Morgunblaðið - 30.12.2007, Side 50
50 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Þjóðar-sorg var lýst yfir í
Paki-stan eftir morðið á
Bena-zir Bhutto, fyrr-verandi
for-sætis-ráðherra, á
fimmtu-dag. Hún hafði flutt
ræðu á fundi með
stuðnings-mönnum sínum í
borginni Rawal-pindi.
Þegar hún var á leið-inni
frá staðnum og nam staðar
til að veifa skaut karl-maður
á hana og sprengdi sig
síðan. Alls dóu um 20 manns
í til-ræðinu.
Ekki er vitað enn hver
morð-inginn var en margir
halda að hann hafi verið
hryðju-verka-maður í al
Qaeda-sam-tök-unum.
Útför Bhutto fór fram í
heima-bæ hennar á
föstu-dag en músl-ímar
jarð-setja fólk strax daginn
eftir andlát. Mörg hundruð
þúsund manns fylgdu henni
til grafar.
Reynt var að myrða Bhutto
í til-ræði þegar hún sneri
heim úr út-legð í októ-ber.
Hún slapp ómeidd. Sumir
kenndu for-setanum, Pervez
Mushar-raf, og mönnum
hans um að öryggis-gæsla
Bhutto hefði verið of léleg.
Bhutto var af þekktri og
valda-mikilli ætt í Paki-stan.
Faðir hennar var
for-sætis-ráð-herra en herinn
vék honum frá. Seinna var
hann ákærður fyrir aðild að
spillingu og morði og
hengdur 1979. Tveir synir
hans tóku báðir þátt í
bar-áttu gegn stjórn
her-foringj-anna í
heima-landinu og voru báðir
myrtir.
Sjálf var Bhutto lengi í
út-legð en sneri aftur heim
1986. Hún varð
for-sætis-ráð-herra tveimur
árum síðar. Henni var vikið
frá 1988 og var sökuð um
spill-ingu. Eigin-maður
hennar, Ali Zardari, var
sagður hafa stolið millj-ónum
dollara frá ríki-nu en hjónin
hafa alltaf neitað þessum
ásök-unum. Bhutto varð aftur
for-sætis-ráð-herra 1993 en
var vikið frá 1996, enn vegna
ásak-ana um spill-ingu.
Margir óttast að átök verði
nú í Paki-stan en ríkið ræður
yfir kjarn-orku-vopnum.
Banda-ríkja-menn studdu
Musharraf. Þeir fengu Bhutto
til að fara heim í októ-ber og
reyna að hefja sam-starf við
for-setann. Þing-kosningar
hafa verið boð-aðar í janúar
en ekki er vitað hvort af þeim
verður.
Bhutto myrt í Paki-stan
Reuters
Bhutto minnst Stuðningsmenn Bhutto safnast saman á
æskuheimili hennar í Naudero fyrir útförina á föstudag.
Harmur Asif Ali Zardari, eiginmaður Benazir Bhutto heitinnar, grætur á æskuheimili hennar í
þorpinu Naudero. Bhutto var borin til grafar skammt frá þorpinu á föstudag.
Tvær af fremstu
knatt-spyrnu-konum Íslands
eru eftirsóttar af erlendum
knattspyrnuliðum um þessar
mundir. Hólmfríður
Magnúsdóttir, landsliðs-kona
í knatt-spyrnu úr KR, á von á
tilboðum frá tveimur
stór-liðum, Ldb Malmö í
Svíþjóð og Hamburger SV í
Þýska-landi. Hún fór til
æfinga hjá báðum liðunum
fyrir skömmu og sagði við
Morgun-blaðið að sér hefði
gengið mjög vel á báðum
stöðum. „Já, það er óhætt að
segja það, miðað við það að
ég er ekki í mínu besta formi
um þetta leyti árs, eins og
gefur að skilja. Mér leist vel á
mig á báðum stöðum en verð
þó að viðurkenna að ég er
mun spenntari fyrir Malmö,“
sagði Hólmfríður, sem var
kjörin knatt-spyrnu-kona
ársins 2007 af leik-mönnum
úrvals-deildarinnar.
