Íslandi síðustu ár. Árið 2001 náðist til dæmis maður með 67.000 e-töflur. Í september á þessu ári var reynt að smygla til Íslands í skútu 14 kílóum af e-töfludufti. Úr duftinu er hægt að búa til mörg þúsund e-töflur. Lög-reglan heldur að neysla á e-töflum sé aftur að aukast á Íslandi. Mikil neysla var á e-töflum hér um miðjan tíunda áratuginn. En svo minnkaði hún. E-töflur eru mjög hættu-legt eitur-lyf. SÁÁ segir að meira en 100 manns hafi dáið af völdum þessa efnis á síðustu fimm árum. Tekinn með 23.000 e-töflur Morgunblaðið/Kristinn E-töflur Maðurinn smyglaði e-töflunum í töskunni sinni. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.