Margrét Lára Viðarsdóttir,
Guðbjörg Gunnarsdóttir og
Guðný Björk Óðinsdóttir,
lands-liðs-konur úr Val,
dvöldu hjá banda-ríska
félaginu FC Indiana síðustu
dagana fyrir jól og Margrét
Lára sagði við Morgunblaðið í
gær að félagið hefði sýnt
mikinn áhuga á að fá þær í
sínar raðir.
„Það lá fyrir þegar við
fórum út og hefur ekkert
breyst, en mér vitanlega er
þó ekkert tilboð komið frá
Indiana enn sem komið er,“
sagði Margrét Lára.
Á leið til
útlanda
Stór-stjarnan Oscar Peterson
er látin. Margir töldu hann
síðustu stór-stjörnu
klassísks djass og segja því
tíma-bili nú lokið í sögu
djass-tón-listar.
Peterson var 82 ára þegar
hann lést á heimili sínu í
Kanada. Hann lék á píanó-ið
með mörgum fræg-ustu
djass-leikurum heims, t.d.
þeim Ray Brown og Ed
Thigpen, Herb Ellis og síðar
Joe Pass og Niels-Henning.
Í grein um snill-inginn
Peterson í Morgun-blaðinu sl.
föstu-dag segir Vern-harður
Linnet gagn-rýnandi m.a. að
Oscar hafi blásið
snobb-uðum for-dómum út í
hafs-auga „með tóna-töfrum
sínum“.
Plötur þær sem Oscar
Peterson gaf út skipta
hundr-uðum.
Oscar
allur
ÍSLENSKUR sjó-maður lést
um borð í skipi í Marokkó á
jóla-dag. Hann hét Helgi
Jóhannsson og var
skip-stjóri. Annar maður sem
var háseti á skipinu lést líka.
Hann var frá Marokkó. Það er
verið að rannsaka hvernig
mennirnir létust. Talið er að
þeir hafi látist úr
súrefnis-skorti í lestum
skipsins. Skipið var á leið út
á sjó þegar slysið varð.
Hásetinn fór niður í lest en
kom ekki strax til baka. Þá fór
íslenski skip-stjórinn að leita
að honum. Urðu þeir báðir
fyrir súrefnis-skorti.
Útgerðin sem á skipið
heitir Fleur de Mer. Íslenska
fyrirtækið Nýsir á útgerðina.
Íslenskur
sjó-maður
lést
ÞÝSKUR karl-maður reyndi
fyrir jól að flytja til Íslands
23.000 e-töflur. Toll-gæslan
á Suður-nesjum náði
manninum í Leifsstöð og tók
efnin af honum. Maðurinn var
með töflurnar í farangrinum
sínum. Hann verður í
gæslu-varðhaldi þangað til
14. janúar á næsta ári.
Jóhann R. Benediktsson,
sem er lögreglu-stjóri á
Suður-nesjum, segir að
líklega hafi maðurinn ætlað
að selja e-töflurnar á Íslandi.
Jóhann er mjög ánægður
með að maðurinn skuli hafa
náðst.
Nokkur stór e-töflu-mál
hafa komið upp á Íslandi
síðustu ár. Árið 2001 náðist
til dæmis maður með
67.000 e-töflur. Í september
á þessu ári var reynt að
smygla til Íslands í skútu 14
kílóum af e-töfludufti. Úr
duftinu er hægt að búa til
mörg þúsund e-töflur.
Lög-reglan heldur að
neysla á e-töflum sé aftur að
aukast á Íslandi. Mikil neysla
var á e-töflum hér um miðjan
tíunda áratuginn. En svo
minnkaði hún.
E-töflur eru mjög
hættu-legt eitur-lyf. SÁÁ segir
að meira en 100 manns hafi
dáið af völdum þessa efnis á
síðustu fimm árum.
Tekinn með 23.000 e-töflur
Morgunblaðið/Kristinn
E-töflur Maðurinn smyglaði e-töflunum í töskunni sinni.
Netfang: auefni@mbl.is